Innlent Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. Innlent 25.4.2023 06:45 Innbrotsþjófar á faraldsfæti í nótt Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. Innlent 25.4.2023 06:18 Hefur alvarlegar efasemdir um notkun einveruherbergja Fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf dregur alvarlega í efa notkun á svokölluðum einveruherbergjum, sem geti reynst börnum afar þungbært veganesti út í lífið. Það sé áhyggjuefni að ráðuneytið virðist ekki vilja banna þau sem meðferðarúrræði. Innlent 24.4.2023 22:01 LungA skólinn á Seyðisfirði fagnar 10 ára afmæli í ár Mikill áhugi er á námi í LungA skólanum á Seyðisfirði, sem er eini lista lýðskóli landsins og fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. Innlent 24.4.2023 21:05 „Raunverulegur vandi“ í Laugardalslaug um þessar mundir Alvarleg staða er uppi í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim. Forstöðumaður leitar nú leiða til að einfalda aðgangskerfi laugarinnar. Innlent 24.4.2023 21:01 Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. Innlent 24.4.2023 20:40 „Þetta er mesti skaði allra þjóðfélaga“ Bubbi Morthens vakti töluverða athygli um helgina er hann sagðist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári hjá fólki sem féll frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir gott að þessi orð hans hafi vakið athygli því samfélagið þurfi að vera meðvitað og takast á við vandamálið. Það skaði þjóðfélög þegar fólki er skipt upp á móti hvoru öðru. Innlent 24.4.2023 20:03 „Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. Innlent 24.4.2023 19:31 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Innlent 24.4.2023 19:20 Yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum. Skammtíma kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykktur í dag með afar naumum mun. Aðeins tveimur atkvæðum munaði en 49,25 prósent voru hlynntir samningnum og 49,15 prósent á móti honum. Innlent 24.4.2023 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands. Pólska samfélagið á Íslandi óraði ekki fyrir því að slík grimmdarverk gætu verið framin á hinu örugga og hægláta Íslandi. Þrír af fjórum sakborningum eru nú vistaðir á Stuðlum sökum aldurs. Innlent 24.4.2023 18:00 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. Innlent 24.4.2023 17:10 Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. Innlent 24.4.2023 16:53 Máli Ingu Sæland gegn Þórunni vísað frá Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, gegn Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Sakaði Inga Þórunni um ærumeiðandi ummæli í sinn garð. Það er að Inga væri haldin útlendingaandúð. Innlent 24.4.2023 16:14 Sífellt fleiri mál felld niður hjá lögreglu 17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar. Innlent 24.4.2023 15:46 Fær engar bætur eftir slys á snjósleða Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum. Innlent 24.4.2023 15:12 „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni. Innlent 24.4.2023 14:30 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. Innlent 24.4.2023 14:25 Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning með 0,1 prósents mun Óhætt er að segja að hvert einasta atkvæði hafi skipt máli þegar hjúkrunarfræðingar samþykktu nýlegan kjarasamning. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Innlent 24.4.2023 13:43 Þrjú ungmennanna nú vistuð á Stuðlum Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga. Innlent 24.4.2023 13:35 1.200 evrópsk börn deyja vegna loftmengunar Umhverfisstofnun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir því að 1.200 börn látist vegna loftmengunar á ESB og EES svæðinu á ári hverju. Auk þess eykur loftmengun hættuna á að börn þrói með sér króníska sjúkdóma. Innlent 24.4.2023 13:34 Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. Innlent 24.4.2023 12:55 Mikilvægt að grípa börn með lesblindu snemma Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi. Innlent 24.4.2023 12:11 Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. Innlent 24.4.2023 11:54 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um hið óhugnalega mál í Hafnarfirði þar sem maður á þrítugsaldri var stunginn til bana. Fernt er í haldi lögreglu grunað um verknaðinn. Innlent 24.4.2023 11:36 Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí vegna framkvæmda. Verið er að skipta um göngupall sem sé eina örugga aðkoman að leirhverunum á svæðinu. Innlent 24.4.2023 11:09 Þingmaður veltir ábyrgð Rokkbarsins fyrir sér Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni. Innlent 24.4.2023 10:42 Vörubíll valt í Þrengslum Vegurinn um Þrengsli var lokaður í um tvo tíma í morgun eftir að vörubíll valt á fimmta tímanum í nótt. Innlent 24.4.2023 07:46 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. Innlent 24.4.2023 07:37 Sigurði meinað að ræða efni bréfs sem hann þó hafði sent þinginu Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum og birtir nú má sjá að farnar hafa verið undarlegustu króka- og Krísuvíkurleiðir í stjórnsýslunni til að koma í veg fyrir að nokkuð í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol verði gert opinbert. Innlent 24.4.2023 07:01 « ‹ ›
