Innlent

Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða

Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt.

Innlent

Mikið í húfi að fá veður­stöð í Vík

Unnið er að því að fá veðurstöð í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórnin telur að í ljósi margföldunar umferðar um svæðið á síðustu árum sé mikið í húfi að hægt sé að spá fyrir um veðrið á svæðinu með sem nákvæmustum hætti.

Innlent

Óvissustigi vegna Covid aflýst

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að aflýsa óvissustigi Almannavarna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frá 27. janúar 2020 hafa ýmis almannavarnastig verið í gildi en er þar um að ræða óvissu-, hættu og neyðarstig.

Innlent

„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu"

„Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi.

Innlent

Hættulegur staður allt árið um kring

Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja könnun sem sýnir meðal annars fram á að einn af hverjum sex kjósendum Vinstri grænna sé óánægður með störf ríkisstjórnarinnar. 

Innlent

Tveggja tíma bið eftir strætó­ferð til höfuð­borgarinnar

Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. 

Innlent

Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp.

Innlent

Sviptir hulunni af elstu ljós­mynd Ís­lands­sögunnar

Í Íslandi í dag var greint frá fundi á elstu varðveittu ljósmyndum sem teknar hafa verið á Íslandi. Myndirnar eru teknar nokkrum vikum áður en myndin sem áður var sögð sú elsta var tekin, vorið 1845. Guðmundur J. Guðmundsson fann ljósmyndirnar í austurrísku tímariti eftir umfangsmikið grúsk, en ekki í góðum gæðum, og það vantar þar ljósmynd sem önnur mynd skyggir á.

Innlent

Bærinn ljótur að sjá eftir gríðarlegan sandstorm

Bær á Meðallandi í Skaftárhreppi lítur illa út eftir mikinn sandstorm sem reið þar yfir í gær. Tún eru þakin djúpum sandi og húsin ljót að sjá. Bóndinn á bænum hefur gengið á eftir því að fá að græða lúpínu til að hefta fokið en ekki fengið fræ frá Landgræðslunni afhent. 

Innlent

„Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“

Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra.

Innlent

Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu

Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki.

Innlent

Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt náms­lán sonar síns

Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir vaxtastökk Seðlabankans í dag og ástæður bankans fyrir þessari tólftu vaxtahækkun sinni. Seðlabankastjóri segir hættu á kreppu fái mikil verðbólga að grassera í langan tíma og þá verði erfiðara að vinda ofan af henni.

Innlent

Fleiri samningar í höfn hjá RSÍ og VM

Rafiðnaðarsamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna skrifuðu undir kjarasamning við Landsvirkjun nú síðdegis. Félögin skrifuðu einnig undir samning við Norðurorku í dag en í gær náðust samningar við HS Orku og HS Veitur og á mánudag sömdu þau við Orkuveitu Reykjavíkur. Rafiðnaðarsambandið skrifaði þá undir samning við Rarik í dag.

Innlent