Erlent Tveir veiktust í kjarnorkuveri Tvær vikur eru nú liðnar frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan með gríðarlegi flóðbylgju í kjölfarið. Þessar tvær vikur hefur fólk víða í Japan þurft að búa við margvíslegt harðræði, tíðar rafmagnstruflanir, vöruskort í verslunum og ótta við geislamengun. Erlent 25.3.2011 05:00 Fílskálfar leika sér í uppblásinni sundlaug - samtals 770 kíló Fílskálfarnir Baylor og Tupelo búa í dýragarðinum í Houston í Bandaríkjum. Þeir eru báðir innan við árs gamlir, Baylor sem er tarfur fæddist í maí 2010 en Tupelo sem er kvíga fæddist í október. Hún var heil 124 kíló þegar hún fæddist og er nú orðin um 270 kíló. Baylor er öllu fyrirferðarmeiri, enda eldri, og orðinn 500 kíló. Baylor og Tupelo hafa gaman af því að leika sér í uppblásinni sundlaug sem starfsmenn dýragarðsins fylla reglulega af vatni fyrir þau. Myndband af leik þeirra má sjá með því að smella á tengilinn hér að ofan. Reyndar er það svo að fyrst léku þeir sér alltaf í uppblásinni barnasundlaug sem vegna fyrirferðar fílskálfanna hreinlega sprakk eftir aðeins örfáar mínútur. Nú fá þeir því að leika sér í fjölskyldusundlaug, og er þar átt við mennska fjölskyldu, sem dugar þeim í allt að fimm skipti áður en hún springur. Baylor og Tupelo hafa sérstaklega gaman af því að komast í bað þegar heitt er í veðri. Gestir dýragarðsins fylgjast iðulega spenntir með. Erlent 24.3.2011 21:15 Skutu á líbíska flugvél Áhöfn franskrar herþotu skaut á líbíska flugvél í dag, en áhöfn líbísku flugvélarinnar hafði brotið flugbannið yfir líbískri lofthelgi sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti á í síðustu viku. Líbíska vélin var nýlent í borginni Misrata þegar ráðist var á hana. Þetta er í fyrsta skiptið sem ráðist er á vél eftir að flugbannið var samþykkt. Erlent 24.3.2011 20:05 Portúgalar nálægt því að leita neyðaraðstoðar Portúgal er nú einu skrefi nær því að leita neyðaraðstoðar eins og Írland og Grikkland hafa gert eftir að ríkisstjórn landsins sagði af sér í gær. Erlent 24.3.2011 19:22 Enn aukast mótmælin í Sýrlandi Mótmælendur hafa safnast saman í sýrlensku borginni Daraa í dag og hrópað slagorð gegn ríkisstjórninni og forsetanum Al Assad. Í dag voru mótælendur sem féllu fyrir byssukúlum lögreglunnar í gær bornir til grafar og segja sumir að allt að 20 þúsund manns hafi komið saman af því tilefni og mótmælt framferði stjórnarinnar. Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið í bardögum lögreglu og mótmælenda í gær og öryggissveitir yfirvalda hafa umkringt miðborgina til þess að reyna að lægja ófriðaröldurnar. Mótmælendur sækja hinsvegar í sig veðrið og nú er fólk hvatt til þess að koma saman á morgun að loknum föstudagsbænum múslima. Erlent 24.3.2011 14:00 Þvertaka fyrir dauða óbreyttra borgara Yfirmaður í Bandaríkjaher staðhæfir að engar staðfestar fregnir hafi borist af mannfalli á meðal óbreyttra borgara í Líbíu af völdum loftárása bandamanna síðustu daga. Þetta gengur þvert á það sem talsmenn Gaddafís einræðisherra hafa staðhæft. Aðmírállinn Gerard Hueber segir að verkefni bandamanna sé að verja saklausa borgara og því séu skotmörk valin með það sem helsta markmið að skaða ekki almenna borgara. Erlent 24.3.2011 08:55 Myrtu óbreytta borgara sér til skemmtunar Bandarískur hermaður hefur viðurkennt að hafa verið meðlimur í hópi sem myrti almenna borgara í Afganistan sér til skemmtunar. Hermaðurinn, hinn 23 ára gamli Jeremy Morlock, hefur borið fyrir herrétti að hann hafi ásamt nokkrum félögum sínum í