Kapphlaup um Katarmiðana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2014 07:00 Aron Kristjánsson að stýra íslenska landsliðinu. Vísir/AFP „Þetta var mjög erfitt val. Ég var að kljást við síðustu tvær stöðurnar í svolítinn tíma. Þá þarf maður að skoða heildarpakkann út frá taktísku sjónarmiði,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann tilkynnti í gær hvaða 20 leikmenn muni keppa um farseðlana á HM í Katar sem fram fer í næsta mánuði. Aron má vera með sextán menn í hópnum hjá sér en má gera tvær breytingar meðan á mótinu stendur. Hann segist vera að skoða þann möguleika að taka sautján leikmenn með út enda um langan veg að fara ef það þarf að kalla inn leikmann.Þórir skilur mína stöðu Mesta athygli vakti í valinu að hann skyldi skilja hornamanninn Þóri Ólafsson eftir heima en Þórir hefur átt mjög farsælan landsliðsferil. „Þetta er vísir að ákveðnum kynslóðaskiptum hjá okkur en Þórir er til í að hjálpa okkur áfram og vera til taks ef á þarf að halda. Auðvitað var samt mjög erfitt að tjá honum tíðindin. Hann er keppnismaður en skilur samt mína stöðu og veit um hvað málið snýst. Við ræddum þetta fyrst síðasta sumar. Það er þessi fína lína, hvar og hvenær á að skipta út. Bæði Arnór Þór og Guðmundur Árni hafa spilað vel og svo eigum við Ásgeir Örn og Alex sem geta líka leyst hornið,“ segir Aron.Leitað að arftaka Sverres Ólafur Gústafsson gefur ekki kost á sér í hópinn vegna meiðsla og svo er enn óvissa með þátttöku Sverres Jakobssonar. Þar af leiðandi fær Tandri Már Konráðsson tækifæri í hópnum að þessu sinni. „Ólafur átti að fá aukið vægi í vörninni hjá mér enda verið að spila vel í vörninni í Danmörku. Við vitum að það styttist í að það þurfi að finna mann fyrir Sverre. Valið á Tandra er í ljósi þess að við erum að reyna að finna mann sem getur staðið í miðju varnar og líka borið upp boltann. Tandri er sterkur í því. Hugmyndin með 20 manna hópinn er líka að koma mönnum eins og Tandra nær landsliðinu og kynnast því sem við erum að gera. Við erum líka með fimm æfingaleiki þannig að okkur vantar mannskap og við verðum að passa upp á álagið. Það verður gaman að sjá hvernig Tandri kemur út úr þessu.“xxÓlafur þarf að taka næsta skref Ólafur Andrés Guðmundsson kemst ekki í hópinn að þessu sinni en hann hefur tekið þátt á stórmótum áður. Nú síðast á EM í Danmörku fyrir tæpu ári. „Hann hefur verið meiddur undanfarið. Ólafur hefur verið svolítið óstöðugur með landsliðinu. Hann hefur átt ágætis innkomur og í öðrum leikjum hefur vantað upp á. Hann þarf kannski að fá tíma til þess að taka næsta skref á sínum ferli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá gæti hann komið sterkur aftur inn í landsliðið. Ég er alls ekki búinn að afskrifa hann.“ Það verður engin barátta um markvarðastöðurnar fyrir HM. Aron velur aðeins þá Björgvin Pál og Aron Rafn og þeir fara því til Katar nema þeir meiðist. „Ég tel að þetta séu þeir markmenn sem eru að standa sig best núna. Þeir hafa unnið vel saman og markvarslan á síðustu tveimur mótum með þá tvo hefur gefið góða raun. Þeir hafa náð að vega hvor annan ágætlega upp,“ segir landsliðsþjálfarinn.Unnið í varnarleiknum Liðið kemur saman til æfinga þann 30. desember og spilar svo tvo æfingaleiki við Þjóðverja þann 4. og 5. janúar. Liðið tekur svo þátt á æfingamóti í Danmörku frá 9. til 11. janúar. Lokahópurinn verður svo tilkynntur í kjölfarið. „Ég gæti verið búinn að skera aðeins niður hópinn fyrir þetta mót. Svo er spurning hvort ég taki sextán eða sautján með út. Það veltur líklega á ástandinu á liðinu. Undirbúningur verður annars með frekar hefðbundnu sniði en við munum leggja mikla áherslu á varnarleikinn. Við ætlum að koma með nýtt varnarafbrigði sem við gætum beitt að hluta til í leikjum,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Handbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
