Innlent

Ekki orðið vart við ó­þekkt loft­för yfir Ís­landi

Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau.

Innlent

Hand­teknir með mikið magn lyf­seðils­skyldra lyfja

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarlegt útkall í gær þegar hringt var inn og tilkynnt um mögulegt innbrot í verslun í miðborg Reykjavíkur. Ekkert var hæft í því en sá sem hringdi var í bifreið fyrir utan verslunina og var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Innlent

Annar fundur boðaður í fyrramálið

Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara var slitið á ellefta tímanum í kvöld. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent

„Þessi samningur er bara kominn á“

„Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. 

Innlent

Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta

Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir atburðarrásina í verkfalli Eflingar og viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins sem hófust með nýjum sáttasemjara í dag.

Innlent

Taka próf oftar en ekki vegna al­var­legra streptó­kokka­sýkinga

Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki.

Innlent

Neita sök í hoppu­kastala­máli

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum beinum við sjónum okkar að sjálfsögðu mest að verkfallinu sem er að hefjast og kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Innlent

Tekist á um gróður­setningu trjáa: „Þetta er svo mikil svika­mylla“

Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands gagnrýnir að gróðursetning trjáa sé seld undir þeim forsendum að með því sé verið að kolefnisjafna. Stjórnarformaður Kolviðar segir skýrt tekið fram að það taki tíma fyrir trén að kolefnisjafna og að gróðursetning sé sannarlega betra en að gera ekki neitt. 

Innlent