Erlent Leiðtogar Ísraels og Palestínu fallast í faðma Forsætisráðherra Ísraels Ehud Olmert og forseti Palestínu Mahmoud Abbas féllust í faðma í Jórdaníu í dag en þetta er í fyrsta skipti sem þeir hittast síðan flokkur Olmerts vann þingkosningarnar í mars. Leiðtogarnir taka þátt í tveggja daga ráðstefnu undir heitinu Heimur í hættu en formlegur leiðtogafundur er ráðgerður innan tveggja vikna Erlent 22.6.2006 09:57 Kröfðust fullkomins prentfrelsis í Rússlandi Áætlað er að fimm til sjö hundruð manns hafi safnast saman í Moskvu til að krefjast fullkomins prentfrelsis í landinu þar sem fólkið segir ríkisvaldið stjórna fjölmiðlum með harðri hendi. Erlent 22.6.2006 09:00 Saddam Hussein í mótmælasvelti Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefur hafið mótmælasvelti ásamt öðrum sakborningum í réttarhöldunum í Írak eftir að einn af lögfræðingum forsetans var drepinn í gær. Þetta er þriðji lögmaður Husseins sem er drepinn. Erlent 22.6.2006 08:30 Átta menn ákærðir fyrir að myrða Íraka Bandaríski sjóherinn tilkynnti í gær að sjö hermenn og einn sjóliði hefðu verið ákærðir fyrir að myrða íraskan borgara í Hamdania í apríl síðastliðnum. Erlent 22.6.2006 07:45 Skotbardagi við handtöku spilltra fangavarða Tveir létust í átökum sem brutust út þegar reynt var að handtaka fangaverði í Flórída í dag. Fangaverðirnir voru grunaðir um að hafa borgað kvenkyns föngum fyrir kynlífsþjónustu, auk þess að útvega þeim áfengi og fíkniefni. Búið var að handtaka fimm mannanna þegar sá sjötti dró upp byssu sína og hóf skothríð. Hann var annar þeirra sem létust en hinn var starfsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þriðji maðurinn, starfsmaður í fangelsinu, slasaðist en líðan hans er stöðug. Erlent 21.6.2006 23:02 Waters við múrinn í Ísrael Íslandsvinurinn Roger Waters krotaði á múrinn eða girðinguna sem aðskilur Vesturbakkann og Ísraelsríki. "Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður að hafa séð vegginn," sagði Waters við þetta tækifæri. Heimsókn Waters til Ísraels og Palestínu er hluti af tónleikaferð hans, en hann tók þá ákvörðun að færa tónleika sína frá Tel Aviv í friðarþorpið Neve Shalom Wahat al-Salam, sem bæði er búið Ísraelum og Palestínumönnum. Rokkarinn sagði að þrátt fyrir að hann hefði séð myndir væri það sláandi að standa við vegginn, sjá kort og áætlanir og hvað hann gerir samfélaginu. Waters var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd sem gaf út lagið The Wall á sínum tíma, ádeilu á einræði og kúgun. Erlent 21.6.2006 21:06 Suðurríkjaþingmenn á móti lögum um kosningarétt Þingmenn úr suðurríkjunum standa gegn frumvarpi um kosningarétt á Bandaríska þinginu. Til stendur að framlengja lögin um kosningarétt frá 1965, en þau renna út á næsta ári. Samstaða var milli repúblikana og demókrata um nýtt frumvarp en tvö atriði í því eru ekki að skapi suðurríkjaþingmannanna. Erlent 21.6.2006 20:32 Kjálki græddur á kornabarn Kínverskir læknar græddu í morgun kjálka á eins árs gamlan dreng sem var bitinn heiftarlega af asna fyrir hálfum mánuði. Þótt enn sé of snemmt að segja til um batahorfurnar virðist aðgerðin hafa heppnast ágætlega. Erlent 21.6.2006 20:00 Lögmaður Saddams myrtur Einum af aðallögfræðingum Saddams Hussein var rænt í morgun og hann myrtur. Hann er sá þriðji í verjendaliðinu sem fellur fyrir hendi morðingja. Erlent 21.6.2006 19:15 Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 21.6.2006 18:45 Bush vill loka Guantanamo Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann vilji loka fangelsinu í Guantanamo og senda flesta