Handbolti

Coca Cola-bikarinn í vetur - bæði Framliðin sitja hjá

ÍR vann bikarinn á síðustu leiktíð.
ÍR vann bikarinn á síðustu leiktíð. Mynd/Daníel
Engin lið í Olís-deild karla í handbolta lentu saman þegar dregið var í 32 liða úrslit bikarkeppni karla í dag en það var einnig dregið í 16 liða úrslitin í bikarkeppni kvenna.

Bikarkeppnin í handboltanum er komin með nýjan styrktaraðila en hér eftir nefnist hún Coca Cola-bikarinn. Bikarinn var styrktur af Símanum á síðustu leiktíð.

Fullt af liðum fengu þó ekki leik að þessu sinni því karlalið Fram, ÍR, Hauka, FH, Víkings og Völsungs sitja hjá í 32 liða úrslit karla og það gera líka kvennalið Fram, Valur, Fylkir og Stjarnan í 16 liða úrslitum kvenna.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið drógust saman.

32-liða úrslit karla:

KR - ÍBV

Hörður - Selfoss

Þróttur - Akureyri

Stjarnan - Valur

Haukar 2 - Fylkir

ÍBV 2 - Valur 2

Fjölnir 2 - Grótta

Leiknir-HK

Árborg-ÍH

Afturelding - Fjölnir

Fram, ÍR, Haukar, FH, Víkingur og Völsungur sitja hjá.

16 liða úrslit kvenna:

Haukar - Selfoss

FH - Afturelding

KA/Þór - ÍBV

HK - Grótta

Fram, Valur, Fylkir og Stjarnan sitja hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×