Innlent

Blæs á gagn­rýni á efnis­tök heimildar­myndar um hrunið

Efnis­tök heimildar­myndar um banka­hrunið, Bar­áttan um Ís­land, hafa verið harð­lega gagn­rýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum fram­leiðslu. Leik­stjóri myndarinnar og upp­runa­legur fram­leiðandi segir að mark­miðið hafi alltaf verið að beina sjónum að banka­fólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftir­málum þess.

Innlent

Vilja að­stoða of­beldis­menn að axla á­byrgð

Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. 

Innlent

Óttast um líf vina sinna

Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn, ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. Við höldum áfram umfjöllun um afsögn fjármáláráðherra og förum yfir það sem nú er hvíslað inni á Alþingi um næstu skref. Kvöldfréttir Stöðvar 2 á sínum stað klukkan 18:30.

Innlent

Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“

Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt.

Innlent

Nær­­mynd af Bene­dikt Sveins­­syni: Óvæntur ör­laga­valdur í pólitísku lífi sonarins

Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“

Innlent

Kær­endur hafi átt frum­kvæði að því að ljúka málinu með greiðslu

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu.

Innlent

Telur að forsætisráðherra hefði átt að óska eftir afsögn fyrir löngu

Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að forsætisráðherra hefði átt að fara fram á að Bjarni Benediktsson segði af sér ráðherraembætti um leið og kom í ljós að faðir hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samkvæmt lögum hefði fjármálaráðherra átt að vita af aðild föður síns þegar hann samþykkti að selja hlutinn í bankanum. Þá myndi það hvergi gerast í nágrannalöndum að ráðherra sem segir af sér embætti sé samstundis orðaður við annan ráðherrastól.

Innlent

Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við fyrrverandi fjármálaráðherra sem segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði átt að fara fram á það að Bjarni Benediktsson segði af sér embætti fjármálaráðherra um leið og í ljós kom að faðir hans var á meðal kaupenda á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent

Verjandi vildi fjór­tán milljónir en fær ekki neitt í bili

Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið.

Innlent

Hörður Sigur­bjarnar­son er látinn

Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar á Húsavík, er látinn, 71 árs að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Mývatnssveit aðfararnótt síðasta sunnudags.

Innlent