Innlent

„Þetta er merki um að eld­stöðin sé vöknuð“

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Landris í miðri Torfajökulsöskju skýrist líklega af kvikusöfnun. Ekki eru merki um að kvikan sé að færast nær yfirborðinu en eldfjallafræðingur segir þetta merki um að eldstöðin sé að vakna.

Innlent

Landris mælst í Torfajökli

Landris hefur mælst í miðri Torfajökulsöskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Ekki eru merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu.

Innlent

Verkið hófst ekki nógu snemma til að tíma­lína stæðist

Átta mánaða tafir á fram­kvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tíma­lína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðar­ár­stígur frá Bríetar­túni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykja­víkur­borgar við fyrir­spurn Vísis.

Innlent

Reyndi að stela steikar­hnífum í mið­bænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ýmsu í gærkvöldi. Henni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir þar sem menn reyndu að komast inn í bifreiðar. Þá reyndi annar maður að stela steikarhnífum af veitingastað í miðbænum.

Innlent

„Það er væntan­lega með skert ferða­frelsi“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Innlent

Vill opna „bú­setúr­ræði með tak­mörkunum“ fyrir flótta­fólk

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur.

Innlent

Kanna mögu­leika á sam­einingu við Há­skóla Ís­lands

Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum.

Innlent

Fjölgun Co­vid-19 smitaðra

Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Dómsmálaráðherra telur ný útlendingalög vera að virka og ítrekar að flóttafólki sem hefur fengi lokasynjun í kerfinu beri að fara af landi brott. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að velta flóttamönnum sem hafa verið þjónustusviptir yfir á sveitarfélögin - sem félagsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ættu að aðstoða.

Innlent

„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“

Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna.

Innlent

Vand­ræðin hófust þegar land var metið til fjár

Lítið samræmi hefur verið í þeim aðferðum sem notaðar eru til að mæla landeignir og algengt að stærð jarða sé ekki skráð í Fasteignaskrá. Aðferðir voru lengi vel ónákvæmar og einhver dæmi um að landeignir reynist vera tvöfalt stærri eða helmingi minni en skráð stærð.

Innlent

Stutt á milli feigs og ó­feigs í um­ferðinni á Sel­tjarnar­nesi

Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósa­gatna­mót Sel­tjarnar­ness á föstu­dag þar sem Suður­strönd og Nes­vegur mætast. Íbúi sem varð vitni að at­vikinu segir of al­gengt að öku­menn keyri hraðar en tak­markanir leyfi á svæðinu.

Innlent

Grunsamlegur maður með ryksugu

Það var tíðindalítið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar frá gærkvöldinu og nóttinni. Henni barst tilkynning um grunsamlegan mann í miðborginni og æstan mann í Breiðholtinu.

Innlent