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. Innlent 25.4.2023 06:45
Innbrotsþjófar á faraldsfæti í nótt Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. Innlent 25.4.2023 06:18
Hefur alvarlegar efasemdir um notkun einveruherbergja Fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf dregur alvarlega í efa notkun á svokölluðum einveruherbergjum, sem geti reynst börnum afar þungbært veganesti út í lífið. Það sé áhyggjuefni að ráðuneytið virðist ekki vilja banna þau sem meðferðarúrræði. Innlent 24.4.2023 22:01
LungA skólinn á Seyðisfirði fagnar 10 ára afmæli í ár Mikill áhugi er á námi í LungA skólanum á Seyðisfirði, sem er eini lista lýðskóli landsins og fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. Innlent 24.4.2023 21:05
„Raunverulegur vandi“ í Laugardalslaug um þessar mundir Alvarleg staða er uppi í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim. Forstöðumaður leitar nú leiða til að einfalda aðgangskerfi laugarinnar. Innlent 24.4.2023 21:01
Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. Innlent 24.4.2023 20:40
„Þetta er mesti skaði allra þjóðfélaga“ Bubbi Morthens vakti töluverða athygli um helgina er hann sagðist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári hjá fólki sem féll frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir gott að þessi orð hans hafi vakið athygli því samfélagið þurfi að vera meðvitað og takast á við vandamálið. Það skaði þjóðfélög þegar fólki er skipt upp á móti hvoru öðru. Innlent 24.4.2023 20:03
„Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. Innlent 24.4.2023 19:31
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Innlent 24.4.2023 19:20
Yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum. Skammtíma kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykktur í dag með afar naumum mun. Aðeins tveimur atkvæðum munaði en 49,25 prósent voru hlynntir samningnum og 49,15 prósent á móti honum. Innlent 24.4.2023 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands. Pólska samfélagið á Íslandi óraði ekki fyrir því að slík grimmdarverk gætu verið framin á hinu örugga og hægláta Íslandi. Þrír af fjórum sakborningum eru nú vistaðir á Stuðlum sökum aldurs. Innlent 24.4.2023 18:00
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. Innlent 24.4.2023 17:10
Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. Innlent 24.4.2023 16:53
Máli Ingu Sæland gegn Þórunni vísað frá Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, gegn Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Sakaði Inga Þórunni um ærumeiðandi ummæli í sinn garð. Það er að Inga væri haldin útlendingaandúð. Innlent 24.4.2023 16:14
Sífellt fleiri mál felld niður hjá lögreglu 17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar. Innlent 24.4.2023 15:46
Fær engar bætur eftir slys á snjósleða Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum. Innlent 24.4.2023 15:12
„Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni. Innlent 24.4.2023 14:30
Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. Innlent 24.4.2023 14:25
Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning með 0,1 prósents mun Óhætt er að segja að hvert einasta atkvæði hafi skipt máli þegar hjúkrunarfræðingar samþykktu nýlegan kjarasamning. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Innlent 24.4.2023 13:43
Þrjú ungmennanna nú vistuð á Stuðlum Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga. Innlent 24.4.2023 13:35
1.200 evrópsk börn deyja vegna loftmengunar Umhverfisstofnun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir því að 1.200 börn látist vegna loftmengunar á ESB og EES svæðinu á ári hverju. Auk þess eykur loftmengun hættuna á að börn þrói með sér króníska sjúkdóma. Innlent 24.4.2023 13:34
Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. Innlent 24.4.2023 12:55
Mikilvægt að grípa börn með lesblindu snemma Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi. Innlent 24.4.2023 12:11
Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. Innlent 24.4.2023 11:54
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um hið óhugnalega mál í Hafnarfirði þar sem maður á þrítugsaldri var stunginn til bana. Fernt er í haldi lögreglu grunað um verknaðinn. Innlent 24.4.2023 11:36
Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí vegna framkvæmda. Verið er að skipta um göngupall sem sé eina örugga aðkoman að leirhverunum á svæðinu. Innlent 24.4.2023 11:09
Þingmaður veltir ábyrgð Rokkbarsins fyrir sér Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni. Innlent 24.4.2023 10:42
Vörubíll valt í Þrengslum Vegurinn um Þrengsli var lokaður í um tvo tíma í morgun eftir að vörubíll valt á fimmta tímanum í nótt. Innlent 24.4.2023 07:46
Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. Innlent 24.4.2023 07:37
Sigurði meinað að ræða efni bréfs sem hann þó hafði sent þinginu Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum og birtir nú má sjá að farnar hafa verið undarlegustu króka- og Krísuvíkurleiðir í stjórnsýslunni til að koma í veg fyrir að nokkuð í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol verði gert opinbert. Innlent 24.4.2023 07:01