Handbolti

Evrópumeistararnir á toppinn en breytist það í kvöld?

Svartfjallaland, ríkjandi Evrópumeistari, vann fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í handbolta kvenna sem fram fer þessa dagana í Ungverjalandi og Króatíu. Svartfjallaland vann 31-27 sigur á Hollandi í mikilvægum leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum keppninnar.

Handbolti

Er Þórir búinn að smita stelpurnar?

Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Króatíu og stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir af milliriðlunum.

Handbolti

Gunnar Steinn: Ég þekki bakdyrnar vel

Gunnar Steinn Jónsson segir að það sé mikill munur á líkamlegum styrk hjá ungum þýskum leikmönnum og íslenskum. Hann segist vera að lifa drauminn að spila í þýsku úrvalsdeildinni þar sem boltinn henti sér.

Handbolti

Dönsku stelpurnar upp í annað sætið

Danmörk vann þriggja marka sigur á heimakonum í Ungverjalandi, 23-20, þegar liðin mættust í kvöld i milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta kvenna en mótið fer fram í Ungverjalandi og Króatíu.

Handbolti

Lárus varði sjö víti en FH vann samt

Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK, átti magnaðan leik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en frábær frammistaða hans dugði þó ekki botnliði deildarinnar því FH vann þriggja marka sigur á HK í Digranesinu, 25-22.

Handbolti

Dagur: Maður fær bara kjánahroll

Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins.

Handbolti

Kolding aftur á sigurbraut

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í KIF Kolding Kobenhavn hristu af sér vonbrigði síðasta leiks og unnu öruggan tólf marka sigur, 29-17, á Skanderborg í dag.

Handbolti