Erlent NATO tekið við í Afganistan Atlantshafsbandalagið tók í dag við stjórn öryggismála í Austur-Afganistan úr höndum Bandaríkjahers. Bandalagið hefur þegar tekið við stjórn mála í öðrum landshlutum, þar á meðal í höfuðborginni, Kabúl. Erlent 5.10.2006 19:15 Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Erlent 5.10.2006 19:00 Rússar ræða beint við fulltrúa Norður-Kóreu Rússensk stjórnvöld segjast hafa verið í beinu sambandi við ráðamenn í Norður-Kóreu til að reyna að fá þá ofan af því að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld í Pyongyang tilkynntu í fyrradag að slíkar tilraunir væru fyrirhugaðar. Alþjóðasamfélagið hefur varað Norðurkóreumenn við því að gera prófanir á slíkum vopnum. Erlent 5.10.2006 18:10 Reinfeldt nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, var kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar í atkvæðagreiðslu á þingi í dag. Á morgun mun Reinfeldt kynna nýja ríkisstjórn sína og stefnumál hennar. Erlent 5.10.2006 17:51 Grænfriðungar stýra fiskverslun í Englandi Erlent 5.10.2006 16:49 OPEC hækkar verð á olíu Erlent 5.10.2006 16:08 Rússar þjarma enn að Georgíu Rússar hertu í dag enn tökin á smáríkinu Georgíu, með því að loka fyrirtækjum sem Georgíumenn eiga í Rússlandi, og frysta atvinnuleyfi. Þá eru þeir að undirbúa að stórhækka verð á gasi sem þeir selja til Georgíu, sem væri gríðarlegt áfall fyrir efnahag landsins. Erlent 5.10.2006 15:35 Hópur sjakala réðst á þorp í Indlandi Flytja þurfti 35 manns á sjúkrahús eftir að hópur af sjakölum réðst á þorp, í Austur-Indlandi, í gær. Erlent 5.10.2006 14:50 Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku. Erlent 5.10.2006 14:07 Færeyingur fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Náttúru- og umhverfisverðlaunin 2006 til Færeyja Afburða framlag til rannsókna á sviði loftslagsbreytinga Færeyingurinn Bogi Hansen prófessor og rithöfundur hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006. Verðlaunin eru 350.000 danskra króna. Þema verðlaunanna í ár var loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum. Erlent 5.10.2006 13:40 Aftökurútur auka framboð líffæra Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu. Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu. Erlent 5.10.2006 12:44 Tilraun N-Kóreu ógnun við friðinn Hörð viðbrögð hafa borist við fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Norðurkóreumanna en forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir tilraunina ógna friði, stöðugleika og öryggi, bæði í Asíu og utan álfunnar. Erlent 5.10.2006 11:26 Tækjastuldur í herstöðinni Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar. Erlent 5.10.2006 10:47 Ákærur í njósnahneyksli HP Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sem tengjast fyrirtækjanjósnum. Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna. Erlent 5.10.2006 10:22 Kaupmannahafnarháskóli á lista bestu háskóla Kaupmannahafnarháskóli er í fimmtugasta og fjórða sæti á lista breska blaðsins The Times yfir 100 bestu háskóla í heimi. Háskólinn í Helsinki komst einnig á listann. Enginn annar norrænn háskóli er á listanum. Besti háskóli heims er Harward háskóli í Massachusetts ríki í Bandaríkjunum, en bandarískir og breskir háskólar raða sér í öll efstu sæti listans. Erlent 5.10.2006 09:15 Chavez segir Rumsfeld "sríðshund" Enn stirðna samskiptin á milli Bandaríkjanna og Venezuela og liggur Chavez forseti Venezuela ekki á neikvæðum skoðunum sínum á Bandaríkjamönnum. Nú hefur hann kallað varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, stríðshund og líkir honum þannig við Cerebus, hundinn sem gætir inngangsins í helvíti. Erlent 5.10.2006 09:00 Kjarnorkutilraunir Aðstoðar-utanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill segir Bandaríkjastjórn hafa verulegar áhyggjur af áformum Norður-Kóreumanna um að framkvæma kjarnorkutilraun í náinni framtíð. Hill er á sex landa fundi vegna kjarnorkuáætlana Norður-Kóreumanna. Erlent 5.10.2006 08:45 Ættingjar kannast ekki við misnotkun Tveir ættingjar árásarmannsins á Amish skólann í Pensilvaníu í Bandaríkjunum, kannast ekki við að hafa verið misnotaðir kynferðislega af manninum, eins og hann sagði í símtali við konu sína á meðan gíslatökunni stóð. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Lögreglunni Pensilvaníu seint í gær, sem yfirheyrði ættingjana. Erlent 5.10.2006 08:00 Mundi fyrstu 100.000 tölur pí Sextugur japanskur maður, Akira Haraguchi, sló heimsmet í gær þegar hann þuldi upp fyrstu 100.000 aukastafi í tölunni pí, sem hann hafði lært utanbókar. Afrekið tók ríflega 16 klukkustundir. Í nýjustu útgáfu heimsmetabókar Guinness er titilhafinn sagður Japaninn Hiroyuki Goto, sem árið 1995 þuldi upp fyrstu 42.195 aukastafi í pí. Talan pí er óræð tala sem ekki er hægt að skrifa sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Hún byrjar á stöfunum 3,141592. Erlent 5.10.2006 07:00 Öryggi og frelsi í flugi Fyrrverandi forseti Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem var sæmdur Fálkaorðunni í gær, segir þörf á réttu jafnvægi milli öryggisráðstafana og frelsis flugfarþega. Erlent 5.10.2006 06:30 Urðu hræddir við síðskegg „Þeir komu fram við mig eins og íslamskan hryðjuverkamenn vegna þess hvernig ég er útlits,“ sagði Pablo Gutierrez Vega, spænskur lagaprófessor á fertugsaldri, síðskeggjaður mjög, sem lenti heldur betur í hremmingum þegar hann sat um borð í þýskri farþegaflugvél á leiðinni frá Sevilla á Spáni til Dortmund í Þýskalandi. Erlent 5.10.2006 06:30 Allt bandarískir vísindamenn Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, í lífeðlis- og læknisfræði og í efnafræði í ár fara til alls fimm bandarískra vísindamanna. Erlent 5.10.2006 06:30 Segir af sér og fer í áfengismeðferð Tekið er að hitna undir Denis Hastert, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vegna gagnrýni eigin flokksmanna á hvernig hann hefur tekið á hneykslismáli þingmannsins Marks Foley. Erlent 5.10.2006 06:15 Komið í veg fyrir tugi tilræða Öryggismálayfirvöld í Evrópu hafa komið upp um og í veg fyrir 30 til 40 hryðjuverkatilræði í álfunni á síðustu fimm árum, eða frá 11. september 2001. Frá þessu greindi Jörn Holme, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, í gær. Erlent 5.10.2006 06:15 Bush vill banna botnvörpu George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti sér í gær gegn botnvörpuveiðum, sem og öðrum veiðum. Tilkynning Bandaríkjaforseta barst daginn fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað verður um hugsanlegt bann við botnvörpuveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum. Erlent 5.10.2006 06:00 Brugðist við hótunum Norður-Kóreu Kína og Bandaríkin vilja að farið verði með gát að Norður-Kóreu, en Japanar vilja tafarlaus afskipti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kóreumenn ætla að prófa kjarnavopn á næstunni, en engin dagsetning hefur verið tilkynnt. Erlent 5.10.2006 05:30 Sætir frekari ásökunum Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, neitaði í gær að útskýra hvernig honum hefði tekist að leggja fyrir sem samsvarar rúmum fimm milljónum íslenskra króna árið 1993 án þess að vera með bankareikning. Erlent 5.10.2006 05:00 Skáru upp í þyngdarleysi Fyrsta skurðaðgerðin á manneskju í þyngdarleysi var gerð í síðustu viku. Þykir hún mikið afrek og vera góðs viti fyrir læknavísindi framtíðarinnar. Erlent 5.10.2006 04:30 Mikið fylgistap stjórnarflokksins Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Póllandi, frjálslyndi hægriflokkurinn Borgaravettvangur, nýtur mikils fylgisforskots á aðalstjórnarflokkinn, Lög og réttlæti sem er flokkur þjóðernisíhaldsmanna. Þetta sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana í Póllandi. Erlent 5.10.2006 03:00 Sagður hafa haft mök við lík Nýtt dómsmál, þar sem maður er sakaður um að hafa haft mök við lík konu, vekur nú gríðarlega athygli í Svíþjóð enda er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur fyrir sænska dómstóla, segir í Dagens Nyheter. Maðurinn, sem áður var kirkjuvörður í Västmanland, er 43 ára gamall. Erlent 5.10.2006 02:00 « ‹ ›
