Handbolti

Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki

Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið.

Handbolti

Erlingur er hungraður í árangur

Bob Hanning segir að hann hafi séð það strax á Erlingi Richardssyni að hann væri rétti maðurinn til að taka við starfi Füchse Berlin af Degi Sigurðssyni, þegar sá síðastnefndi lætur af störfum sem þjálfari liðsins í sumar.

Handbolti

Zvizej: Erfiðar áherslur dómara

Tveir Slóvenar fuku af velli í leiknum við Dani, línutröllið Matej Gaber í byrjun seinni hálfleiks fyrir að setja olnbogann þéttingsfast í Mads Christiansen og 5 mínútum síðar fauk annar línumaður af velli, Miha Zvizej sem sagði þetta í samtali við Vísi eftir leikinn.

Handbolti

Omeyer sá til þess að Frakkar komust í úrslit

Markvörðurinn ótrúlegi, Thierry Omeyer, lokaði marka Frakka í kvöld og sá til þess að þeir komust í úrslitaleik HM. Frakkland lagði þá Spán, 26-22, í svakalegum handboltaleik. Spánverjar verja því ekki titil sinn í Katar.

Handbolti

Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik

Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM.

Handbolti

Skoraði 13 mörk úr 13 skotum

Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum.

Handbolti

Katar komið í úrslit á HM

Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst.

Handbolti

HM er eins og bikarkeppni

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gagnrýnir mótafyrirkomulagið á HM í handbolta eftir að Danir duttu út í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Spáni. Danir hefja baráttuna um fimmta sætið í dag.

Handbolti