Erlent 22 fórust í flóðum á Indónesíu Að minnsta kosti tuttugu og tveir fórust í flóðum á Indónesíu um liðna helgi en þar hefur rignt töluvert að undanförnu. Rigningartímabil stendur nú yfir og verða þá oft aurskriður og flóð á Indónesíu. Erlent 26.6.2006 11:00 Gefur 2.800 milljarða til góðgerðarmála Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett, annar ríkasti maður í heimi, hefur ákveðið að gefa jafnvirði rúmlega 2.800 milljarða íslenskra króna til góðgerðarmála. Buffett hefur áður sagt að stærstum hluta auðæfa sinna yrði varið til góðra verka eftir dauða sinn. Erlent 26.6.2006 10:45 Þrumuveður í Washington og nærliggjandi svæðum Björgunarsveitarmenn í Washington og á nærliggjandi svæðum í Bandaríkjunum hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn en þar hefur rignt töluvert og þrumuveður haldið vöku fyrir íbúum. Bjarga þurfti nokkrum ökumönnum ofan af bílum sínum þar sem stefndi í að þeir færu á kaf þar sem flætt hefur. Erlent 26.6.2006 10:30 Danska ´68 kynslóðin stefnir í velferðarveislu Danska sextíu og átta kynslóðin, oft kölluð hippakynslóðin, sem á sínum tíma hafnaði allri efnishyggju og ríkisforsjá, stefnir nú í einhverja mestu velferðarveislu í sögu Danmerkur, að mati dönsku eftirlaunastofnunarinnar. Erlent 26.6.2006 10:00 Mannræningjar segjast hafa myrt gísla Mannræningjar, sem rændu fjórum starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Írak í byrjun mánaðarins, segjast hafa myrt fjórmenningana. Myndband sem birtist á Netinu í gær sýnir einn mann afhöfðaðan og annan skotinn, auk lík hins þriðja. Fjórði maðurinn er hins vegar hvergi sjáanlegur. Erlent 26.6.2006 09:45 Mannfall í Jóhannesarborg Tólf létust þegar skotbardagi braust út á milli lögreglumanna og búðarræningja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Fjórir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu í átökunum. Erlent 26.6.2006 09:00 Herforingi féll á Sri Lanka Herforingi í stjórnarher Srí Lanka féll í sjálfsmorðssprengjuárás nærri Kólombo, höfuðborg landsins, í morgun. (LUM) Þrír hermenn eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni. Lögreglan í Kólombó segir árásarmennina hafa verið fleiri en einn, án þess að greina frá hversu margir þeir voru, og þeir hafi keyrt á vélhjólum upp að bifreið fórnarlambanna. Erlent 26.6.2006 08:45 Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus. Erlent 26.6.2006 08:00 Forsætisráðherrann reiðubúinn að segja af sér Forsætisráðherra Austur-Tímor, Miri Alkatiri, segist reiðubúinn að segja af sér embættinu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun en tilkynningin þykir koma mjög á óvart. Erlent 26.6.2006 07:27 Lögreglan lokar af hluta af Stokkhólmi Sænska lögreglan lokaði af hluta Stokkhólms í morgun, eftir að íbúi tilkynnti henni að hann hefði séð mann gangandi um með sprengju fasta utan á sér og væri grátandi. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en það er nú í rannsókn. Erlent 25.6.2006 11:49 Krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér Æðstu menn stjórnarflokksins í Austur-Tímor hittust í morgun til að ræða framtíð forsætisráðherrans en talið er að reynt verði að koma honum frá. Þúsundir mótmælenda komu saman við þinghúsið í gær og kröfðust þess að Alkatiri segði af sér og að þingið yrði leyst upp en átök hafa verið mikil í landinu vegna málsins. Gusmao forseti landsins, sem nýtur mikilla vinsælda, hótaði í vikunni að segja af sér ef Alkatiri forsætisráðherra gerði það ekki. Þegar Alkatiri neitaði að segja af sér dró Gusmao hótun sína hins vegar til baka. Búist er við að það kmoi í ljós seinna í dag hvað gert verður í málinu. Erlent 25.6.2006 