NATO tekið við í Afganistan Atlantshafsbandalagið tók í dag við stjórn öryggismála í Austur-Afganistan úr höndum Bandaríkjahers. Bandalagið hefur þegar tekið við stjórn mála í öðrum landshlutum, þar á meðal í höfuðborginni, Kabúl. Erlent 5.10.2006 19:15
Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Erlent 5.10.2006 19:00
Rússar ræða beint við fulltrúa Norður-Kóreu Rússensk stjórnvöld segjast hafa verið í beinu sambandi við ráðamenn í Norður-Kóreu til að reyna að fá þá ofan af því að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld í Pyongyang tilkynntu í fyrradag að slíkar tilraunir væru fyrirhugaðar. Alþjóðasamfélagið hefur varað Norðurkóreumenn við því að gera prófanir á slíkum vopnum. Erlent 5.10.2006 18:10
Reinfeldt nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, var kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar í atkvæðagreiðslu á þingi í dag. Á morgun mun Reinfeldt kynna nýja ríkisstjórn sína og stefnumál hennar. Erlent 5.10.2006 17:51
Rússar þjarma enn að Georgíu Rússar hertu í dag enn tökin á smáríkinu Georgíu, með því að loka fyrirtækjum sem Georgíumenn eiga í Rússlandi, og frysta atvinnuleyfi. Þá eru þeir að undirbúa að stórhækka verð á gasi sem þeir selja til Georgíu, sem væri gríðarlegt áfall fyrir efnahag landsins. Erlent 5.10.2006 15:35
Hópur sjakala réðst á þorp í Indlandi Flytja þurfti 35 manns á sjúkrahús eftir að hópur af sjakölum réðst á þorp, í Austur-Indlandi, í gær. Erlent 5.10.2006 14:50
Risa hafeðlur fundnar á Svalbarða Norskir vísindamenn hafa fundið beinagrindur af risa-hafeðlum, sem þeir segja að hafi verið jafnvel enn skelfilegri en landeðlan Tyrannosaurus Rex, sem kölluð er Grameðla, á íslensku. Erlent 5.10.2006 14:07
Færeyingur fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Náttúru- og umhverfisverðlaunin 2006 til Færeyja Afburða framlag til rannsókna á sviði loftslagsbreytinga Færeyingurinn Bogi Hansen prófessor og rithöfundur hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006. Verðlaunin eru 350.000 danskra króna. Þema verðlaunanna í ár var loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum. Erlent 5.10.2006 13:40
Aftökurútur auka framboð líffæra Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu. Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu. Erlent 5.10.2006 12:44
Tilraun N-Kóreu ógnun við friðinn Hörð viðbrögð hafa borist við fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Norðurkóreumanna en forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir tilraunina ógna friði, stöðugleika og öryggi, bæði í Asíu og utan álfunnar. Erlent 5.10.2006 11:26
Tækjastuldur í herstöðinni Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar. Erlent 5.10.2006 10:47
Ákærur í njósnahneyksli HP Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sem tengjast fyrirtækjanjósnum. Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna. Erlent 5.10.2006 10:22
Kaupmannahafnarháskóli á lista bestu háskóla Kaupmannahafnarháskóli er í fimmtugasta og fjórða sæti á lista breska blaðsins The Times yfir 100 bestu háskóla í heimi. Háskólinn í Helsinki komst einnig á listann. Enginn annar norrænn háskóli er á listanum. Besti háskóli heims er Harward háskóli í Massachusetts ríki í Bandaríkjunum, en bandarískir og breskir háskólar raða sér í öll efstu sæti listans. Erlent 5.10.2006 09:15
Chavez segir Rumsfeld "sríðshund" Enn stirðna samskiptin á milli Bandaríkjanna og Venezuela og liggur Chavez forseti Venezuela ekki á neikvæðum skoðunum sínum á Bandaríkjamönnum. Nú hefur hann kallað varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, stríðshund og líkir honum þannig við Cerebus, hundinn sem gætir inngangsins í helvíti. Erlent 5.10.2006 09:00
Kjarnorkutilraunir Aðstoðar-utanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill segir Bandaríkjastjórn hafa verulegar áhyggjur af áformum Norður-Kóreumanna um að framkvæma kjarnorkutilraun í náinni framtíð. Hill er á sex landa fundi vegna kjarnorkuáætlana Norður-Kóreumanna. Erlent 5.10.2006 08:45
