Handbolti

Nuddari strákanna okkar fær köku ársins að gjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg sést hér fagna bronsinu með Elís Þór Rafnssyni sjúkraþjálfara og Loga Geirssyni, leikmanni landsliðsins.
Ingibjörg sést hér fagna bronsinu með Elís Þór Rafnssyni sjúkraþjálfara og Loga Geirssyni, leikmanni landsliðsins. Mynd/DIENER
Hilmir Hjálmarsson, höfundur köku ársins, mun í dag afhenda Ingibjörgu Ragnarsdóttur, liðsstjóra karlalandsliðsins í handbolta, köku í virðingarskyni fyrir framlag hennar til góðs gengis landsliðsins á Evrópumeistaramótinu.

Hilmir vinnur hjá Sveinsbakaríi og bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara hefst um næstu helgi, konudagshelgina.

Sigurkakan er samsett úr dökkum súkkulaðibotni, hvítum botni, núggatmús og hjúpuð með dökkum Konsum orange súkkulaðihjúp.

Athöfnin fer fram í Sveinsbakaríi, Skipholti 50 b, klukkan kl. 16:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×