Erlent Munkafundur í Bangkok Á fjórða þúsund búddamunkar funda nú í Bangkok, höfuðborg Tælands. Þátttakendur eru frá tuttugu og þremur löndum og er dagskráin byggð á sameiginlegu bænahaldi og umræðum um búddisma. Erlent 1.11.2005 17:58 Lögregla handtekur sjöunda manninn í Danmörku Lögreglan í Glostrup í Danmörku hefur handtekið sjöunda manninn í tengslum við meintan undirbúning á hryðjuverkjum einhvers staðar í Evrópu. Frá þessu er greint á heimasíðu danska ríkisútvarpsins. Erlent 1.11.2005 17:45 400 milljarðar vegna fuglaflensu George Bush Bandaríkjaforseti bað í dag Bandaríkjaþing um ríflega fjögur hundruð milljarða króna aukafjárveitingu til að búa landið undir fuglaflensufaraldur. Stærstur hluti peninganna á að fara í þróun nýs bóluefnis, en auk þess er gert ráð fyrir að um hundrað milljarða kosti að birgja þjóðina upp af þeim lyfjum sem þegar eru til. Erlent 1.11.2005 17:15 Lögregla hætt að tjá sig um mál sexmenninga Lögreglan í Glostrup í Danmörku er hætt að tjá sig um mál sexmenninganna sem handteknir voru í síðustu viku, grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í einhvers staðar í Evrópu. Eftir því sem fram kemur á vef Politiken er það vegna þess að einn af vinum hinna grunuðu hefur látlaust reynt að ná sambandi við þá. Erlent 1.11.2005 16:56 500 föngum sleppt Fimm hundruð föngum var í dag sleppt úr Abu Ghraib fangelsinu í Írak, í tilefni þess að föstumánuðinum Ramadan er að ljúka. Erlent 1.11.2005 16:45 Hermaður grunaður um morð á yfirmönnum sínum Rannsóknarmaður bandaríska hersins hefur lagt til að hermaður úr þjóðvarðliði Bandaríkjanna verði ákærður fyrir morð á tveimur yfirmönnum sínum í Írak í júní á þessu ári. Erlent 1.11.2005 15:13 Ótti við fuglaflensuna vestan hafs en ekki austan Bandaríkjastjórn segir fuglaflensuna eina mestu ógn við líf og heilsu mannkynsins og vinnur nú að því að koma í veg fyrir faraldur í landinu. Heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsins segja hættuna á faraldri hins vegar afar litla. Erlent 1.11.2005 12:34 Hrósaði Berlusconi fyrir stuðning við Bandaríkjamenn George Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði ítalska forsætisráðherranum, Silvio Berlusconi, fyrir dyggan stuðning við Bandaríkjastjórn í baráttunni við hryðjuverkamenn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Ekkert var rætt um áætlanir Ítala um að draga herlið sitt til baka en blaðamenn fengu ekki að spyrja spurninga. Erlent 1.11.2005 09:57 SÞ fara ekki til Guantanamo Sameinuðu þjóðirnar hafa afþakkað boð Bandaríkjamanna um að heimsækja Guantanamo-fangelsið á Kúbu. Þetta stafar af því að fulltrúar samtakanna áttu ekki að fá að ræða einslega við fangana meðan á heimsókninni stæði. Erlent 1.11.2005 09:10 Pútín sækist ekki eftir endurkjöri Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta aftur en kosningar fara fram í landinu árið 2008. Hann hét því hins vegar að hann muni sjá til þess að óstöðugleiki muni ekki ríkja í landinu í kjölfar kosninga. Erlent 1.11.2005 09:04 Krefst þátttöku Sýrlandsstjórnar í morðrannsókninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist fullrar þátttöku Sýrlandsstjórnar í rannsókninni á morði fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, Rafik Hariri. Í ályktun ráðsins um mál Sýrlands er þó ekkert minnst á refsiaðgerðir neiti Sýrlendingar að vera samvinnuþýðir. Erlent 1.11.2005 07:39 20 hið minnsta féllu í Basra Að minnsta kosti 20 manns féllu og yfir 40 særðust þegar bílsprengja sprakk á vinsælli verslunargötu í Basra, næststærstu borg Íraks, í gærkvöld. Margt fólk var á götum úti til að fagna Ramadan-hátíðinni sem senn fer að ljúka. Erlent 1.11.2005 07:15 Sýrlendingar sýni