Erlent

Forsætisráðherra Íraks ætlar að höggva á hnútinn

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, ætlar að útnefna menn í embætti innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins þegar þing kemur saman til fundar á sunnudaginn. Illa hefur gengið að skipa í embættin í þjóðstjórn landsins þar sem sjíar, súnníar og kúrdar hafa deilt um ráðherrastólana.

Erlent

6200 fórust í jarðskjálftanum á Jövu

Nú er ljóst að rúmlega 6200 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir indónesísku eyjuna Jövu á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðargögn hafa borist á flesta þá staði þar sem aðstoðar er þörf.

Erlent

Íranar hætta ekki auðgun úrans

Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um.

Erlent

Hermenn skutu ólétta konu til bana

Bandarískir hermenn skutu ólétta konu til bana í Bagdad í gær. Konan var á leið á fæðingardeildina þegar atvikið varð. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers vegna þeir skutu konuna en fréttaskýrendur í Írak segja að almennir borgarar sem banað hefur verið af bandarískum hermönnum síðan innrás Bandaríkjamanna hófst fyrir þremur árum séu mörg hundruð.

Erlent

Deilt um ákvarðanavald í Austur-Tímor

Forseta og forsætisráðherra Austur-Tímor greinir á um hvor fer með ákvarðanavald í ríkisstjórn landsins nú um stundir. (LUM) Forsetinn, Xanana Gusmao, tilkynnti í fyrradag að forsætisráðherrann, Mari Alkatiri, hefði afhent sér völdin eftir að tilraunir til að koma á friði í landinu hefðu mistekist. Alkatiri lýsti því hins vegar yfir í gær að hann færi að hluta til enn með völd í Austur-Tímor.

Erlent

Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans

Íranar tilkynntu í morgun að þeir myndu ekki hætta auðgun úrans, þrátt fyrir sáttaumleitan Bandaríkjamanna í gær. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði er þó sett að Íranar hætti þegar auðgun úrans.

Erlent

Enn óeirðir í París

Nokkur hundruð lögreglumenn stóðu vaktina í úthverfum Parísar í nótt. Þrátt fyrir rólegri nótt en síðustu tvær kveiktu mótmælendur í allmörgum bifreiðum og öskutunnum og voru þrír handteknir.

Erlent

Sprenging í efnaverksmiðju á Englandi

Mikil sprenging varð í efnaverksmiðju á Englandi seint í gærkvöld. Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn og segja sérfræðingar enga hættu steðja að en verksmiðjan er í um 400 kílómetra fjarlægð frá Lundúnum.

Erlent

Norður-Kóreumenn bjóða Bandaríkjamönnum til viðræðna

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni, Pyongyang. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í.

Erlent

Bandaríkjastjórn breyti aðferðum sínum

Stjórnvöld í Íran segja að Bandaríkjastjórn verði að breyta aðferðum sínum, ef hún vilji að samskipti milli ráðamanna í Teheran, höfuðborg Írans, og Washington breytist í framtíðinnni. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum.

Erlent

Fæddist með þrjá handleggi

Læknar á barnaspítala í Shanghai í Kína standa um þessar mundir frammi fyrir óvenjulegum vanda. Ástæða heilabrotanna er hinn tveggja mánaða gamli Djí-djí en hann fæddist með þrjá handleggi.

Erlent

Fjölmiðlar vöktu athygli á fjöldamorðunum

Bandarísk stjórnvöld tóku ekki að rannsaka fjöldamorðin óhugnanlegu í Haditha í Írak að neinu ráði fyrr en fjölmiðlar vöktu athygli á þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar verða gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir.

Erlent

Tilbúnir til viðræðna

Bandaríkjamenn segjast reiðubúnir til að hefja beinar viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra en útiloka ekki að beita hervaldi fari samningar út um þúfur.