fangana þar til síns heima. Nokkrir verði þó leiddir fyrir rétt í Bandaríkjunum, þeir fangar sem forsetinn skilgreinir sem "kaldrifjaða morðingja". Bush lét þessi orð falla á fundi sínum með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna í Vín í dag. Erlent 21.6.2006 13:48 Barnung fórnarlömb sprengju borin til grafar Tvö palestínsk börn og einn unglingur sem létust í loftárás Ísraelsmanna í gær voru borin til grafar í dag með hundruða manna líkfylgd. Forsætisráðherra Palestínu sakaði Ísraela um handahófskennd raðmorð á saklausum palestínskum borgurum. Erlent 21.6.2006 13:00 Mótmæli í Vín Þrjúhundruð námsmenn mótmæltu komu Bush Bandaríkjaforseta til Austurríkis á götum Vínarborgar í dag. Bush kom til Austurríkis gærkvöld til fundar með leiðtogum Evrópusambandsins Erlent 21.6.2006 12:02 112 látnir í Indóníesíu Að minnsta kosti 112 manns eru látnir og hundrað er saknað á eyjunni Sulawesi á Indónesíu eftir miklar rigningar og aurskriður síðustu tvo sólarhringa. Talið er að margir séu grafnir í leðju. Erlent 21.6.2006 10:17 Mega banna stúlkum að bera blæjur í skólum Oslóarborg hefur fengið heimild til þess að banna stúlkum í grunnskólum að bera blæjur sem hylja andlit stúlknanna frá komandi hausti, eftir því sem Aftenposten greinir frá. Erlent 21.6.2006 09:30 Stofnfrumurannsóknir vekja vonir Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný. Erlent 21.6.2006 08:45 Tilgreinir hver tuttugasti flugræninginn átti að vera Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa tilgreint hver var tuttugasti maðurinn sem taka átti að taka þátt í flugránunum 11. september 2001. Erlent 21.6.2006 08:15 Einn af aðalverjendum Husseins drepinn Einn af aðallögfræðingum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hefur verið drepinn. Þetta hefur íröksk lögregla staðfest. Manninum, Khamis al-Obaidi, mun hafa verið rænt í Bagdad og hann skotinn skömmu síðar en líkið af honum fannst í höfuðborginni. Erlent 21.6.2006 07:45 Bush fundar með leiðtogum ESB í dag George Bush Bandaríkjaforseti kom í gærkvöld til Vínar í Austurríki þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins. Erlent 21.6.2006 07:45 Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Erlent 21.6.2006 07:14 Ótryggt ástand í Sri Lanka Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga. Erlent 20.6.2006 23:00 Mikil öryggisgæsla í Vín vegna heimsóknar Bush Mikil öryggisgæsla verður í Vín í Austurríki í kvöld og og á morgun en Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar í kvöld til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins sem verður á morgun. Þrjú þúsund lögreglumenn verða að störfum í borginni næsta sólahring en búist er við mótmælum vegna heimsóknar forsetans. Erlent 20.6.2006 22:45 Charles Taylor kominn til Hollands Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, kom til Hollands í kvöld þar sem réttað verður yfir honum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í 10 ára borgarastríði í Sierra Leone. Erlent 20.6.2006 22:30 Listasafn opnað með viðhöfn í París Jacques Chirac, Frakklandsforseti, opnaði í dag nýtt listasafn í París. Þetta mun vera fyrsta stóra safnið sem tekið er í notkun þar í borg í frá því 1977 þegar Pompidou safnið var opnað. Erlent 20.6.2006 18:30 Einn stofnenda ETA handtekinn Einn stofnenda ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, var meðal þeirra 12 sem handteknir voru í Frakklandi og á Spáni í dag þegar áhlaup var gert á höfuðstöðvar glæpasamtaka í löndunum tveimur. Erlent 20.6.2006 18:15 Þjóðvarðliðar sendir til New Orleans