Handbolti

Coca Cola-bikarinn í vetur - bæði Framliðin sitja hjá

ÍR vann bikarinn á síðustu leiktíð.
ÍR vann bikarinn á síðustu leiktíð. Mynd/Daníel

Engin lið í Olís-deild karla í handbolta lentu saman þegar dregið var í 32 liða úrslit bikarkeppni karla í dag en það var einnig dregið í 16 liða úrslitin í bikarkeppni kvenna.

Bikarkeppnin í handboltanum er komin með nýjan styrktaraðila en hér eftir nefnist hún Coca Cola-bikarinn. Bikarinn var styrktur af Símanum á síðustu leiktíð.

Fullt af liðum fengu þó ekki leik að þessu sinni því karlalið Fram, ÍR, Hauka, FH, Víkings og Völsungs sitja hjá í 32 liða úrslit karla og það gera líka kvennalið Fram, Valur, Fylkir og Stjarnan í 16 liða úrslitum kvenna.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið drógust saman.

32-liða úrslit karla:

KR - ÍBV
Hörður - Selfoss
Þróttur - Akureyri
Stjarnan - Valur
Haukar 2 - Fylkir
ÍBV 2 - Valur 2
Fjölnir 2 - Grótta
Leiknir-HK
Árborg-ÍH
Afturelding - Fjölnir

Fram, ÍR, Haukar, FH, Víkingur og Völsungur sitja hjá.

16 liða úrslit kvenna:

Haukar - Selfoss
FH - Afturelding
KA/Þór - ÍBV
HK - Grótta

Fram, Valur, Fylkir og Stjarnan sitja hjá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.