Erlent Hálf milljón flugsæta á útsölu British Airways ætlar að selja hálfa milljón flugsæta á útsölu til þess að vinna upp almenningsálit á fyrirtækinu eftir að verkfalli flugliða var frestað á síðustu stundu í vikunni. Hunduðum fluga var aflýst strax í síðustu viku en þau síðan sett aftur á áætlun með litlum fyrirvara eftir að samningar náðust. Erlent 31.1.2007 10:16 Skelfingu lostinn köttur á lyfjum Breskur köttur hefur verið settur á þunglyndislyf vegna eineltis sem hann er lagður í af öðrum köttum. Sérfræðingar segja að kötturinn Twiglet, 12 ára, þurfi einnig skapofsameðferð, en í reiði sinni bítur hann eigandann reglulega. Og hinn stutthærði, gráleiti Twiglet bætir á sig kílóum, af því að hann er of skelkaður til að fara út. Hann er orðinn rúm sjö kiló, en meðalþyngd katta eru fimm kiló. Erlent 31.1.2007 09:57 Hluti kjörstjórnar Bangladess segir af sér Fimm embættismenn úr kjörstjórn fyrir þingkosningar í Bangladess sögðu af sér í morgun, að því er talsmaður forsetaembættisins segir. Afsögn þessara fimm hefur verið ein aðalkrafa stjórnarandstöðunnar sem hefur staðið fyrir mótmælum og mannskæðum óeirðum í Dakka, höfuðborg landsins frá því fyrir jól. Erlent 31.1.2007 09:51 Ætluðu að hálshöggva hermann Átta manns sem handteknir voru í Birmingham í Bretlandi í morgun lögðu á ráðin um að ræna, pynta og hálshöggva hermann, eftir því sem SKY-fréttastofan segir frá. Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar hafði fylgst með fólkinu í hálft ár. Nánari upplýsinga er að vænta frá bresku lögreglunni sem er þessa stundina með blaðamannafund. Erlent 31.1.2007 09:15 Náðist ekki að safna í friðargæslu fyrir Sómalíu Leiðtogar Afríkusambandsins náðu ekki að fylla 8.000 manna friðargæslulið fyrir Sómalíu eins og til stóð. Helming vantar enn upp á, aðeins er vilyrði fyrir um 4.000 mönnum. Tveggja daga leiðtogafundi Afríkusambandsins lauk í gærkvöldi og skilaði hann litlum árangri í málefnum Sómalíu. Erlent 31.1.2007 09:00 26 þúsund fölsuð vegabréf Íraska sendiráðið í Stokkhólmi hefur gefið út 26 þúsund vegabréf á röngum forsendum til hælisleitenda í Svíþjóð og Noregi, að því er fram kemur í sænska blaðinu Metro. Málið komst upp þegar lögreglan í Osló afhjúpaði vegabréfafalsara. Erlent 31.1.2007 08:30 Hvarf fegurðardrottningar rannsakað Breskir rannsóknarlögreglumenn byrjuðu í gær að leita að vísbendingum um fyrrverandi fegurðardrottningu frá Brasilíu. Taiza Thomsen hringdi í foreldra sína fyrir fimm mánuðum síðan og sagðist þá vera í London. Þegar foreldrar hennar höfðu ekki heyrt frá henni mánuðum saman létu þeir brasilísku lögregluna vita, sem síðan gerði bresku lögreglunni viðvart. Erlent 31.1.2007 08:00 Lyfjafyrirtæki vill framleiða bóluefni gegn fuglaflensu Stærsta lyfjafyrirtæki Ástralíu, CSL, sótti í gær um leyfi til að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu. Fyrirtækið hefur gert tilraunir með bóluefni á fullorðnum Áströlum og segir niðurstöðurnar lofa góðu. Ef leyfið fæst væri hægt að byrja að framleiða bóluefnið innan sex vikna og framleiðslan yrði nógu hröð til þess að hægt væri að bólusetja alla áströlsku þjóðina, rúmar tuttugu milljónir, innan 6 mánuða. Erlent 31.1.2007 07:45 Bush sakaður um að leyna skjölum um loftslagsbreytingar Formaður þingnefndar í neðri deild Bandaríkjaþings sakaði í gær Bush Bandaríkjaforseta um að leyna skjölum um loftslagsbreytingar. Þá sakaði hann forsetann og samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu um að afvegaleiða umræðuna um hlýnun andrúmsloftsins. Erlent 31.1.2007 07:30 Fídel Kastró hressari Fídel Kastró Kúbuforseta fer batnandi. Á fyrstu myndbandsupptökunni sem birtist af honum í þrjá mánuði virðist hann vera að ná kröftum hægt og bítandi. Upptakan er frá fundi hans og Hugo Chavez, forseta Venesúela, á mánudag, þar sem vinirnir ræddu saman í tvo tíma. Erlent 31.1.2007 06:45 Kjúklingur með andarfit Kólumbískur bóndi keypti sér egg á dögunum, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kjúklingurinn sem kom úr egginu skartar sundfitjum að hætti anda. Líklega er að um stökkbreytingu sé að ræða. Erlent 30.1.2007 19:30 Microsoft kynnir nýtt stýrikerfi Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið kynnti í gær nýjustu kynslóð Windows-stýrikerfisins og hefur kerfinu verið gefið nafnið Vista. Búist er við að innan árs hafi yfir eitt hundrað milljónir tölvunotenda um allan heim tekið kerfið í sína notkun. Erlent 30.1.2007 19:00 Vopnahléið að mestu virt Allt hefur verið með kyrrum kjörum á Gaza-ströndinni í dag eftir að samkomulag náðist á milli stríðandi fylkinga um vopnahlé. Verslanir og skólar voru opnaðir á nýjan leik en starfsemi þeirra hefur legið niðri síðan á fimmtudaginn þegar sló í alvarlega brýnu á milli liðsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas forseta. Erlent 30.1.2007 18:45 Á fimmta tug pílagríma liggur í valnum Á fimmta tug pílagríma lét lífið í fjölmörgum árásum í nágrenni Bagdad í dag, um það leyti sem Ashura-trúarhátíð sjía stóð sem hæst. Þar af voru sjö skotnir til bana þegar þeir voru á leið með rútu frá hinni helgu borg Karbala. Erlent 30.1.2007 18:30 55 nunnur á flótta undan löggunni Fimmtíu og fimm grískar nunnur, úr tveimur klaustrum, eru farnar í felur eftir að prjónaverksmiðja sem þær stofnuðu, fór á hausinn. Klaustur þeirra, eru nú auð og yfirgefin og enginn veit hvar hinar skuldugu þernur Krists eru niðurkomnar. Erlent 30.1.2007 16:33 DNA til að finna skellinöðruþjóf Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í frönsku forsetakosningunum liggur undir ámæli fyrir það að lögreglan notaði bæði DNA prufur og fingraför til þess að hafa hendur í hári þjófa sem stálu skellinöðru frá einum sona hans. Sarkozy er innanríkisráðherra Frakklands og lögreglan heyrir undir hann. Erlent 30.1.2007 16:02 Grænlendingar vilja eiga olíuna einir Grænlendingar vilja eiga sína olíu óskipt, þegar og ef hún byrjar að streyma. Þeir telja ekki Dani eiga neitt tilkall til tekna af henni. Danir og Grænlendingar funda nú í hinni svokölluðu heimastjórnarnefnd, þar sem meðal annars er fjallað um efnahagsmál. Talið er að mikla olíu og önnur auðævi sé að finna á grænlenska landgrunninu. Erlent 30.1.2007 15:36 Vill girða Egyptaland af Varnarmálaráðherra Ísraels vill reisa girðingu á landamærunum við Egyptaland, til þess að koma í veg fyrir að palestinskir hryðjuverkamenn komist til Ísraels yfir Sínaí eyðimörkina. Aðstoðarmaður Amirs Peretz segir að hann hafi vakið máls á þessu eftir að þrír Gyðingar fórust í sprengjutilræði í hafnarborginni Eilat. Erlent 30.1.2007 14:39 Netníðingur fékk níu ár Erlent 30.1.2007 14:15 Fá ekki undanþágu frá samkynhneigðum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að kaþólska kirkjan fái enga ungaþágu frá nýjum lögum sem banna að samkynhneigðum sé mismunað í almennri þjónustu. Kirkjan fór