Innlent Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. Innlent 8.9.2023 17:32 Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. Innlent 8.9.2023 15:47 Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Innlent 8.9.2023 14:24 Himinlifandi í Háaleitishverfi með eðlilegan þrýsting Íbúar í Háaleitishverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðlilegum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má umræður á íbúahópi. Veitur segja að bráðabirgðatenging hafi verið tekin af plani og varanleg tenging sett aftur á. Það sé ekki útilokað að þrýstingur hafi aukist við það. Innlent 8.9.2023 13:59 Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi. Innlent 8.9.2023 13:13 Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. Innlent 8.9.2023 13:01 Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. Innlent 8.9.2023 12:46 Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. Innlent 8.9.2023 12:01 Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. Innlent 8.9.2023 11:52 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um alvarlegt bílslys sem varð í morgun við Blönduós þegar rúta með á þriðja tug farþega fór út af veginum. Innlent 8.9.2023 11:35 Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8.9.2023 10:16 Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Innlent 8.9.2023 10:12 Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Innlent 8.9.2023 09:30 Lögreglan óskar upplýsinga um atvik í Edinborgarhúsinu Lögreglan á Vestfjörðum handtók á dögunum mann eftir atvik við Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Atvikið sem um ræðir átti sér stað aðfaranótt síðasta sunnudags, þriðja september. Innlent 8.9.2023 09:11 Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.9.2023 09:04 Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. Innlent 8.9.2023 07:33 Breyttur tími fyrir sjósundsfólk Áfram verður opið á föstudögum á Ylströndinni í Nauthólsvík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánudögum og opnunartímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykjavíkurborg til Vísis. Innlent 8.9.2023 06:46 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. Innlent 8.9.2023 06:39 Þjófnaðir, ölvun og ungmenni með hníf Verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en nokkur fjöldi þeirra tengdist þjófnuðum og einstaklingum í annarlegu ástandi. Innlent 8.9.2023 06:24 Flutningur færanlegrar skólabyggingar setti allt í uppnám í Hlíðunum Flutningur færanlegrar skólabyggingar olli töluverðu uppnámi í Hlíðunum í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Fjarlægja þurfti umferðarskilti í Lönguhlíð fyrir flutningana vegna stærðar skólabyggingarinnar en tveir bílar keyrðu, með skömmu millibili, upp á stálstubba sem eftir urðu af skiltunum. Innlent 8.9.2023 00:00 Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Innlent 7.9.2023 23:31 Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi. Innlent 7.9.2023 22:10 „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. Innlent 7.9.2023 21:22 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. Innlent 7.9.2023 20:31 Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.9.2023 19:36 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hjón með ADHD sem voru bæði handtekin sama kvöld segjast niðurlægð af vinnubrögðum lögreglu í máli þeirra og líkja aðgerðunum við valdníðslu. Barn hjónanna var skilið eftir heima í Hveragerði á meðan þeim var haldið á lögreglustöðinni á Selfossi. Innlent 7.9.2023 18:04 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. Innlent 7.9.2023 18:01 Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. Innlent 7.9.2023 16:16 Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar. Innlent 7.9.2023 14:00 Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. Innlent 7.9.2023 13:49 « ‹ ›
Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. Innlent 8.9.2023 17:32
Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. Innlent 8.9.2023 15:47
Gylfi lætur af störfum sem forstjóri Gylfi Ólafsson hefur látið af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunartíma. Innlent 8.9.2023 14:24
Himinlifandi í Háaleitishverfi með eðlilegan þrýsting Íbúar í Háaleitishverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðlilegum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má umræður á íbúahópi. Veitur segja að bráðabirgðatenging hafi verið tekin af plani og varanleg tenging sett aftur á. Það sé ekki útilokað að þrýstingur hafi aukist við það. Innlent 8.9.2023 13:59
Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi. Innlent 8.9.2023 13:13
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. Innlent 8.9.2023 13:01
Fljótandi gufubað og Parísarhjól framkvæmanlegar hugmyndir Stafshópur hefur sent frá sér skýrslu sem inniheldur hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun í Reykjavík. Innlent 8.9.2023 12:46
Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. Innlent 8.9.2023 12:01
Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. Innlent 8.9.2023 11:52
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um alvarlegt bílslys sem varð í morgun við Blönduós þegar rúta með á þriðja tug farþega fór út af veginum. Innlent 8.9.2023 11:35
Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8.9.2023 10:16
Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Innlent 8.9.2023 10:12
Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Innlent 8.9.2023 09:30
Lögreglan óskar upplýsinga um atvik í Edinborgarhúsinu Lögreglan á Vestfjörðum handtók á dögunum mann eftir atvik við Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Atvikið sem um ræðir átti sér stað aðfaranótt síðasta sunnudags, þriðja september. Innlent 8.9.2023 09:11
Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.9.2023 09:04
Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. Innlent 8.9.2023 07:33
Breyttur tími fyrir sjósundsfólk Áfram verður opið á föstudögum á Ylströndinni í Nauthólsvík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánudögum og opnunartímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykjavíkurborg til Vísis. Innlent 8.9.2023 06:46
Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. Innlent 8.9.2023 06:39
Þjófnaðir, ölvun og ungmenni með hníf Verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en nokkur fjöldi þeirra tengdist þjófnuðum og einstaklingum í annarlegu ástandi. Innlent 8.9.2023 06:24
Flutningur færanlegrar skólabyggingar setti allt í uppnám í Hlíðunum Flutningur færanlegrar skólabyggingar olli töluverðu uppnámi í Hlíðunum í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Fjarlægja þurfti umferðarskilti í Lönguhlíð fyrir flutningana vegna stærðar skólabyggingarinnar en tveir bílar keyrðu, með skömmu millibili, upp á stálstubba sem eftir urðu af skiltunum. Innlent 8.9.2023 00:00
Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Innlent 7.9.2023 23:31
Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi. Innlent 7.9.2023 22:10
„Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. Innlent 7.9.2023 21:22
Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. Innlent 7.9.2023 20:31
Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.9.2023 19:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hjón með ADHD sem voru bæði handtekin sama kvöld segjast niðurlægð af vinnubrögðum lögreglu í máli þeirra og líkja aðgerðunum við valdníðslu. Barn hjónanna var skilið eftir heima í Hveragerði á meðan þeim var haldið á lögreglustöðinni á Selfossi. Innlent 7.9.2023 18:04
Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. Innlent 7.9.2023 18:01
Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. Innlent 7.9.2023 16:16
Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar. Innlent 7.9.2023 14:00
Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. Innlent 7.9.2023 13:49