Innlent Steypa kant og setja upp girðingu til að auka öryggi á Selfossi Vinstri beygjur af bílastæði við Hótel Selfoss og inn á Eyrarveg heyra brátt sögunni til. Þá þurfa vegfarendur að nota gangbraut til að stökkva yfir götuna því girðingu verður komið upp á eyju á veginum. Innlent 13.8.2023 10:54 Það er algjör bongóblíða Það verður víða rjómablíða í dag, en þó verður áfram lágskýjað austantil og eins gæti verið vart við þokuloft hér og þar í fyrstu. Sólin mun bræða það fljótt og vel. Innlent 13.8.2023 09:58 Fólk í ofþyngd álitið latt og subbulegt „Nú veit ég að ég er mjög klár, ég hef dúxað í öllu sem ég hef tekið í skóla og útskrifast með hæstu meðaleinkunnir og ég er rosalega góð í að greina vandamál og tækifæri og slíkt. Það var aldrei, fannst mér, tekið mark á því sem ég hafði fram að færa og ég var alltaf svona annars flokks starfsmaður að vissu leyti vegna þess hversu stór ég var,“ segir íslensk kona í yfirþyngd sem hefur verið á vinnumarkaðnum í fjölda ára. Innlent 13.8.2023 09:01 Hælisleitendur, Úkraína og Barbie í brennidepli Barbie, hælisleitendur, orkumál og stríðið í Úkraínu verður í brennidepli í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 13.8.2023 08:45 Hópslagsmál og hávaðatilkynningar í nótt Lögreglan var kölluð til í Reykjavík og í Kópavogi í nótt vegna hópslagsmála. Alls voru 77 mál skráð hjá lögreglu yfir hálfan sólarhring, frá fimm síðdegis þar til í nótt. Innlent 13.8.2023 08:38 Alvarlega slasaður eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi Einn slasaðist alvarlega í bílveltu á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um klukkan hálf eitt í nótt. Innlent 13.8.2023 07:37 Símasambandsleysi seinkaði björgunaraðgerðum Björgunarsveitin Sveinungur á Borgarfirði eystra var boðuð út á fyrsta tímanum í dag vegna slasaðs einstaklings sem var á gönguleið við Urðarhólsvatn. Ekkert símasamband var á slysstað sem gerði erfiðara að tilkynna um slysið. Innlent 12.8.2023 23:00 Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Landsmenn voru í sólskinsskapi í miðborg Reykjavíkur í dag þegar Hinsegin dagar náðu hápunkti með árlegri gleðigöngu. Samhljómur var í fólki um mikilvægi hátíðarinnar og áherslumál þessa árs, sem eru málefni trans fólks. Innlent 12.8.2023 21:15 Vaskar konur safna fyrir endurbótum á Riishúsinu á Borðeyri Vaskur hópur kvenna hefur rekið kaffihús og markað í Riishúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum í sumar og safna með því fé til reksturs og endurbyggingar hússins. Í dag búa aðeins tíu íbúar á Borðeyri. Innlent 12.8.2023 20:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ný skýrsla sem Heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær varpar ljósi á þá hópa sem eiga engan stað í geðheilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra segir áríðandi að öllum sé fundinn viðeigandi staður í kerfinu. Innlent 12.8.2023 18:01 Íþróttaiðkun geti ýtt undir illvígar hjartsláttatruflanir Hjartastopp eru ekki algengari en áður, að sögn Davíðs O Arnar hjartalæknis. Fjallað hefur verið um hjartastopp íþróttamanna á undanförnum árum en Davíð segir íþróttaiðkun geta ýtt undiraðstæður þar sem illvígar hjartsláttartruflanir spretta fram. Innlent 12.8.2023 17:05 Flæðir yfir klóakið og ráðstafanir gerðar til að bjarga skautahöllinni Íslendingur í Brumunddal í Noregi segir vandræðin halda áfram að hrannast upp á flóðasvæði þrátt fyrir að rigningunni hafi lokið. Í bænum Hamar flæðir nú yfir klóakið og hafa ráðstafanir verið gerðar til að bjarga skautahöllinni. Innlent 12.8.2023 14:58 Dráttavélaaksturskeppni og býflugnarækt á Hvanneyrarhátíð Það