Borgarstjórinn í New Orleans í Bandaríkjunum kallaði eftir aðstoð þjóðvarðliða í gær svo hægt yrði að stöðva öldu ofbeldis í borginni. Fimm ungmenni voru skotnir til bana við bifreið sína um liðna helgi og er árásin sú mannskæðasta í New Orleans í 11 ár. Erlent 20.6.2006 18:00 Ástandið í Sómalíu Sameinuðu þjóðirnar kanna hvort ástandið í Sómalíu sé tryggt eftir mannskæð átök undanfarið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna halda til höfuðborgarinnar, Mogadishu, seinna í vikunni til að ræða við fulltrúa íslömsku dómstólanna sem náðu völdum í borginni fyrr í mánuðinum. Erlent 20.6.2006 17:00 Tamíltígrar segjast vilja virða vopnahlé Tamíltígrar í Sri Lanka hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir biðja liðsmenn sína um að virða vopnahlé frá árinu 2002. Ofbeldi hefur farið stigvaxandi á eyjunni undanfarinn mánuð en nú segjast skæruliðasamtökin vilja binda enda á ofbeldi auk þess sem þau segjast munu tryggja öryggi norrænna friðargæsluliða. Erlent 20.6.2006 15:15 Leiðtogi al-Qaeda í Írak segist persónulega ábyrgur fyrir morðum Nýr leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak, Abu Hamza al-Muhajer, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann lýsir ábyrgð á hendur sér fyrir pyntingar og morð á tveimur bandarískum hermönnum sem rænt var af herstöð í síðustu viku. Í yfirlýsingunni segir að Muhajer hafi myrt mennina með eigin hendi. Erlent 20.6.2006 15:14 Bandarísku hermennirnir látnir Tveir bandarískir hermenn, sem saknað hafði verið frá því á föstudag, fundust skammt suður af Bagdad í morgun. Lík mannanna báru þess merki að þeir hefðu verið pyntaðir. Uppreisnarhópur tengdur al Qaeda samtökunum sagðist hafa numið mennina á brott frá landamærastöð þar sem þeir unnu. Erlent 20.6.2006 13:52 « ‹ ›
Leiðtogar Ísraels og Palestínu fallast í faðma Forsætisráðherra Ísraels Ehud Olmert og forseti Palestínu Mahmoud Abbas féllust í faðma í Jórdaníu í dag en þetta er í fyrsta skipti sem þeir hittast síðan flokkur Olmerts vann þingkosningarnar í mars. Leiðtogarnir taka þátt í tveggja daga ráðstefnu undir heitinu Heimur í hættu en formlegur leiðtogafundur er ráðgerður innan tveggja vikna Erlent 22.6.2006 09:57
Kröfðust fullkomins prentfrelsis í Rússlandi Áætlað er að fimm til sjö hundruð manns hafi safnast saman í Moskvu til að krefjast fullkomins prentfrelsis í landinu þar sem fólkið segir ríkisvaldið stjórna fjölmiðlum með harðri hendi. Erlent 22.6.2006 09:00
Saddam Hussein í mótmælasvelti Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefur hafið mótmælasvelti ásamt öðrum sakborningum í réttarhöldunum í Írak eftir að einn af lögfræðingum forsetans var drepinn í gær. Þetta er þriðji lögmaður Husseins sem er drepinn. Erlent 22.6.2006 08:30
Átta menn ákærðir fyrir að myrða Íraka Bandaríski sjóherinn tilkynnti í gær að sjö hermenn og einn sjóliði hefðu verið ákærðir fyrir að myrða íraskan borgara í Hamdania í apríl síðastliðnum. Erlent 22.6.2006 07:45
Skotbardagi við handtöku spilltra fangavarða Tveir létust í átökum sem brutust út þegar reynt var að handtaka fangaverði í Flórída í dag. Fangaverðirnir voru grunaðir um að hafa borgað kvenkyns föngum fyrir kynlífsþjónustu, auk þess að útvega þeim áfengi og fíkniefni. Búið var að handtaka fimm mannanna þegar sá sjötti dró upp byssu sína og hóf skothríð. Hann var annar þeirra sem létust en hinn var starfsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þriðji maðurinn, starfsmaður í fangelsinu, slasaðist en líðan hans er stöðug. Erlent 21.6.2006 23:02
