Erlent

Mamma Julian Assange er áhyggjufull

Móðir Julians Assange, stofnanda Wikileaks, er miður sín yfir árásum á son sinn og segir margt af því sem skrifað er um hann í fjölmiðlum sé ekki rétt. „Hann er sonur minn og ég elska hann, og auðvitað vil ég ekki að hann sé eltur uppi og settur í fangelsi," segir móðir hans, Christine Assange, í samtali við ástralska útvarpsstöð. Christine býr í Queensland þar sem hún rekur brúðuleikhús.

Erlent

Amnesty fordæmir aftöku Shahla Jahed

Amnesty International fordæmir aftöku Shahla Jahed, sem fram fór í Teheran í morgun. Samtökin gagnrýna írönsk yfirvöld harðlega fyrir að taka hana af lífi. Amnesty International telur miklar líkur á að ákæran á hendur henni hafi ekki átt við rök að styðjast. Dauðarefsingar eru ómannúðlegar og aldrei réttlætanlegar.

Erlent

Fundinn?

Bloggheimar standa nú í björtu báli eftir að Geimferðastofnun Bandaríkjanna boðaði til blaðamannafundar þar sem ræða á um: „Stjarn-lífeðlisfræðilega uppgötvun sem mun hafa áhrif á leit að sönnunum fyrir lífi í geimnum."

Erlent

Medvedev varar við nýju vopnakapphlaupi

Rússland, AP Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti lagði í stefnuræðu sinni þetta árið sérstaka áherslu á nauðsyn þess að rússneskum stjórnvöldum tækist að semja við Vesturlönd um sameiginlegar eldflaugavarnir.

Erlent

Mótmæli snerust upp í átök í Róm

Mótmæli námsmanna í Róm snerust í gær um stund upp í harkaleg átök við lögreglu, sem beitti táragasi á mótmælendur, sem köstuðu eggjum, tómötum og reyksprengjum í lögregluna.

Erlent

Time tilnefnir Assange mann ársins

Þótt Julian Assange, stofnandi lekasíðunnar Wikileaks, reyni að halda sér fjarri sviðsljósinu meðan fjölmiðlar fjalla um efni lekanna hefur persóna hans engu að síður verið til umfjöllunar nú, rétt eins og fyrr þegar mikilvægar upplýsingar sem áttu að fara leynt hafa verið gerðar opinberar.

Erlent

Vill myrða stofnanda WikiLeaks

Ráðgjafi forsætisráðherra Kanada hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali að réttast væri að myrða stofnanda WikiLeaks vefsíðunnar.

Erlent

Shahla Jahled hengd í nótt

Írönsk kona var hengd í nótt í Teheran en hún var sökuð um að hafa myrt eiginkonu frægs fótboltamanns. Shahla Jahled hefur setið í fangelsi í níu ár fyrir morðið en mannréttindasamtök víða um heim höfðu barist fyrir málstað hennar.

Erlent

Fannfergi á Bretlandi

Mikil snjókoma hefur enn á ný sett allar samgöngur úr skorðum á Bretlandseyjum í morgun. Langar bílaraðir hafa myndast á hraðbrautum, flugvöllum hefur verið lokað og lestum seinkað. Veðurfræðingar gera ráð fyrir áframhaldandi snjókomu um mestan hluta Englands, Skotlands og Wales. Mestri snjókomu í dag er spáð í London og í Skotlandi. Gatwcick flugvöllur er lokaður fram að hádegi hið minnsta og búist er við því að flugvöllurinn í Edinborg opni ekki fyrr en seinnipartinn.

Erlent

Myrti ellefu gamalmenni á elliheimili

Maður sem starfaði á elliheimili á Spáni hefur viðurkennt að hafa myrt ellefu vistmenn heimilisins. Maðurinn sem er 45 ára gamall sprautaði fólkið með of stórum insúlínskömmtum eða neyddi það til þess að drekka klór.

Erlent

Konur byggðar til að tala skýrt

Bart de Boer, vísindamaður við Háskólann í Amsterdam, heldur því fram að talfæri kvenna séu sérlega vel hönnuð til þess að tala skýrt. Talfæri karla henti ekki jafnvel til þess að koma frá sér skýru máli. Talfæri apa séu þó sýnu óhentugust.