„Þetta var mjög erfitt val. Ég var að kljást við síðustu tvær stöðurnar í svolítinn tíma. Þá þarf maður að skoða heildarpakkann út frá taktísku sjónarmiði,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann tilkynnti í gær hvaða 20 leikmenn muni keppa um farseðlana á HM í Katar sem fram fer í næsta mánuði. Aron má vera með sextán menn í hópnum hjá sér en má gera tvær breytingar meðan á mótinu stendur. Hann segist vera að skoða þann möguleika að taka sautján leikmenn með út enda um langan veg að fara ef það þarf að kalla inn leikmann.Þórir skilur mína stöðu Mesta athygli vakti í valinu að hann skyldi skilja hornamanninn Þóri Ólafsson eftir heima en Þórir hefur átt mjög farsælan landsliðsferil. „Þetta er vísir að ákveðnum kynslóðaskiptum hjá okkur en Þórir er til í að hjálpa okkur áfram og vera til taks ef á þarf að halda. Auðvitað var samt mjög erfitt að tjá honum tíðindin. Hann er keppnismaður en skilur samt mína stöðu og veit um hvað málið snýst. Við ræddum þetta fyrst síðasta sumar. Það er þessi fína lína, hvar og hvenær á að skipta út. Bæði Arnór Þór og Guðmundur Árni hafa spilað vel og svo eigum við Ásgeir Örn og Alex sem geta líka leyst hornið,“ segir Aron.Leitað að arftaka Sverres Ólafur Gústafsson gefur ekki kost á sér í hópinn vegna meiðsla og svo er enn óvissa með þátttöku Sverres Jakobssonar. Þar af leiðandi fær Tandri Már Konráðsson tækifæri í hópnum að þessu sinni. „Ólafur átti að fá aukið vægi í vörninni hjá mér enda verið að spila vel í vörninni í Danmörku. Við vitum að það styttist í að það þurfi að finna mann fyrir Sverre. Valið á Tandra er í ljósi þess að við erum að reyna að finna mann sem getur staðið í miðju varnar og líka borið upp boltann. Tandri er sterkur í því. Hugmyndin með 20 manna hópinn er líka að koma mönnum eins og Tandra nær landsliðinu og kynnast því sem við erum að gera. Við erum líka með fimm æfingaleiki þannig að okkur vantar mannskap og við verðum að passa upp á álagið. Það verður gaman að sjá hvernig Tandri kemur út úr þessu.“xxÓlafur þarf að taka næsta skref Ólafur Andrés Guðmundsson kemst ekki í hópinn að þessu sinni en hann hefur tekið þátt á stórmótum áður. Nú síðast á EM í Danmörku fyrir tæpu ári. „Hann hefur verið meiddur undanfarið. Ólafur hefur verið svolítið óstöðugur með landsliðinu. Hann hefur átt ágætis innkomur og í öðrum leikjum hefur vantað upp á. Hann þarf kannski að fá tíma til þess að taka næsta skref á sínum ferli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá gæti hann komið sterkur aftur inn í landsliðið. Ég er alls ekki búinn að afskrifa hann.“ Það verður engin barátta um markvarðastöðurnar fyrir HM. Aron velur aðeins þá Björgvin Pál og Aron Rafn og þeir fara því til Katar nema þeir meiðist. „Ég tel að þetta séu þeir markmenn sem eru að standa sig best núna. Þeir hafa unnið vel saman og markvarslan á síðustu tveimur mótum með þá tvo hefur gefið góða raun. Þeir hafa náð að vega hvor annan ágætlega upp,“ segir landsliðsþjálfarinn.Unnið í varnarleiknum Liðið kemur saman til æfinga þann 30. desember og spilar svo tvo æfingaleiki við Þjóðverja þann 4. og 5. janúar. Liðið tekur svo þátt á æfingamóti í Danmörku frá 9. til 11. janúar. Lokahópurinn verður svo tilkynntur í kjölfarið. „Ég gæti verið búinn að skera aðeins niður hópinn fyrir þetta mót. Svo er spurning hvort ég taki sextán eða sautján með út. Það veltur líklega á ástandinu á liðinu. Undirbúningur verður annars með frekar hefðbundnu sniði en við munum leggja mikla áherslu á varnarleikinn. Við ætlum að koma með nýtt varnarafbrigði sem við gætum beitt að hluta til í leikjum,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Handbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira