Innlent

Gylfi lætur af störfum sem for­stjóri

Gylfi Ólafs­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunar­tíma.

Innlent

Himin­lifandi í Háa­leitis­hverfi með eðli­legan þrýsting

Í­búar í Háa­leitis­hverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðli­legum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má um­ræður á í­búa­hópi. Veitur segja að bráða­birgða­tenging hafi verið tekin af plani og varan­leg tenging sett aftur á. Það sé ekki úti­lokað að þrýstingur hafi aukist við það.

Innlent

Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi.

Innlent

Um­boðs­maður sendir Ás­mundi bréf vegna sam­einingar

Um­boðs­maður barna hefur sent Ás­mundi Einari Daða­syni, mennta-og barna­mála­ráð­herra bréf vegna sam­einingar Mennta­skólans á Akur­eyri og Verk­mennta­skóla Akur­eyrar. Óskar um­boðs­maður eftir upp­lýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hags­muni barna og hvort nem­endur hafi fengið að koma sjónar­miðum á fram­færi.

Innlent

Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu

Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um alvarlegt bílslys sem varð í morgun við Blönduós þegar rúta með á þriðja tug farþega fór út af veginum. 

Innlent

Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt

Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu.

Innlent

Breyttur tími fyrir sjósunds­fólk

Á­fram verður opið á föstu­dögum á Yl­ströndinni í Naut­hóls­vík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánu­dögum og opnunar­tímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykja­víkur­borg til Vísis.

Innlent

Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið

Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.

Innlent

„Við­horf sveitar­fé­laga til mála­flokksins bitnar harka­lega á við­kvæmum hópi“

„Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn.

Innlent

Hvalur 8 varð fyrri til

Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð.

Innlent

Út­skýrir vinnu­brögð lög­reglunnar í hand­tökunni í Hvera­gerði

Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hjón með ADHD sem voru bæði handtekin sama kvöld segjast niðurlægð af vinnubrögðum lögreglu í máli þeirra og líkja aðgerðunum við valdníðslu. Barn hjónanna var skilið eftir heima í Hveragerði á meðan þeim var haldið á lögreglustöðinni á Selfossi. 

Innlent

Fyrstu hvalirnir veiddir

Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær.

Innlent

Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati

Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar.

Innlent

Reksturinn já­kvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki

Árs­hluta­reikningur Reykja­víkur­borgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgar­ráð í dag. Í til­kynningu frá borginni er full­yrt að árs­hluta­reikningurinn sýni já­kvæðan við­snúning, þrátt fyrir á­fram­haldandi á­skoranir í rekstri sem rakinn er til van­fjár­mögnunar þungra mála­flokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hag­kerfinu og við­varandi verð­bólgu. Borgar­stjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára.

Innlent