verður mikið um að vera á Hvanneyri í Borgarfirði í dag þar sem Hvanneyrarhátíðin fer fram. Keppt verður í akstri á gömlum dráttarvélum og boðið upp á brekkusöng að hætti heimamanna. Innlent 12.8.2023 12:16 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. Innlent 12.8.2023 12:11 Hádegisfréttir Bylgjunnar Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. Innlent 12.8.2023 11:47 Gögn þurfi að vera skiljanleg á erlendri grundu Samtök atvinnulífsins þakka Eiríki Rögnvaldssyni íslenskufræðiprófessor fyrir að minna samtökin á að láta íslenska frumútgáfu fylgja skjölum samtakanna á ensku. Innlent 12.8.2023 11:44 Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. Innlent 12.8.2023 11:33 Atriðin sjaldan eða aldrei verið fleiri Búast má við götulokunum í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Gleðiganga Hinsegin daga fer fram en gangan er hápunktur hátíðarinnar sem fram hefur farið alla vikuna. Innlent 12.8.2023 11:19 Líta aksturinn alvarlegum augum Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag. Innlent 12.8.2023 10:58 Hrækti á lögreglubíl og neitaði að yfirgefa lögreglustöð Maður var handtekinn í nótt eftir að hafa hrækt á lögreglubifreið og neitað í framhaldinu að segja til nafns. Sami maður var fluttur á lögreglustöð en neitaði að fara þaðan og var fluttur af „athafnasvæði lögreglu“ í þrígang. Innlent 12.8.2023 09:32 „Ég fann fimmtán stykki á örfáum mínútum“ Sífellt fleiri tilkynningar berast eitrunarmiðstöð Landspítala vegna barna sem innbyrða nikótínpúða að sögn sérfræðings. Stefanía Ösp Guðmundsdóttir móðir nítján mánaða drengs sem rétt náði að koma í veg fyrir að hann borðaði púða á leikvelli í vikunni segir þá algjöra plágu. Innlent 12.8.2023 09:00 Segir halla mjög á hinsegin fólk innan skólakerfisins „Ég tel að það sé vandi að um æðar Stjórnarráðsins hríslast oft býsna heterrónormatívt blóð, það tel ég stundum standa í vegi fyrir framþróun,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari. Innlent 12.8.2023 09:00 Eini réttarmeinafræðingur landsins fræðir rithöfunda um dauðann Hvernig lítur líkami út sem hefur verið geymdur ofan í ferðatösku í þrjú ár? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvað tekur langan tíma fyrir lík að verða að beinagrind? Allt eru þetta spurningar sem Pétur Guðmann Guðmannsson hefur fengið. Og hann kippir sér lítið upp við það. Innlent 12.8.2023 08:00 Neitar að tjá sig um meint innbrot á Lambeyrum Barnamálaráðherra neitar að tjá sig um meint innbrot hans á jörðinni Lambeyrum og segir fyrri yfirlýsingu standa. Hann segist ekki hafa haft áhrif á vinnubrögð lögreglu í málinu. Innlent 12.8.2023 07:00 Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Innlent 11.8.2023 23:15 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. Innlent 11.8.2023 21:01 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Innlent 11.8.2023 20:19 Botnar ekkert í bréfi íslenskra samtaka til ráðherra á ensku Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðiprófessor emeritus furðar sig á bréfi sem íslensk samtök innan íslensks atvinnulífs skrifuðu utanríkisráðherra á ensku. Með því segir hann samtökin gefa skít í íslensku. Innlent 11.8.2023 19:21 Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. Innlent 11.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarleg geðshræring greip um sig þegar fimm flóttakonum var vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag, og á götuna. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður ræddi við þær og dómsmálaráðherra sem segir lítið hægt að gera ef fólk sýni ekki samstarfsvilja. Innlent 11.8.2023 18:00 « ‹ ›
