Erlent

Enn er allt í hnút

Ekkert varð af því að íraska þingið legði blessun sína yfir drög að framtíðarstjórnarskrá landsins í gær en þá rann frestur þess til þess út. Lík 36 Íraka fundust í gær en þeir voru teknir af lífi fyrir nokkrum árum.

Erlent

Tilræði við ráðherra

Tvær sprengjur sprungu við vegkant í borginni Nazran í múslimafylkinu Ingushetia í Rússlandi í gær þegar forsætisráðherra fylkisins var ekið hjá. Fylkið á landamæri að Téténíu. Bílstjóri forsætisráðherrans lést í tilræðinu og forsætisráðherran sjálfur ásamt tveimur öðrum slasaðist nokkuð við sprenginguna.

Erlent

Löglega boðað til kosninganna

Hæstiréttur Þýskalands úrskurðaði í gær að fyrirhugaðar þingkosningar mættu fara fram 18. september eins og ráðgert hafði verið. Tveir þingmenn höfðu lagt fram kvörtun þar sem þeir efuðust um lögmæti þess hvernig Gerhard Schröder boðaði til kosninganna í sumar.

Erlent

Erlendir eftirlitsmenn í Noregi

Norðmenn hafa boðið eftirlitsmönnum frá ýmsum ríkjum þar sem lýðræði hefur staðið völtum fótum til að fylgjast með framkvæmd norsku þingkosninganna.

Erlent

Svíakóngur í árekstri

Karl Gústaf Svíakonunungur lenti í árekstri á silfurlitaðri BMW-bifreið sinni í gær. Hann ók aftan á bláan Volvo utan við hamborgarastaðinn Max í miðborg Norrköping skömmu fyrir hádegið.

Erlent

Sýndu fjölmiðlum þorp í N-Kóreu

Norðurkóresk yfirvöld hafa hleypt fréttamönnum inn í þorp sem svo gott sem eyðilagðist í mikilli sprengingu í vor. 161 fórst og 8.000 heimili eyðilögust.

Erlent

Olíufatið yfir 67 dali í gær

Olíuverð heldur áfram að hækka. Í gær fór heimsmarkaðsverðið yfir 67 dollara á fatið og hefur ekki verið hærra í mörg ár. Ástæða hækkunarinnar í gær er einkum ótti við hvirfilbyl nærri olíuverksmiðjum í Mexíkó. Þá hafa verkföll olíustarfsmanna í Ekvador og aðgerðir uppreisnarmanna í Írak einnig sitt að segja.

Erlent

Átök á Vesturbakkanum

Fimm manns féllu í átökum Palestínumanna og Ísraela í Jerúsalem og á Vesturbakkanum í gær. Ísraelski herinn skaut fjóra palestínska uppreisnarmenn til bana seint í gærkvöldi. Að sögn talsmanns hersins voru mennirnir fjórir allir hryðjuverkamenn, sem meðal annars stóðu nýlega fyrir tveimur sprengjuárásum í Ísrael. Fyrr um kvöldið stakk palestínskur uppreisnarmaður tvo öfgafulla gyðinga í Jerúsalem. Annar þeirra lést af sárum sínum.

Erlent

Kókabændur myrtir

Skæruliðar myrtu að minnsta kosti fjórtán bændur, þrettán karla og eina konu, sem voru við að tína uppskeru af kókarunnum í Norðvestur-Kólumbíu í gær. Skæruliðarnir eru meðlimir í samtökum sem kalla sig Byltingarher Kólumbíu.

Erlent

Mestu dýraflutningar sögunnar

Yfirvöld í Kenía hófu í dag að flytja 400 fíla af friðlýstu svæði í landinu við strendur Indlandshafs vegna plássleysis. Um 600 fílar eru í Shimba Hills á svæði sem aðeins ber 200 fíla, en fílarnir hafa að undanförnu valdið nokkrum búsifjum hjá bændum á svæðinu. Fílarnir eru fyrst svæfðir en ætlunin er að flytja eina fjölskyldu á dag á sérstyrktum vörubílum í Tsavo East þjóðgarðinn sem er sá stærsti í landinu.

Erlent

Samþykki áströlsk gildi eða fari

Þeir sem ekki vilja samþykkja áströlsk gildi geta hunskast burt, segir ástralski menntamálaráðherrann Brendan Nelson. Þessi ummæli hafa valdið nokkrum úlfaþyt hjá áströlskum múslimum, en Nelson lét þessi orð falla í sambandi við skipulagða fundi með forsvarsmönnum múslima í landinu.

Erlent

Toyota sakað um lífsstílsfasisma

Reykingamenn verða ekki ráðnir til starfa í verksmiðjum Toyota í Asker og Bærum í Noregi. Í heilsíðuauglýsingu frá fyrirtækinu í norskum blöðum þar sem auglýst er eftir starfsfólki er tekið fram að reykingamenn geti sleppt því að sækja um. Yfirmaður Toyota í Noregi segir þetta gert vegna þess að starfsrýmin séu mjög opin og þar eigi reykingamenn hreinlega ekki heima.

