Erlent

Stytta af Ramses

Ristastór stytta af Ramses öðrum faraóa verður flutt frá Ramses-torgi þar sem hún hefur staðið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar og í miðborg Kairó í Egyptalandi, nær pýramídunum miklu.

Erlent

Plútó hefur verið sviptur plánetutitlinum

Hnötturinn Plútó hefur verið skilgreindur sem reikistjarna í stjötíu og sex ár, eða frá því hann var fyrst uppgötvaður árið 1930. Síðan þá hefur verið litið á Plútó sem níundu og ystu reikistjörnu sólkerfis okkar. Á ráðstefnu stjörnufræðinga, sem haldin var í Prag í Tékklandi, í dag var þó tekin ákvörðun um að svipta Plútó þessum titli og verður hann ekki nefndur sem slíkur í skólabókum aftur. Í mörg ár hefur verið deilt um stöðu hans þar sem hann er mun minn en hinar reikistjörnurnar átta auk annarra hnatta sem uppgötvaðir hafa verið á seinni árum. Ákvörðunin þykir því ekki koma mjög á óvart.

Erlent

Sýrlendingar hóta að loka landamærum

Svo gæti farið að Sýrlendingar loki landamærum að Líbanon ef friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna verði komið fyrir í Líbanon, nálægt landamærum Sýrlands. Sýrlandsforseti segir fjölgun í friðargæsluliði þar fjandsamlega Sýrlendingum og brjóta gegn fullveldi Líbanons.

Erlent

Ágústmánuður sá votasti í Danmörku í 44 ár

Það er skammt öfganna á milli í Danmörku þegar kemur að veðrinu. Júlímánuður var einn sá heitasti og sólríkasti í manna minnum en ágúst mánuður reynist hins vegar vera sá votasti. Ekki hefur ringt jafn mikið í ágústmánuði í Danmörku í ein fjortíu og fjögur ár. Að meðaltali mælist úrkoma 67 millimetra í ágúst en það sem af er þessum mánuði mælist úrkoma hundrað og tuttugu millimetra. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar því spáð er rigningu um helgina, Dönum eflaust til mikillar mæðu.

Erlent

Sýning á 500 ára gömlum gullgripum

Seðlabankinn í Perú opnaði í gær sýningu á fornum munum frá menningarskeiðum Lambajek-Chimu og Nasca. Þessi menningarskeið hófust á 17. öld en gripirnir eru allir minnst 500 ára gamlir. Meðal muna á sýningunni eru dauðagrímur, skálar, bikarar og kassar úr gulli. Formaður þjóðmenningarstofnunar Perú minnir á að munirnir séu ekki einungis mikils virði út af gullinu eða aldri þeirra, heldur einnig vegna menningar- og tilfinningagildis, því munirnir hafi margir hverjir haft trúarlegan tilgang, meðal annars skartið.

Erlent

Nyhedsavisen kemur út 6. október næstkomandi

Búið er að ákveða fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar. Það kemur fyrst út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við.

Erlent

Fiskimennirnir komnir heim frá Marshalleyjum

Þrír mexíkóskir fiskimenn sem segjast hafa hrakist komu til Hawaii á leið sinni heim frá Marshalleyjum. Þangað komu þeir eftir að fiskiskip fann þá á reki á opnum báti tæpa 9000 kílómetra frá heimalandi sínu. Þeir halda því fram að þá hafi rekið um opið haf í níu mánuði eftir að sterkur straumur bar þá frá landi og segjast þeir hafa lifað á hráum fiski og sjófugli og drukkið regnvatn. Ýmislegt þykir þó kasta rýrð á sögu mannanna, þeir þykja undarlega vel haldnir og eins ber fjölskyldumeðlimum þeirra ekki saman um hversu lengi þeirra hafi verið saknað.

Erlent

Fundin eftir átta ára leit

Stúlka sem hvarf sporlaust í Austurríki fyrir rúmum átta árum kann að vera komin í leitirnar. Ættingjar Natöschu Kampusch báru í gærkvöldi kennsl á unga konu sem fannst í garði skammt norðaustur af höfuðborginni Vín í gærdag og könnuðust við hana sem stúlkuna sem þau höfðu ekki séð frá 1998, þegar hún var 10 ára. Konan segir að henni hafi verið rænt af manni sem síðan hafi haldið henni fanginni í húsi sínu.

Erlent

Vopnahléð enn mjög brothætt

Spenna jókst á landamærum Líbanons í gær er Sýrlandsstjórn setti sig öndverða gegn því að alþjóðlegt gæslulið yrði staðsett við landamærin, og Ísraelsstjórn kallaði ástandið í Suður-Líbanon "sprengifimt" er fallbyssuskot og sprengingar urðu þremur líbönskum hermönnum og einum Ísraela að bana.

Erlent

Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum

Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum fyrir allri umferð ef friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon yrðu staðsettir nærri landamærunum að Sýrlandi. Utanríkisráðherra Finnlands bar blaðamönnum þessi skilaboð eftir fund sinn með sýrlenskum starfsbróður sínum. Forseti Sýrlands hefur einnig sagt að aukning friðargæsluliðs í Líbanon sé fjandsamleg Sýrlendingum og brjóti gegn fullveldi Líbanons.

Erlent

Tilkynnt um fyrsta útgáfudag Nyhedsavisen

Fyrsta tölublað Nyhedsavisen, nýs fríblaðs dótturfélags Dagsbrúnar, kemur út í Danmörku 6. október næstkomandi. Stefnt er að því að blaðinu verði dreift á um 900 þúsund heimili ef allt gengur eftir. Nokkuð hefur verið um hrakspár undanfarið vegna mikillar samkeppni á þessum nýja markaði og frétta af því að fjárhagsstaða útgefandans sé ekki jafnstyrk og búist var við.

