Innlent

„Það var alltaf ein­lægur vilji hans að vera edrú“

„Ég á rosalega margar staðsetningarlausar minningar tengdar pabba. Svona minningarbrot þar sem ég er með honum en ég veit ekkert hvar ég er. Í sumum þessum minningum er ég kannski einhvers staðar að borða með honum og það eru fullt af ókunnugu fólki, mest karlmönnum í kringum okkur,“ segir Hrefna Daðadóttir.

Innlent

Líklega ekki nóróveira

Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Við ræðum við Ingunni Ásu Mency Ingvadóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

„Við höfum nei­kvæð á­hrif á sam­fé­lög, um­hverfi og efna­hag annarra landa“

Kolefnisspor Íslands er með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn auk þess sem Ísland er með einna neikvæðust smitáhrif meðal þeirra 163 ríkja þar sem þau hafa verið metin samkvæmt nýrri skýrslu. Forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands segir neyslu Íslendinga og innflutning hafa einna mest áhrif.

Innlent

„Hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði“

Rennsli í hraunánni frá gíg eldgossins við Litla-Hrút virðist hafa minnkað síðasta hálfa sólarhringinn, að sögn eldfjallafræðings. Virknin hefur þó haldist nokkuð stöðug yfir helgina. Hraun heldur áfram að renna í suður, niður í Meradali, yfir hraun frá 2021 og er nú einnig komið upp á hraun frá því í gosinu í fyrra. Gígbarmar aðalgígsins eru orðnir 22 metra háir. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur segir aðgerðir við gosstöðvarnar síðustu daga með þeim allra umfangsmestu sem liðið hefur tekið þátt í. Lokað er að gosstöðvunum í dag vegna mengunar, fjórða daginn í röð. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12

Innlent

Á­fram lokað að gos­stöðvunum

Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg.

Innlent

Ölvaður maður áreitti listamann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þó nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál, þjófnað og fólk í annarlegu ástandi. Þá var fjöldi ökumanna sektaður vegna hraðaksturs og aðrir teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum.

Innlent

Eldur kviknaði í skúr í Stekkjar­bakka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans.

Innlent

Ferðaþjónustan flytji út gestrisni þjóðarinnar

Verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí, þar sem þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri opnuðu vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum.

Innlent

Hringtenging með göngum nauðsynleg

Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 

Innlent

Ólga innan björgunar­sveita vegna tíu milljóna Grinda­víkur­styrks

Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Strandveiðimenn sóttu hart að matvælaráðherra á fjölmennum mótmælum í miðborginni í dag. Þeir líkja stöðvun strandveiða á miðri vertíð við fjöldauppsögn og segja kerfið ómannúðlegt. Við ræðum við mótmælendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gosstöðvarnar við Litla-Hrút verða áfram lokaðar almenningi í dag vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu. Ákvörðunin verður endurskoðuð í fyrramálið. Gasmengun frá gosinu liggur yfir Suðurstrandarveg og gönguleiðir í dag - og verður jafnvel vart í Grindavík í kvöld og á morgun. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent

Mikill kyn­lífs­há­vaði raskaði svefn­friði íbúa

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði.

Innlent

Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hring­veginn um Ís­land

„Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það.

Innlent