samvinnu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einum rómi í gær að skora á Sýrlendinga að aðstoða rannsóknarnefnd þeirra við að upplýsa morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Ályktunin sem öryggisráðið samþykkti í gær var reyndar nokkuð breytt frá þeirri sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu fyrst fram en þar var Sýrlendingum hótað efnahagsþvingunum sýndu þeir ekki samstarfsvilja. Erlent 1.11.2005 06:15 Bush útnefnir Alito hæstaréttardómara George W. Bush hefur tilnefnt Samuel Alito hæstaréttardómara í stað Söndru Day O'Connor. Öldungadeildin verður að staðfesta útnefninguna en búist er við hörðum mótbárum demókrata þar sem Alito er talinn íhaldssamur í meira lagi. Erlent 1.11.2005 06:15 Ásakanir um gróft svindl Upplausn einkenndi þing- og forsetakosningar á eynni Zanzibar, sem er sjálfstjórnarhérað í Tansaníu, á sunnudaginn. Seif Shariff Hamad, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, segir að allt að 80.000 manns stjórnarandstæðingum, eða tæpum sjöttungi kjósenda, hafi verið meinað að kjósa. Erlent 1.11.2005 06:15 Grunur um óeðileg tengsl Tony Blair hefur farið fram á við Gus O'Donnell, ráðuneytisstjóra sinn, að kanna hvort David Blunkett, ráðherra atvinnu- og lífeyrismála, hafi brotið siðareglur ráðherra með því eiga hlut í og stjórna líftæknifyrirtæki sem bauð í ýmis verkefni á vegum hins opinbera. Erlent 1.11.2005 05:15 Fékk banvænt raflost í skírn Séra Kyle Lake, prestur í bænum Waco í Texas, beið bana við skírnarathöfn á sunnudag eftir að hafa fengið heiftarlegt raflost. Séra Lake var prestur í söfnuði baptista en þeir skíra fólk svonefndum niðurdýfingarskírnum í þar til gerðum laugum. Erlent 1.11.2005 04:15 Óttast aukið ofbeldi Breskt heilbrigðisstarfsfólk óttast aukið ofbeldi þegar lög sem leyfa eigendum öldurhúsa að selja áfengi allan sólarhringinn taka gildi í næsta mánuði. Fólk hefur mátt drekka allan sólarhringinn í Skotlandi og segir starfsfólk bráðamóttökunnar að það fari ekki milli mála að fleiri lendi í alvarlegum slagsmálum og ráðist jafnvel á hjúkrunarfólk. Erlent 31.10.2005 21:15 Óeirðir í Zanzibar Þriðju lýðræðislegu kosningarnar í sögu Zanzibar fóru fram í gær og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar þyrptust út á götur til að fagna sigri sem þeir telja vísan þótt niðurstöður hafi ekki verið kunngerðar. Það kunnu stjórnvöld ekki að meta og sendu óeirðalögregluna til að koma andstæðingum sínum af götunum. Erlent 31.10.2005 20:15 Hrekkjavakan á fullt skrið Hrekkjavakan í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Þá taka menn upp á ýmsu, en við Flórídastrendur voru menn að keppa í graskersútskurði og uppsetningu neðansjávar. Erlent 31.10.2005 19:45 Ný prinsessa á Spáni Spænsk prinsessa kom í heiminn í nótt sem leið. Hún heitir Leonor og er dóttir Felipe, krónprins Spánverja og eiginkonu hans til eins og hálfs árs, Letiziu Ortiz. Móður og dóttur heilsast vel, en barnið var tekið með keisaraskurði. Erlent 31.10.2005 19:15 Þúsundir vottuðu Parks virðingu sína Þúsundir Bandaríkjamanna vottuðu minningu mannréttindafrömuðarins Rosu Parks virðingu sína í dag þegar kistunni með jarðneskum leifum hennar var stillt upp í Rotunda-hvelfingunni milli þinghúsanna í Washington-borg. Erlent 31.10.2005 19:00 Göran Person gefur kost á sér Göran Persson, forsætisráðherra Svía, ætlar að gefa kost á sér í næstu þingkosningum í Svíþjóð sem verða haldnar árið 2006. Hingað til hafa skilaboðin um framboð hans verið mjög á reiki. Erlent 31.10.2005 17:47 Segja Bandaríkjaher hafa drepið 40 óbreytta borgara Írakskir læknar segja fjörutíu óbreytta borgara hafa fallið undanfarinn sólarhring í loftárásum Bandaríkjahers í vesturhluta Íraks, nærri