Erlent

Sprengi fyrr en síðar

Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu.

Erlent

Haniyeh hné niður

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hné niður þar sem hann flutti ræðu á fjöldafundi í Gaza-borg í dag. Haniyeh, sem er 46 ára, þagnaði í miðri setningu og féll í fang aðstoðarmanna sinna sem stóðu á bak við hann.

Erlent

Unglingafæla fær friðarverðlaun Ig Nobels

Tæki sem fælir unglinga frá hefur unnið friðarverðlaun Ig Nobels í ár en verðlaunin eru skopútgáfa hinna viðurkenndu Nobel verðlauna. Tækið er hannað af Howard Stapleton og það framleiðir hátíðnihljóð sem fullorðnir nema ekki, en hefur truflandi áhrif á unglinga.

Erlent

Þúsundir flýja eld í efnaverksmiðju

Rúmur helmingur íbúa í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum hefur í dag þurft að yfirgefa heimili sín vegna bruna í efnaverksmiðju. Íbúar í bænum Apex, þar sem verksmiðjan er staðsett, eru 28 þúsund og hafa um 16 þúsund þeirra orðið að flytja sig á öruggari svæði. Töluvert af hættulegum efnum og efnaúrgangi er að finna í verksmiðjunni sem stendur nú í ljósum logum.

Erlent

Carl Bildt utanríkisráðherra

Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu.

Erlent

Bakkað út úr óbyggðunum

Ökumaður á ferð um óbyggðir Ástralíu á leið til borgarinnar Perth lenti í vandræðum þegar gírkassinn fyrir áfram-gírana bilaði. Maðurinn átti tæplega 500 kílómetra eftir á áfangastað þegar hann ákvað að í staðinn fyrir að hringja á bifvélavirkja, myndi hann bakka á leiðarenda. Hinn 22ja ára ökumaður hafði keyrt um 20 km afturábak þegar hann var stöðvaður af lögreglu á 60 km hraða.

Erlent

Carl Bildt verður utanríkisráðherra Svíþjóðar

Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, verður utanríkisráðherra. Ráðherrar eru tuttugu og tveir, þar af tíu konur. Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins, verður menntamálaráðherra, Maud Olofsson, leiðtogi Miðjuflokksins, verður atvinnumálaráðherra, og Göran Häggelund, leiðtogi Kristilegra demókrata, verður félagsmálaráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu.

Erlent

AerLingus hafnar tilboði Rayanair

Eigendur meirihluta í flugfélaginu AerLingus, meðal annarra írska ríkið, höfnuðu í gær yfirtökutilboði lággjaldafélagsins Rayanair upp á 130 milljarða íslenskra króna. Rayanair á 16 prósent í félaginu og vildi eignast það allt.

Erlent

Kjarnorkutilraun mun breyta 21.öldinni

Framkvæmi Norður Kóreumenn kjarnorkutilraunir mun það breyta 21. öldinni eins og við þekkjum hana segir Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir að ef verði af kjarnorku tilrauninni sýni það gagnleysi og veikleika alþjóðasamfélagsins og þess yrði ekki langt að bíða að önnur lönd komi sér upp kjarnavopnum.

Erlent

Fimmta stúlkan jarðsett í dag

Fjórar stúlknanna sem skotnar voru af byssumanni í Amish skóla í Bandaríkjunum voru jarðsettar í gær. Götum í þorpinu Nickel Mines var lokað fyrir almennri umferð á meðan líkfylgdin fór um bæinn. Hún fór meðal annars framhjá heimili morðingjans Charles Roberts, en Amish fólkið hefur sýnt konu hans og börnum mikinn stuðning.

Erlent

Rice átelur Íraka fyrir stjórnmálaágreining

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, varaði Írösk stjórnvöld við því í gær að þau yrðu nú þegar að finna lausn á stjórnmálaágreiningi sínum til að hemja aukið ofbeldið í landinu. Rice flaug óvænt til Íraks eftir heimsókn með ísraelskum ráðamönnum í Jerúsalem. Í Baghdad hitti hún forsætisráðherra landsins Nouri al-Maliki og aðra háttsetta menn úr stjórn hans.

Erlent

Hastert biðst afsökunar

Dennis Hastert forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar hefur beðist afsökunar vegna kynlífshneykslis fyrrum þingmanns Repúblikana, Marks Foleys. Hann segist hins vegar ekki ætla að segja af sér. Hastert neitar fréttum þess efnis að hann hafi vitað af kynlífsskilaboðum Foleys en ekki gripið í taumana. Hann segist fyrst hafa fengið vitneskju um málið á föstudag.