hernum, sviðsett átök til þess að eiga auðvelt með að drepa saklausa menn sem urðu á vegi þeirra. Erlent 24.3.2011 08:53 Starfsmenn Fukushima aftur til starfa Starfsmenn Fukushima kjarnorkuversins hafa enn einu sinni snúið aftur til vinnu sinnar við að kæla kjarnaofna versins, en allt starfsfólkið var flutt á brott síðdegis í gær þegar svartur reykur fór að liðast upp frá einum ofninum sem skemmdist þegar jarðskjálftinn reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Óljóst er hvað olli reyknum en engin merki voru um að eldur hefði brotist út og geilslamengun á svæðinu jókst ekki að því er stjórnvöld segja. Erlent 24.3.2011 08:43 Að minnsta kosti tíu mótmælendur skotnir til bana Að minnsta kosti tíu mótmælendur létu lífið og tugir eru slasaðir eftir að lögreglan í Sýrlandi hóf skothríð á hóp fólks sem mótmælti drápum á sex mótmælendum í borginni Daraa í fyrrinótt. Erlent 24.3.2011 08:39 Yfir 300 þúsund hafa flúið frá Líbíu Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær að innrás á landi í Líbíu til að koma Múammar Gaddafí frá völdum kæmi ekki til greina. Erlent 24.3.2011 05:00 Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Erlent 24.3.2011 04:00 Ríkisstjórn Portúgals fallin Ríkisstjórn Portúgals er fallinn. Þetta tilkynnti forsætisráðherran Jose Socrates seint í kvöld. Erlent 23.3.2011 22:45 11 milljónir ná í nýjan Firefox Tæplega ellefu milljónir manna hafa náð sér í nýjustu útgáfuna af Firefox vafranum frá því hann kom á markað á dögunum. Firefox er næst vinsælasti vafrinn í dag og á heimasíðu Mozilla sem gerir vafrann má sjá kort af því í rauntíma hvaðan verið er að ná í nýja vafrann. Erlent 23.3.2011 22:30 Forseti Rússlands bauð Deep Purple í hádegisverð Dimitry Medvedev bauð meðlilmum hljómsveitarinnar Deep Purple í lúxus bústað sinn, sem staðsettur er rétt fyrir utan Moskvu, í gær en hljómsveitin hélt tónleika í borginni síðar um kvöldið. Erlent 23.3.2011 21:37 Strúturinn snéri heim Strútur sem strauk frá bóndabýli í Rúmeníu snéri aftur heim til sín nokkrum dögum síðar. Erlent 23.3.2011 21:29 Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Erlent 23.3.2011 21:00 Vörubílstjóri lyfti lóðum undir stýri Hann fór heldur óhefðbundnar leiðir til að stækka vöðvana vörubílstjórinn sem var stöðvaður á hraðbraut í Þýskalandi á dögunum. Lögreglumenn sem keyrðu fram hjá vörubílnum hans sáu að hann var að lyfta lóðum á sama tíma og hann var að keyra risastóran vörubíl. Erlent 23.3.2011 20:30 Gaddafi lofar sögulegu stríði Loftárásir voru gerðar á liðsmenn Gaddafís í nótt þar sem þeir þjörmuðu að uppreisnarmönnum í og við borgina Misrata. Flugbann hefur ekki náð að koma í veg fyrir blóðsúthellingar almennra borgara. Erlent 23.3.2011 19:22 Tveir Norðmenn deila með sér 500 milljónum - Ofurtalan kom upp Það voru tveir heppnir Norðmenn sem deildu með sér fyrsta vinningnum í Víkingalóttinu. Ofurtalan kom í pottinn og voru því tæplega 500 milljónir í pottinum. Erlent 23.3.2011 18:59 Sprengjuárás í Jerúsalem Að minnsta kosti 20 manns slösuðust í sprengingu í strætisvagni í Jerúsalem í dag. Sprengja hafði verið skilin eftir í í poka eða tösku í vegarkanti nálægt aðal strætisvagnastöð borgarinnar. Vitni segja að sprengjan hafi verið afar öflug og að byggingar í nágrenninu hafi skolfið þegar hún sprakk. Hryðjuverkaárásir hafa verið fátíðar í borginni síðustu ár en árið 2000 gerðu herskáir Palestínumenn ítrekaðar árásir í borginni. Síðasta sprengjuárásin þar til nú var gerð árið 2004. Erlent 23.3.2011 14:48 Loftárásir