landamærum Sýrlands. Bandaríkjamenn verjast fregnum af málinu. Erlent 31.10.2005 17:00 Talsvert um smölun Þó nokkur smölun í Sjálfstæðisflokkinn hefur þegar átt sér stað vegna prófkjörs flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá hafa um 250 manns þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar. Erlent 31.10.2005 16:40 Ályktað um að Sýrlendingar sýni fulla samvinnu Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í dag einróma ályktun um að Sýrlendingum bæri að sína fulla samvinnu vegna rannsóknar á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Erlent 31.10.2005 16:37 Yfir 60 látnir eftir sprengjuárásina Nú er ljóst að yfir 60 manns létust og meira en 200 eru særðir eftir röð sprenginga í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, á laugardaginn. Allar sprengjurnar sprungu á vinsælum markaðstorgum en samtökin Lashkar-e-Tayyaba hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Erlent 31.10.2005 14:37 Bush tilnefndi Alito sem hæstaréttardómara George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi fyrir stundu nýjan hæstarréttadómara. Það er alríkisdómarinn og íhaldsmaðurinn Samuel Alito sem varð fyrir valinu en hann var talinn líklegastur ásamt öðrum til. Erlent 31.10.2005 13:27 Kona greinist með fuglaflensu í Tælandi Tælensk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 50 ára gömul tælensk kona hefði greinst með fuglaflensu. Hún er tuttugasti einstaklingurinn sem greinist með fuglaflensu í Tælandi, frá því að fuglaflensan kom upp þar fyrir tveimur árum. Erlent 31.10.2005 13:24 Selur bítur nef af konu Selur beit nefið af konu í dag við strendur Suður-Afríku þegar hún var að reyna að hjálpa honum aftur út í sjóinn. Selurinn hafði legið á sama stað síðan fyrir helgi en konan reyndi ásamt fleira fólki að koma selnum aftur út í sjóinn. Erlent 31.10.2005 13:21 « ‹ ›
Munkafundur í Bangkok Á fjórða þúsund búddamunkar funda nú í Bangkok, höfuðborg Tælands. Þátttakendur eru frá tuttugu og þremur löndum og er dagskráin byggð á sameiginlegu bænahaldi og umræðum um búddisma. Erlent 1.11.2005 17:58
Lögregla handtekur sjöunda manninn í Danmörku Lögreglan í Glostrup í Danmörku hefur handtekið sjöunda manninn í tengslum við meintan undirbúning á hryðjuverkjum einhvers staðar í Evrópu. Frá þessu er greint á heimasíðu danska ríkisútvarpsins. Erlent 1.11.2005 17:45
400 milljarðar vegna fuglaflensu George Bush Bandaríkjaforseti bað í dag Bandaríkjaþing um ríflega fjögur hundruð milljarða króna aukafjárveitingu til að búa landið undir fuglaflensufaraldur. Stærstur hluti peninganna á að fara í þróun nýs bóluefnis, en auk þess er gert ráð fyrir að um hundrað milljarða kosti að birgja þjóðina upp af þeim lyfjum sem þegar eru til. Erlent 1.11.2005 17:15
Lögregla hætt að tjá sig um mál sexmenninga Lögreglan í Glostrup í Danmörku er hætt að tjá sig um mál sexmenninganna sem handteknir voru í síðustu viku, grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í einhvers staðar í Evrópu. Eftir því sem fram kemur á vef Politiken er það vegna þess að einn af vinum hinna grunuðu hefur látlaust reynt að ná sambandi við þá. Erlent 1.11.2005 16:56
500 föngum sleppt Fimm hundruð föngum var í dag sleppt úr Abu Ghraib fangelsinu í Írak, í tilefni þess að föstumánuðinum Ramadan er að ljúka. Erlent 1.11.2005 16:45
Hermaður grunaður um morð á yfirmönnum sínum Rannsóknarmaður bandaríska hersins hefur lagt til að hermaður úr þjóðvarðliði Bandaríkjanna verði ákærður fyrir morð á tveimur yfirmönnum sínum í Írak í júní á þessu ári. Erlent 1.11.2005 15:13