Erlent

Nyhedsavisen: Upplagið aðeins hálft

Fréttablað Dagsbrúnar Nyhedsavisen kom út í fyrsta sinn í Danmörku í morgun og var upplagið hálf milljón. Blaðinu er dreift frítt í helstu borgum landsins. Fjölmiðlafræðingur sem dagblaðið Politiken fékk til að leggja mat á fyrsta eintakið gaf blaðinu einkunina 8 frá faglegu sjónarmiði. Honum fannst það þó heldur leiðinlegt.

Erlent

Rákust á flugvél og 155 fórust

Tveir bandarískir flugmenn flugu einkaþotu sinni á brasilíska farþegaflugvél í síðustu viku, með þeim afleiðingum að síðarnefnda vélin hrapaði ofan í Amazonfrumskóginn. Allir 155 farþegarnir um borð fórust. Flugmennirnir neita ásökunum brasilískra flugmálayfirvalda um að hafa slökkt á radarvara vélar sinnar fyrir slysið, en sá sýnir öðrum flugmönnum staðsetningu vélarinnar. Flugmennirnir eru í farbanni, en hafa ekki verið handteknir.

Erlent

Telpurnar bornar til grafar

Fjórar af Amish-telpunum fimm sem myrtar voru fyrr í vikunni í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru jarðsettar í gær. Útför þeirrar fimmtu verður haldin í dag.

Erlent

Leyfi gefið fyrir einum desilítra

Evrópusambandið samþykkti í gær nýjar reglur um handfarangur í flugvélum. Mega farþegar nú hafa með sér samtals einn desilítra af vökva í snyrtivörum sínum og bera verður slíkan vökva í gegnsæjum plastpokum sem hægt er að loka.

Erlent

Öllum ákærum gegn John Mark Karr vísað frá

Dómari í Kaliforníu vísað í dag frá dómi ákæru áhendur John Mark Karr um vörslu barnakláms. Karr hafði áður gefið sig fram í Tælandi og sagðist hafa myrt barnafegurðadrottninguna JonBenet Ramsey árið 1996. Síðar leiddi athugun á erfðaefni í ljós að Karr var ekki morðinginn og því var ákæru í því máli vísað frá.

Erlent

Faldi sig í helli

Kínverskur maður hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa falið í helli í tæpan áratug. Maðurinn segist hafa verið að fela sig fyrir innheimtumönnum auk þess sem hann er sakaður um að hafa ógnað aðkomufólki með byssu.

Erlent

Ákærður fyrir að smygla dínamíti

Bandarískur ferðamaður, sem reyndi að flytja dínamít með sér í farangri heim frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna, var ákærður í dag byrir brot á öryggislöggjöf. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi.

Erlent

Hastert ætlar ekki að víkja

Dennis Hastert, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að segja af sér vegna hneyslismáls sem nú skekur Repúblíkanaflokkinn. Upp komst um það að fyrrverandi fulltrúardeildarþingmaður, Mark Foley, hefði sent klúr tölvupóstskeyti til ungra drengja sem unnu fyrir þingið. Foley hefur nú sagt af sér og beðist afsökunar á framferði sínu. Hastert segist þó bera fulla ábyrgð á að ekki hafi verið gripið í taumana fyrr. Hann sagðist gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerðist aftur.

Erlent

Hugsanlega sleppt þrátt fyrir fjöldamorð

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur mótmælt tillögu dómstóls í Bandaríkjunum um að herskáum andstæðingi stjórnar Fídels Kastró, forseta Kúbu, verði sleppt úr fangelsi þrátt fyrir að hann sé borin sökum um að bera ábyrgð á dauða 73 flugfarþega fyrir 20 árum.

Erlent

Rán í beinni útsendingu

Löngum hefur verið sagt að armur laganna sé langur. Nýlegir atburðir í Bretlandi færðu sönnur á að almenningur getur framlengt hann enn frekar. Tveir innbrotsþjófar, sem brutust inn í hús í Lancaster á dögunum, vissu ekki betur en þeir væru að athafna sig óséðir í skjóli myrkurs. Svo var þó ekki því húsráðandi horfði á þá láta greipar sópa úr töluverðri fjarlægð í gegnum öryggismyndavél sem hann hafði tengt við farsíma sinn.

Erlent

Verðlaunamynd tryggði gervihendi

Níu ára drengur, sem missti vinstri hönd sína í jarðskjálftanum í Pakistan í október í fyrra, hefur fengið gervihendi eftir að þýsk kona sá mynd af honum og ákvað að færa hann undir hendur færustu sérfræðinga á Ítalíu. 80 þúsund manns fórust í hamförunum og fjölmargir örkumluðust.

Erlent

Óvíst hvort al-Masri er lífs eða liðinn

Írakar rannsaka nú erfðaefni úr látnum manni til að kanna hvort hann hafi verið Abu Ayyub al-Masri, nýr leiðtogi al Kaída í Írak. Tvær arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrða að hann hafi fallið í loftárásum Bandaríkjamanna fyrr í vikunni.

Erlent