Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ísraelsk yfirvöld hafa lýst yfir stríði gegn Hamas-samtökum Palestínumanna. Samtökin skutu í morgun þúsundum eldflauga frá Gasa til Ísrael áður en þau réðust yfir víggirt landamærin og gerðu áhlaup á ísraelska bæi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Skilur mótmælin en segir málið ekki svart og hvítt

Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækis á Vestfjörðum fagnar nýrri stefnu matvælaráðherra sem kveður á um aukið eftirlit og harðari reglur í lagareldi. Hann segist vel skilja þá sem stefna á mótmæli gegn sjókvíaeldi en minnir fólk á að málið sé ekki svart og hvítt.

Innlent

Að vera nauðgað af kunningja reyndist ekki eina áfallið

Karen Eir Valsdóttir varð fyrir hrottalegri nauðgun í september árið 2018. Gerandinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Hann afplánaði tuttugu daga á Hólmsheiði áður en hann var fór í opið úrræði á Kvíabryggju. Fyrir dyrum stendur færsla í rafrænt eftirlit. Karen segir erfitt að lýsa reiði sinni að sá sem braut á henni hafi þurft að dvelja tuttugu daga í lokuðu fangelsi. 

Innlent

Vægt frost víða um land

Veðurstofan gerir ráð fyrir dálítilli vætu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Búist er við hægri austlægri átt og að bjart verði mestu fyrri part dags. Síðan muni þykkna upp seinnipartinn, stig. Líkur á dálítilli vætu í kvöld.

Innlent

Kona ráfandi um á sokkunum

Tæplega áttatíu mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að nokkuð hafi verið um ölvun og stimpingar í miðborginni. Þar gistu þrír einstaklingar fangageymslu eftir nóttina.

Innlent

Þurfti að læra allt upp á nýtt

Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás. 

Innlent

Furða sig yfir að rannsóknin nái ekki yfir allan tímann

Fólk sem var vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins gagnrýnir að heimilið hafi ekki verið rannsakað allan þann tíma sem það starfaði. Vísbendingar séu um að börn hafi sætt illri meðferð þar allt til ársins 1979. Ráðherra býst við að sanngirnisbætur verði ákveðnar í vetur.

Innlent

Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna í ræðunni

Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir H Haarde þáverandi forstætisráðherra Íslands bað Guð að blessa Ísland vegna hruns íslensku bankanna. Þá um kvöldið, 6. október 2008, samþykkti Alþingi fordæmalaus lög, neyðarlögin, sem veittu Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og veita innstæðum forgang yfir aðrar kröfur.

Innlent

Fimm ár, svefnlausar nætur en vonandi endapunktur

Ragn­hildur Eik Árna­dóttir, lög­maður og brota­þoli í máli Jóhannesar Tryggva­sonar, segir að sér sé létt eftir tíðindi úr Lands­rétti í dag. Dómur yfir Jóhannesi var þyngdur og hann dæmdur í á­tján mánaða fangelsi í stað tólf og til þess að greiða tvær milljónir króna í miska­bætur.

Innlent

Dómur Jóhannesar Tryggva fyrir nauðgun þyngdur

Lands­réttur þyngdi í dag dóm yfir Jóhannesi Tryggva Svein­björns­syni vegna nauðgunar­brots gegn konu á nudd­stofu hans árið 2012. Jóhannes var dæmdur í á­tján mánaða fangelsi og til þess að greiða tvær milljónir króna.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um Svandísi Svavarsdóttur, ólögnæm matargeymsla í Sóltúni, arfleifð vöggustofanna svokölluðu og fiskeldi á Vestfjörðum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

Hvað telst vera eðlileg leið heim úr vinnu?

Hæstiréttur ákvað í fyrradag að skokkari sem lenti í slysi á leið heim úr vinnu eigi rétt á bótum eins og um vinnuslys hafi verið að ræða þar sem leiðin milli vinnustaðar og heimilis taldist eðlileg, þrátt fyrir að ekki hafi verið um stystu leið að ræða. En hvað telst eðlileg leið? 

Innlent

Svan­dís sé ó­sátt en Ás­laug sér ekki eftir neinu

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávar­­út­vegsins þar sem hún skaut á sam­ráð­herra sinn Svan­­dísi Svavars­dóttur. Hún segist búin að ræða við sam­ráð­herra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun.

Innlent