Waters við múrinn í Ísrael Íslandsvinurinn Roger Waters krotaði á múrinn eða girðinguna sem aðskilur Vesturbakkann og Ísraelsríki. "Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður að hafa séð vegginn," sagði Waters við þetta tækifæri. Heimsókn Waters til Ísraels og Palestínu er hluti af tónleikaferð hans, en hann tók þá ákvörðun að færa tónleika sína frá Tel Aviv í friðarþorpið Neve Shalom Wahat al-Salam, sem bæði er búið Ísraelum og Palestínumönnum. Rokkarinn sagði að þrátt fyrir að hann hefði séð myndir væri það sláandi að standa við vegginn, sjá kort og áætlanir og hvað hann gerir samfélaginu. Waters var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd sem gaf út lagið The Wall á sínum tíma, ádeilu á einræði og kúgun. Erlent 21.6.2006 21:06
Suðurríkjaþingmenn á móti lögum um kosningarétt Þingmenn úr suðurríkjunum standa gegn frumvarpi um kosningarétt á Bandaríska þinginu. Til stendur að framlengja lögin um kosningarétt frá 1965, en þau renna út á næsta ári. Samstaða var milli repúblikana og demókrata um nýtt frumvarp en tvö atriði í því eru ekki að skapi suðurríkjaþingmannanna. Erlent 21.6.2006 20:32
Kjálki græddur á kornabarn Kínverskir læknar græddu í morgun kjálka á eins árs gamlan dreng sem var bitinn heiftarlega af asna fyrir hálfum mánuði. Þótt enn sé of snemmt að segja til um batahorfurnar virðist aðgerðin hafa heppnast ágætlega. Erlent 21.6.2006 20:00
Lögmaður Saddams myrtur Einum af aðallögfræðingum Saddams Hussein var rænt í morgun og hann myrtur. Hann er sá þriðji í verjendaliðinu sem fellur fyrir hendi morðingja. Erlent 21.6.2006 19:15
Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 21.6.2006 18:45
Bush vill loka Guantanamo Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann vilji loka fangelsinu í Guantanamo og senda flesta fangana þar til síns heima. Nokkrir verði þó leiddir fyrir rétt í Bandaríkjunum, þeir fangar sem forsetinn skilgreinir sem "kaldrifjaða morðingja". Bush lét þessi orð falla á fundi sínum með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna í Vín í dag. Erlent 21.6.2006 13:48
Barnung fórnarlömb sprengju borin til grafar Tvö palestínsk börn og einn unglingur sem létust í loftárás Ísraelsmanna í gær voru borin til grafar í dag með hundruða manna líkfylgd. Forsætisráðherra Palestínu sakaði Ísraela um handahófskennd raðmorð á saklausum palestínskum borgurum. Erlent 21.6.2006 13:00
Mótmæli í Vín Þrjúhundruð námsmenn mótmæltu komu Bush Bandaríkjaforseta til Austurríkis á götum Vínarborgar í dag. Bush kom til Austurríkis gærkvöld til fundar með leiðtogum Evrópusambandsins Erlent 21.6.2006 12:02
112 látnir í Indóníesíu Að minnsta kosti 112 manns eru látnir og hundrað er saknað á eyjunni Sulawesi á Indónesíu eftir miklar rigningar og aurskriður síðustu tvo sólarhringa. Talið er að margir séu grafnir í leðju. Erlent 21.6.2006 10:17
Mega banna stúlkum að bera blæjur í skólum Oslóarborg hefur fengið heimild til þess að banna stúlkum í grunnskólum að bera blæjur sem hylja andlit stúlknanna frá komandi hausti, eftir því sem Aftenposten greinir frá. Erlent 21.6.2006 09:30
Stofnfrumurannsóknir vekja vonir Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný. Erlent 21.6.2006 08:45
Tilgreinir hver tuttugasti flugræninginn átti að vera Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa tilgreint hver var tuttugasti maðurinn sem taka átti að taka þátt í flugránunum 11. september 2001. Erlent 21.6.2006 08:15