fram á undanþágu fyrir ættleiðingarskrifstofur sínar, þar sem það samrýmist ekki trúnni að setja börn í fóstur hjá samkynhneigðum. Lögin taka gildi á þessu ári, þótt þau komi varla til framkvæmda fyrr en á því næsta. Erlent 30.1.2007 13:44 Vilja aflétta banni af Palestínumönnum Erlent 30.1.2007 13:28 Tók ekki linsurnar úr í heilt ár Fjarlægja þurfti augnlinsur úr kínverskum manni með uppskurði eftir að hann hafði þær í augunum í heilt ár. Liu sem er fertugur fékk linsur fyrir ári síðan. Hann tók þær ekki úr augunum, því honum fannst það erfitt. Þegar hann fann fyrir óþægindum notaði hann augndropa. Fyrir stuttu fannst honum sjónin vera að versna og brá þá á það ráð að kaupa nýjar linsur, sem hann setti yfir þær gömlu. Erlent 30.1.2007 13:11 Vantar helming upp á friðargæslulið í Sómalíu Fulltrúar ríkja Afríkusambandsins reyndu í dag að safna í friðargæslulið til að taka við af herliði Eþíópíumanna sem hjálpaði stjórnarher Sómalíu við að hrekja uppreisnarmenn á flótta. Markmiðið er að fá að lágmarki 8.000 hermenn til að gæta stöðugleikans í landinu en enn vantar helminginn upp á að það markmið náist. Erlent 30.1.2007 12:30 Aðalritari SÞ boðar til fundar um umhverfismál Ban ki-moon nýskipaður aðalritari Sameinuðu þjóðanna leggur nú drög að neyðarfundi í september á þessu ári. Þar mun helstu þjóðhöfðingjum heims verða stefnt saman til að ræða þau umhverfisvandmál sem steðja að heimurinn og leita leiða til að fylgja ákvæðum Kyoto-bókunnarinnar um hækkum hitastigs jarðar. Erlent 30.1.2007 12:08 "Bleika mjólkurvandamálið" leyst Bónda á Jersey í Bretlandi brá heldur betur í brún þegar kýrnar hans fóru allt í einu að framleiða bleika mjólk. Í ljós kom að eftir að bóndinn Peter Houghuez fór að gefa þeim gulrætur með heyinu, litaðist mjólkin. Peter brá þá á það ráð að gefa þeim hvítar gulrætur í staðinn sem hann keypti frá Frakklandi. Í dagblaðinu Metro sagði bóndinn að kýrnar væru "brjálaðar í gulrætur." Erlent 30.1.2007 11:50 Níu ára sjónvarpskokkur í Kína Níu ára gömul stúlka frá Shanghai í Kína er með sinn eigin matreiðsluþátt í sjónvarpi. Shi Yulan er auk þess að skrifa sína fyrstu matreiðslubók, en samkvæmt dagblaðinu Qianjiang Evening News hefur hún unnið í eldhúsinu heima hjá sér frá því hún gat staðið í lappirnar. Shi segist hafa hjálpað mömmu sinni í eldhúsinu frá því hún var tveggja ára með því að þvo leirtau. Erlent 30.1.2007 11:39 Manchester fær spilavítið Manchester hefur unnið keppnina um að fá að reisa fyrsta stóra spilavítið í Bretlandi, í anda spilaborgarinnar Las Vegas. Fréttirnar eru reiðarslag fyrir gímaldið Þúsaldarhöllina á suðurbakka Thames-árinnar í London og Blackpool-bæ sem einnig vildu hýsa spilavélar og peningaplokkara. Erlent 30.1.2007 11:27 Svíar opna sýndarsendiráð Svíþjóð verður fyrsta landið til að opna sýndarsendiráð í tölvuleiknum Second Life. Nokkur stórfyrirtæki hafa þegar opnað útibú í sýndarheimnum þar sem rúmlega þrjár milljónir spilara eyða stórum hluta af sínum frítíma, eða jafnvel öllum sínum tíma. Erlent 30.1.2007 11:08 Mannskæðar sprengjuárásir á sjíahátíð Þrátt fyrir mikla öryggisgæslu víðast hvar þar sem sjíamúslimar halda upp á asjúradaginn, þá hafa þegar orðið mannskæðar nokkrar árásir í Írak, þangað sem pílagrímar flykkjast þessa dagana, þrátt fyrir ótryggt ástand í landinu. 32 pílagrímar hafa látist í tveimur öflugum sprengjuárásum með klukkutíma millibili norðaustur af Bagdad í morgun. Erlent 30.1.2007 10:05 Svakaleg sótthreinsun Erlent 30.1.2007 10:04 « ‹ ›