11:43 Japanar fara frá Írak Japönsku herstöðinni í Írak verður lokað í dag. Enginn japanskur hermaður hefur fallið í átökum í landinu en þeir eru um sex hundruð talsins. Erlent 25.6.2006 11:41 Þurfa tíma Íranar krefjast þess að Bandaríkjamenn sýni þolinmæði á meðan þeir ákveða hvort þeir taki tilboði þeirra og hætti við auðgun úrans. Bush Bandaríkjaforseti vill svar strax. Erlent 25.6.2006 11:26 Fundu lík námumanns fjórum mánuðum eftir sprengingu Björgunarmenn í Norður-Mexíkó fundu í gær fyrsta líkið af 65 mexíkóskum námumönnum, fjórum mánuðum eftir að sprenging varð í námu sem þeir voru að vinna í. Erlent 24.6.2006 19:00 64 talibanar drepnir í gær og í dag 64 herskáir talíbanar hafa verið drepnir í aðgerðum bandamanna í Afganistan í gær og í dag. Aðgerðirnar eru til komnar vegna vaxandi ofbeldis í Afganistan en það hefur ekki verið meira frá því að bandamenn steyptu stjórn Talibana af stóli árið 2001. Erlent 24.6.2006 18:00 Framleiðandinn Aaron Spelling látinn Sjónvarpsframleiðandinn Aaron Spelling lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, áttatíu og þriggja ára að aldri. Spelling fékk heilablóðfall fyrr í mánuðinum. Hann var afkasta mikill framleiðandi og eftir hann liggja fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Erlent 24.6.2006 12:00 Dauðarefsing afnumin á Filippseyjum Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, undirritaði í morgun lög sem afnema dauðarefsingu í landinu. Dauðarefsing var afnumin á Filippseyjum 1987 en aftur leyfð með lögum sex árum síðar. Sjö hafa verið teknir af lífi síðan þá. Erlent 24.6.2006 11:30 Lík eins námamanns af 65 fundið Björgunarsveitarmenn fundu í gær lík námamanns sem var einn 65 sem festust í námu í Mexíkó í febrúar. Sprenging var í námunni og sátu mennirnir fastir og ekkert gekk að komast að þeim. Björgunarmenn leita nú að líku hinna. Erlent 24.6.2006 11:00 Átök lögreglu og landtökufólks í Perú Til átaka kom milli lögreglu og landtökumanna í útjaðri Lima, höfuðborgar Perú, í gær. Fólkið hafði reist sér bráðabirgðahúsnæði á svæðinu og var lögregla send til að reka það á brott og jafna húsin við jörðu. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir því að byggja hús þarna en þau voru reist fyrir sex árum. Erlent 24.6.2006 10:30 14 látnir í Bagdad í dag þrátt fyrir útgöngubann Útgöngubann tók gildi í Bagdad strax að loknum föstudagsbænum, klukkan tvö í dag að staðartíma, og verður til dagrenningar í fyrramálið. Það hefur þó ekki virkað sem skyldi, því þegar hafa að minnsta kosti 14 manns látið lífið í sprengjuárásum í Bagdad í dag. Erlent 23.6.2006 15:00 Bandaríkjamenn prófa eldflaugavarnir sínar Bandarískt herskip skaut niður meðaldræga eldflaug rétt ofan við lofthjúp jarðar í gær. Bandaríkjamenn prófa nú nýjustu hlutana af eldflaugavarnarkerfi sínu, einmitt þegar Norður-Kóreumenn búa sig undir tilraunir á langdrægum eldflaugum, sem gætu náð alla leiðina til Bandaríkjanna. Erlent 23.6.2006 14:49 Sænskur fjölmiðlamaður skotinn til bana í Mogadishu Sænskur myndatökumaður var skotinn til bana í Mogadishu í Sómalíu í dag. Mörg þúsund manna flykktust á götur Mogadishu í morgun til að fagna friðarsamkomulag sem stríðandi fylkinga undirrituðu í gær. Ekki er ljóst hver skaut Svíann eða af hverju, en talið er að það muni grafa undan trú á íslömsku andspyrnuhreyfinguna, sem náði borginni á sitt vald fyrir tveimur vikum, en hún sagðist myndu tryggja öryggi í höfuðborginni. Erlent 23.6.2006 14:43 Hryðjuverkamenn í Miami Sjö voru handteknir í gærkvöldi í Miami í Bandaríkjunum, vegna gruns um að þeir legðu á ráðin um hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum. Talið er að ætlunin