Erlent

Píanómaðurinn sagður geðsjúkur

Píanómaðurinn svonefndi, sem fannst á gangi á strönd í Kent á Englandi fyrir fjórum mánuðum, á við geðsjúkdóm að stríða og gerði sér ekki upp sjúkdómseinkenni. Þetta segja lögmenn mannsins sem þagði í fjóra mánuði áður en hann rauf loks þögnina síðastliðinn föstudag og sagðist vera Þjóðverji. Hann var útskrifaður af geðsjúkrahúsi á Englandi og fór til Þýskalands á laugardag.

Erlent

Erfið barátta við elda í Portúgal

Frakkar, Spánverjar, Ítalir og Hollendingar hafa allir sent aðstoð til Portúgals til að berjast við gríðarlega skógarelda. Á meðan veðurskilyrði breytast ekki er baráttan þó erfið, enn loga fimm eldar og það er ekki auðvelt að ná tökum á þeim. Verstu eldarnir geisa í kringum borgina Coimbra og eru tíu hús í úthverfi borgarinnar þegar ónýt og fleiri eru í hættu.

Erlent

Má ekki breyta flaki í klakstöð

Ekki má breyta flaki Guðrúnar Gísladóttur í klakstöð, en talið var að verkefnið myndi kosta um 400 milljónir íslenskra króna næstu 5 árin. Fram kom í norska ríkisútvarpinu að sjávarútvegsráðuneytið þar í landi telji verkefnið of kostnaðarsamt. Það eru því allar líkur á því að flak Guðrúnar hvíli í votri gröf til frambúðar, en Guðrún sökk í júní 2002 eftir að það skeytti á skeri við Lófót í Norður-Noregi.

Erlent

Tugir farast í flóðum

Að minnsta kosti 34 hafa látist í stórflóðunum í Mið-Evrópu á um það bil viku. Rúmenía hefur orðið verst úti en þar hafa 25 manns látist í flóðunum. Yfir 250 manns þurftu að flýja heimili sín í Bern, höfuðborg Sviss í gær og yfirvöld í Rúmeníu sögðu fólk hafa drukknað í svefni í rúmum sínum í fyrrinótt.

Erlent

Mikil flóð í Mið--Evrópu

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína.

Erlent

Reka öfgamenn úr landi

Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað.

Erlent

Vill láta myrða Chavez

Bandarísk stjórnvöld segjast ekki deila skoðunum með sjónvarpspredikaranum Pat Robertson sem stakk upp á því á dögunum að Hugo Chavez, forseti Venesúela, yrði ráðinn af dögum.

Erlent

Jarðarbúar níu milljarðar 2050

Indverjar verða orðnir fleiri en Kínverjar árið 2050, samkvæmt nýjustu skýrslu Mannfjölgunarráðs, sem hefur rannsakað mannfjölgun í 75 ár. Nær öll fjölgun jarðarbúa næstu áratugina verður í þróunarríkjunum, en spáð er að mannkynið verði orðið níu milljarðar eftir 45 ár.

Erlent

Neitar að neyta matar

Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er nú kominn í hungurverkfall til þess að mótmæla meðferðinni á Platon Lebedev, félaga hans.

Erlent

Átak gegn hundaskít í Búdapest

Borgaryfirvöld í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, ætla að eyða 65 milljónum króna í herferð til að draga úr hundaskít í borginni. Talið er að um 400 hundruð þúsund hundar séu í Búdapest og að þeir skilji eftir sig 14.600 tonn af hundaskít árlega. Mest af honum lendir á gangstéttum og í almenningsgörðum borgarinnar, vegfarendum til mikils ama og jafnvel heilsutjóns.

Erlent

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni

Íraska þingið mun að öllum líkindum afgreiða drög að stjórnarskrá í kvöld. Meiri vafi leikur hins vegar á dómi þjóðarinnar enda ríkir mikill ágreiningur um grundvallaratriði.

Erlent

Egyptar taka við vörslunni

Ríkisstjórnir Ísraels og Egyptalands hafa komist að samkomulagi um að egypski herinn taki við landamæravörslu á landamærum Egyptalands og Gaza-svæðisins af öryggissveitum Ísraelshers.

Erlent

Fleiri farast í flóðum í Rúmeníu

Sjö hafa fundist látnir og átta er saknað eftir mikil flóð í Mið-Rúmeníu í gærkvöld. Rúmenar hafa ekki farið varhluta af mikilli úrkomu í Mið- og Austur-Evrópu síðustu daga en úrkoman hefur leitt til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína og ætt yfir bæi og borgir með tilheyrandi mann- og eignatjóni.

Erlent

Nýr formaður Vestnorræna ráðsins

Henrik Old, þingmaður á færeyska lögþinginu, var í gær kosinn nýr formaður Vestnorræna ráðsins á fundi þess sem fram fer á Ísafirði og lýkur í dag. Old tekur við formannsstarfinu af Birgi Ármannssyni þingmanni.

Erlent

Fimmta flugslysið í mánuðinum

Að minnsta kosti 41 fórst og 56 særðust þegar reynt var að nauðlenda farþegaflugvél í Perú í gærkvöldi. Þetta er fimmta farþegavélin sem ferst í mánuðinum.

Erlent

Bretar auka drykkju sína

Bretar drekka mest af stórþjóðum Evrópu og juku drykkju sína um fimm prósentustig á árunum 1999 til 2004 á meðan Frakkar og Þjóðverjar drógu úr henni. Þetta kemur fram í könnun markaðsrannsókafyrirtækisins Mintel og greint er frá á vef <em>Sky</em>-fréttastöðvarinnar.

Erlent