Erlent

Bað Bandaríkjamenn um þolinmæði

George Bush Bandaríkjaforseti bað Bandaríkjamenn að sýna þolinmæði varðandi stríðið í Írak og sagði stríð ekki vinnast án fórna. Forsetinn hefur sætt vaxandi gangrýni heima fyrir vegna ólgunnar í Írak og mannfalls í röðum Bandaríkjahers og mælist stuðningur við aðgerðir Bandaríkjanna í Írak nú aðeins 32 prósent samkvæmt könnun Gallup fyrir fjölmiðlana <em>CNN</em> og <em>USA Today</em>.

Erlent

Howard brýnir flokkinn gegn Brown

Michael Howard, fráfarandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hvatti í lokaræðu sinni á flokksþinginu í Blackpool í gær til einingar flokksmanna nú er þeir leita nýs leiðtoga.

Erlent

Vara við árás á jarðlest New York

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, greindi frá því í dag að hætta væri á hryðjuverkaárás á neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar á næstu dögum samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar. Bloomberg sagðist hafa vitað af ógninni í nokkra daga en hefði ekki greint almenningi frá því fyrr þar sem lögregla ynni að því að koma í veg fyrir slíka árás.

Erlent

Bóluefni verði fjöldaframleitt

George Bush Bandaríkjaforseti mun hvetja lyfjaframleiðendur til þess að finna leiðir til framleiða bóluefni gegn fuglaflensu í miklu magni í ljósi þess að veikin getur orðið að heimsfaraldri.

Erlent

Níu fórust í sjálfsmorðsárás

Níu fórust í sjálfsmorðsárás nærri olíumálaráðuneytinu í Bagdad í dag, og heimatilbún sprengja sprakk skammt frá hervagni í borginni. Ofbeldi setur mark sitt á síðustu dagana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem fer fram á miðvikudaginn kemur. Hersveitir berjast nú af hörku gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta landsins.

Erlent

Nýjar tegundir risaeðlna finnast

Tvær nýjar tegundir risaeðlna hafa fundist við fornleifauppgröft í Norðaustur Kína. Alþjóðlegur hópur vísindamanna greindi frá þessu í dag. Ummerki risaeðlanna eru steingervingar en þessar tvær tegundir tilheyra hópi skriðdýra, svokölluðum pterosaurs, sem voru vængjaðar eðlur sem gátu flogið.

Erlent

Mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki

Ungt fólk verður helst fyrir barðinu á atvinnuleysi í Evrópu. Hlutfall atvinnuleysis hjá fólki á aldrinum 15-24 ára í löndum innan Evrópusambandsins er helmingi meira en atvinnuleysi í Evrópu almennt.

Erlent

Jólastemmningin hafin í Bretlandi

Það er áttatíu og einn dagur til jóla og því ekki seinna vænna að hefja jólainnkaupaæðið. Sem betur fer ekki hér á landi, enn sem komið er, en á Bretlandi er jólastemmningin - ef hægt er að kalla það stemmningu - allsráðandi í verslunum.

Erlent

Tvær nýjar risaeðlutegundir

Vísindamenn greindu frá því í gær að steingervingar af tveimur óþekktum risaeðlutegundum hefðu fundust við uppgröft í Norðaustur-Kína.

Erlent

Stóra samsteypa færist nær

Forystumenn tveggja stærstu stjórnmálaflokka Þýskalands færðust nær því í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari úr jafnaðarmannaflokknum SPD, og Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, hittust í gærkvöld á sérstökum fundi til að útkljá hvort þeirra myndi fara fyrir samsteypustjórn flokkanna.

Erlent

Drengur lést í eldsvoða í Danmörku

Átta ára gamall drengur lést í eldsvoða í bænum Skævinge í Danmörku í nótt. Móðir drengsins komst út úr brennandi húsinu en eldurinn gerði það að verkum að hún komst ekki til sonar síns sem var sofandi á efri hæð hússins.

Erlent

Öflugri heimild til valdbeitingar

Framkvæmdastjóri NATO segir að friðargæsluliðar í Afganistan þurfi öflugri heimildir til valdbeitingar og að auka þurfi samvinnu milli friðargæsluliða NATO og hersveita Bandaríkjamanna. Sjö íslenskir friðargæsluliðar eru í norðanverðu landinu og sjö til viðbótar fara utan í næstu viku.

Erlent

Hjartaáfall nægir ekki

Aðeins helmingur þeirra reykingamanna sem fá hjartaáfall hætta að reykja, þrátt fyrir aðvaranir lækna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var í fimmtán Evrópulöndum. Fimm þúsund og fimm hundruð manns, sem fengið höfðu hjartaáfall eða höfðu þjáðst af æðaþrengslum í hjartanu, tóku þátt í könnuninni en 40 prósent þeirra voru reykingamenn.

Erlent

Segir hættu á heimsfaraldri

Aðstoðarheilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að hætta sé á að frekari útbreiðsla fuglaflensu geti orsakað heimsfaraldur farsóttarinnar.