á Líbíu: 88% Svía fylgjandi en 10% á móti Aðgerðir herja Vesturlanda gegn stjórn Gaddafí í Líbíu, njóta stuðnings 88% sænsku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins Expressen. Tíu prósent sögðust andvíg hernaðinum. Erlent 23.3.2011 14:00 Elizabeth Taylor er látin Ein stærsta kvikmyndastjarna allra tíma, Elizabeth Taylor er látin, 79 ára að aldri. Taylor hafði lengi barist við veikindi og var í meðferð við hjartsláttartruflunum. Á meðal frægra mynda sem Taylor lék í má nefna Cleopatra og Who's afraid of Virgina Woolf? Erlent 23.3.2011 13:29 Draugaborgin Detroit Íbúum bílaborgarinnar Detroit hefur snarfækkað á síðustu tíu árum. Nýjar tölur um íbúafjölda í borginni, sem má muna sinn fífil fegurri þegar bílaiðnaðurinn var í blóma, sýna að íbúum í borginni hefur fækkað um 25 prósent á síðusta áratug. Nú búa rúmlega 700 þúsund manns í borginni og hafa íbúarnir ekki verið færri í heil hundrað ár. Erlent 23.3.2011 11:10 Katsav dæmdur í sjö ára fangelsi Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun. Málaferlin hafa tekið fimm ár, en Katsav sagði af sér vegna málsins árið 2007, hálfum mánuði áður en kjörtímabil hans rann út. Erlent 23.3.2011 09:30 Gaddafí: Ég er skapari morgundagsins Múammar Gaddafí leiðtofi Líbíu segist handviss um að hann og hans menn beri sigur úr býtum í því stríði sem nú stendur yfir. Gaddafi kom út á meðal almennings þegar hann hélt ræðu sem sýnd var í sjónvarpi á stað sem nýlega varð fyrir sprengjum bandamanna sem hafa látið loftskeytum og sprengjum rigna á höfuðborginni Trípólí síðustu fjórar nætur. Erlent 23.3.2011 08:19 Mannfall á meðal mótmælenda í Sýrlandi Að minnsta kosti sex létust í gærkvöldi þegar slí í brýnu á milli mótmælenda og lögreglumanna í sýrlensku borginni Deraa. Fjöldi fólks hafði komið saman fyrir utan mosku í borginni til þess að koma í veg fyrir að lögreglan færi þangað inn en þar hafa mótmæli staðið yfir síðustu vikur. Að minnsta kosti tíu hafa nú látist í átökunum. Neyðarlög hafa verið í gildi í Sýrlandi frá árinu 1963 og er afnám þeirra á meðal helstu krafna mótmælenda. Erlent 23.3.2011 08:14 Geislavirkt kranavatn í Tókíó Heilbrigðisyfirvöld í Tókíó vara nú við því að geislamengun í kranavatni borgarinnar sé svo mikil að ungabörn megi alls ekki drekka það. Sumstaðar í borginni er mengunin tvöföld á við það sem eðlilegt getur talist. Erlent 23.3.2011 08:13 Bjargaði lífi hunds með því að beita munn við munn aðferðinni Slökkviliðsmaðurinn Mike Dunn beitti heldur óvenjulegri aðferð í vinnu sinni á dögunum þegar hann bjargaði lífi hunds sem var staddur inni í brennandi húsi. Erlent 22.3.2011 23:17 Knútur var veikur í heila Dánarorsök ísbjarnarins Knúts er nú kunn. Upplýst hefur verið um hana í krufningaskýrslu. Margar kenningar hafa verið settar fram um það hvers vegna björnin drapst en nú er búið að taka af öll tvímæli með krufningaskýrslunni. Björninn drapst vegna sjúkdóms í heila, segir í blaðinu News aus Berlin sem greinir frá krufningaskýrslunni. . Erlent 22.3.2011 20:36 Stjórnvöld í Líbíu: Fjöldi óbreyttra borgara hafa fallið Bandarísk herþota brotlenti nærri Benghazi í Líbíu í gærkvöldi en loftárásir héldu áfram í höfuðborg landsins í nótt. Líbísk stjórnvöld fullyrða að fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið í árásunum. Deilur hafa risið í röðum bandamanna. Erlent 22.3.2011 19:54 « ‹ ›
