Erlent

Ævisaga Julian Assange kvikmynduð

Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood hafa keypt kvikmyndaréttinn á ævisögu stofanda WikiLeaks, Julian Assange. Ævisaga Ástralans er ekki komin út en til stendur að gefa bókina út í næsta eða þar næsta mánuði.

Erlent

Kristilegur demókrati vill Ísland í ESB

Þjóðverjinnn Michael Gahler, sem á sæti á Evrópuþinginu fyrir hönd Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir að innganga Íslendinga í Evrópusambandið sé sambandinu mikilvæg af ýmsum ástæðum.

Erlent

Eiginkona forseta Ísraels látin

Sonja Peres, eiginkona Símons Peres, forseta Ísraels, lést í morgun á heimili sínu í Tel Aviv 87 ára að aldri. Forsetinn var á heimleið frá Jerúsalem í morgun þegar hann fékk fregnir af andláti hennar.

Erlent

Leysti sitt eigið mannrán 23 árum seinna

Caralina White leysti sitt eigið mannrán, 23 árum eftir að það átti sér stað. Þannig er mál með vexti að Caralinu var rænt af spítala í Harlem í ágúst 1987, þá aðeins 19 daga gömul.

Erlent

Hundrað mafíósar handteknir í New York

Bandaríska alríkislögreglan handtók í morgun hundrað manns sem allir eru grunaðir um að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York borg. Mennirnir voru handteknir í New York, New Jersey og á Nýja Englandi og eru mennirnir sakaðir um morð, fjárkúgun og eiturlyfjasölu.

Erlent

Arnold fer aftur á hvíta tjaldið

Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri í Kalíforníu, mun líklegast snúa sér að kvikmyndaleik á nýjan leik. Hann lét af embætti ríkisstjóra í byrjun ársins.

Erlent

Ætlaði bara að vekja hræðslu

Muhammed Geele, 29 ára gamall maður frá Sómalíu, segist ekki hafa ætlað að drepa danska skopmyndateiknarann Knut Wester­gaard þegar hann réðst inn á heimili hans vopnaður öxi og hníf á nýársdag 2010.

Erlent

Cameron vill sameinuð Norðurlönd

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hvatti Norðurlöndin til þess að mynda hagsmunabandalag á leiðtogafundi Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Erlent

Ætti að forðast skærlituð föt

Hákarlar virðast vera litblindir samkvæmt rannsókn ástralskra vísindamanna. Þeir vonast til þess að upplýsingarnar nýtist til að verjast árásum hákarla á sundfólk og til að forða hákörlum frá því að festast í netum. Hákarlarnir skynja birtu en ekki liti, og þess vegna sjá þeir betur það sem er í skærum litum. „Kannski væri best að forðast flúorgular sundbuxur þegar fólk fær sér sundsprett," segir Dr. Nathan Scott Hart, forsvarsmaður rannsóknarinnar.

Erlent

Leynilögga giftist umhverfisverndarsinna

Bresku lögreglumaður giftist og eignaðist börn með aðgerðarsinna sem hann átti að njósna um. Maðurinn starfaði á laun hjá lögreglunni innan hóps umhverfisverndarsinna. Maðurinn er fjórði lögreglumaðurinn sem upplýst hefur verið um í breskum fjölmiðlum sem starfaði á laun innan aðgerðarsinna.

Erlent

Fjölskylda Ben Ali handtekin

Fjölskylda fyrrverandi forseta Túnis var handtekin þegar hún reyndi að fara úr landi í gærkvöldi samkvæmt fréttavef BBC. Alls voru 33 meðlimir fjölskyldunnar handteknir en forsetinn hefur þegar flúið land eftir óeirðir þar í landi.

Erlent

Reyna að styrkja sambandið

Hu Jintao, forseti Kína, snæddi kvöldverð með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á þriðjudagskvöld. Þeir ræddu síðan betur saman í gærmorgun og héldu blaðamannafund á eftir. Þar fengu tveir bandarískir fréttamenn og tveir kínverskir að bera fram eina spurningu hver. Loks snæddu þeir aftur kvöldverð í gær.

Erlent

Virðist engan stuðning hafa

Jean-Claude Duvalier, fyrrverandi einræðisherra á Haítí, virðist ekki njóta mikillar hylli meðal íbúa landsins. Fundir til stuðnings honum hafa verið fámennir.

Erlent

Hákarlar hugsanlega litblindir

Hákarlar eru að öllum líkindum litblindir, samkvæmt ástralskri rannsókn. Vísindamenn sem rannsökuðu sautján mismunandi hákarla komust að því þeir hafa einungis eina frumu í augunum sem skynjar liti. Mennirnir hafa þrjár mismunandi frumur sem greina bláan, grænan eða rauðan lit, sem gerir flestum kleift að greina alla liti.

Erlent

Neitar að hafa ætlað að myrða skopmyndateiknarann

Maðurinn sem braust inn til skopmyndateiknarans, Kurt Westergaard, fyrir ári síðan neitaði fyrir rétti í Árósum í dag að hafa ætlað að myrða teiknarann. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann játaði þó að hafa brotist inn til hans með exi.

Erlent

Notuðu sjúkrabíl í sjálfsmorðssprengjuárás

Að minnsta kosti tólf eru látnir og rúmlega 60 slasaðir eftir bílsprengjuárás í miðhluta Íraks í dag. Ódæðismennirnir notuðu sjúkrabíl sem þeir höfðu fyllt sprengiefni og óku honum á lögreglustöð þar sem hann sprakk í loft upp.

Erlent

Gjöfunum rigndi yfir Obama og frú

Listi yfir þær gjafir sem bandarísku forsetahjónin þáðu árið 2009 frá öðrum þjóðarleiðtogum hefur verið gerður opinber. Strangar reglur gilda um allt það sem bandaríski forsetinn fær að gjöf og eru þær allar geymdar á Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna.

Erlent

Sterkur skjálfti í Pakistan

Öflugur jarðskjálfti, sem mældist 7,2 á Richter skalanum, reið yfir Pakistan í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru á óbyggðu svæði nærri afgönsku landamærunum og benda fyrstu fréttir til þess að skemmdir af völdum hans séu ekki miklar.

Erlent

Vilja ákæra Baby Doc

Fyrrverandi einræðisherra á Haítí, Baby Doc Duvalier, sem á sunnudag snéri aftur til síns heima eftir áratugi í útlegð, hefur verið kærður fyrir spillingu og fjárdrátt í valdatíð sinni.

Erlent

Flóðin ógna bæjum í Viktoríu

Öllum íbúum í bænum Kerang í Viktoríuríki í Ástralíu hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín en óttast er að flóð muni skella á honum í dag. Eftir að regninu slotaði í Queensland ríki hefur byrjað að rigna í Viktoríuríki í staðinn og þegar hefur átta ára drengur látist í flóðunum. Íbúm í Kerang er sagt að líklegast muni bærinn einangrast vegna flóðanna í að minnsta kosti fimm daga.

Erlent

Endurlífga útdauða tegund

Japanskir vísindamenn ætla að freista þess að vekja loðfíla til lífsins á ný, tíu þúsund árum eftir að sú dýrategund leið undir lok.

Erlent

Óttast að ný borgarastyrjöld brjótist út

Stuðningsmenn Hezbollah-samtakanna söfnuðust saman á nokkrum stöðum í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær, daginn eftir að fyrsta ákæran var lögð fram hjá Alþjóðlega sakadómstólnum í Haag vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis­ráðherra.

Erlent