Erlent

Hersveitir Gaddafi halda sókn sinni áfram

Á meðan Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna deilir um hvort setja eigi flugbann á Líbýu eða ekki halda hersveitir Gaddafi einræðisherra landsins áfram sókn sinni gegn uppreisnarmönnum.

Erlent

Herlög gengin í gildi í Barein

Konungurinn í Barein hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu. Jafnframt fær yfirmaður hersins víðtæk völd til að berja niður mótmæli, sem sjía-múslimar í landinu hafa verið í forystu fyrir undanfarnar vikur.

Erlent

Geislamengun lak úr kjarnorkuverinu

Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag.

Erlent

Búið að ráða niðurlögum eldsins í Fukushima

Búið er að ráða niðurlögum eldsins í kjarnaofni fjögur samkvæmt fréttavef Daily Telegraph. Þar kemur fram að starfsmenn hafi orðið varir við eldsvoðann í kvöld. Geislamengun lak út í kvöld en ekki er vitað hversu skaðleg hún er.

Erlent

Eldur aftur laus í kjarnorkuverinu í Fukushima

Eldur braust út í kjarnarofni fjögur í Fukushima í kvöld. Geislamengun lekur út og er skaðleg heilsu manna, að sögn forsætisráðherra Japans, Naoto Kan. Um er að ræða sama kjarnaofn og sprakk í gær.

Erlent

Fundu kókaín á skotpalli NASA

Yfirvöld bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, rannsaka nú hvernig stendur á því að lítilræði af kókaíni hafi fundist á lokuðu svæði á skotpalli stofnunarinnar í Flórída.

Erlent

Tuttugu prósent Breta trúa því að geislasverð séu til

Ný könnun leiðir í ljós að ótrúlega margir trúa því í Bretlandi að geislasverðin úr Star Wars myndunum séu til í raun og veru. Könnunin var framkvæmd til þess að kanna hve óljós mörkin séu orðin á milli raunveruleika og skáldskapar. Spurt var út í ýmis fræg fyrirbæri úr vísindaskáldsögum og koma niðurstöðurnar talsvert á óvart.

Erlent

Japan: Slökktu elda með vatni heimilislausra

Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum.

Erlent

Harður eftirskjálfti mældist sex stig

Harður eftirskjálfti reið yfir austurhluta Japans eftir hádegi í dag. Skjálftinn mældist sex stig og er einn sá stærsti sem riðið hefur yfir frá því stóri skjálftinn kom á föstudaginn var. Sá skjálfti mældist níu stig.

Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Barein

Stjórnvöld í eyríkinu Barein hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu sem tekur gildi þegar í stað og verður í gildi næstu þrjá mánuði hið minnsta. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og óróinn jókst í gær þegar erlendar hersveitir, meðal annars frá Sádi Arabíu voru fluttar til landsins að beiðni stjórnvalda.

Erlent

Minni hætta vegna geislavirkni en talið var

Niðurstöður mælinga á geislavirkni við Fukushima kjarnorkuverið í Japan benda ekki til að um víðtæka alvarlega geislamengun hafi verið að ræða, eða verði að ræða, og svæði þar sem heilsufarslegrar áhættu gætir sé mjög takmarkað. Þetta kemur fram í frétt á vef Geislavarna ríkisins.

Erlent

Tveir fundust á lífi í rústunum

Tveimur var bjargað úr rústum í Japan í morgun, fjórum dögum eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir á föstudag og flóðbylgjuna sem kom í kjölfarið. Sjötug kona fannst á lífi í bænum Otsuchi í Iwate héraði sem fór illa út úr skjálftanum. Konan hafði ofkælst en er ekki í lífshættu. Þá var manni bjargað í bænum Ishimaki í Miyagi héraði en þar færði flóðbylgjan allt á kaf. Um 2000 lík fundust í héraðinu í gær.

Erlent

Sjóræningjar dæmdir í ævilangt fangelsi

Fimm sómalskir sjóræningjar hafa verið dæmdir í ævilangt fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa gert árás á bandarískt herskip á síðasta ári en skipið var í eftirlitsferð undan ströndum Sómalíu.

Erlent

Arabaríki senda herlið til Bahrein

Ríki við Arabaflóann hafa sent herlið til Bahrain og kom það til landsins í morgun. Hermennirnir eru meðal annars frá Saudi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Erlent

Geislavirkt efni lekur úr Fukushima

Geislavirkt efni lekur nú úr kjarnorkuverinu Fukushima eftir að þriðja sprengingin varð í verinu í nótt. Mælist geislavirknin í grennd við kjarnorkuverið langt yfir hættumörkum.

Erlent

Milljarðatugir í skaðabætur

Sjö ár voru liðin á föstudaginn frá hryðjuverkaárásunum á fjórar lestar í Madríd, þar sem 191 lét lítið og tæplega tvö þúsund særðust.

Erlent

Ræða flugbann yfir Líbíu í dag

Málefni Líbíu og mögulegt flugbann yfir landinu er aðalumræðuefni utanríkisráðherra G8 ríkjanna, sem funda nú í París. Bretar og Frakkar hafa hvatt til þess að bannið verði sett á sem fyrst og Arababandalagið hefur lýst yfir stuðningi við það. Uppreisnarmenn hafa kallað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins.

Erlent

Þriðja sprengingin í kjarnorkuverinu í Fukushima í kvöld

Sprenging heyrðist í kjarnorkuverinu í Fukushima í kvöld samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að sérfræðingar hafi verið að reyna að ná tökum á kjarnaofni númer tvö. Verið er að kæla hann með sjó en mikil hætta er á sprengingum vegna þessa.

Erlent

Keyrði brennandi olíubíl út úr fjölmennu íbúahverfi

Tyrkneskur maður er nú þjóðhetja í heimalandinu eftir að hann kom í veg fyrir hræðilegt slys á bensínstöð. Eldur kom upp í olíuflutningabíl á stöðinni og breiddist hann fljótt út. Flestir gestir stöðvarinnar hlupu í burtu en ekki Kocac, sem stökk upp í bílinn og ók honum á miklum hraða út á opið svæði í kílómeters fjarlægð. Slökkviliðið segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef bíllinn hefði fengið að brenna lengur á stöðinni, í nálægð við stóra eldsneytistanka.Atvikið náðist á myndband og það má sjá með því að smella á spilarann.

Erlent

Fjórða áfallið í Japan: Eldgos í suðvesturhluta landsins

Eldgos varð í fjallinu Shinmoedake í Japan í gær og truflar flugsamgöngur. Fjallið er í suðvesturhluta Japans, á Kyushu eyjunni, sem er talsvert frá hamfarasvæðunum í Japan, þar sem flóðbylgjur hafa skilið eftir sig ótrúlega slóð eyðileggingar með þeim afleiðingum að 15 þúsund manns er saknað.

Erlent