Erlent

Útgöngubann á miðnætti

Útgöngubann tekur gildi í Írak á miðnætti. Írakska stjórnin hefur boðað hertar aðgerðir gegn ofbeldisverkum í helstu borgum landsins og taka yfir fjörutíu þúsund hermenn þátt í aðgerðinni.

Erlent

Síamstvíburar aðskildir

Læknar á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum hófu í morgun aðgerð til að aðskilja símastvíbura. Stúlkurnar heita Regina og Renatta og hófst aðgerðin á þeim nú fyrir hádegið.

Erlent

Íslamski klerkurinn Bashir laus úr fangelsi

Yfirvöld á Indónesíu létu í morgun lausan hinn herskáa íslamska klerk Abu Bakar Bashir. Hann var hnepptur í fangelsi fyrir rúmum tveimur árum fyrir að hafa tekið þátt í skipulagninu sprenginga á Balí árið 2002.

Erlent

Færir liðinu gæfu

Lukkudýr japanska knattspyrnulandsliðsins er kannski krúttlegt, en nafnið á því vekur sannarlega upp spurningar. Þessi tíu ára hundur ber nafnið Rommel, en hann er ekki fyrstur í sögunni til að bera þetta nafn, því nafni hans er þýski nasistaforinginn Erwin Rommel.

Erlent

Hert áætlun til að koma á friði

Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, mun í dag setja af stað nýjar aðgerðir til að stilla til friðar í Bagdad og nærhéruðum. Aðgerðirnar fela í sér að 75 þúsund hermenn verða settir í öryggisgæslu í borginni og hefur ráðherrann ekki gefið upp nein tímamörk á hvenær aðgerðunum muni ljúka.

Erlent

Karl Rove ekki ákærður

Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins.

Erlent

Bush kom óvænt til Írak

George Bush Bandaríkjaforseti flaug óvænt til Íraks í gær, en hann hvetur aðrar þjóðir til að standa við gefin loforð um fjárframlög til hernaðarins.

Erlent

Á móti brottför hersins frá Írak

Öldungadeildarþingkonan Hillary Clinton var gagnrýnd harkalega í gær af friðarsinnum eftir að hún lagðist gegn því að ákveðin yrði dagsetning fyrir brottför bandaríska hersins frá Írak. Í ræðu sinni hvatti hún demókrata til að vinna sigur í þingkosningunum í nóvember.

Erlent

Leyniskytta skýtur dómara

Dómari í borginni Reno í Nevada Bandaríkjanna var skotinn úr launsátri síðastliðinn mánudag. Dómarinn stóð við glugga á skrifstofu sinni, sem er á þriðju hæð í skrifstofubyggingu, þegar hann var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á spítala og ástand hans talið alvarlegt en var hann þó með meðvitund.

Erlent

Engin þörf er fyrir varnarlið á Íslandi

Yfirmaður NATO í Bandaríkjunum segir ástæðulaust að hafa herflugvélar á Íslandi þar sem þær komi að ekki að notum. Geir Haarde segir íslensk stjórnvöld taka undir að allar forsendur séu breyttar.

Erlent

Mótmælum flaggað á Sigurboganum

Sigurboginn í París varð óvænt vettvangur mótmæla gegn Íransstjórn í dag þegar andstæðingar kjarnorkuáætlana Íransstjórnar flögguðu skilaboðum sínum uppi á boganum.

Erlent

Albert varð ekki að fellibyl

Íbúar Flórídaríkis búa sig undir að hitabeltisstormurinn Albert gangi á land. Búist er við mikilli úrkomu tengdri óveðrinu en líkurnar á að það verði að fyrsta fellibyl ársins eru sagðar dvínandi.

Erlent

Engin vettlingatök

Tveir bræður sem handteknir voru í áhlaupi Lundúnalögreglunnar á dögunum vegna gruns um að þeir hygðu á hermdarverk lýstu í dag reynslu sinni. Þeir segjast hafa sætt fádæma fautaskap og haldið að þeirra síðasta stund væri runnin upp.

Erlent

Segja lögreglu hafa beitt óþarfa ofbeldi

Tveir bræður sem breska lögreglan handtók í áhlaupi gegn meintum hryðjuverkamönnum í síðustu viku tjáðu sig opinberlega í fyrsta skipti í dag. Þeir voru yfirheyrðir í viku eftir áhlaupið áður en þeim var sleppt án nokkurrar ákæru.

Erlent

Vitnaleiðslum að ljúka í máli Saddams

Aðaldómarinn í máli Saddams Husseins sagði í morgun að nú væri síðasta tækifæri fyrir verjendur Saddams að leiða vitni fyrir réttinn. Gefur það til kynna að nú fari að draga til tíðinda eftir átta mánaða réttarhöld. Þá eru einungis eftir lokarök verjenda og sækjenda, áður en dómararnir fimm bera saman bækur sínar og kveða upp dóm.

