Erlent

Bretar fækka um 1.500 hermenn í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tilkynnti rétt í þessu að breskum hermönnum yrði fækkað um 1.600 á næstu mánuðum. Sem stendur eru 7.100 breskir hermenn í Írak.

Erlent

Istanbúl: Íbúðarhús hrundi

Minnst 2 týndu lífi og hátt í 30 slösuðust þegar 5 hæða íbúðarhús hrundi í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Yfirvöld í borginni segja lélegum frágangi við bygginguna um að kenna en engar frekari skýringar hafa fengist á því af hverju húsið hrundi. Talið er að allir sem voru í húsinu og lifðu hafi verið fluttir á sjúkrahús og enga sé að finna í rústunum.

Erlent

Danir frá Írak fyrir lok júlí

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti rétt í þessu að allir danskir hermenn verði farnir frá Írak áður en ágúst gengur í garð. Alls eru 470 danskir hermenn þar núna. Níu manna þyrlusveit verður þó áfram í landinu.

Erlent

Græddu HIV-smituð líffæri í sjúklinga

Ítalskir læknar græddu óvart líffæri úr eyðnismituðum líffæragjafa í heilbrigt fólk. Alls fengu þrír sjúklingar líffæri úr konunni. Um tvö nýru og lifur var að ræða. Læknar segja miklar líkur á því að líffæraþegarnir eigi eftir að smitast af HIV.

Erlent

Heimkvaðning hermanna undirbúin

Búist er við að Danir og Bretar tilkynni í dag um heimkvaðningu hermanna frá Írak. Áætlað er að Blair forsætisráðherra tilkynni að brottflutningur breskra hermanna hefjist innan örfárra vikna og að forsætisráðherra Dana útlisti áætlun sína á blaðamannafundi síðdegis.

Erlent

Geta skotið kjarnasprengjum á Japan og S-Kóreu

Norður-Kórea getur framleitt kjarnorkusprengjur sem hægt er að setja á eldflaugar sem ná bæði til Kóreu og Japans, samkvæmt skýrslu bandarískra sérfræðinga, sem Reuters fréttastofan hefur komið yfir. Bandaríkjamennirnir heimsóttu kjarnorkuver Norður-Kóreu norðan við höfuðborgina Pyongyang, og segja að norðamenn hafi framleitt nóg plútóníum fyrir fimm til tólf kjarnorkusprengjur.

Erlent

Blair brýnir Abbas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna mun í dag eiga fund með Tony Blair, í Lundúnum, þar sem breski forsætisráðherrann mun leggja áherslu á að hin nýmyndaða þjóðstjórn Palestínumanna verði að fara að kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna Ísraelsríki og láta af ofbeldisverkum. Abbas er á ferð um Evrópu til þess að afla stjórninni fylgis.

Erlent

Danskir hermenn heim frá Írak

Búist er við að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, tillkynnti í dag að Danir muni fara að dæmi Breta og kalla heim einhvern hluta hermanna sinna frá Írak. Danska fréttastofan Ritzau segir ekki hversu margir hermenn verði kvaddir heim, eða hvenær.

Erlent

Viðgerð að ljúka á hvalveiðiskipi

Viðgerðum er að ljúka á móðurskipi japanska hvalveiðiflotans sem hefur rekið vélarvana á Suður-Íshafinu eftir mikinn eldsvoða síðastliðinn fimmtudag. Einn skipverji fórst í eldinum. Skipstjóri hvalveiðiskipsins hafnaði aðstoð frá skipi Grænfriðunga sem buðust til að draga það til hafnar. Skip Grænfriðunga var á þessu svæði til þess að trufla hvalveiðar Japana.

Erlent

Britney farin í meðferð

Britney spears er farin í meðferð. Hún skráði sig sjálfviljug í meðferð í gær eftir að fjölskyldumeðlimir biðluðu til hennar að breyta um lífsstíl. Hin 25 ára poppstjarna hefur lifað viltu líferni síðan hún skildi við eiginmann sinn, Kevin Federline. Hörð forræðisbarátta hefur verið á milli þeirra og svo virðist sem það hafi tekið toll sinn á Britney.

Erlent

Mugabe ætlar ekki að segja af sér

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur þvertekið fyrir að hann ætli að segja af sér. Mugabe, sem er orðinn 83 ára gamall, hefur verið gagnrýndur vegna óðaverðbólgu sem nú er í landinu. Í síðustu viku náði hún sextán hundruð prósentum.

Erlent

Íranar segja samninga einu leiðina

Aðalsamningamaður Írana, Ali Larijani, segir að Íranar hafi ekki áhyggjur af því að vesturlönd eigi eftir að beita hörðu í kjarnorkudeilunni. Eftir fund með Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í gær sagði Larjani að eina leiðin til þess að leysa deiluna væri samningaleiðin. Frestur sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Írönum til þess að hætta auðgun úrans rennur út eftir nokkrar klukkustundir og búist er við því að refsiaðgerðir hefjist þá þegar.

Erlent

Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak

Búist er við að Tony Blair forsætisráðherra Bretlands tilkynni í dag að flutningur herliðs Breta frá Írak hefjist innan nokkurra vikna. Samkvæmt áætlun Blairs munu fyrstu 1.500 hermennirnir úr 7.100 manna liði þeirra í Írak snúi heim á næstu vikum. Danir tilkynna líklega eftir hádegið um viðlíka heimkvaðningu danskra hermanna.