Erlent

Ísraelar kaupa kjarnorkubáta

Ísraelar hafa undirritað kaupsamning um tvo kafbáta sem geta skotið kjarnorkueldflaugum og verða þeir afhentir og sjófærir innan skamms. Þýsk yfirvöld láta Ísraelum kafbátana í té, en samkvæmt þýska blaðinu Spiegel var veittur góður afsláttur af bátunum. Kaupverðið mun vera 91,5 milljarðar króna.

Erlent

Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima

Myndband sem birt var í gær var fyrsta lífsmarkið frá fréttamönnum Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sem var rænt á Gaza fyrir tíu dögum. Gíslatökumennirnir krefjast lausnar allra múslima úr bandarískum fangelsum í skiptum fyrir gíslana.

Erlent

Allir útlendingar fluttir burt

Alþjóðlegi Rauði krossinn ætlar að senda ferju frá Jaffna á norðurhluta Srí Lanka til þess að flytja á brott þá útlendinga sem enn eru á svæðinu. Farþegar verða erlendir hjálparstarfsmenn og annað fólk með erlend vegabréf, en þeirra á meðal eru Bretar, Kanadamenn og tamílar með norsk vegabréf. Ferjan tekur hundrað og fimmtíu farþega, en vitað er af fleiri útlendingum sem sendiráð ýmissa landa vilja koma á brott.

Erlent

Loftárásir og bardagar í suðri

Að minnsta kosti 36 skæruliðar talibana féllu í skærum og loftárásum NATO í suðurhluta Afganistans í gær. Einn NATO-hermaður féll og fimm aðrir særðust í árásum skæruliða, að því er talsmenn NATO-liðsins greindu frá.

Erlent

Bandarísk flugvél fékk herþotufylgd

Bandarísk flugvél, sem var á leið til Indlands, fékk leyfi til að lenda á Schiphol-flugvelli í Hollandi í gær og fékk herþotufylgd eftir að starfsfólk vélarinnar tilkynnti um undarlega hegðun nokkurra farþega um borð.

Erlent

Ítök Írana sögð fara vaxandi

Íranar hafa meiri áhrif í Írak en Bandaríkjamenn og ráðamenn í Teheran hafa fest sig í sessi sem aðalkeppinautar bandarískra stjórnvalda um ítök í Miðausturlöndum. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu virtrar rannsóknarstofnunar í Lundúnum, Chatham House.

Erlent

Vilja í velmegunarlið með Norðurlöndum

Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, SNP, vill að Skotland verði sjálfstætt ríki sem yrði hlekkur í „velmegunarboga“ með Norðurlöndunum, frá Íslandi til Finnlands. Frá þessu er greint í blaðinu Scotland on Sun­day

Erlent

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald var í gær framlengt um viku yfir átta mönnum sem grunaðir eru um aðild að samsæri um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það var framlengt um sólarhring yfir tveimur öðrum og einum var sleppt án ákæru.

Erlent

Myrti dætur sínar

Þrítugur Dani var í gær dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á tveimur dætrum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.

Erlent

Svörtu kassarnir fundnir

Nú er talið að sambland af vondu veðri og mistökum flugmanna hafi valdið flugslysinu í Úkraínu í gær. 170 manns létu lífið í slysinu. Talið er að flugvélin hafi lent í mikilli ókyrrð, jafnvel orðið fyrir eldingu, og síðan hafi mistök flugmanns orðið til þess að vélin ofreis og hrapaði stjórnlaus til jarðar.

Erlent

Brýnt að aðildarríki SÞ leggi til friðargæslu

Terje Roed-Larson, sendierindreki Sameinuðu þjóðanna, varar við því að friðurinn milli Ísraels og Líbanons verði afar brothættur næstu tvo til þrjá mánuðina. Hann segir afar brýnt að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna taki sig saman í andlitinu og leggi til friðargæsluliðsins sem erfiðlega hefur gengið að manna.

Erlent

Walesa segir skilið við Samstöðu

Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hefur sagt skilið við verkalýðsfélagið Samstöðu sem hann átti þátt í að stofna á tímum kommúnismans í heimalandi sínu á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent

Vísundar valda ringulreið

Loka þurfti hraðbraut í Montgomery sýslu í Bandaríkjunum í fyrradag vegna töluverðar umferðar vísunda. Þeir sluppu úr af lokuðu svæði snemma morguns og lögðu leið sína yfir nærliggjandi vegi og hraðbrautir.

Erlent

Upplausn ríkir víða í Mexíkó

Niðurstöður kosninga eru virtar að vettugi, jafnt af hægri- sem vinstrimönnum. Kjarabarátta barnakennara breytist í vopnaða uppreisn og setur borgaralegt samfélag á annan endann.

Erlent

Samsæri um morð og hryðjuverk

Ellefu menn, sem ákærðir eru fyrir aðild að samsæri um að sprengja í loft upp farþegaþotur á leið milli Bretlands og Bandaríkjanna, voru leiddir fyrir dómara í Lundúnum í gær. Átta sakborningar, sem sæta ákæru fyrir að leggja á ráðin um morð og hryðjuverk, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í september. Hinir þrír sem sæta minna alvarlegum ákærum, verða einnig áfram í haldi.

Erlent

Glíma um fé til EFTA

Svisslendingar vilja lækka framlag sitt til EFTA. Með því skora þeir á Íslendinga og Norðmenn í glímu um fjárframlög og staðsetningu höfuðstöðva samtakanna.

Erlent