Erlent

Kanna áfram möguleika á framleiðslu bóluefnis

Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna ætla áfram að kanna möguleika á samstarfi norrænu ríkjanna um að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu ef heimsfaraldur heimur upp. Þetta kemur fram í frétt á vef Norðurlandaráðs.

Erlent

Bush birtist óvænt í Bagdad

Bush Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Bagdad í dag til að funda með Nuri al-Maliki forsætisráðherra Íraks. Til stóð að þeir ræddust við í fjarfundakerfi í dag, en al-Maliki fékk svo að vita með fimm mínútna fyrirvara, að Bush væri væntanlegur á staðinn.

Erlent

9 létust og 20 særðust í loftárás á Gaza

Níu létust, þar á meðal tvö börn, og tuttugu særðust í loftárás Ísraelshers á Gazaströndina í morgun. Ísraelsk stjórnvöld lýstu því yfir eftir árásina að henni hefði verið beint að bifreið sem notuð væri til eldflaugaárása á skotmörk hinum megin landamæranna.

Erlent

Aðildarviðræður við Tyrki hafnar

Evrópusambandið hóf formlega fyrsta hluta aðildarviðræðna við Tyrkland í gær. Þetta er gert þrátt fyrir tilraunir ráðamanna á Kýpur til að reyna að koma í veg fyrir þær. Í gær var rætt um vísindi og rannsóknir og tókst að ljúka samningum um það svið. Enn standa þó eftir samningar um þrjátíu og fjögur svið.

Erlent

Sporvagnaslys í Japan

Á þriðja tug manna slasaðist þegar tveir sporvagnar rákust saman í Tokyo í morgun. Enginn er þó talinn alvarlega slasaður en nokkur fjöldi manna var um borð í vögnunum þegar þeir rákust saman. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en vagnarnir eru nokkuð skemmdir. Slysið varð í norðurhluta Tokyo. Lestarslys hafa verið fátíð í Japan enda mikil áhersla lögð á öryggismál á þessu sviði. Á síðasta ári léstust hins vegar rúmlega hundrað manns þegar lest fór út af teinunum og lenti á íbúðarhúsi.

Erlent

Þaulsætnasti þjóðhöfðinginn

Kóngafólk og aðalsmenn hvaðanæva úr heiminum flykktust í Konungshöllina í Taílandi í gær til að minnast sextíu ára krýningarafmælis hins 78 ára gamla konugs, Bhumibol Adulyadejs, en enginn núlifandi þjóðhöfðingi hefur setið honum lengur á valdastóli. Hundruð manna söfnuðust saman við höllina og hlýddu á þegar þjóðsöngurinn var fluttur fyrir konungshjónin.

Erlent

Flytja átti einn fangann

Bandaríkjaher hafði ákveðið að flytja til annars lands einn fanganna þriggja sem frömdu sjálfsvíg í Guantanamo-fangabúðunum á laugardag. Fanganum, sem var frá Sádi-Arabíu, hafði ekki verið tilkynnt um ákvörðunina. Þetta kom fram í upplýsingum sem talsmenn hersins gáfu í gær.

Erlent

Flóðin menga vatnsbólin

Flóð af völdum mikilla rigninga mengaði vatnsból borgarinnar Miskolc, sem er um 160 kílómetra norðaustur af Búdapest, í síðustu viku. Tólf hundruð íbúar borgarinnar þjáðust greinilega af bakteríusýkingu, sem lýsti sér með niðurgangi, uppköstum og þreytu og enn eru um áttatíu þeirra á sjúkrahúsi. Unnið er að hreinsun vatnsins í borginni.

Erlent

Áfram rætt um saming

Þingmenn Hamas samþykktu í gær að halda áfram viðræðum við forseta Palestínu um Fangaskjalið. Forsætisráðherra Ísraels er í Bretlandi í leit að stuðningi í friðarumleitunum milli Ísraels og Palestínu.

Erlent

Samið eftir málamiðlun

Viðræður um fyrsta af 35 efnisköflum aðildar­samninga Tyrkja við Evrópusambandið hófust loks í gær, eftir að leysa tókst deilu sem stefndi í að valda því að ekkert yrði úr þessum áfanga í bili.

Erlent

Nýr leiðtogi vígamanna

Hryðjuverkaöfl í Írak eru talin hafa fundið arftaka Abu Musab Al-Zarqawis, sem drepinn var í loftárás af íraska hernum á dögunum. Sá heitir Abu Hamza al-Muhajer, en hann hefur ekki verið sýnilegur í sögu samtakanna áður og virðist ekki vera eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum.

Erlent