Ótti við fuglaflensuna vestan hafs en ekki austan Bandaríkjastjórn segir fuglaflensuna eina mestu ógn við líf og heilsu mannkynsins og vinnur nú að því að koma í veg fyrir faraldur í landinu. Heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsins segja hættuna á faraldri hins vegar afar litla. Erlent 1.11.2005 12:34
Hrósaði Berlusconi fyrir stuðning við Bandaríkjamenn George Bush, forseti Bandaríkjanna, hrósaði ítalska forsætisráðherranum, Silvio Berlusconi, fyrir dyggan stuðning við Bandaríkjastjórn í baráttunni við hryðjuverkamenn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Ekkert var rætt um áætlanir Ítala um að draga herlið sitt til baka en blaðamenn fengu ekki að spyrja spurninga. Erlent 1.11.2005 09:57
SÞ fara ekki til Guantanamo Sameinuðu þjóðirnar hafa afþakkað boð Bandaríkjamanna um að heimsækja Guantanamo-fangelsið á Kúbu. Þetta stafar af því að fulltrúar samtakanna áttu ekki að fá að ræða einslega við fangana meðan á heimsókninni stæði. Erlent 1.11.2005 09:10
Pútín sækist ekki eftir endurkjöri Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta aftur en kosningar fara fram í landinu árið 2008. Hann hét því hins vegar að hann muni sjá til þess að óstöðugleiki muni ekki ríkja í landinu í kjölfar kosninga. Erlent 1.11.2005 09:04
Krefst þátttöku Sýrlandsstjórnar í morðrannsókninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist fullrar þátttöku Sýrlandsstjórnar í rannsókninni á morði fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, Rafik Hariri. Í ályktun ráðsins um mál Sýrlands er þó ekkert minnst á refsiaðgerðir neiti Sýrlendingar að vera samvinnuþýðir. Erlent 1.11.2005 07:39
20 hið minnsta féllu í Basra Að minnsta kosti 20 manns féllu og yfir 40 særðust þegar bílsprengja sprakk á vinsælli verslunargötu í Basra, næststærstu borg Íraks, í gærkvöld. Margt fólk var á götum úti til að fagna Ramadan-hátíðinni sem senn fer að ljúka. Erlent 1.11.2005 07:15
Sýrlendingar sýni samvinnu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einum rómi í gær að skora á Sýrlendinga að aðstoða rannsóknarnefnd þeirra við að upplýsa morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Ályktunin sem öryggisráðið samþykkti í gær var reyndar nokkuð breytt frá þeirri sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu fyrst fram en þar var Sýrlendingum hótað efnahagsþvingunum sýndu þeir ekki samstarfsvilja. Erlent 1.11.2005 06:15
Bush útnefnir Alito hæstaréttardómara George W. Bush hefur tilnefnt Samuel Alito hæstaréttardómara í stað Söndru Day O'Connor. Öldungadeildin verður að staðfesta útnefninguna en búist er við hörðum mótbárum demókrata þar sem Alito er talinn íhaldssamur í meira lagi. Erlent 1.11.2005 06:15
Ásakanir um gróft svindl Upplausn einkenndi þing- og forsetakosningar á eynni Zanzibar, sem er sjálfstjórnarhérað í Tansaníu, á sunnudaginn. Seif Shariff Hamad, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, segir að allt að 80.000 manns stjórnarandstæðingum, eða tæpum sjöttungi kjósenda, hafi verið meinað að kjósa. Erlent 1.11.2005 06:15
Grunur um óeðileg tengsl Tony Blair hefur farið fram á við Gus O'Donnell, ráðuneytisstjóra sinn, að kanna hvort David Blunkett, ráðherra atvinnu- og lífeyrismála, hafi brotið siðareglur ráðherra með því eiga hlut í og stjórna líftæknifyrirtæki sem bauð í ýmis verkefni á vegum hins opinbera. Erlent 1.11.2005 05:15
Fékk banvænt raflost í skírn Séra Kyle Lake, prestur í bænum Waco í Texas, beið bana við skírnarathöfn á sunnudag eftir að hafa fengið heiftarlegt raflost. Séra Lake var prestur í söfnuði baptista en þeir skíra fólk svonefndum niðurdýfingarskírnum í þar til gerðum laugum. Erlent 1.11.2005 04:15
