Innlent

Lög­reglan sem fer ekki að lögum um eftir­lit fái auknar heimildir

Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að auka rannsóknarheimildir lögreglunnar með skipulagðri brotastarfsemi og auka um leið eftirlit með störfum lögreglunnar. Þingflokksformaður Pírata segir lögregluna hins vegar hafa hundsað lög og fyrirmæli varðandi það eftirlit sem ríkissaksóknaraembættið hefði með henni samkvæmt núgildandi lögum.

Innlent

Fanginn fær innlögn en ó­víst hve lengi

Rúmlega þrítugur karlmaður sem á við geðrænan vanda að stríða er á leiðinni í innlögn á geðdeild Landspítalans í dag en óvíst er hve lengi. Forsenda innlagnar er sú að fangaverðir fylgja manninum til að gæta öryggis hans, annarra sjúklinga og starfsfólks geðdeildar.

Innlent

„Nóttin var vægast sagt hræði­leg“

Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið.

Innlent

Baunar á ráð­herra vegna bjargarlauss fanga í geðrofi

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega vegna fanga í geðrænum vanda sem fær ekki inni á bráðageðdeild Landspítalans. Hann segir að bregðast þurfi tafarlaust við og segir ástandið gerast á vakt Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Innlent

Viður­kenndi að hafa átt hnefa­högg skilið

Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið.

Innlent

Sá stærsti 5,0 að stærð

Fjöldi kröftugra jarðskjálfta með upptök á Reykjanesskaga hefur riðið yfir nú eftir miðnætti í kvöld. Klukkan 01:24 reið yfir skjálfti sem mældist 4,7 að stærð samkvæmt Veðurstofunni. Sá átti upptök sín um þrjá kílómetra norður af Grindavík, en fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík í nótt. 

Innlent

Fjögur prósent Ís­lendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífs­líkum

Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni.

Innlent

Sam­staða um Gasa á Al­þingi en pattstaða í á­tökum

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt saman í dag um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Innlent

Telur gagn­rýni Dóru Bjartar var­huga­verða

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína.

Innlent

Fimm rúm­metrar streyma í sylluna á hverri sekúndu

Um það bil 1200 jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólahring, flestir á svæðinu milli Þorbjörns og Sýlingarfells svipað og daginn áður. Stærsti skjálftinn var 3,4 að stærð klukkan 00:31 í nótt skammt sunnan við Þorbjörn.

Innlent