Ættingjar kannast ekki við misnotkun Tveir ættingjar árásarmannsins á Amish skólann í Pensilvaníu í Bandaríkjunum, kannast ekki við að hafa verið misnotaðir kynferðislega af manninum, eins og hann sagði í símtali við konu sína á meðan gíslatökunni stóð. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Lögreglunni Pensilvaníu seint í gær, sem yfirheyrði ættingjana. Erlent 5.10.2006 08:00
Mundi fyrstu 100.000 tölur pí Sextugur japanskur maður, Akira Haraguchi, sló heimsmet í gær þegar hann þuldi upp fyrstu 100.000 aukastafi í tölunni pí, sem hann hafði lært utanbókar. Afrekið tók ríflega 16 klukkustundir. Í nýjustu útgáfu heimsmetabókar Guinness er titilhafinn sagður Japaninn Hiroyuki Goto, sem árið 1995 þuldi upp fyrstu 42.195 aukastafi í pí. Talan pí er óræð tala sem ekki er hægt að skrifa sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Hún byrjar á stöfunum 3,141592. Erlent 5.10.2006 07:00
Öryggi og frelsi í flugi Fyrrverandi forseti Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem var sæmdur Fálkaorðunni í gær, segir þörf á réttu jafnvægi milli öryggisráðstafana og frelsis flugfarþega. Erlent 5.10.2006 06:30
Urðu hræddir við síðskegg „Þeir komu fram við mig eins og íslamskan hryðjuverkamenn vegna þess hvernig ég er útlits,“ sagði Pablo Gutierrez Vega, spænskur lagaprófessor á fertugsaldri, síðskeggjaður mjög, sem lenti heldur betur í hremmingum þegar hann sat um borð í þýskri farþegaflugvél á leiðinni frá Sevilla á Spáni til Dortmund í Þýskalandi. Erlent 5.10.2006 06:30
Allt bandarískir vísindamenn Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, í lífeðlis- og læknisfræði og í efnafræði í ár fara til alls fimm bandarískra vísindamanna. Erlent 5.10.2006 06:30
Segir af sér og fer í áfengismeðferð Tekið er að hitna undir Denis Hastert, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vegna gagnrýni eigin flokksmanna á hvernig hann hefur tekið á hneykslismáli þingmannsins Marks Foley. Erlent 5.10.2006 06:15
Komið í veg fyrir tugi tilræða Öryggismálayfirvöld í Evrópu hafa komið upp um og í veg fyrir 30 til 40 hryðjuverkatilræði í álfunni á síðustu fimm árum, eða frá 11. september 2001. Frá þessu greindi Jörn Holme, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, í gær. Erlent 5.10.2006 06:15
Bush vill banna botnvörpu George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti sér í gær gegn botnvörpuveiðum, sem og öðrum veiðum. Tilkynning Bandaríkjaforseta barst daginn fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað verður um hugsanlegt bann við botnvörpuveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum. Erlent 5.10.2006 06:00
Brugðist við hótunum Norður-Kóreu Kína og Bandaríkin vilja að farið verði með gát að Norður-Kóreu, en Japanar vilja tafarlaus afskipti Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kóreumenn ætla að prófa kjarnavopn á næstunni, en engin dagsetning hefur verið tilkynnt. Erlent 5.10.2006 05:30
Sætir frekari ásökunum Forsætisráðherra Írlands, Bertie Ahern, neitaði í gær að útskýra hvernig honum hefði tekist að leggja fyrir sem samsvarar rúmum fimm milljónum íslenskra króna árið 1993 án þess að vera með bankareikning. Erlent 5.10.2006 05:00
Skáru upp í þyngdarleysi Fyrsta skurðaðgerðin á manneskju í þyngdarleysi var gerð í síðustu viku. Þykir hún mikið afrek og vera góðs viti fyrir læknavísindi framtíðarinnar. Erlent 5.10.2006 04:30
Mikið fylgistap stjórnarflokksins Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Póllandi, frjálslyndi hægriflokkurinn Borgaravettvangur, nýtur mikils fylgisforskots á aðalstjórnarflokkinn, Lög og réttlæti sem er flokkur þjóðernisíhaldsmanna. Þetta sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana í Póllandi. Erlent 5.10.2006 03:00
Sagður hafa haft mök við lík Nýtt dómsmál, þar sem maður er sakaður um að hafa haft mök við lík konu, vekur nú gríðarlega athygli í Svíþjóð enda er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur fyrir sænska dómstóla, segir í Dagens Nyheter. Maðurinn, sem áður var kirkjuvörður í Västmanland, er 43 ára gamall. Erlent 5.10.2006 02:00