Einn af aðalverjendum Husseins drepinn Einn af aðallögfræðingum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hefur verið drepinn. Þetta hefur íröksk lögregla staðfest. Manninum, Khamis al-Obaidi, mun hafa verið rænt í Bagdad og hann skotinn skömmu síðar en líkið af honum fannst í höfuðborginni. Erlent 21.6.2006 07:45
Bush fundar með leiðtogum ESB í dag George Bush Bandaríkjaforseti kom í gærkvöld til Vínar í Austurríki þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins. Erlent 21.6.2006 07:45
Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Erlent 21.6.2006 07:14
Ótryggt ástand í Sri Lanka Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga. Erlent 20.6.2006 23:00
Mikil öryggisgæsla í Vín vegna heimsóknar Bush Mikil öryggisgæsla verður í Vín í Austurríki í kvöld og og á morgun en Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar í kvöld til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins sem verður á morgun. Þrjú þúsund lögreglumenn verða að störfum í borginni næsta sólahring en búist er við mótmælum vegna heimsóknar forsetans. Erlent 20.6.2006 22:45
Charles Taylor kominn til Hollands Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, kom til Hollands í kvöld þar sem réttað verður yfir honum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í 10 ára borgarastríði í Sierra Leone. Erlent 20.6.2006 22:30
Listasafn opnað með viðhöfn í París Jacques Chirac, Frakklandsforseti, opnaði í dag nýtt listasafn í París. Þetta mun vera fyrsta stóra safnið sem tekið er í notkun þar í borg í frá því 1977 þegar Pompidou safnið var opnað. Erlent 20.6.2006 18:30
Einn stofnenda ETA handtekinn Einn stofnenda ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, var meðal þeirra 12 sem handteknir voru í Frakklandi og á Spáni í dag þegar áhlaup var gert á höfuðstöðvar glæpasamtaka í löndunum tveimur. Erlent 20.6.2006 18:15
Þjóðvarðliðar sendir til New Orleans Borgarstjórinn í New Orleans í Bandaríkjunum kallaði eftir aðstoð þjóðvarðliða í gær svo hægt yrði að stöðva öldu ofbeldis í borginni. Fimm ungmenni voru skotnir til bana við bifreið sína um liðna helgi og er árásin sú mannskæðasta í New Orleans í 11 ár. Erlent 20.6.2006 18:00
Ástandið í Sómalíu Sameinuðu þjóðirnar kanna hvort ástandið í Sómalíu sé tryggt eftir mannskæð átök undanfarið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna halda til höfuðborgarinnar, Mogadishu, seinna í vikunni til að ræða við fulltrúa íslömsku dómstólanna sem náðu völdum í borginni fyrr í mánuðinum. Erlent 20.6.2006 17:00
Tamíltígrar segjast vilja virða vopnahlé Tamíltígrar í Sri Lanka hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir biðja liðsmenn sína um að virða vopnahlé frá árinu 2002. Ofbeldi hefur farið stigvaxandi á eyjunni undanfarinn mánuð en nú segjast skæruliðasamtökin vilja binda enda á ofbeldi auk þess sem þau segjast munu tryggja öryggi norrænna friðargæsluliða. Erlent 20.6.2006 15:15
Leiðtogi al-Qaeda í Írak segist persónulega ábyrgur fyrir morðum Nýr leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak, Abu Hamza al-Muhajer, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann lýsir ábyrgð á hendur sér fyrir pyntingar og morð á tveimur bandarískum hermönnum sem rænt var af herstöð í síðustu viku. Í yfirlýsingunni segir að Muhajer hafi myrt mennina með eigin hendi. Erlent 20.6.2006 15:14
Bandarísku hermennirnir látnir Tveir bandarískir hermenn, sem saknað hafði verið frá því á föstudag, fundust skammt suður af Bagdad í morgun. Lík mannanna báru þess merki að þeir hefðu verið pyntaðir. Uppreisnarhópur tengdur al Qaeda samtökunum sagðist hafa numið mennina á brott frá landamærastöð þar sem þeir unnu. Erlent 20.6.2006 13:52