Norðmenn blása á Wikileaks Óli Tynes skrifar 30. nóvember 2010 11:21 Jónas Gahr Störe vildi endilega hitta Heru Björk í Eurovision keppninni. Jónas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að norskir diplomatar verði ekki múlbundnir á nokkurn hátt í kjölfar Wikileaks skjalanna. Blaðamenn spurðu hann hvort diplomötum yrði gert að gæta orða sinna þegar þeir sendu utanríkisráðuneytinu tölvupóst. Ráðherrann sagði að það væri synd að setja á það einhverjar hömlur. Þeir væru að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum og ættu að hafa um það frjálsar hendur. Í lagi að „dissa" framkvæmdastjóra Sþ Ráðherrann var þá spurður um mál sendifulltrúans Monu Juul sem gagnrýndi Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna miskunnarlaust í trúnaðarbréfi sem hún sendi norska utanríkisráðuneytinu. Hún sagði meðal annars að hann hefði enga persónulega útgeislun. Störe sagði að Mona Juul hefði alveg verið innan ramma þess sem leyfilegt væri. Vandamálið hefði ekki verið það sem hún skrifaði heldur að það skyldi leka út. Eins og margir aðrir framámenn gagnrýnir Störe birtingu Wikileaks á diplomatapóstunum. Hann segir að vandinn sé sá að slíkir lekar geri það erfiðara að skiptast á hreinskilnum skoðunum í diplomatapóstum, sem sé alveg nauðsynlegt. Hann segir einnig að hann hafi ekki nokkra trú á að Wikileaks birtingarnar hafi einhver pólitísk áhrif til frambúðar. Allir diplomatar skrifa frjálslega Í frétt um þetta mál í Aftenposten er einnig rætt við Janne Haaland Matlary. Hún er prófessor í alþjóðastjórnmálum við háskólann í Osló og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í norska utanríkisráðuneytinu. Matlary segir að diplomatar allra landa tali frjálslega í tölvupóstum. Mesti munurinn á póstum norskra diplomata og þeirra bandarísku sé líklega tungumálið. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Jónas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að norskir diplomatar verði ekki múlbundnir á nokkurn hátt í kjölfar Wikileaks skjalanna. Blaðamenn spurðu hann hvort diplomötum yrði gert að gæta orða sinna þegar þeir sendu utanríkisráðuneytinu tölvupóst. Ráðherrann sagði að það væri synd að setja á það einhverjar hömlur. Þeir væru að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum og ættu að hafa um það frjálsar hendur. Í lagi að „dissa" framkvæmdastjóra Sþ Ráðherrann var þá spurður um mál sendifulltrúans Monu Juul sem gagnrýndi Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna miskunnarlaust í trúnaðarbréfi sem hún sendi norska utanríkisráðuneytinu. Hún sagði meðal annars að hann hefði enga persónulega útgeislun. Störe sagði að Mona Juul hefði alveg verið innan ramma þess sem leyfilegt væri. Vandamálið hefði ekki verið það sem hún skrifaði heldur að það skyldi leka út. Eins og margir aðrir framámenn gagnrýnir Störe birtingu Wikileaks á diplomatapóstunum. Hann segir að vandinn sé sá að slíkir lekar geri það erfiðara að skiptast á hreinskilnum skoðunum í diplomatapóstum, sem sé alveg nauðsynlegt. Hann segir einnig að hann hafi ekki nokkra trú á að Wikileaks birtingarnar hafi einhver pólitísk áhrif til frambúðar. Allir diplomatar skrifa frjálslega Í frétt um þetta mál í Aftenposten er einnig rætt við Janne Haaland Matlary. Hún er prófessor í alþjóðastjórnmálum við háskólann í Osló og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í norska utanríkisráðuneytinu. Matlary segir að diplomatar allra landa tali frjálslega í tölvupóstum. Mesti munurinn á póstum norskra diplomata og þeirra bandarísku sé líklega tungumálið.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“