hafi verið að sprengja Sears-turninn í Chicago og aðrar byggingar í Bandaríkjunum. Erlent 23.6.2006 12:51 Framtíð friðargæslunnar á Sri Lanka rædd í Ósló Fulltrúar þeirra norrænu ríkja sem hafa eftirlit með vopnahlé milli stríðandi fylkinga í Sri Lanka ætla að ræða framtíð friðargæslunar á fundi í Ósló í næstu viku. Uppreisnarmenn Tamíl-tígra vilja að norrænum Evrópusambandsríkin þrjú hætti eftirlit og í dag var hlutverki Norðmanna í landinu einnig mótmælt. Erlent 22.6.2006 22:45 Friðarsamkomulag í Sómalíu Íslamskir skæruliðar sem ráðið hafa ríkjum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna daga hafa samið frið við bráðabirgðaríkisstjórn landsins. Erlent 22.6.2006 20:00 Stefnubreyting liggur í loftinu Vel fór á með þeim Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á óformlegum fundi þeirra í Jórdaníu í dag. Teikn eru á lofti um að Hamas-samtökin muni senn viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Erlent 22.6.2006 19:30 Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Erlent 22.6.2006 19:00 Vongóður um að Íranar falli frá kjarnorkuáætlun Kofi Annan framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna segist vongóður um að Íranar taki tilboði Vesturlanda gegn því að þeir falli frá kjarnorkuáætlun sinni. Annan átti í dag fund með Mottaki utanríkisráðherra Íran í Genf í Sviss. Erlent 22.6.2006 17:09 BA sakað um brot á samkeppnislögum Breska flugfélagið British Airways, sem hóf áætlunarflug til Íslands í vor, sætir nú rannsókn vegna meintra brota á samkeppnislögum og meintra ólöglegra olíugjalda á flugfargjöld. Erlent 22.6.2006 13:45 Engin aldurstakmörk lengur Nýr meirihluti í menntaráði Reykjavíkur samþykkti á fundi ráðsins í dag að fella úr gildi ákvæði um aldurshámark nemenda við úthlutun fjármagns til tónlistarnáms. Erlent 22.6.2006 13:01 « ‹ ›
22 fórust í flóðum á Indónesíu Að minnsta kosti tuttugu og tveir fórust í flóðum á Indónesíu um liðna helgi en þar hefur rignt töluvert að undanförnu. Rigningartímabil stendur nú yfir og verða þá oft aurskriður og flóð á Indónesíu. Erlent 26.6.2006 11:00
Gefur 2.800 milljarða til góðgerðarmála Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett, annar ríkasti maður í heimi, hefur ákveðið að gefa jafnvirði rúmlega 2.800 milljarða íslenskra króna til góðgerðarmála. Buffett hefur áður sagt að stærstum hluta auðæfa sinna yrði varið til góðra verka eftir dauða sinn. Erlent 26.6.2006 10:45
Þrumuveður í Washington og nærliggjandi svæðum Björgunarsveitarmenn í Washington og á nærliggjandi svæðum í Bandaríkjunum hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn en þar hefur rignt töluvert og þrumuveður haldið vöku fyrir íbúum. Bjarga þurfti nokkrum ökumönnum ofan af bílum sínum þar sem stefndi í að þeir færu á kaf þar sem flætt hefur. Erlent 26.6.2006 10:30
Danska ´68 kynslóðin stefnir í velferðarveislu Danska sextíu og átta kynslóðin, oft kölluð hippakynslóðin, sem á sínum tíma hafnaði allri efnishyggju og ríkisforsjá, stefnir nú í einhverja mestu velferðarveislu í sögu Danmerkur, að mati dönsku eftirlaunastofnunarinnar. Erlent 26.6.2006 10:00
Mannræningjar segjast hafa myrt gísla Mannræningjar, sem rændu fjórum starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Írak í byrjun mánaðarins, segjast hafa myrt fjórmenningana. Myndband sem birtist á Netinu í gær sýnir einn mann afhöfðaðan og annan skotinn, auk lík hins þriðja. Fjórði maðurinn er hins vegar hvergi sjáanlegur. Erlent 26.6.2006 09:45
Mannfall í Jóhannesarborg Tólf létust þegar skotbardagi braust út á milli lögreglumanna og búðarræningja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Fjórir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu í átökunum. Erlent 26.6.2006 09:00
