Erlent

S-Kórea: Varnarmálaráðherrann segir af sér

Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu sagði af sér í dag en hann hefur setið undir gagnrýni um að hafa ekki brugðist nægilega hart við því þegar Norður-Kóreumenn hófu stórskotaliðsárás á eyju sem tilheyrir Suður-Kóreu. Forseti landsins ætlar að tilkynna um arftaka ráðherrans á morgun.

Erlent

Akademíur staðfesta hlýnun jarðar

Þrjár af virtustu vísindaakademíum heims hafa komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsvísindamenn hafi rétt fyrir sér þegar þeir halda því fram að hlýnun jarðar sé staðreynd og að maðurinn eigi þar stærsta þáttinn.

Erlent

Fullveldi ekki rofið með ESB

Stjórnlagadómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lissabonsáttmáli Evrópusambandsins brjóti ekki í bága við stjórnarskrá Póllands.

Erlent

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Pujiono Cahyo Widianto, 46 ára múslimaklerkur í Semarang á Indónesíu, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. Widianto bauð þúsundum manna í brúðkaup sitt og stúlkunnar árið 2008. Hann sagðist þá ekki ætla að sofa hjá eiginkonu sinni fyrr en hún yrði kynþroska.

Erlent

Lögreglumenn slasaðir eftir mótmæli stúdenta

Tveir lögreglumenn hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir mótmælaaðgerðir stúdenta í Lundúnum. Talið er að annar þeirra sé handleggsbrotinn og hinn fótbrotinn. Tugþúsundir stúdenta hafa mótmælt víðsvegar um Bretland, þar á meðal í Lundúnum, Bristol, Birmingham, Glasgow, Manchester, Cambridge og Brighton.

Erlent

Læstist inni á baðherbergi í 20 daga

Eldri konu í París var bjargað á dögunum en hún hafði setið föst inni á baðherbergi sínu í heila 20 daga. Baðherbergishurðin læstist og þar sem herbergið er gluggalaust átti hún engin ráð með að láta vita af sér.

Erlent

Herir Kóreuríkjanna enn í viðbragðsstöðu

Herir Kóreuríkjanna eru enn í viðbragðsstöðu og bandarískt flugmóðurskip er á leiðinni þangað ásamt fylgdarskipum. Bandaríska flotadeildin mun hefja æfingar með suður-kóreska flotanum. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ítrekaði enn í dag að Bandaríkin muni standa við skuldbindingar sínar um að verja Suður-Kóreu fyrir öllum árásum.

Erlent

Flugmóðurskip á leið til Kóreuskaga

Bandaríska flugmóðurskipið George Washington er á leið að Kóreuskaga ásamt fjölmörgum beitiskipum, tundurspillum og freigátum. Flotadeildin mun taka þátt í heræfingum með flota Suður-Kóreu.

Erlent

Íbúar flúðu í ofboði

Bandaríkin fordæmdu árás Norður-Kóreumanna í gær. Robert Gibbs, blaðafulltrúi Hvíta hússins, skoraði á Norður-Kóreu að láta af árásum og sagði Bandaríkin staðráðin í að verja Suður-Kóreu. Bandaríkin eru með nærri 30 þúsund hermenn í Suður-Kóreu.

Erlent

Björgunarsveitarmenn fundu hjálm

Björgunarsveitarmenn fundu í kvöld hjálm sem tilheyrði einum af námuverkamönnunum 29 sem saknað hefur verið frá því á föstudag þegar sprenging varð í námu í Nýja Sjálandi.

Erlent

Mikilvægt að svara með afgerandi hætti

Herir Kóreuríkjanna eru báðir í viðbragðsstöðu fyrir frekari bardaga. Ef til þeirra kemur er óttast að þeir fari fljótlega úr böndunum. Forseti Suður-Kóreu segir mikilvægt að svara með afgerandi hætti.

Erlent

Sólbrunnir hvalir á Kaliforníuflóa

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hvalir sólbrenni og að það sé vaxandi vandamál. Vísindamenn frá Bretlandi og Mexíkó fylgdust með og gerðu rannsóknir á 156 hvölum á Kaliforníuflóa.

Erlent

Barnabarn Yoda ?

Í frásögn Fox fréttastofunnar af þessum atburði er ekki getið um hvort stúlkan sem þar kemur við sögu er frá "Vetrarbraut langt, langt í burtu."

Erlent

Drukknir á flandri með kjarnorkuvopn

Opinberir starfsmenn sem sjá um flutninga á kjarnorkuvopnum innan Bandaríkjanna komu á tveggja ára tímabili sextán sinnum við sögu lögreglunnar vegna áfengisneyslu að sögn orkumálaráðuneytis landsins.

Erlent

Þrettán ára neydd í hjónaband í Noregi

Tvennir foreldrar og karlmaður á þrítugsaldri eru fyrir rétti í Osló sökuð um að hafa neytt þrettán ára telpu til þess að giftast manninum, sem er frændi hennar. Hann er einnig sakaður um að hafa margnauðgað henni.

Erlent

Konunglegt brúðkaup í apríl

Vilhjálmur erfðaprins ætlar að kvænast unnustu sinni Kate Middleton þann 29. apríl á næsta ári. Konungsfjölskyldan tilkynnti um þetta í morgun en athöfnin fer fram í Westminster Abbey í London.

Erlent