Hálf milljón flugsæta á útsölu British Airways ætlar að selja hálfa milljón flugsæta á útsölu til þess að vinna upp almenningsálit á fyrirtækinu eftir að verkfalli flugliða var frestað á síðustu stundu í vikunni. Hunduðum fluga var aflýst strax í síðustu viku en þau síðan sett aftur á áætlun með litlum fyrirvara eftir að samningar náðust. Erlent 31.1.2007 10:16
Skelfingu lostinn köttur á lyfjum Breskur köttur hefur verið settur á þunglyndislyf vegna eineltis sem hann er lagður í af öðrum köttum. Sérfræðingar segja að kötturinn Twiglet, 12 ára, þurfi einnig skapofsameðferð, en í reiði sinni bítur hann eigandann reglulega. Og hinn stutthærði, gráleiti Twiglet bætir á sig kílóum, af því að hann er of skelkaður til að fara út. Hann er orðinn rúm sjö kiló, en meðalþyngd katta eru fimm kiló. Erlent 31.1.2007 09:57
Hluti kjörstjórnar Bangladess segir af sér Fimm embættismenn úr kjörstjórn fyrir þingkosningar í Bangladess sögðu af sér í morgun, að því er talsmaður forsetaembættisins segir. Afsögn þessara fimm hefur verið ein aðalkrafa stjórnarandstöðunnar sem hefur staðið fyrir mótmælum og mannskæðum óeirðum í Dakka, höfuðborg landsins frá því fyrir jól. Erlent 31.1.2007 09:51
Ætluðu að hálshöggva hermann Átta manns sem handteknir voru í Birmingham í Bretlandi í morgun lögðu á ráðin um að ræna, pynta og hálshöggva hermann, eftir því sem SKY-fréttastofan segir frá. Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar hafði fylgst með fólkinu í hálft ár. Nánari upplýsinga er að vænta frá bresku lögreglunni sem er þessa stundina með blaðamannafund. Erlent 31.1.2007 09:15
Náðist ekki að safna í friðargæslu fyrir Sómalíu Leiðtogar Afríkusambandsins náðu ekki að fylla 8.000 manna friðargæslulið fyrir Sómalíu eins og til stóð. Helming vantar enn upp á, aðeins er vilyrði fyrir um 4.000 mönnum. Tveggja daga leiðtogafundi Afríkusambandsins lauk í gærkvöldi og skilaði hann litlum árangri í málefnum Sómalíu. Erlent 31.1.2007 09:00
26 þúsund fölsuð vegabréf Íraska sendiráðið í Stokkhólmi hefur gefið út 26 þúsund vegabréf á röngum forsendum til hælisleitenda í Svíþjóð og Noregi, að því er fram kemur í sænska blaðinu Metro. Málið komst upp þegar lögreglan í Osló afhjúpaði vegabréfafalsara. Erlent 31.1.2007 08:30
Hvarf fegurðardrottningar rannsakað Breskir rannsóknarlögreglumenn byrjuðu í gær að leita að vísbendingum um fyrrverandi fegurðardrottningu frá Brasilíu. Taiza Thomsen hringdi í foreldra sína fyrir fimm mánuðum síðan og sagðist þá vera í London. Þegar foreldrar hennar höfðu ekki heyrt frá henni mánuðum saman létu þeir brasilísku lögregluna vita, sem síðan gerði bresku lögreglunni viðvart. Erlent 31.1.2007 08:00
Lyfjafyrirtæki vill framleiða bóluefni gegn fuglaflensu Stærsta lyfjafyrirtæki Ástralíu, CSL, sótti í gær um leyfi til að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu. Fyrirtækið hefur gert tilraunir með bóluefni á fullorðnum Áströlum og segir niðurstöðurnar lofa góðu. Ef leyfið fæst væri hægt að byrja að framleiða bóluefnið innan sex vikna og framleiðslan yrði nógu hröð til þess að hægt væri að bólusetja alla áströlsku þjóðina, rúmar tuttugu milljónir, innan 6 mánuða. Erlent 31.1.2007 07:45