Herforingi féll á Sri Lanka Herforingi í stjórnarher Srí Lanka féll í sjálfsmorðssprengjuárás nærri Kólombo, höfuðborg landsins, í morgun. (LUM) Þrír hermenn eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni. Lögreglan í Kólombó segir árásarmennina hafa verið fleiri en einn, án þess að greina frá hversu margir þeir voru, og þeir hafi keyrt á vélhjólum upp að bifreið fórnarlambanna. Erlent 26.6.2006 08:45
Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus. Erlent 26.6.2006 08:00
Forsætisráðherrann reiðubúinn að segja af sér Forsætisráðherra Austur-Tímor, Miri Alkatiri, segist reiðubúinn að segja af sér embættinu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun en tilkynningin þykir koma mjög á óvart. Erlent 26.6.2006 07:27
Lögreglan lokar af hluta af Stokkhólmi Sænska lögreglan lokaði af hluta Stokkhólms í morgun, eftir að íbúi tilkynnti henni að hann hefði séð mann gangandi um með sprengju fasta utan á sér og væri grátandi. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en það er nú í rannsókn. Erlent 25.6.2006 11:49
Krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér Æðstu menn stjórnarflokksins í Austur-Tímor hittust í morgun til að ræða framtíð forsætisráðherrans en talið er að reynt verði að koma honum frá. Þúsundir mótmælenda komu saman við þinghúsið í gær og kröfðust þess að Alkatiri segði af sér og að þingið yrði leyst upp en átök hafa verið mikil í landinu vegna málsins. Gusmao forseti landsins, sem nýtur mikilla vinsælda, hótaði í vikunni að segja af sér ef Alkatiri forsætisráðherra gerði það ekki. Þegar Alkatiri neitaði að segja af sér dró Gusmao hótun sína hins vegar til baka. Búist er við að það kmoi í ljós seinna í dag hvað gert verður í málinu. Erlent 25.6.2006 11:43
Japanar fara frá Írak Japönsku herstöðinni í Írak verður lokað í dag. Enginn japanskur hermaður hefur fallið í átökum í landinu en þeir eru um sex hundruð talsins. Erlent 25.6.2006 11:41
Þurfa tíma Íranar krefjast þess að Bandaríkjamenn sýni þolinmæði á meðan þeir ákveða hvort þeir taki tilboði þeirra og hætti við auðgun úrans. Bush Bandaríkjaforseti vill svar strax. Erlent 25.6.2006 11:26
Fundu lík námumanns fjórum mánuðum eftir sprengingu Björgunarmenn í Norður-Mexíkó fundu í gær fyrsta líkið af 65 mexíkóskum námumönnum, fjórum mánuðum eftir að sprenging varð í námu sem þeir voru að vinna í. Erlent 24.6.2006 19:00
64 talibanar drepnir í gær og í dag 64 herskáir talíbanar hafa verið drepnir í aðgerðum bandamanna í Afganistan í gær og í dag. Aðgerðirnar eru til komnar vegna vaxandi ofbeldis í Afganistan en það hefur ekki verið meira frá því að bandamenn steyptu stjórn Talibana af stóli árið 2001. Erlent 24.6.2006 18:00
Framleiðandinn Aaron Spelling látinn Sjónvarpsframleiðandinn Aaron Spelling lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, áttatíu og þriggja ára að aldri. Spelling fékk heilablóðfall fyrr í mánuðinum. Hann var afkasta mikill framleiðandi og eftir hann liggja fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Erlent 24.6.2006 12:00
Dauðarefsing afnumin á Filippseyjum Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, undirritaði í morgun lög sem afnema dauðarefsingu í landinu. Dauðarefsing var afnumin á Filippseyjum 1987 en aftur leyfð með lögum sex árum síðar. Sjö hafa verið teknir af lífi síðan þá. Erlent 24.6.2006 11:30
Lík eins námamanns af 65 fundið Björgunarsveitarmenn fundu í gær lík námamanns sem var einn 65 sem festust í námu í Mexíkó í febrúar. Sprenging var í námunni og sátu mennirnir fastir og ekkert gekk að komast að þeim. Björgunarmenn leita nú að líku hinna. Erlent 24.6.2006 11:00