Erlent

Til í að hætta ef aðrir hætta

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segir að Íranar geti vel hugsað sér að hætta auðgun úrans til þess að viðræður geti hafist, en þá verða líka Bandaríkjamenn og aðrir sem biðja um slíkar viðræður að gera slíkt hið sama og hætta að auðga úran.

Erlent

Dani misnotaði dætur sínar

Tæplega fimmtugur Dani sem játaði að hafa misnotað tvær ungar dætur sínar og neytt aðra þeirra til vændis var dæmdur í tíu ára fangelsi í gær. Stúlkurnar eru níu og tólf ára gamlar.

Erlent

Eitt símanúmer fyrir foreldra

Foreldrar sem búa í ríkjum Evrópusambandsins (ESB) munu geta hringt í eitt símanúmer sem er fyrir allt svæðið til að tilkynna um týnd börn sín, gangi áform um þetta eftir. Ókeypis verður að hringja í símanúmerið 116000 og mun þessi þjónusta líklega hefjast í sumar, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Erlent

Segir Rússa vilja ítök

Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands, sagðist í gær telja að andstöðu Rússa við áform Bandaríkjamanna um að koma upp búnaði fyrir eldflaugavarnakerfi sitt í Póllandi megi rekja til vona ráðamanna í Moskvu um að endurheimta fyrri ítök í landinu.

Erlent

Skipuleggur árásir á Íran

Yfirstjórn Bandaríkjahers í Flórída hefur gert áætlanir um hvernig staðið skuli að loftárásum á Íran, yrði ákvörðun tekin um að ráðast á landið. Bandaríkjastjórn ítrekar þó að engin áform séu uppi að svo stöddu um árásir á Íran.

Erlent

Niðurlægður vegna þyngdar

Franskur maður hefur höfðað mál gegn flugfélaginu Air France fyrir að hafa niðurlægt hann með því að neyða hann til að kaupa tvo flugmiða á þeim grundvelli að hann væri of feitur fyrir eitt sæti og var það tekið fyrir í rétti í gær. Jauffret sagðist hafa verið niðurlægður þegar starsfólk mældi breidd hans frammi fyrir öðrum farþegum.

Erlent

Hátíðahöld í marga daga

Hátíðahöld í tilefni af sjötugsafmæli Haralds V Noregskonungs hefjast í Ósló í dag, en þau munu ná hámarki með veislu um helgina. Í hana er boðið meira en 50 konungum, drottningum, öðru tiginbornu fólki og kjörnum þjóðhöfðingjum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður á meðal gesta.

Erlent

Litla kraftaverkabarnið heim með móður sinni

Amillia Taylor var útskrifuð í gær af sjúkrahúsi í Miami þar sem hún fæddist fyrir fjórum mánuðum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu, fimm og hálfan mánuð, og er hún talin yngsti fyrirburi í heimi sem hefur lifað af svo stuttan meðgöngutíma. BBC greindi frá þessu á fréttavef sínum.

Erlent

Rice og Abbas á faraldsfæti

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, voru sitt í hvoru lagi á ferð í Jórdaníu í gær til að ræða við þarlenda ráðamenn um samkomulag Hamas- og Fatah-hreyfinga Palestínumanna um myndun þjóðstjórnar.

Erlent

Erfiðlega gengur að gangsetja

Ekki hafði enn tekist að ræsa vélarnar í stóru japönsku hvalveiðiskipi, Nisshin Maru, í gær en eldur kom upp í skipinu við Suðurskautslandið á föstudaginn í síðustu viku. Um 70 manns úr áhöfn skipsins eru enn um borð.

Erlent

Draga verulega úr útblæstri

Umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að aðildarríkjunum verði gert að draga úr útblæstri koltvísýrings um 20 prósent til ársins 2020. Enn fremur eru þeir reiðubúnir að draga úr útblæstrinum um 30 prósent ef önnur iðnríki gera slíkt hið sama.

Erlent

Öryggi ábótavant í lestum

Tveir menn sem lögreglan á Indlandi grunar um að hafa staðið fyrir sprengjutilræðinu í lest á leið til Pakistan á sunnudaginn fengu að stökkva frá borði tuttugu mínútum áður en sprengingin varð. Lögregla sendi fjölmiðlum í gær myndir af hinum grunuðu.

Erlent

Breskt herlið frá Írak

Búist er við að Tony Blair forsætisráðherra Breta tilkynni á morgun að flutningur herliðs Breta frá Írak hefjist innan nokkurra vikna. Þetta kemur fram á BBC og í öðrum breskum fjölmiðlum í dag. Áætlun Blairs er að fyrstu 1.500 hermennirnir úr 7.100 manna liði þeirra í Írak snúi heim á næstu vikum.

Erlent

Eiturgas umlukti heilan bæ

Sex létust og tugir urðu fyrir eituráhrifum þegar tankbíll fullur af klór sprakk við veitingastað í bænum Taji í Írak í dag. Eiturgas umlukti bæinn sem er 20 km norður af höfuðborginni Baghdad. Tölur látinna voru á reiki, fyrstu tölur sögðu fimm látna og 148 sem orðið hefðu fyrir eitrun. Alls létust 20 manns í landinu í dag í nokkrum tilfellum, meðal annars í Baghdad.

Erlent