Steypa kant og setja upp girðingu til að auka öryggi á Selfossi Vinstri beygjur af bílastæði við Hótel Selfoss og inn á Eyrarveg heyra brátt sögunni til. Þá þurfa vegfarendur að nota gangbraut til að stökkva yfir götuna því girðingu verður komið upp á eyju á veginum. Innlent 13.8.2023 10:54
Það er algjör bongóblíða Það verður víða rjómablíða í dag, en þó verður áfram lágskýjað austantil og eins gæti verið vart við þokuloft hér og þar í fyrstu. Sólin mun bræða það fljótt og vel. Innlent 13.8.2023 09:58
Fólk í ofþyngd álitið latt og subbulegt „Nú veit ég að ég er mjög klár, ég hef dúxað í öllu sem ég hef tekið í skóla og útskrifast með hæstu meðaleinkunnir og ég er rosalega góð í að greina vandamál og tækifæri og slíkt. Það var aldrei, fannst mér, tekið mark á því sem ég hafði fram að færa og ég var alltaf svona annars flokks starfsmaður að vissu leyti vegna þess hversu stór ég var,“ segir íslensk kona í yfirþyngd sem hefur verið á vinnumarkaðnum í fjölda ára. Innlent 13.8.2023 09:01
Hælisleitendur, Úkraína og Barbie í brennidepli Barbie, hælisleitendur, orkumál og stríðið í Úkraínu verður í brennidepli í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 13.8.2023 08:45
Hópslagsmál og hávaðatilkynningar í nótt Lögreglan var kölluð til í Reykjavík og í Kópavogi í nótt vegna hópslagsmála. Alls voru 77 mál skráð hjá lögreglu yfir hálfan sólarhring, frá fimm síðdegis þar til í nótt. Innlent 13.8.2023 08:38
Alvarlega slasaður eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi Einn slasaðist alvarlega í bílveltu á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um klukkan hálf eitt í nótt. Innlent 13.8.2023 07:37
Símasambandsleysi seinkaði björgunaraðgerðum Björgunarsveitin Sveinungur á Borgarfirði eystra var boðuð út á fyrsta tímanum í dag vegna slasaðs einstaklings sem var á gönguleið við Urðarhólsvatn. Ekkert símasamband var á slysstað sem gerði erfiðara að tilkynna um slysið. Innlent 12.8.2023 23:00
Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Landsmenn voru í sólskinsskapi í miðborg Reykjavíkur í dag þegar Hinsegin dagar náðu hápunkti með árlegri gleðigöngu. Samhljómur var í fólki um mikilvægi hátíðarinnar og áherslumál þessa árs, sem eru málefni trans fólks. Innlent 12.8.2023 21:15
Vaskar konur safna fyrir endurbótum á Riishúsinu á Borðeyri Vaskur hópur kvenna hefur rekið kaffihús og markað í Riishúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum í sumar og safna með því fé til reksturs og endurbyggingar hússins. Í dag búa aðeins tíu íbúar á Borðeyri. Innlent 12.8.2023 20:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ný skýrsla sem Heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær varpar ljósi á þá hópa sem eiga engan stað í geðheilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra segir áríðandi að öllum sé fundinn viðeigandi staður í kerfinu. Innlent 12.8.2023 18:01
Íþróttaiðkun geti ýtt undir illvígar hjartsláttatruflanir Hjartastopp eru ekki algengari en áður, að sögn Davíðs O Arnar hjartalæknis. Fjallað hefur verið um hjartastopp íþróttamanna á undanförnum árum en Davíð segir íþróttaiðkun geta ýtt undiraðstæður þar sem illvígar hjartsláttartruflanir spretta fram. Innlent 12.8.2023 17:05
Flæðir yfir klóakið og ráðstafanir gerðar til að bjarga skautahöllinni Íslendingur í Brumunddal í Noregi segir vandræðin halda áfram að hrannast upp á flóðasvæði þrátt fyrir að rigningunni hafi lokið. Í bænum Hamar flæðir nú yfir klóakið og hafa ráðstafanir verið gerðar til að bjarga skautahöllinni. Innlent 12.8.2023 14:58