Tveir veiktust í kjarnorkuveri Tvær vikur eru nú liðnar frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan með gríðarlegi flóðbylgju í kjölfarið. Þessar tvær vikur hefur fólk víða í Japan þurft að búa við margvíslegt harðræði, tíðar rafmagnstruflanir, vöruskort í verslunum og ótta við geislamengun. Erlent 25.3.2011 05:00
Fílskálfar leika sér í uppblásinni sundlaug - samtals 770 kíló Fílskálfarnir Baylor og Tupelo búa í dýragarðinum í Houston í Bandaríkjum. Þeir eru báðir innan við árs gamlir, Baylor sem er tarfur fæddist í maí 2010 en Tupelo sem er kvíga fæddist í október. Hún var heil 124 kíló þegar hún fæddist og er nú orðin um 270 kíló. Baylor er öllu fyrirferðarmeiri, enda eldri, og orðinn 500 kíló. Baylor og Tupelo hafa gaman af því að leika sér í uppblásinni sundlaug sem starfsmenn dýragarðsins fylla reglulega af vatni fyrir þau. Myndband af leik þeirra má sjá með því að smella á tengilinn hér að ofan. Reyndar er það svo að fyrst léku þeir sér alltaf í uppblásinni barnasundlaug sem vegna fyrirferðar fílskálfanna hreinlega sprakk eftir aðeins örfáar mínútur. Nú fá þeir því að leika sér í fjölskyldusundlaug, og er þar átt við mennska fjölskyldu, sem dugar þeim í allt að fimm skipti áður en hún springur. Baylor og Tupelo hafa sérstaklega gaman af því að komast í bað þegar heitt er í veðri. Gestir dýragarðsins fylgjast iðulega spenntir með. Erlent 24.3.2011 21:15
Skutu á líbíska flugvél Áhöfn franskrar herþotu skaut á líbíska flugvél í dag, en áhöfn líbísku flugvélarinnar hafði brotið flugbannið yfir líbískri lofthelgi sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti á í síðustu viku. Líbíska vélin var nýlent í borginni Misrata þegar ráðist var á hana. Þetta er í fyrsta skiptið sem ráðist er á vél eftir að flugbannið var samþykkt. Erlent 24.3.2011 20:05
Portúgalar nálægt því að leita neyðaraðstoðar Portúgal er nú einu skrefi nær því að leita neyðaraðstoðar eins og Írland og Grikkland hafa gert eftir að ríkisstjórn landsins sagði af sér í gær. Erlent 24.3.2011 19:22
Enn aukast mótmælin í Sýrlandi Mótmælendur hafa safnast saman í sýrlensku borginni Daraa í dag og hrópað slagorð gegn ríkisstjórninni og forsetanum Al Assad. Í dag voru mótælendur sem féllu fyrir byssukúlum lögreglunnar í gær bornir til grafar og segja sumir að allt að 20 þúsund manns hafi komið saman af því tilefni og mótmælt framferði stjórnarinnar. Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið í bardögum lögreglu og mótmælenda í gær og öryggissveitir yfirvalda hafa umkringt miðborgina til þess að reyna að lægja ófriðaröldurnar. Mótmælendur sækja hinsvegar í sig veðrið og nú er fólk hvatt til þess að koma saman á morgun að loknum föstudagsbænum múslima. Erlent 24.3.2011 14:00
Þvertaka fyrir dauða óbreyttra borgara Yfirmaður í Bandaríkjaher staðhæfir að engar staðfestar fregnir hafi borist af mannfalli á meðal óbreyttra borgara í Líbíu af völdum loftárása bandamanna síðustu daga. Þetta gengur þvert á það sem talsmenn Gaddafís einræðisherra hafa staðhæft. Aðmírállinn Gerard Hueber segir að verkefni bandamanna sé að verja saklausa borgara og því séu skotmörk valin með það sem helsta markmið að skaða ekki almenna borgara. Erlent 24.3.2011 08:55
Myrtu óbreytta borgara sér til skemmtunar Bandarískur hermaður hefur viðurkennt að hafa verið meðlimur í hópi sem myrti almenna borgara í Afganistan sér til skemmtunar. Hermaðurinn, hinn 23 ára gamli Jeremy Morlock, hefur borið fyrir herrétti að hann hafi ásamt nokkrum félögum sínum í hernum, sviðsett átök til þess að eiga auðvelt með að drepa saklausa menn sem urðu á vegi þeirra. Erlent 24.3.2011 08:53