Erlent

Kínastjórn vill sameiningu Kóreuríkja

Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti.

Erlent

Hryllilegur morðvettvangur var leikmynd í hryllingsmynd

Lögreglan í Pittsburgh í Bandaríkjunum var kölluð að hóteli í borginni en þar virtist hafa verið framið hrottalegt morð. Í einu herbergjanna voru blóðslettur upp um alla veggi og höfuðleður lá á gólfinu. Málið var stórt og lögreglustjóri borgarinnar mætti á vettvang og lýsti því fyrir blaðamönnum að um væri að ræða hræðilegustu aðkomu sem hann hefði séð á sínum langa ferli sem spannaði 35 ár.

Erlent

Lesbískar Barbídúkkur á umdeildu dagatali

Framleiðendur Barbí eru æfir og ætla að lögsækja listamenn sem búið hafa til dagatal með nektarmyndum af Barbídúkkum í lesbískum ástarlotum. Argentínsku listamennirnir Breno Costa and Guilherme Souza segjast hafa unnið dagatalið í samvinnu við leikfangaframleiðandann Matcbox sem er í eigu framleiðenda Barbí, Matell.

Erlent

Telja Picasso verkin stolin

Fjölskylda Pablos Picasso hefur höfðað mál á hendur rafvirkja sem skaut upp kollinum með 271 áður óséð verk eftir listamanninn.

Erlent

Bannað að hangsa

Frá og með næstu áramótum verður bannað að sitja eða liggja á hinum fjölförnu og líflegu gangstéttum San Francisco, og yfirleitt að hangsa þar.

Erlent

Hrædd um að brjóstin verði gerð upptæk

Þjóðverji einn hefur krafist þess að fyrrverandi kærasta hans endurgreiði honum tæpar 600 þúsund krónur en hann hafði borgað fyrir brjóstastækkun hennar áður en þau hættu saman. Kærastan, sem kölluð er Anastasia í þýska blaðinu Bild, segist logandi hrædd um að brjóstin, eða sílíkon púðarnir öllu heldur, verði gerð upptæk.

Erlent

Norðmenn blása á Wikileaks

Jónas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að norskir diplomatar verði ekki múlbundnir á nokkurn hátt í kjölfar Wikileaks skjalanna.

Erlent

Handrukkari hvað?

Ítalski handverksmaðurinn Giuseppe Raeli var ekkert að kalla til handrukkara þegar menn tregðuðust við að greiða reikninga hans. Hann einfaldlega drap þá sem borguðu ekki.

Erlent

Wikileaks: Næsti leki afhjúpar bankakerfið

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, sem í gær birti 250 þúsund leyniskjöl úr bandarísku utanríkisþjónustunni, segir í samtali við Forbes tímaritið, að næsti leki muni afhjúpa spillingu bankakerfisins í heiminum.

Erlent

Hélt bekkjarfélögum sínum í gíslingu

Nemandi við menntaskóla í Wisconsins í Bandaríkjunum hélt 23 nemendum og kennara þeirra í gíslingu í nokkrar klukkustundir í gærkvöldi. Lögregla var kölluð að skólanum skömmu eftir að nemandinn sem var fimmtán ára gamall, dró upp tvær skammbyssur og hótaði að skjóta bekkjarfélaga sína.

Erlent

Stórskotalið frestar æfingu

Suður-kóreski herinn tilkynnti í gær að til stæði að hefja á ný stórskotaliðsæfingar á eyjum skammt frá norður-kóresku yfirráðasvæði. Stuttu síðar var tilkynnt að æfingunum hefði verið frestað.

Erlent

Rússar staðfesta glæp Stalíns

Rússneska dúman, neðri deild rússneska þjóðþingsins, samþykkti fyrir helgi yfirlýsingu þar sem staðfest er að Jósef Stalín hafi gefið út skipun um fjöldamorðin í Katýnskógi Pólskir ráðamenn fögnuðu yfirlýsingunni og sögðu hana marka tímamót í samskiptum landanna.

Erlent