Dráttavélaaksturskeppni og býflugnarækt á Hvanneyrarhátíð Það verður mikið um að vera á Hvanneyri í Borgarfirði í dag þar sem Hvanneyrarhátíðin fer fram. Keppt verður í akstri á gömlum dráttarvélum og boðið upp á brekkusöng að hætti heimamanna. Innlent 12.8.2023 12:16
Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. Innlent 12.8.2023 12:11
Hádegisfréttir Bylgjunnar Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. Innlent 12.8.2023 11:47
Gögn þurfi að vera skiljanleg á erlendri grundu Samtök atvinnulífsins þakka Eiríki Rögnvaldssyni íslenskufræðiprófessor fyrir að minna samtökin á að láta íslenska frumútgáfu fylgja skjölum samtakanna á ensku. Innlent 12.8.2023 11:44
Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. Innlent 12.8.2023 11:33
Atriðin sjaldan eða aldrei verið fleiri Búast má við götulokunum í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Gleðiganga Hinsegin daga fer fram en gangan er hápunktur hátíðarinnar sem fram hefur farið alla vikuna. Innlent 12.8.2023 11:19
Líta aksturinn alvarlegum augum Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag. Innlent 12.8.2023 10:58
Hrækti á lögreglubíl og neitaði að yfirgefa lögreglustöð Maður var handtekinn í nótt eftir að hafa hrækt á lögreglubifreið og neitað í framhaldinu að segja til nafns. Sami maður var fluttur á lögreglustöð en neitaði að fara þaðan og var fluttur af „athafnasvæði lögreglu“ í þrígang. Innlent 12.8.2023 09:32
„Ég fann fimmtán stykki á örfáum mínútum“ Sífellt fleiri tilkynningar berast eitrunarmiðstöð Landspítala vegna barna sem innbyrða nikótínpúða að sögn sérfræðings. Stefanía Ösp Guðmundsdóttir móðir nítján mánaða drengs sem rétt náði að koma í veg fyrir að hann borðaði púða á leikvelli í vikunni segir þá algjöra plágu. Innlent 12.8.2023 09:00
Segir halla mjög á hinsegin fólk innan skólakerfisins „Ég tel að það sé vandi að um æðar Stjórnarráðsins hríslast oft býsna heterrónormatívt blóð, það tel ég stundum standa í vegi fyrir framþróun,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari. Innlent 12.8.2023 09:00
Eini réttarmeinafræðingur landsins fræðir rithöfunda um dauðann Hvernig lítur líkami út sem hefur verið geymdur ofan í ferðatösku í þrjú ár? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvað tekur langan tíma fyrir lík að verða að beinagrind? Allt eru þetta spurningar sem Pétur Guðmann Guðmannsson hefur fengið. Og hann kippir sér lítið upp við það. Innlent 12.8.2023 08:00
Neitar að tjá sig um meint innbrot á Lambeyrum Barnamálaráðherra neitar að tjá sig um meint innbrot hans á jörðinni Lambeyrum og segir fyrri yfirlýsingu standa. Hann segist ekki hafa haft áhrif á vinnubrögð lögreglu í málinu. Innlent 12.8.2023 07:00
Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Innlent 11.8.2023 23:15
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. Innlent 11.8.2023 21:01
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Innlent 11.8.2023 20:19
Botnar ekkert í bréfi íslenskra samtaka til ráðherra á ensku Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðiprófessor emeritus furðar sig á bréfi sem íslensk samtök innan íslensks atvinnulífs skrifuðu utanríkisráðherra á ensku. Með því segir hann samtökin gefa skít í íslensku. Innlent 11.8.2023 19:21
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. Innlent 11.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarleg geðshræring greip um sig þegar fimm flóttakonum var vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag, og á götuna. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður ræddi við þær og dómsmálaráðherra sem segir lítið hægt að gera ef fólk sýni ekki samstarfsvilja. Innlent 11.8.2023 18:00