Amnesty fordæmir aftöku Shahla Jahed 1. desember 2010 15:24 Shahla Jahed var hengd í nótt Amnesty International fordæmir aftöku Shahla Jahed, sem fram fór í Teheran í morgun. Samtökin gagnrýna írönsk yfirvöld harðlega fyrir að taka hana af lífi. Amnesty International telur miklar líkur á að ákæran á hendur henni hafi ekki átt við rök að styðjast. Dauðarefsingar eru ómannúðlegar og aldrei réttlætanlegar. Shahla Jahed var það sem kallast „tímabundin" eiginkona Nasser Mohammad-Khani, fyrrum landsliðsmanns í fótbolta. Hún var dæmd fyrir morð á „langtíma" eiginkonu hans. Samkvæmt írönskum lögum geta karlar og konur gengið í tvenns konar hjónabönd, annars vegar „langtíma" og hins vegar „tímabundin". Í „tímabundnum" hjónaböndum getur par ákveðið að vera gift um tíma, gegn ákveðinni greiðslu til konunnar. Að umsömdum tíma loknum er hjónabandið ógilt, en hægt er að framlengja það. Karlar geta átt allt að fjórar „langtíma" eiginkonur og ótakmarkaðan fjölda „tímabundinna" eiginkvenna. Konur geta einungis verið giftar einum manni á hverjum tíma Allt bendir til að Shahla Jahed hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð og að hún hafi verið þvinguð til játninga, en henni var haldið svo mánuðum skipti í einangrun. Hún dró játninguna til baka í réttarhöldunum. Þrátt fyrir það var játningin notuð sem sönnunargagn gegn henni og hæstiréttur staðfesti síðar dauðadóminn. Í nóvember 2005 skipaði yfirmaður dómsmála að málið skyldi skoðað á ný en í september 2006 var dauðadómurinn staðfestur. Í byrjun árs 2008 fór yfirmaður dómsmála fram á að ný rannsókn skyldi fara fram, þar sem misbrestir voru á fyrri rannsóknum málsins. Dómstóll felldi svo aftur dauðadóm yfir henni í febrúar 2009 og var hún tekin af lífi í morgun. Tengdar fréttir Shahla Jahled hengd í nótt Írönsk kona var hengd í nótt í Teheran en hún var sökuð um að hafa myrt eiginkonu frægs fótboltamanns. Shahla Jahled hefur setið í fangelsi í níu ár fyrir morðið en mannréttindasamtök víða um heim höfðu barist fyrir málstað hennar. 1. desember 2010 09:11 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Amnesty International fordæmir aftöku Shahla Jahed, sem fram fór í Teheran í morgun. Samtökin gagnrýna írönsk yfirvöld harðlega fyrir að taka hana af lífi. Amnesty International telur miklar líkur á að ákæran á hendur henni hafi ekki átt við rök að styðjast. Dauðarefsingar eru ómannúðlegar og aldrei réttlætanlegar. Shahla Jahed var það sem kallast „tímabundin" eiginkona Nasser Mohammad-Khani, fyrrum landsliðsmanns í fótbolta. Hún var dæmd fyrir morð á „langtíma" eiginkonu hans. Samkvæmt írönskum lögum geta karlar og konur gengið í tvenns konar hjónabönd, annars vegar „langtíma" og hins vegar „tímabundin". Í „tímabundnum" hjónaböndum getur par ákveðið að vera gift um tíma, gegn ákveðinni greiðslu til konunnar. Að umsömdum tíma loknum er hjónabandið ógilt, en hægt er að framlengja það. Karlar geta átt allt að fjórar „langtíma" eiginkonur og ótakmarkaðan fjölda „tímabundinna" eiginkvenna. Konur geta einungis verið giftar einum manni á hverjum tíma Allt bendir til að Shahla Jahed hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð og að hún hafi verið þvinguð til játninga, en henni var haldið svo mánuðum skipti í einangrun. Hún dró játninguna til baka í réttarhöldunum. Þrátt fyrir það var játningin notuð sem sönnunargagn gegn henni og hæstiréttur staðfesti síðar dauðadóminn. Í nóvember 2005 skipaði yfirmaður dómsmála að málið skyldi skoðað á ný en í september 2006 var dauðadómurinn staðfestur. Í byrjun árs 2008 fór yfirmaður dómsmála fram á að ný rannsókn skyldi fara fram, þar sem misbrestir voru á fyrri rannsóknum málsins. Dómstóll felldi svo aftur dauðadóm yfir henni í febrúar 2009 og var hún tekin af lífi í morgun.
Tengdar fréttir Shahla Jahled hengd í nótt Írönsk kona var hengd í nótt í Teheran en hún var sökuð um að hafa myrt eiginkonu frægs fótboltamanns. Shahla Jahled hefur setið í fangelsi í níu ár fyrir morðið en mannréttindasamtök víða um heim höfðu barist fyrir málstað hennar. 1. desember 2010 09:11 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Shahla Jahled hengd í nótt Írönsk kona var hengd í nótt í Teheran en hún var sökuð um að hafa myrt eiginkonu frægs fótboltamanns. Shahla Jahled hefur setið í fangelsi í níu ár fyrir morðið en mannréttindasamtök víða um heim höfðu barist fyrir málstað hennar. 1. desember 2010 09:11