Starfsmenn Fukushima aftur til starfa Starfsmenn Fukushima kjarnorkuversins hafa enn einu sinni snúið aftur til vinnu sinnar við að kæla kjarnaofna versins, en allt starfsfólkið var flutt á brott síðdegis í gær þegar svartur reykur fór að liðast upp frá einum ofninum sem skemmdist þegar jarðskjálftinn reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Óljóst er hvað olli reyknum en engin merki voru um að eldur hefði brotist út og geilslamengun á svæðinu jókst ekki að því er stjórnvöld segja. Erlent 24.3.2011 08:43
Að minnsta kosti tíu mótmælendur skotnir til bana Að minnsta kosti tíu mótmælendur létu lífið og tugir eru slasaðir eftir að lögreglan í Sýrlandi hóf skothríð á hóp fólks sem mótmælti drápum á sex mótmælendum í borginni Daraa í fyrrinótt. Erlent 24.3.2011 08:39
Yfir 300 þúsund hafa flúið frá Líbíu Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær að innrás á landi í Líbíu til að koma Múammar Gaddafí frá völdum kæmi ekki til greina. Erlent 24.3.2011 05:00
Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Erlent 24.3.2011 04:00
Ríkisstjórn Portúgals fallin Ríkisstjórn Portúgals er fallinn. Þetta tilkynnti forsætisráðherran Jose Socrates seint í kvöld. Erlent 23.3.2011 22:45
11 milljónir ná í nýjan Firefox Tæplega ellefu milljónir manna hafa náð sér í nýjustu útgáfuna af Firefox vafranum frá því hann kom á markað á dögunum. Firefox er næst vinsælasti vafrinn í dag og á heimasíðu Mozilla sem gerir vafrann má sjá kort af því í rauntíma hvaðan verið er að ná í nýja vafrann. Erlent 23.3.2011 22:30
Forseti Rússlands bauð Deep Purple í hádegisverð Dimitry Medvedev bauð meðlilmum hljómsveitarinnar Deep Purple í lúxus bústað sinn, sem staðsettur er rétt fyrir utan Moskvu, í gær en hljómsveitin hélt tónleika í borginni síðar um kvöldið. Erlent 23.3.2011 21:37
Strúturinn snéri heim Strútur sem strauk frá bóndabýli í Rúmeníu snéri aftur heim til sín nokkrum dögum síðar. Erlent 23.3.2011 21:29
Yfir 100 þúsund börn hafa misst heimili sín Yfir hundrað þúsund börn hafa misst heimili sín í kjölfar hamfaranna í Japan. Samtökin Barnaheill – Save the Children vara við því að barnshafandi konur gætu þurft að fæða í neyðarskýlum sem komið var upp í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir landið. Erlent 23.3.2011 21:00
Vörubílstjóri lyfti lóðum undir stýri Hann fór heldur óhefðbundnar leiðir til að stækka vöðvana vörubílstjórinn sem var stöðvaður á hraðbraut í Þýskalandi á dögunum. Lögreglumenn sem keyrðu fram hjá vörubílnum hans sáu að hann var að lyfta lóðum á sama tíma og hann var að keyra risastóran vörubíl. Erlent 23.3.2011 20:30
Gaddafi lofar sögulegu stríði Loftárásir voru gerðar á liðsmenn Gaddafís í nótt þar sem þeir þjörmuðu að uppreisnarmönnum í og við borgina Misrata. Flugbann hefur ekki náð að koma í veg fyrir blóðsúthellingar almennra borgara. Erlent 23.3.2011 19:22
Tveir Norðmenn deila með sér 500 milljónum - Ofurtalan kom upp Það voru tveir heppnir Norðmenn sem deildu með sér fyrsta vinningnum í Víkingalóttinu. Ofurtalan kom í pottinn og voru því tæplega 500 milljónir í pottinum. Erlent 23.3.2011 18:59
Sprengjuárás í Jerúsalem Að minnsta kosti 20 manns slösuðust í sprengingu í strætisvagni í Jerúsalem í dag. Sprengja hafði verið skilin eftir í í poka eða tösku í vegarkanti nálægt aðal strætisvagnastöð borgarinnar. Vitni segja að sprengjan hafi verið afar öflug og að byggingar í nágrenninu hafi skolfið þegar hún sprakk. Hryðjuverkaárásir hafa verið fátíðar í borginni síðustu ár en árið 2000 gerðu herskáir Palestínumenn ítrekaðar árásir í borginni. Síðasta sprengjuárásin þar til nú var gerð árið 2004. Erlent 23.3.2011 14:48