Erlent

Funda um myndun stjórnar

Þau Gerhard Schröder og Angela Merkel, leiðtogar stóru stjórnmálaflokkanna í Þýskalandi, sitja nú á fundi til að reyna að útkljá deilur um hvort þeirra verði kanslari í samsteypustjórn. Stjórnmálaskýrendur í Þýskalandi segja því sem næst öruggt að Schröder verði að gefa embættið eftir og að Merkel verði fyrsta konan á kanslarastóli.

Erlent

135 látnir af völdum Stans

Hundrað þrjátíu og fimm manns hafa látist og tugþúsundir eru heimilislausir í Mið-Ameríku eftir yfirreið fellibylsins Stans. Hann fjaraði út skömmu eftir að hann náði landi í Mexíkó og olli minna tjóni þar en óttast var.

Erlent

Tyrkir svartsýnir varðandi ESB

Þriðjungur Tyrkja er sannfærður um að landið verði aldrei samþykkt sem aðili að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í könnun sem birtist í nýjasta tímariti <em>Time</em>. Þá eru einnig færri Tyrkir á því að landinu sé betur borgið innan sambandsins nú en fyrir ári síðan.

Erlent

Gömul sprengja á Schiphol

Það varð uppi fótur og fit á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þegar þar fannst sprengja skammt frá flugbraut. Sprengjan reyndist vera gömul en ósprungin sprengja frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Umferðaræðar að vellinum voru að hluta lokaðar og búast má við miklum töfum þar til búið er að fjarlægja sprengjuna.

Erlent

Berezovskí sóttur heim

Nefnd úkraínskra þingmanna er í Bretlandi til að ræða við rússneska kaupsýslumanninn Boris Berezovskí. Talið er að hann hafi fjármagnað kosningabaráttu Viktors Jústsjenko Úkraínuforseta á síðasta ári.

Erlent

Koma upp hamfaraviðvörunarbúnaði

Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að koma upp viðvörunarbúnaði sem varar við hamförum á borð við flóðbylgjuna miklu sem skall á ströndum ríkja við Indlandshaf í desember.

Erlent

Spánska veikin endursköpuð

Spánska veikin, faraldur sem kostaðir fimmtíu milljónir lífið árið 1918, hefur verið endursköpuð. Vísindamenn endurlífguðu vírusinn í von um að finna vísbendingar um hvernig berjast mætti við fuglaflensu. Aðrir vísindamenn óttast að þeir hafi í raun búið til gríðaröflugt sýklavopn.

Erlent

Aron Pálmi áfram hjá vinum

Aron Pálmi Ágústsson fær að dvelja áfram hjá vinafólki í Tyler í Texas þar til rafmagn kemst á að nýju í Beaumont eftir fellibylinn Rítu. Hann getur því að óbreyttu snúið að nýju til síns heima þar sem hann á að vera undir eftirliti næstu tvö árin.

Erlent

Hefja átak gegn mansali

Ítölsk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hefðu farið að stað með átak gegn mansali til aðstoðar löndum í Suður- og Austur-Evrópu.

Erlent

Kosningalögum í Írak breytt

Umdeildum kosningalögum í Írak verður breytt vegna gagnrýni Sameinuðu þjóðanna og mótmæla stjórnmálaleiðtoga. Kosið verður um nýja stjórnarskrá Íraks í þjóðaratkvæðagreiðslu þann fimmtánda október næstkomandi og voru taldar þónokkrar líkur á að stjórnarskráin yrði felld.

Erlent

Fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði

Frakkinn Yves Chauvin og Bandaríkjamennirnir Robert Grubbs og Richard Schrock fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Frá þessu var greint fyrir skemmstu í Stokkhólmi.

Erlent

Hundruð missa vinnuna í Noregi

Heit umræða eru nú uppi í Noregi i kjölfar þess að stjórn fyrirtækisins Norskra skóga ákvað í gær að leggja niður pappírsframleiðsluver fyrirtækisins á Þelamörk, þar sem hundruð manna vinna, og flytja vinnsluna til Kína.

Erlent

Óþekktur sjúkdómur í Kanada

Tíu manns hafa látist af völdum óþekkts sjúkdóms í Kanada undanfarna daga. Alls hafa áttatíu og fjórir lagst inn á sjúkrahús vegna hins dularfulla sjúkdóms sem enginn kann skýringu á.

Erlent

Sprengja felldi einn í Istanbúl

Sprengja sprakk í húsnæði skóverslunar í Istanbúl í Tyrklandi í nótt. Einn maður, sem var að búa til sprengjuna að því er virðist, lést auk þess sem sjö særðust, að sögn tyrkneskra fjölmiðla.

Erlent

Sjálfsmorðsárás í Kandahar

Tveir létust og einn særðist í sjálfsmorðssprengjuárás í Kandahar í Afganistan fyrr í dag. Sjálfssmorðsprengjumaðurinn var staddur nálægt herbúðum kanadískrar hersveitar þegar sprengjan sprakk. 10 ára gamall drengur lést auk sjálfsmorðssprengjumannsins en einn kanadískur hermaður slasaðist.

Erlent