Bush sakaður um að leyna skjölum um loftslagsbreytingar Formaður þingnefndar í neðri deild Bandaríkjaþings sakaði í gær Bush Bandaríkjaforseta um að leyna skjölum um loftslagsbreytingar. Þá sakaði hann forsetann og samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu um að afvegaleiða umræðuna um hlýnun andrúmsloftsins. Erlent 31.1.2007 07:30
Fídel Kastró hressari Fídel Kastró Kúbuforseta fer batnandi. Á fyrstu myndbandsupptökunni sem birtist af honum í þrjá mánuði virðist hann vera að ná kröftum hægt og bítandi. Upptakan er frá fundi hans og Hugo Chavez, forseta Venesúela, á mánudag, þar sem vinirnir ræddu saman í tvo tíma. Erlent 31.1.2007 06:45
Kjúklingur með andarfit Kólumbískur bóndi keypti sér egg á dögunum, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kjúklingurinn sem kom úr egginu skartar sundfitjum að hætti anda. Líklega er að um stökkbreytingu sé að ræða. Erlent 30.1.2007 19:30
Microsoft kynnir nýtt stýrikerfi Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið kynnti í gær nýjustu kynslóð Windows-stýrikerfisins og hefur kerfinu verið gefið nafnið Vista. Búist er við að innan árs hafi yfir eitt hundrað milljónir tölvunotenda um allan heim tekið kerfið í sína notkun. Erlent 30.1.2007 19:00
Vopnahléið að mestu virt Allt hefur verið með kyrrum kjörum á Gaza-ströndinni í dag eftir að samkomulag náðist á milli stríðandi fylkinga um vopnahlé. Verslanir og skólar voru opnaðir á nýjan leik en starfsemi þeirra hefur legið niðri síðan á fimmtudaginn þegar sló í alvarlega brýnu á milli liðsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas forseta. Erlent 30.1.2007 18:45
Á fimmta tug pílagríma liggur í valnum Á fimmta tug pílagríma lét lífið í fjölmörgum árásum í nágrenni Bagdad í dag, um það leyti sem Ashura-trúarhátíð sjía stóð sem hæst. Þar af voru sjö skotnir til bana þegar þeir voru á leið með rútu frá hinni helgu borg Karbala. Erlent 30.1.2007 18:30
55 nunnur á flótta undan löggunni Fimmtíu og fimm grískar nunnur, úr tveimur klaustrum, eru farnar í felur eftir að prjónaverksmiðja sem þær stofnuðu, fór á hausinn. Klaustur þeirra, eru nú auð og yfirgefin og enginn veit hvar hinar skuldugu þernur Krists eru niðurkomnar. Erlent 30.1.2007 16:33
DNA til að finna skellinöðruþjóf Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í frönsku forsetakosningunum liggur undir ámæli fyrir það að lögreglan notaði bæði DNA prufur og fingraför til þess að hafa hendur í hári þjófa sem stálu skellinöðru frá einum sona hans. Sarkozy er innanríkisráðherra Frakklands og lögreglan heyrir undir hann. Erlent 30.1.2007 16:02
Grænlendingar vilja eiga olíuna einir Grænlendingar vilja eiga sína olíu óskipt, þegar og ef hún byrjar að streyma. Þeir telja ekki Dani eiga neitt tilkall til tekna af henni. Danir og Grænlendingar funda nú í hinni svokölluðu heimastjórnarnefnd, þar sem meðal annars er fjallað um efnahagsmál. Talið er að mikla olíu og önnur auðævi sé að finna á grænlenska landgrunninu. Erlent 30.1.2007 15:36
Vill girða Egyptaland af Varnarmálaráðherra Ísraels vill reisa girðingu á landamærunum við Egyptaland, til þess að koma í veg fyrir að palestinskir hryðjuverkamenn komist til Ísraels yfir Sínaí eyðimörkina. Aðstoðarmaður Amirs Peretz segir að hann hafi vakið máls á þessu eftir að þrír Gyðingar fórust í sprengjutilræði í hafnarborginni Eilat. Erlent 30.1.2007 14:39
