Erlent

Bjarndýrið fellt í Bæjaralandi

Brúnó, björninn ítalskættaði sem hefur reikað um skóga Bæjaralands undanfarinn mánuð, var skotinn í gær og drapst í kjölfarið, tveggja ára að aldri. Dýraverndunarsinnar eru reiðir vegna málsins og hefur umhverfis­ráðherra Bæjaralands, sem fyrirskipaði drápið, fengið morðhótanir í kjölfarið. Áður höfðu yfirvöld ákveðið að drepa Brúnó ekki, en skiptu um skoðun.

Erlent

Réttað yfir Naomi Campbell

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell mætti fyrir rétt á Manhattan í New York í dag, vegna kæru eins aðstoðarmanna hennar á hendur henni. Fjöldi fjölmiðla beið fyrir utan en réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum.

Erlent

Herferð gegn eyðni í höfuðborg Bandaríkjanna

Borgaryfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna hafa hrundið af stað herferð til greiningar eyðnismiti til þess að auka vitund almennings um sjúkdóminn. Nú getur fólk kannað hvort það sé smitað, með einföldu munnvatnsprófi sem upplýsir á 20 mínútum hvort fólk sé smitað eða ekki.

Erlent

Áfram verður réttað yfir Saddam

Saddam fær að sitja áfram undir réttarhöldum út af ódæðisverkum í forsetatíð hans. Hæstiréttur í Bagdad tilkynnti í dag að réttarhöld yfir Saddam Hussein vegna helfarar gegn Kúrdum í Anfal-héraði muni hefjast í ágúst þegar áætlað er að réttarhöldunum vegna Dujail sem nú standa yfir verði lokið.

Erlent

Rice í heimsókn í Pakistan

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, kom í dag í heimsókn til Pakistans, en hún mun funda með Musharraf, forseta Pakistans á morgun. Rice sagðist myndu ræða við Musharraf um það hvort hann ætlaði ekki örugglega að standa við loforð sitt um að halda lýðræðislegar kosningar á næsta ári.

Erlent

Hamas bera til baka fréttir um viðurkenningu Ísraelsríkis

Hamas-liðar segja samkomulag fylkinganna Hamas og Fatah sem tilkynnt var í dag ekki fela í sér nokkra viðurkenningu Hamas-samtakanna á Ísraelsríki. Samkomulagið miðar að því að stöðva innbyrðis átök Palestínumanna af gagnstæðum fylkingum. Samkomulag flokkanna hefur ekki enn verið gert opinbert í heild sinni.

Erlent

Evrópuráðið gagnrýnir leynifangelsin

Evrópuráðið gagnrýndi harðlega í ályktun sinni í dag þau lönd sem rekið hafa leynifangelsi eða heimilað fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA um lofthelgi sína.

Erlent

Hamas viðurkenni Ísraelsríki óbeint

Hamas-samtökin, sem eru í forystu í heimastjórn Palestínumanna, hafa óbeint viðurkennt tilvist Ísraelsríkis. Forystusveit samtakanna hefur samþykkt lausn á deilum Ísraela sem felur í sér stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels.

Erlent

Bush gagnrýnir New York Times

Bush Bandaríkjaforseti ganrýndi í gær dagblaðið New York Times harðlega fyrir að birta í síðustu viku frétt um að bandaríska leyniþjónsutan hefði fengið aðgang að alþjóðlegum gagnabanka um bankaviðskipti.

Erlent

Þrjú tonn af kókaíni gerð upptæk í Kólumbíu

Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu. Kókaínið fannst grafið í jörðu nærri bænum Necocli í norðurhluta Kólumbíu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er.

Erlent

Skæruliðar láta friðargæsluliða SÞ lausa

Skæruliðar í Afríkuríkinu Kongó létu í morgun lausa tvo nepalska friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem þeir höfðu haft í haldi í mánuð. Fimm friðargæsluliðar eru þó enn í haldi skæruliðanna. Mennirnir sem fengu frelsi í morgun eru við ágæta heilsu.

Erlent

Evrópublaðið fundar í dag vegna skýrslu um fangaflugs CIA

Evrópuráðið kemur saman til fundar í dag til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar ráðsins um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Þar verður meðal annars hlýtt á vitnisburð manna sem segjast hafa sætt pyntingum þegar þeir voru í haldi Bandaríkjamanna.

Erlent

3 tonn af kókaíni gerð upptæk

Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu.

Erlent

Fjörtíu féllu í sprengjuárás

Að minnsta kosti fjörutíu féllu og hátt í níutíu særðust þegar spregjur sprungu á fjölförnum mörkuðum í tveimur borgum Íraks í gærkvöldi. Mannskæðari árásin var gerð í borginni Bakúba, norð-austur af Bagdad, þar sem sprengja hafði verið fest við reiðhjól. Borgin er eitt helsta vígi súnní-múslima.

Erlent

Olmert fer ekki að kröfum mannræningja

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, neitaði í morgun að láta palestínska fanga lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn sem herskáir Palestínumenn rændu í fyrradag.

Erlent

Raunverulegt sprengiefni

Sænska lögreglan hefur staðfest að efnið sem bundið var um mitti grátandi Norðmanns í Stokkhólmi á sunnudaginn var virkt sprengiefni. Málið þykir allt hið kynlegasta og var Norðmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, settur í geðrannsókn eftir að sprengjubeltið var leyst af honum.

Erlent

G-8 gagnrýni skort á lýðræði

Mikhaíl Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, hvetur leiðtoga G-8 ríkjanna til að gagnrýna rússnesk stjórnvöld fyrir þá þróun í átt frá lýðræði sem hann segir hafa átt sér stað.

Erlent

Óvopnaður Íraki myrtur

Tveir hermenn hafa verið ákærðir vegna morðs á óvopnuðum Íraka nálægt borginni Ramadi í febrúar. Þetta upplýsti bandaríski herinn um helgina.

Erlent

Gróðurhúsaáhrifin af mannavöldum

Bandaríska vísindaakademían kynnti fyrir skemmstu niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem Bandaríkjaþing hafði óskað eftir, sem sýna að hitinn á jörðinni hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tvö þúsund ár. Hlýnunin undanfarna áratugi á sér engin söguleg fordæmi seinasta árþúsund, að því er fram kemur í niðurstöðunum.

Erlent

Pyntingar niðurlægja alla sem láta þær viðgangast

Evrópusambandið hvatti í gær öll ríki til þess að undirrita alþjóðasamning gegn pyntingum. Í yfirlýsingu Evrópusambandsins segir að pyntingar séu ekki aðeins "grimmilegar, ómannúðlegar og niðurlægjandi" fyrir hvern þann sem fyrir þeim verður, heldur einnig fyrir alla sem fremja slíkan verknað og líka fyrir þau samfélög sem "láta sér lynda slíka óhæfu."

Erlent

Krefst rannsóknar á morði

Jan Eliasson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hvetur stjórnvöld í Sómalíu til að rannsaka með hraði morðið á sænska myndatökumanninum Martin Adler. Utanríkisráðherrann fordæmdi morðið og sagði að erlent fjölmiðlafólk væri augu alþjóðasamfélagsins í landinu.

Erlent

Syngur ekki góða spænsku

George W. Bush Bandaríkjaforseti kann ekki nóg í spænsku, að sögn talsmanns hans í Hvíta húsinu. Fyrir vikið getur hann ekki sungið spænsku útgáfuna af bandaríska þjóðsöngnum, sem er kölluð "Nuestro himno." "Forsetinn talar spænsku, en ekki nógu vel," sagði Scott McClellan, talsmaður forsetans.

Erlent

Hafna nýrri stjórnarskrá

Tillögu fyrrverandi ríkisstjórnar Ítalíu að víðtækum stjórnarskrárbreytingum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag.

Erlent

Dönsuðu af fögnuði

Forsætisráðherrann Alkatiri lét undan þrýstingi og sagði af sér. Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta segir stutt í nýja ríkisstjórn.

Erlent

Útilokar með öllu að semja

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, útilokar allar samningaviðræður við herskáa Palestínumenn sem hafa ungan ísraelskan hermann í haldi sínu.

Erlent