Óttast aukið ofbeldi Breskt heilbrigðisstarfsfólk óttast aukið ofbeldi þegar lög sem leyfa eigendum öldurhúsa að selja áfengi allan sólarhringinn taka gildi í næsta mánuði. Fólk hefur mátt drekka allan sólarhringinn í Skotlandi og segir starfsfólk bráðamóttökunnar að það fari ekki milli mála að fleiri lendi í alvarlegum slagsmálum og ráðist jafnvel á hjúkrunarfólk. Erlent 31.10.2005 21:15
Óeirðir í Zanzibar Þriðju lýðræðislegu kosningarnar í sögu Zanzibar fóru fram í gær og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar þyrptust út á götur til að fagna sigri sem þeir telja vísan þótt niðurstöður hafi ekki verið kunngerðar. Það kunnu stjórnvöld ekki að meta og sendu óeirðalögregluna til að koma andstæðingum sínum af götunum. Erlent 31.10.2005 20:15
Hrekkjavakan á fullt skrið Hrekkjavakan í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Þá taka menn upp á ýmsu, en við Flórídastrendur voru menn að keppa í graskersútskurði og uppsetningu neðansjávar. Erlent 31.10.2005 19:45
Ný prinsessa á Spáni Spænsk prinsessa kom í heiminn í nótt sem leið. Hún heitir Leonor og er dóttir Felipe, krónprins Spánverja og eiginkonu hans til eins og hálfs árs, Letiziu Ortiz. Móður og dóttur heilsast vel, en barnið var tekið með keisaraskurði. Erlent 31.10.2005 19:15
Þúsundir vottuðu Parks virðingu sína Þúsundir Bandaríkjamanna vottuðu minningu mannréttindafrömuðarins Rosu Parks virðingu sína í dag þegar kistunni með jarðneskum leifum hennar var stillt upp í Rotunda-hvelfingunni milli þinghúsanna í Washington-borg. Erlent 31.10.2005 19:00
Göran Person gefur kost á sér Göran Persson, forsætisráðherra Svía, ætlar að gefa kost á sér í næstu þingkosningum í Svíþjóð sem verða haldnar árið 2006. Hingað til hafa skilaboðin um framboð hans verið mjög á reiki. Erlent 31.10.2005 17:47
Segja Bandaríkjaher hafa drepið 40 óbreytta borgara Írakskir læknar segja fjörutíu óbreytta borgara hafa fallið undanfarinn sólarhring í loftárásum Bandaríkjahers í vesturhluta Íraks, nærri landamærum Sýrlands. Bandaríkjamenn verjast fregnum af málinu. Erlent 31.10.2005 17:00
Talsvert um smölun Þó nokkur smölun í Sjálfstæðisflokkinn hefur þegar átt sér stað vegna prófkjörs flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá hafa um 250 manns þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar. Erlent 31.10.2005 16:40
Ályktað um að Sýrlendingar sýni fulla samvinnu Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í dag einróma ályktun um að Sýrlendingum bæri að sína fulla samvinnu vegna rannsóknar á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Erlent 31.10.2005 16:37
Yfir 60 látnir eftir sprengjuárásina Nú er ljóst að yfir 60 manns létust og meira en 200 eru særðir eftir röð sprenginga í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, á laugardaginn. Allar sprengjurnar sprungu á vinsælum markaðstorgum en samtökin Lashkar-e-Tayyaba hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Erlent 31.10.2005 14:37
Bush tilnefndi Alito sem hæstaréttardómara George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi fyrir stundu nýjan hæstarréttadómara. Það er alríkisdómarinn og íhaldsmaðurinn Samuel Alito sem varð fyrir valinu en hann var talinn líklegastur ásamt öðrum til. Erlent 31.10.2005 13:27
Kona greinist með fuglaflensu í Tælandi Tælensk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 50 ára gömul tælensk kona hefði greinst með fuglaflensu. Hún er tuttugasti einstaklingurinn sem greinist með fuglaflensu í Tælandi, frá því að fuglaflensan kom upp þar fyrir tveimur árum. Erlent 31.10.2005 13:24
Selur bítur nef af konu Selur beit nefið af konu í dag við strendur Suður-Afríku þegar hún var að reyna að hjálpa honum aftur út í sjóinn. Selurinn hafði legið á sama stað síðan fyrir helgi en konan reyndi ásamt fleira fólki að koma selnum aftur út í sjóinn. Erlent 31.10.2005 13:21