Handbolti

Kannski fulllangt gengið hjá Gunnari Steini

Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður franska liðsins Nantes, hefur ekki enn fengið tækifæri með landsliðinu þó svo hann hafi staðið sig vel með félagsliði sínu. Miðjumaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í sumar að hann ætti skilið að fá tækifæri.

Handbolti

Ólafur í banastuði

Ólafur Andrés Guðmundsson fór á kostum með toppliði Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Handbolti

Rándýrt að skipta um útlending

"Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir.

Handbolti

Aron æfði með FH í síðustu viku

Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Handbolti

Alfreð og Wilbek missa mikilvægan mann

Danska landsliðið varð fyrir öðru áfalli á stuttum tíma þegar leikstjórnandinn Rasmus Lauge Schmidt meiddist á hné í æfingaleik á móti Krótíu í Noregi í gær. Áður hafði 212 sm skyttan Nikolaj Markussen slitið hásin.

Handbolti

Strákarnir hentu frá sér fimm marka forskoti í lokin

Ísland tapaði 32-33 í seinni æfingaleiknum á móti Austurríki í Linz í kvöld en íslenska liðið hafði unnið eins marks sigur í leiknum í gærkvöldi. Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk. Austurríkismenn skoruðu sigurmarkið úr víti á lokasekúndu leiksins.

Handbolti

Gróttustelpur unnu endurkomusigur á ÍBV

Grótta heldur áfram að gera góða hluti í Olís-deild kvenna í handbolta en liðið vann tveggja marka sigur á ÍBV í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Þetta var þriðji sigur Gróttu í röð og liðið fylgir toppliðunum eftir.

Handbolti

Arnór Atlason líklega ekki með í kvöld

Arnór Atlason verður líklega ekki með í seinni æfingaleik Íslands og Austurríkis sem fer fram í kvöld en Arnór meiddist á hné í fyrri leiknum í gær sem Ísland vann 29-28. Ísland og Austurríki mætast aftur í Linz klukkan 19.15.

Handbolti

Elti kærustuna sína til Íslands

Litháinn Giedrius Morkunas hefur verið í ham í marki Hauka í Olís-deild karla í handbolta vetur og öðrum fremur séð til þess að Hafnarfjarðarliðið saknar ekki landsliðsmarkvarðarins Arons Rafns Eðvarðssonar sem fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar.

Handbolti