Þarf að borga þeim til að horfa á HM í handbolta? Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 07:00 Ekki óalgeng sjón á íþróttakappleik í Katar. Vísir/Getty Íþróttayfirvöld í Katar hafa enn eina ferðina verið ásökuð um að borga innfluttum verkamönnum fyrir að mæta á kappleiki svo vellir og íþróttahallir virðist ekki vera tómir. Í frétt Guardian segir að um 150 verkamenn hafi fengið borgað fyrir að mæta á opna katarska mótið í strandblaki í nóvember. Á vefsíðu Alþjóðastrandblakssambandsins segir að mótið hafi fengið fólk til að mæta á völlinn, en í rauninni voru flestir áhorfendurnir verkamenn frá Gana, Kenía, Nepal og fleiri löndum. Þeir vinna allir sem rútu- og leigubílstjórar fyrir ríkisfyrirtækið sem rekur almenningssamgöngur í landinu. Verkamennirnir segjast hafa mætt fyrir peninginn – ekki strandblakið. Frönsku leikmennirnir Edouard Rowlandson og Youssef Krou voru að vinna leikinn um þriðja sætið þegar verkamennirnir mættu allt í einu og sætin fóru að fyllast. Þeir sögðu þetta hafa verið sérstakt, en betra en að spila fyrir framan tómt áhorfendasvæði. Þetta er ekkert nýtt hjá Katarmönnum. Í skoðanakönnun sem birtist í janúar, gerð af skipulags- og tölfræðinefnd ríkisins, sagði meirihluti 1.079 manna úrtaksins að áhorfendur sem fá greitt fyrir að mæta fá alvöru stuðningsmenn til að vera heima. Fram kom í könnuninni að tveir þriðju af íbúum Katar fara ekki á knattspyrnuleiki í deildarkeppninni þar í landi vegna þessara stuðningsmanna sem fá borgað fyrir að mæta. Upphæðirnar eru ekki alltaf þær sömu. Þegar strandblakið var í gangi í síðasta mánuði fengu öryggisverðir og skrifstofudrengir frá Kenía 680 krónur fyrir að mæta. Margir verkamenn segjast reglulega fá boð um að mæta á kappleiki til að fylla hallirnar. Þeir fá um 680 krónur fyrir að mæta á knattspyrnuleiki, en samkvæmt frétt Guardian sagðist einn verkamaður fá 1.700 krónur fyrir að mæta á handboltaleiki. Heimsmeistaramótið í handbolta fer fram í Katar í janúar þar sem strákarnir okkar verða á meðal þátttökuþjóða. Hallirnar þrjár sem keppt verður í taka frá 5.000-15.000 manns í sæti og er alls ekki ólíklegt að verkamönnum í landinu verði borgað fyrir að mæta og fylla hallirnar. Meðan á strandblakmótinu stóð sáust verkamennirnir nýta frítt þráðlaust net á staðnum til hins ýtrasta og voru meira að skoða símann sinn en að fylgjast með því sem gerðist á sandinum. Þeir virtu vallarþulinn ekki viðlits þegar hann hvatti þá til að klappa í takt við lagið Get Lucky með Pharrell. Þetta stemmir ekki alveg við orð Aphrodite Moschoudi, yfirmanns nefndarinnar hjá Katar sem sækist eftir því að halda heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum árið 2019. „Í Katar er mikil ástríða fyrir íþróttum. Það snýst allt um íþróttir í landinu,“ sagði hann, en Katar hefur tryggt sér mörg stór mót í mörgum greinum. Fótbolti Handbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Íþróttayfirvöld í Katar hafa enn eina ferðina verið ásökuð um að borga innfluttum verkamönnum fyrir að mæta á kappleiki svo vellir og íþróttahallir virðist ekki vera tómir. Í frétt Guardian segir að um 150 verkamenn hafi fengið borgað fyrir að mæta á opna katarska mótið í strandblaki í nóvember. Á vefsíðu Alþjóðastrandblakssambandsins segir að mótið hafi fengið fólk til að mæta á völlinn, en í rauninni voru flestir áhorfendurnir verkamenn frá Gana, Kenía, Nepal og fleiri löndum. Þeir vinna allir sem rútu- og leigubílstjórar fyrir ríkisfyrirtækið sem rekur almenningssamgöngur í landinu. Verkamennirnir segjast hafa mætt fyrir peninginn – ekki strandblakið. Frönsku leikmennirnir Edouard Rowlandson og Youssef Krou voru að vinna leikinn um þriðja sætið þegar verkamennirnir mættu allt í einu og sætin fóru að fyllast. Þeir sögðu þetta hafa verið sérstakt, en betra en að spila fyrir framan tómt áhorfendasvæði. Þetta er ekkert nýtt hjá Katarmönnum. Í skoðanakönnun sem birtist í janúar, gerð af skipulags- og tölfræðinefnd ríkisins, sagði meirihluti 1.079 manna úrtaksins að áhorfendur sem fá greitt fyrir að mæta fá alvöru stuðningsmenn til að vera heima. Fram kom í könnuninni að tveir þriðju af íbúum Katar fara ekki á knattspyrnuleiki í deildarkeppninni þar í landi vegna þessara stuðningsmanna sem fá borgað fyrir að mæta. Upphæðirnar eru ekki alltaf þær sömu. Þegar strandblakið var í gangi í síðasta mánuði fengu öryggisverðir og skrifstofudrengir frá Kenía 680 krónur fyrir að mæta. Margir verkamenn segjast reglulega fá boð um að mæta á kappleiki til að fylla hallirnar. Þeir fá um 680 krónur fyrir að mæta á knattspyrnuleiki, en samkvæmt frétt Guardian sagðist einn verkamaður fá 1.700 krónur fyrir að mæta á handboltaleiki. Heimsmeistaramótið í handbolta fer fram í Katar í janúar þar sem strákarnir okkar verða á meðal þátttökuþjóða. Hallirnar þrjár sem keppt verður í taka frá 5.000-15.000 manns í sæti og er alls ekki ólíklegt að verkamönnum í landinu verði borgað fyrir að mæta og fylla hallirnar. Meðan á strandblakmótinu stóð sáust verkamennirnir nýta frítt þráðlaust net á staðnum til hins ýtrasta og voru meira að skoða símann sinn en að fylgjast með því sem gerðist á sandinum. Þeir virtu vallarþulinn ekki viðlits þegar hann hvatti þá til að klappa í takt við lagið Get Lucky með Pharrell. Þetta stemmir ekki alveg við orð Aphrodite Moschoudi, yfirmanns nefndarinnar hjá Katar sem sækist eftir því að halda heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum árið 2019. „Í Katar er mikil ástríða fyrir íþróttum. Það snýst allt um íþróttir í landinu,“ sagði hann, en Katar hefur tryggt sér mörg stór mót í mörgum greinum.
Fótbolti Handbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira