Umfjöllun: Valsmenn heppnir að sleppa með stig úr Safamýri Elvar Geir Magnússon skrifar 18. febrúar 2010 21:25 Haraldur Þorvarðarson, leikmaður Fram, í baráttunni. Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30
Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01