Fá ekki undanþágu frá samkynhneigðum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að kaþólska kirkjan fái enga ungaþágu frá nýjum lögum sem banna að samkynhneigðum sé mismunað í almennri þjónustu. Kirkjan fór fram á undanþágu fyrir ættleiðingarskrifstofur sínar, þar sem það samrýmist ekki trúnni að setja börn í fóstur hjá samkynhneigðum. Lögin taka gildi á þessu ári, þótt þau komi varla til framkvæmda fyrr en á því næsta. Erlent 30.1.2007 13:44
Tók ekki linsurnar úr í heilt ár Fjarlægja þurfti augnlinsur úr kínverskum manni með uppskurði eftir að hann hafði þær í augunum í heilt ár. Liu sem er fertugur fékk linsur fyrir ári síðan. Hann tók þær ekki úr augunum, því honum fannst það erfitt. Þegar hann fann fyrir óþægindum notaði hann augndropa. Fyrir stuttu fannst honum sjónin vera að versna og brá þá á það ráð að kaupa nýjar linsur, sem hann setti yfir þær gömlu. Erlent 30.1.2007 13:11
Vantar helming upp á friðargæslulið í Sómalíu Fulltrúar ríkja Afríkusambandsins reyndu í dag að safna í friðargæslulið til að taka við af herliði Eþíópíumanna sem hjálpaði stjórnarher Sómalíu við að hrekja uppreisnarmenn á flótta. Markmiðið er að fá að lágmarki 8.000 hermenn til að gæta stöðugleikans í landinu en enn vantar helminginn upp á að það markmið náist. Erlent 30.1.2007 12:30
Aðalritari SÞ boðar til fundar um umhverfismál Ban ki-moon nýskipaður aðalritari Sameinuðu þjóðanna leggur nú drög að neyðarfundi í september á þessu ári. Þar mun helstu þjóðhöfðingjum heims verða stefnt saman til að ræða þau umhverfisvandmál sem steðja að heimurinn og leita leiða til að fylgja ákvæðum Kyoto-bókunnarinnar um hækkum hitastigs jarðar. Erlent 30.1.2007 12:08
"Bleika mjólkurvandamálið" leyst Bónda á Jersey í Bretlandi brá heldur betur í brún þegar kýrnar hans fóru allt í einu að framleiða bleika mjólk. Í ljós kom að eftir að bóndinn Peter Houghuez fór að gefa þeim gulrætur með heyinu, litaðist mjólkin. Peter brá þá á það ráð að gefa þeim hvítar gulrætur í staðinn sem hann keypti frá Frakklandi. Í dagblaðinu Metro sagði bóndinn að kýrnar væru "brjálaðar í gulrætur." Erlent 30.1.2007 11:50
Níu ára sjónvarpskokkur í Kína Níu ára gömul stúlka frá Shanghai í Kína er með sinn eigin matreiðsluþátt í sjónvarpi. Shi Yulan er auk þess að skrifa sína fyrstu matreiðslubók, en samkvæmt dagblaðinu Qianjiang Evening News hefur hún unnið í eldhúsinu heima hjá sér frá því hún gat staðið í lappirnar. Shi segist hafa hjálpað mömmu sinni í eldhúsinu frá því hún var tveggja ára með því að þvo leirtau. Erlent 30.1.2007 11:39
Manchester fær spilavítið Manchester hefur unnið keppnina um að fá að reisa fyrsta stóra spilavítið í Bretlandi, í anda spilaborgarinnar Las Vegas. Fréttirnar eru reiðarslag fyrir gímaldið Þúsaldarhöllina á suðurbakka Thames-árinnar í London og Blackpool-bæ sem einnig vildu hýsa spilavélar og peningaplokkara. Erlent 30.1.2007 11:27
Svíar opna sýndarsendiráð Svíþjóð verður fyrsta landið til að opna sýndarsendiráð í tölvuleiknum Second Life. Nokkur stórfyrirtæki hafa þegar opnað útibú í sýndarheimnum þar sem rúmlega þrjár milljónir spilara eyða stórum hluta af sínum frítíma, eða jafnvel öllum sínum tíma. Erlent 30.1.2007 11:08
Mannskæðar sprengjuárásir á sjíahátíð Þrátt fyrir mikla öryggisgæslu víðast hvar þar sem sjíamúslimar halda upp á asjúradaginn, þá hafa þegar orðið mannskæðar nokkrar árásir í Írak, þangað sem pílagrímar flykkjast þessa dagana, þrátt fyrir ótryggt ástand í landinu. 32 pílagrímar hafa látist í tveimur öflugum sprengjuárásum með klukkutíma millibili norðaustur af Bagdad í morgun. Erlent 30.1.2007 10:05