Handbolti

HK-hjartað slær enn

HK er á botni Olís-deildar karla, en liðið er aðeins búið að vinna tvo leiki af 16 í deildinni. Í heildina er liðið aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu.

Handbolti

Elías Már aftur í Hauka

Elías Már Halldórsson hefur gert eins og hálfs árs samning við Hauka og mun byrja að spila með liðinu þegar keppni hefst á ný í Olís-deild karla eftir HM í Katar.

Handbolti

Kapphlaup um Katarmiðana

Tuttugu handboltamenn munu á næstu vikum berjast um farseðla á HM í Katar. Landsliðsþjálfarinn mun taka sextán eða sautján leikmenn með sér út. Hann mun láta liðið æfa nýtt varnarafbrigði fyrir mótið.

Handbolti

Aron: Erfitt að segja Þóri tíðindin

Hinn leikreyndi og öflugi hornamaður, Þórir Ólafsson, er ekki í æfingahópi landsliðsins fyrir HM. Hann hefur reynst liðinu afar vel í gegnum tíðina. Það kemur því nokkuð á óvart að hann sé skilinn eftir.

Handbolti

Norsku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM

Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta en það kom ekki að sök þar sem liðið var þegar búið að tryggja sér sigur í milliriðli eitt og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar.

Handbolti

Gunnar Steinn sló Rúnar Kára út úr þýska bikarnum

Gunnar Steinn Jónsson var í stóru hlutverki í seinni hálfleiknum þegar Gummersbach tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýska bikarsins í handbolta í kvöld eftir eins marks sigur í Íslendingaslag á útivelli á móti TSV Hannover-Burgdorf, 31-30.

Handbolti

Dönsku stelpurnar töpuðu stórt og misstu af undanúrslitunum

Það verða Noregur og Spánn sem komast upp úr milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta kvenna sem stendur nú yfir í Ungverjalandi og Króatíu. Spænska liðið tryggði sér sæti í undanúrslitunum með sjö marka sigri á Dönum, 29-22, í hreinum úrslitaleik á móti Danmörku.

Handbolti

Gaudin rekinn frá Hamburg

Vandræðin hjá þýska handknattleiksfélaginu Hamburg ætla engan enda að taka en liðið er nú búið að reka þjálfarann, Christian Gaudin.

Handbolti