Innlent

„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“

Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega.

Innlent

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Innlent

Segir refsi­á­byrgð ráð­herra í starfi ó­mark­vissa í nú­gildandi lögum

Stóru deilumálin þrjú í íslenskum stjórnmálum þessi dægrin; Íslandsbankamálið, Hvalamálið og Lindarhvolsmálið, hafa vakið upp ýsmar spurningar um ábyrgð ráðherra í störfum sínum. Rannsóknasérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands, Haukur Logi Karlsson, segir í grein á vef skólans að ráðherrar tilheyri elítu í samfélaginu sem verði ekki sóttir til saka vegna brota í starfi eftir sömu reglum og aðrir.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum sýnum við myndir frá baráttu slökkviliðsmanna sem enn berjast við mikla gróðurelda á gosstöðvunum og hafa meðal annars notið aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við það í dag. Það hefur létt slökkviliðsmönnum störfin að fólk hefur virt lokanir á gönguleiðum að gosinu.

Innlent

Játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá

Fyrirtöku í Bankastræti club-málinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður, sem ákærður er fyrir alvarlegasta hluta líkamsárásarinnar, breytti afstöðu sinni til sakargifta. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá eins og áður.

Innlent

Ást­ráður skipaður ríkis­sátta­semjari

Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí næstkomandi. Sex sóttu um starfið en hæfnisnefnd taldi að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embættinu.

Innlent

Launa­mál dómara læðist fram hjá Lands­rétti

Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu.

Innlent

Fyrsta þrí­víddar­líkanið af gossvæðinu

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Líkanið er unnið út frá ljósmyndum sem teknar voru úr lofti í gær, þann 13. júlí, þremur dögum eftir að eldgosið hófst.

Innlent

Tvö tonn af vatni í senn

Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga hefur gengið vel að sögn stýrimanns. Notast er við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um gosið á Reykjanesi og baráttuna við gróðureldana þar geysa. Einnig fjöllum við um hitabylgjuna sem gengur yfir Evrópu þar sem hitametin falla. 

Innlent

Auður og Gísli sækja um erfitt starf

Níu einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns nýrrar ríkisstofnunar sem mun bera heitið Land og skógur. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati hæfisnefndar.

Innlent

Engar bætur eftir að tómur gámur fauk á bíla

Eigandi tveggja bíla sem urðu fyrir gámi, sem fauk í aftakaveðri í febrúar í fyrra, þarf að bera tjón sitt sjálfur þar sem það var ekki metið sem svo að gámafyrirtæki hafi þurft að fjarlægja gáminn, þrátt fyrir að rauð veðurviðvörun hafi verið gefin út.

Innlent