Átök lögreglu og landtökufólks í Perú Til átaka kom milli lögreglu og landtökumanna í útjaðri Lima, höfuðborgar Perú, í gær. Fólkið hafði reist sér bráðabirgðahúsnæði á svæðinu og var lögregla send til að reka það á brott og jafna húsin við jörðu. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir því að byggja hús þarna en þau voru reist fyrir sex árum. Erlent 24.6.2006 10:30
14 látnir í Bagdad í dag þrátt fyrir útgöngubann Útgöngubann tók gildi í Bagdad strax að loknum föstudagsbænum, klukkan tvö í dag að staðartíma, og verður til dagrenningar í fyrramálið. Það hefur þó ekki virkað sem skyldi, því þegar hafa að minnsta kosti 14 manns látið lífið í sprengjuárásum í Bagdad í dag. Erlent 23.6.2006 15:00
Bandaríkjamenn prófa eldflaugavarnir sínar Bandarískt herskip skaut niður meðaldræga eldflaug rétt ofan við lofthjúp jarðar í gær. Bandaríkjamenn prófa nú nýjustu hlutana af eldflaugavarnarkerfi sínu, einmitt þegar Norður-Kóreumenn búa sig undir tilraunir á langdrægum eldflaugum, sem gætu náð alla leiðina til Bandaríkjanna. Erlent 23.6.2006 14:49
Sænskur fjölmiðlamaður skotinn til bana í Mogadishu Sænskur myndatökumaður var skotinn til bana í Mogadishu í Sómalíu í dag. Mörg þúsund manna flykktust á götur Mogadishu í morgun til að fagna friðarsamkomulag sem stríðandi fylkinga undirrituðu í gær. Ekki er ljóst hver skaut Svíann eða af hverju, en talið er að það muni grafa undan trú á íslömsku andspyrnuhreyfinguna, sem náði borginni á sitt vald fyrir tveimur vikum, en hún sagðist myndu tryggja öryggi í höfuðborginni. Erlent 23.6.2006 14:43
Hryðjuverkamenn í Miami Sjö voru handteknir í gærkvöldi í Miami í Bandaríkjunum, vegna gruns um að þeir legðu á ráðin um hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum. Talið er að ætlunin hafi verið að sprengja Sears-turninn í Chicago og aðrar byggingar í Bandaríkjunum. Erlent 23.6.2006 12:51
Framtíð friðargæslunnar á Sri Lanka rædd í Ósló Fulltrúar þeirra norrænu ríkja sem hafa eftirlit með vopnahlé milli stríðandi fylkinga í Sri Lanka ætla að ræða framtíð friðargæslunar á fundi í Ósló í næstu viku. Uppreisnarmenn Tamíl-tígra vilja að norrænum Evrópusambandsríkin þrjú hætti eftirlit og í dag var hlutverki Norðmanna í landinu einnig mótmælt. Erlent 22.6.2006 22:45
Friðarsamkomulag í Sómalíu Íslamskir skæruliðar sem ráðið hafa ríkjum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna daga hafa samið frið við bráðabirgðaríkisstjórn landsins. Erlent 22.6.2006 20:00
Stefnubreyting liggur í loftinu Vel fór á með þeim Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á óformlegum fundi þeirra í Jórdaníu í dag. Teikn eru á lofti um að Hamas-samtökin muni senn viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Erlent 22.6.2006 19:30
Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Erlent 22.6.2006 19:00
Vongóður um að Íranar falli frá kjarnorkuáætlun Kofi Annan framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna segist vongóður um að Íranar taki tilboði Vesturlanda gegn því að þeir falli frá kjarnorkuáætlun sinni. Annan átti í dag fund með Mottaki utanríkisráðherra Íran í Genf í Sviss. Erlent 22.6.2006 17:09
BA sakað um brot á samkeppnislögum Breska flugfélagið British Airways, sem hóf áætlunarflug til Íslands í vor, sætir nú rannsókn vegna meintra brota á samkeppnislögum og meintra ólöglegra olíugjalda á flugfargjöld. Erlent 22.6.2006 13:45
Engin aldurstakmörk lengur Nýr meirihluti í menntaráði Reykjavíkur samþykkti á fundi ráðsins í dag að fella úr gildi ákvæði um aldurshámark nemenda við úthlutun fjármagns til tónlistarnáms. Erlent 22.6.2006 13:01