Loftárásir á Líbíu: 88% Svía fylgjandi en 10% á móti Aðgerðir herja Vesturlanda gegn stjórn Gaddafí í Líbíu, njóta stuðnings 88% sænsku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins Expressen. Tíu prósent sögðust andvíg hernaðinum. Erlent 23.3.2011 14:00
Elizabeth Taylor er látin Ein stærsta kvikmyndastjarna allra tíma, Elizabeth Taylor er látin, 79 ára að aldri. Taylor hafði lengi barist við veikindi og var í meðferð við hjartsláttartruflunum. Á meðal frægra mynda sem Taylor lék í má nefna Cleopatra og Who's afraid of Virgina Woolf? Erlent 23.3.2011 13:29
Draugaborgin Detroit Íbúum bílaborgarinnar Detroit hefur snarfækkað á síðustu tíu árum. Nýjar tölur um íbúafjölda í borginni, sem má muna sinn fífil fegurri þegar bílaiðnaðurinn var í blóma, sýna að íbúum í borginni hefur fækkað um 25 prósent á síðusta áratug. Nú búa rúmlega 700 þúsund manns í borginni og hafa íbúarnir ekki verið færri í heil hundrað ár. Erlent 23.3.2011 11:10
Katsav dæmdur í sjö ára fangelsi Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun. Málaferlin hafa tekið fimm ár, en Katsav sagði af sér vegna málsins árið 2007, hálfum mánuði áður en kjörtímabil hans rann út. Erlent 23.3.2011 09:30
Gaddafí: Ég er skapari morgundagsins Múammar Gaddafí leiðtofi Líbíu segist handviss um að hann og hans menn beri sigur úr býtum í því stríði sem nú stendur yfir. Gaddafi kom út á meðal almennings þegar hann hélt ræðu sem sýnd var í sjónvarpi á stað sem nýlega varð fyrir sprengjum bandamanna sem hafa látið loftskeytum og sprengjum rigna á höfuðborginni Trípólí síðustu fjórar nætur. Erlent 23.3.2011 08:19
Mannfall á meðal mótmælenda í Sýrlandi Að minnsta kosti sex létust í gærkvöldi þegar slí í brýnu á milli mótmælenda og lögreglumanna í sýrlensku borginni Deraa. Fjöldi fólks hafði komið saman fyrir utan mosku í borginni til þess að koma í veg fyrir að lögreglan færi þangað inn en þar hafa mótmæli staðið yfir síðustu vikur. Að minnsta kosti tíu hafa nú látist í átökunum. Neyðarlög hafa verið í gildi í Sýrlandi frá árinu 1963 og er afnám þeirra á meðal helstu krafna mótmælenda. Erlent 23.3.2011 08:14
Geislavirkt kranavatn í Tókíó Heilbrigðisyfirvöld í Tókíó vara nú við því að geislamengun í kranavatni borgarinnar sé svo mikil að ungabörn megi alls ekki drekka það. Sumstaðar í borginni er mengunin tvöföld á við það sem eðlilegt getur talist. Erlent 23.3.2011 08:13
Bjargaði lífi hunds með því að beita munn við munn aðferðinni Slökkviliðsmaðurinn Mike Dunn beitti heldur óvenjulegri aðferð í vinnu sinni á dögunum þegar hann bjargaði lífi hunds sem var staddur inni í brennandi húsi. Erlent 22.3.2011 23:17
Knútur var veikur í heila Dánarorsök ísbjarnarins Knúts er nú kunn. Upplýst hefur verið um hana í krufningaskýrslu. Margar kenningar hafa verið settar fram um það hvers vegna björnin drapst en nú er búið að taka af öll tvímæli með krufningaskýrslunni. Björninn drapst vegna sjúkdóms í heila, segir í blaðinu News aus Berlin sem greinir frá krufningaskýrslunni. . Erlent 22.3.2011 20:36
Stjórnvöld í Líbíu: Fjöldi óbreyttra borgara hafa fallið Bandarísk herþota brotlenti nærri Benghazi í Líbíu í gærkvöldi en loftárásir héldu áfram í höfuðborg landsins í nótt. Líbísk stjórnvöld fullyrða að fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið í árásunum. Deilur hafa risið í röðum bandamanna. Erlent 22.3.2011 19:54
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent