Erlent Samkomulag um samsteypustjórn í Austurríki Tveir stærstu flokkarnir í Austurríki, Sósíaldemókratar og Þjóðarflokkurinn, náðu í dag samkomulagi um myndun samsteypustjórnar í landinu. Alfred Gusenbauer, leiðtogi sósíaldemókrata, verður samkvæmt því kanslari Austurríkis í stað Wolfgangs Schüssels. Erlent 8.1.2007 14:10 Blair ver einkaskólagöngu Tony Blair, hefur varið þá ákvörðun fyrrverandi menntamálaráðherra síns að senda eitt af börnum sínum í einkaskóla. Ruth Kelly er nú ráðherra sveitarstjórnamála. Blair, sem sjálfur sendi sín börn í einkaskóla, sagðist styðja rétt foreldra til þess að ákveða í hvaða skóla þau fari. Erlent 8.1.2007 14:02 Lokað fyrir rússneska olíu til Evrópu Evrópusambandið hefur krafið Rússa og Hvít-Rússa um tafarlausar skýringar á því að í nótt var hætt að dæla olíu frá Rússlandi til Póllands og Þýskalands. Leiðslan liggur um Hvíta-Rússland. Erlent 8.1.2007 13:13 Jólagjafir fyrir fimm milljarða handa starfsfólki í Danmörku Dönsk fyrirtæki eyða yfir fimm milljörðum í jólagjafir handa starfsmönnum sínum og hver gjöf kostar að meðatali 4.300 krónur. Þetta sýna niðurstöður danskrar rannsóknar sem vitnað er til í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu. Erlent 8.1.2007 10:57 Yfir 17 þúsund létust í ofbeldisverkum í Írak á seinni helmingi árs 2006 Yfir 17 þúsund manns létust af völdum ofbeldisverka í Írak á seinni helmingi síðasta árs. Frá þessu er greint í bandaríska dagblaðinu Washington Times og þar vitnað í heimildarmann innan heilbrigðisráðuneytis Íraks. Erlent 8.1.2007 10:11 Frekari ákærur á hendur Saddam felldar niður Réttarhöldum yfir samverkamönnum Saddams Hussein vegna morða á 180 þúsund Kúrdum á níunda áratug síðustu aldar héldu áfram í dag, níu dögum eftir að forsetinn fyrrverandi var tekinn af lífi. Fyrsta verk dómstólsins var að fella niður allar ákærur á hendur Saddam í málinu. Erlent 8.1.2007 09:47 Fundust eftir níu daga í björgunarbát Fjórtán manns sem fóru í sjóinn þegar ferja sökk úti fyrir eyjunni Borneó í Indónesíu fundust í gær eftir að hafa verið í björgunarbát í níu daga. Frá þessu greindu yfirvöld í Indónesíu í dag. Erlent 8.1.2007 09:30 Rannsakað hvort Bildt hafi þegið mútur Yfirvöld í Svíþjóð hafa hafið rannsókn á viðskiptum Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í tengslum við eignarhlut hans í rússneska olíu og gasfyrirtækinu Vostok Nafta. Erlent 8.1.2007 09:01 Hátíð djöfulsins í Kólumbíu Þúsundir manna komu saman í Caldas í Kómubíu um helgina til að taka þátt í hátíð Djöfulsins. Erlent 8.1.2007 08:45 Ljósmyndari leystur úr haldi mannræningja í Gazaborg Mannræningjar leystu í gær úr haldi ljósmyndara frá Perú sem rænt var við varðstöð í Gazaborg á nýársdag. Jaime Razuri er fimmtugur og starfar fyrir frönsku fréttaveituna AFP á svæðinu. Erlent 8.1.2007 08:00 David Bowie sextugur í dag Breski tónlistarmaðurinn David Bowie er sextugur í dag. Í tónlistargeiranum er honum gjarnan líkt við Kamel-ljón, sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki, og er þá vísað til þess hversu fjölbreyttur tónlistarmaður Bowie er. Erlent 8.1.2007 07:45 Tumi tígur sló barn í Disney World Starfsmanni Disney World í Orlando Bandaríkjunum hefur tímabundið verið vikið störfum eftir að hann var sakaður um að hafa slegið barn. Starfsmaðurinn var klæddur í búning persónu sem kölluð er Tumi tígur þegar fjölskylda frá New Hampshire stillti sér upp við hlið hans til að taka myndir. Erlent 8.1.2007 07:30 Bush fær ekki að gera hvað sem hann vill Demókratar vara Bush Bandaríkjaforseta við að hann þurfi að færa sterk rök fyrir fjölga í herliði Bandaríkjahers í Írak eins og hann fyrirhugar. Þetta sagði Nancy Peloci, nýr forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins og leiðtogi Demókrata í deildinni, í sjónvarpsviðtali í gær. Erlent 8.1.2007 07:04 Mannréttindadómstóllinn að kikna undan álagi Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg er að kikna undan heilu fjalli af málum sem eru á biðlista. Forseti dómstólsins segir að hann brjóti sjálfur mannréttindi, með því að afgreiða mál ekki tímanlega. Það hefur tekið upp undir ellefu ár að ljúka sumum málum. Erlent 7.1.2007 20:51 Morðaldan rís hærra á Indlandi Aðskilnaðarsinnar í Assam héraði á Indlandi myrtu tíu manns í dag og hafa þá 67 fallið í valinn frá því þeir hófu árásir sínar, á föstudagskvöld. Hundruð hermanna og lögreglumanna gerðu í dag árásir á búðir þeirra í frumskóginum, í dag, og liðsauki hefur verið sendur til Assam. Erlent 7.1.2007 20:30 Ljósmyndara sleppt á Gaza Erlent 7.1.2007 20:03 Wielgus sagði af sér erkibiskupstigninni Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus, sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag, sagði af sér embætti skömmu fyrir athöfnina. Mikil reiðialda hefur farið um Pólland eftir að í ljós kom að biskupinn var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Erlent 7.1.2007 19:30 Hyggjast einkavæða olíuvinnsluna Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Slík lög gætu fært vestrænum olíufélögum einkaleyfi á olíuvinnslu í áratugi. Erlent 7.1.2007 19:00 Framdi morð í afbrýðiskasti Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra, í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. Erlent 7.1.2007 18:45 Ísraelar sagðir íhuga beitingu kjarnavopna Ísraelar eru sagðir æfa árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómsprengjum til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Ísraelsk stjórnvöld neituðu í dag að slíkt væri í bígerð en Íranar segjast munu hefna slíkra árása grimmilega. Erlent 7.1.2007 18:30 Vilja ekki senda fleiri hermenn til Íraks Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins sagði í dag að það verði skoðað nákvæmlega, ef Bush forseti ákveður að senda fleiri hermenn til Íraks. Hún gekk þó ekki svo langt að segja að þingið muni neita forsetanum um það fé sem til þarf. Erlent 7.1.2007 17:45 Þyrla hrapaði á gesti veitingahúss Erlent 7.1.2007 17:29 Aðstoðarmenn Saddams hengdir í næstu viku Tveir aðstoðarmenn Saddams Hussein verða teknir af lífi í næstu viku, að sögn talsmanns írösku ríkisstjórnarinnar. Þeir voru dæmdir til dauða ásamt Saddam, fyrir morðin á 148 sjía múslimum á áttunda áratugnum. Erlent 7.1.2007 16:35 Ísraelar neita áformum um kjarnorkuárás Ísraelska utanríkisráðuneytið neitar því að ísraelar hyggist gera kjarnorkuárás á kjarnorkuver í Íran, en hvorki forsætisráðherra né öryggismálaráðherra vilja tjá sig um frétt Sunday Times þess efnis. Íranar hóta hinsvegar grimmum hefndum ef Ísraelar gera árás. Erlent 7.1.2007 15:35 Efast um meiri hollustu lífrænnar ræktunar Landbúnaðarráðherra Bretlands segir að engar órækar sannanir séu fyrir því að lífrænt ræktuð matvæli séu hollari en önnur. Sala á lífrænt ræktuðum matvælum jókst um þrjátíu prósent í landinu á síðasta ári. Erlent 7.1.2007 14:40 Hitabeltissjúkdómar færast norðar Malaría er að breiðast út á Ítalíu, sem og aðrir hitabeltissjúkdómar að sögn ítölsku umhverfisstofnunarinnar Legambiente. Stofnunin segir að með hlýnandi loftslagi séu hitabeltissjúkdómar að færast norðureftir. Margir þessara sjúkdóma eru banvænir, til dæmis kostar malaría um eina milljón manna lífið árlega. Erlent 7.1.2007 14:22 Tuttugu látnir eftir fangauppreisn Tuttugu fangar létu lífið í miklum óeirðum í fangelsi í El Salvador í gær. Átökin hófust þegar nokkrir félagar í einni af klíkum fangelsins réðust á fangavörð og síðan á aðra fanga. Erlent 7.1.2007 14:00 100 högg fyrir hórdómsmyndir Íranskur maður hefur verið húðstrýktur opinberlega fyrir að taka af sér videomyndir í samförum við fjölda giftra kvenna. Bósinn mátti þola eitthundrað vandarhögg. Lögreglan frétti af ástarleikjum hans frá mönnum sem hann hafði sýnt myndirnar. Erlent 7.1.2007 13:55 Myrti fyrrverandi konu og börn í afbrýðisemi Karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. Erlent 7.1.2007 13:45 Barak aftur í ísraelska pólitík Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns í verkamannaflokknum, gegn Amir Peretz, sem nú er formaður og varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Ehuds Olmerts. Peretz hefur hríðfallið í vinsældum eftir að hernum tókst ekki að ráða niðurlögum Hizbolla, í stríðinu í Líbanon. Erlent 7.1.2007 13:35 « ‹ ›
Samkomulag um samsteypustjórn í Austurríki Tveir stærstu flokkarnir í Austurríki, Sósíaldemókratar og Þjóðarflokkurinn, náðu í dag samkomulagi um myndun samsteypustjórnar í landinu. Alfred Gusenbauer, leiðtogi sósíaldemókrata, verður samkvæmt því kanslari Austurríkis í stað Wolfgangs Schüssels. Erlent 8.1.2007 14:10
Blair ver einkaskólagöngu Tony Blair, hefur varið þá ákvörðun fyrrverandi menntamálaráðherra síns að senda eitt af börnum sínum í einkaskóla. Ruth Kelly er nú ráðherra sveitarstjórnamála. Blair, sem sjálfur sendi sín börn í einkaskóla, sagðist styðja rétt foreldra til þess að ákveða í hvaða skóla þau fari. Erlent 8.1.2007 14:02
Lokað fyrir rússneska olíu til Evrópu Evrópusambandið hefur krafið Rússa og Hvít-Rússa um tafarlausar skýringar á því að í nótt var hætt að dæla olíu frá Rússlandi til Póllands og Þýskalands. Leiðslan liggur um Hvíta-Rússland. Erlent 8.1.2007 13:13
Jólagjafir fyrir fimm milljarða handa starfsfólki í Danmörku Dönsk fyrirtæki eyða yfir fimm milljörðum í jólagjafir handa starfsmönnum sínum og hver gjöf kostar að meðatali 4.300 krónur. Þetta sýna niðurstöður danskrar rannsóknar sem vitnað er til í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu. Erlent 8.1.2007 10:57
Yfir 17 þúsund létust í ofbeldisverkum í Írak á seinni helmingi árs 2006 Yfir 17 þúsund manns létust af völdum ofbeldisverka í Írak á seinni helmingi síðasta árs. Frá þessu er greint í bandaríska dagblaðinu Washington Times og þar vitnað í heimildarmann innan heilbrigðisráðuneytis Íraks. Erlent 8.1.2007 10:11
Frekari ákærur á hendur Saddam felldar niður Réttarhöldum yfir samverkamönnum Saddams Hussein vegna morða á 180 þúsund Kúrdum á níunda áratug síðustu aldar héldu áfram í dag, níu dögum eftir að forsetinn fyrrverandi var tekinn af lífi. Fyrsta verk dómstólsins var að fella niður allar ákærur á hendur Saddam í málinu. Erlent 8.1.2007 09:47
Fundust eftir níu daga í björgunarbát Fjórtán manns sem fóru í sjóinn þegar ferja sökk úti fyrir eyjunni Borneó í Indónesíu fundust í gær eftir að hafa verið í björgunarbát í níu daga. Frá þessu greindu yfirvöld í Indónesíu í dag. Erlent 8.1.2007 09:30
Rannsakað hvort Bildt hafi þegið mútur Yfirvöld í Svíþjóð hafa hafið rannsókn á viðskiptum Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í tengslum við eignarhlut hans í rússneska olíu og gasfyrirtækinu Vostok Nafta. Erlent 8.1.2007 09:01
Hátíð djöfulsins í Kólumbíu Þúsundir manna komu saman í Caldas í Kómubíu um helgina til að taka þátt í hátíð Djöfulsins. Erlent 8.1.2007 08:45
Ljósmyndari leystur úr haldi mannræningja í Gazaborg Mannræningjar leystu í gær úr haldi ljósmyndara frá Perú sem rænt var við varðstöð í Gazaborg á nýársdag. Jaime Razuri er fimmtugur og starfar fyrir frönsku fréttaveituna AFP á svæðinu. Erlent 8.1.2007 08:00
David Bowie sextugur í dag Breski tónlistarmaðurinn David Bowie er sextugur í dag. Í tónlistargeiranum er honum gjarnan líkt við Kamel-ljón, sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki, og er þá vísað til þess hversu fjölbreyttur tónlistarmaður Bowie er. Erlent 8.1.2007 07:45
Tumi tígur sló barn í Disney World Starfsmanni Disney World í Orlando Bandaríkjunum hefur tímabundið verið vikið störfum eftir að hann var sakaður um að hafa slegið barn. Starfsmaðurinn var klæddur í búning persónu sem kölluð er Tumi tígur þegar fjölskylda frá New Hampshire stillti sér upp við hlið hans til að taka myndir. Erlent 8.1.2007 07:30
Bush fær ekki að gera hvað sem hann vill Demókratar vara Bush Bandaríkjaforseta við að hann þurfi að færa sterk rök fyrir fjölga í herliði Bandaríkjahers í Írak eins og hann fyrirhugar. Þetta sagði Nancy Peloci, nýr forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins og leiðtogi Demókrata í deildinni, í sjónvarpsviðtali í gær. Erlent 8.1.2007 07:04
Mannréttindadómstóllinn að kikna undan álagi Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg er að kikna undan heilu fjalli af málum sem eru á biðlista. Forseti dómstólsins segir að hann brjóti sjálfur mannréttindi, með því að afgreiða mál ekki tímanlega. Það hefur tekið upp undir ellefu ár að ljúka sumum málum. Erlent 7.1.2007 20:51
Morðaldan rís hærra á Indlandi Aðskilnaðarsinnar í Assam héraði á Indlandi myrtu tíu manns í dag og hafa þá 67 fallið í valinn frá því þeir hófu árásir sínar, á föstudagskvöld. Hundruð hermanna og lögreglumanna gerðu í dag árásir á búðir þeirra í frumskóginum, í dag, og liðsauki hefur verið sendur til Assam. Erlent 7.1.2007 20:30
Wielgus sagði af sér erkibiskupstigninni Pólski biskupinn Stanislaw Wielgus, sem vígja átti sem erkibiskup Varsjárborgar í dag, sagði af sér embætti skömmu fyrir athöfnina. Mikil reiðialda hefur farið um Pólland eftir að í ljós kom að biskupinn var á sínum tíma á mála hjá leynilögreglu kommúnista. Erlent 7.1.2007 19:30
Hyggjast einkavæða olíuvinnsluna Íraska ríkisstjórnin, með aðstoð bandarískra embættismanna, er sögð vinna að setningu laga sem kveða á um að olíuvinnsla í landinu verði einkavædd. Slík lög gætu fært vestrænum olíufélögum einkaleyfi á olíuvinnslu í áratugi. Erlent 7.1.2007 19:00
Framdi morð í afbrýðiskasti Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra, í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. Erlent 7.1.2007 18:45
Ísraelar sagðir íhuga beitingu kjarnavopna Ísraelar eru sagðir æfa árásir á kjarnorkuvinnslustöðvar Írana með atómsprengjum til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram auðgun úrans. Ísraelsk stjórnvöld neituðu í dag að slíkt væri í bígerð en Íranar segjast munu hefna slíkra árása grimmilega. Erlent 7.1.2007 18:30
Vilja ekki senda fleiri hermenn til Íraks Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins sagði í dag að það verði skoðað nákvæmlega, ef Bush forseti ákveður að senda fleiri hermenn til Íraks. Hún gekk þó ekki svo langt að segja að þingið muni neita forsetanum um það fé sem til þarf. Erlent 7.1.2007 17:45
Aðstoðarmenn Saddams hengdir í næstu viku Tveir aðstoðarmenn Saddams Hussein verða teknir af lífi í næstu viku, að sögn talsmanns írösku ríkisstjórnarinnar. Þeir voru dæmdir til dauða ásamt Saddam, fyrir morðin á 148 sjía múslimum á áttunda áratugnum. Erlent 7.1.2007 16:35
Ísraelar neita áformum um kjarnorkuárás Ísraelska utanríkisráðuneytið neitar því að ísraelar hyggist gera kjarnorkuárás á kjarnorkuver í Íran, en hvorki forsætisráðherra né öryggismálaráðherra vilja tjá sig um frétt Sunday Times þess efnis. Íranar hóta hinsvegar grimmum hefndum ef Ísraelar gera árás. Erlent 7.1.2007 15:35
Efast um meiri hollustu lífrænnar ræktunar Landbúnaðarráðherra Bretlands segir að engar órækar sannanir séu fyrir því að lífrænt ræktuð matvæli séu hollari en önnur. Sala á lífrænt ræktuðum matvælum jókst um þrjátíu prósent í landinu á síðasta ári. Erlent 7.1.2007 14:40
Hitabeltissjúkdómar færast norðar Malaría er að breiðast út á Ítalíu, sem og aðrir hitabeltissjúkdómar að sögn ítölsku umhverfisstofnunarinnar Legambiente. Stofnunin segir að með hlýnandi loftslagi séu hitabeltissjúkdómar að færast norðureftir. Margir þessara sjúkdóma eru banvænir, til dæmis kostar malaría um eina milljón manna lífið árlega. Erlent 7.1.2007 14:22
Tuttugu látnir eftir fangauppreisn Tuttugu fangar létu lífið í miklum óeirðum í fangelsi í El Salvador í gær. Átökin hófust þegar nokkrir félagar í einni af klíkum fangelsins réðust á fangavörð og síðan á aðra fanga. Erlent 7.1.2007 14:00
100 högg fyrir hórdómsmyndir Íranskur maður hefur verið húðstrýktur opinberlega fyrir að taka af sér videomyndir í samförum við fjölda giftra kvenna. Bósinn mátti þola eitthundrað vandarhögg. Lögreglan frétti af ástarleikjum hans frá mönnum sem hann hafði sýnt myndirnar. Erlent 7.1.2007 13:55
Myrti fyrrverandi konu og börn í afbrýðisemi Karlmaður á fertugsaldri hefur viðurkennt að hafa banað fyrrverandi sambýliskonu sinni og tveimur börnum þeirra í bænum Sønderborg á Suður-Jótlandi í gær. Erlent 7.1.2007 13:45
Barak aftur í ísraelska pólitík Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns í verkamannaflokknum, gegn Amir Peretz, sem nú er formaður og varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Ehuds Olmerts. Peretz hefur hríðfallið í vinsældum eftir að hernum tókst ekki að ráða niðurlögum Hizbolla, í stríðinu í Líbanon. Erlent 7.1.2007 13:35