Erlent

Milosevic ekki myrtur

Ekkert bendir til þess að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið myrtur og óvíst er hvort hægt hefði verið að bjarga honum hefði hann fengið þá læknisaðstoð sem hann óskaði eftir. Þetta er niðurstaða dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur dauða forsetans mars en þá var hann í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi.

Erlent

Gengu berskerksgang í París

Óeirðarlögreglan í París hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir að mótmælendur gengu berserksgang um nokkur úthverfi borgarinnar og kveiktu í byggingum og bílum, þar á meðal í lögreglubifreið.

Erlent

Fjöldi látinna kominn í tæplega 6000

Fjöldi látinna eftir að jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter reið yfir indónesísku eyjuna Jövu er nú kominn í tæplega sex þúsund. Þá eru tæplega 650 þúsund manns heimilislausir samkvæmt yfirvöldum í landinu

Erlent

Leyniskyttumorðinginn fundinn sekur um 6 morð til viðbótar

Hinn fjörutíu og fimm ára gamli John Allen Muhammad var í gær fundinn sekur um að hafa skotið til bana sex manns eftir réttarhöld þar sem hann sá sjálfur um málsvörn sína. Alls féllu tíu manns og þrír særðust þegar Muhammad skaut fólk til bana af handahófi úr launsátri í Viginíuríki og í Maryland í Washington árið 2002.

Erlent

Bætist við heraflann í Austur-Tímor

Hermenn frá Nýja-Sjálandi komu til Austur-Tímor í morgun til að reyna að stemma stigu við þeim átökum sem verið hafa í landinu undanfarið og hafa kostað tuttugu og sjö manns lífið.

Erlent

46 drepnir í Írak í gær

Að minnsta kosti 25 manns féllu og um sjötíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í grennd við vinsælan grænmetismarkað í norðurhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gærkvöld. Alls féllu því 46 manns í landinu í sprengjuárásum í gær.

Erlent

41 maður handtekinn

Lögreglumenn víða um Evrópu handtóku á sunnudag 41 mann, eftir að ítalska lögreglan kom upp um glæpahring þar sem börn níu ára og eldri voru keypt eða leigð af fátækum fjölskyldum í Búlgaríu. Lögregla telur að vel yfir 100 börnum hafi verið smyglað til ýmissa Evrópulanda.

Erlent

ESB braut lög

Evrópusambandið braut lög þegar það ákvað að leyfa evrópskum flugfélögum að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um flugfarþega á leið til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins sem segir persónuvernd evrópskra farþega ekki tryggða nægilega vel í Bandaríkjunum. Dómstóllinn gefur fjögurra mánaða frest til að endurskoða samning um upplýsingagjöfina.

Erlent

Lítil von um að nokkur finnist á lífi

Björgunarmenn segja litla sem enga von á að nokkur finnist á lífi í rústum húsa á indónesísku eyjunni Jövu en öflugur jarðskjálfti reið þar yfir á laugardaginn. Rúmlega fimm þúsund og fjögur hundruð manns fórust í hamförunum en skjálftinn mældist 6,3 á Richter.

Erlent

200 fangar í Abu Ghraib látnir lausir

Bandaríkjaher hefur látið um það bil tvö hundruð írakska fanga lausa úr Abu Ghraib fangelsinu þar í landi. Þetta var gert þegar staðfest var að fangarnir hefðu ekki átt þátt í aðgerðum andspyrnumanna gegn hersveitum í Írak.

Erlent

Upplýsingagjöf ólögleg

Evrópusambandið braut gegn lögum þegar það samþykkti að skylda evrópsk flugfélög til að láta Bandaríkjamönnum í té upplýsingar um flugfarþega þeirra. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.

Erlent

Fjórir fórust í sprengingu í efnaverksmiðju

Að minnsta kosti fjórir létu lífið og þrír slösuðust í sprengingu í efnaverksmiðju um þrjátíu kílómetra suðvestur af Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær. Auk þess að framleiða ýmis eiturefni er sprengiefni framleitt í verksmiðjunni en sprengingin mun hafa orðið þar sem sú framleiðsla fer fram.

Erlent