Umfjöllun: Valsmenn heppnir að sleppa með stig úr Safamýri Elvar Geir Magnússon skrifar 18. febrúar 2010 21:25 Haraldur Þorvarðarson, leikmaður Fram, í baráttunni. Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30
Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01