Erlent

Órói í páfagarði vegna verkfæris Satans

Kvikmyndin Habemus Papam, sem frumsýnd var á Ítalíu síðastliðinn föstudag og fjallar um taugaveiklaðan páfa sem þarfnast sálfræðiaðstoðar til að takast á við álagið í Vatikaninu, hefur vakið hörð viðbrögð hjá kaþólsku kirkjunni.

Erlent

Hindrar hugsanlega framgöngu Brown hjá AGS

David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur gefið til kynna að hann kunni að koma í veg fyrir að Gordon Brown verði næsti yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherrann segir að maður sem hafi ekki séð fyrir að Bretland væri í skuldavanda yrði ef til vill ekki besti maðurinn til þess að stjórna alþjóðlegu fjármálaeftirlitskerfi.

Erlent

ESB vill senda fótgönguliða til Líbíu

Evrópusambandið er reiðubúið að senda hersveitir till Líbíu til þess að aðstoða flóttafólk, ef Sameinuðu þjóðirnar fara framá það. Hermönnunum yrði ekki ætlað að berjast við sveitir Moammars Gaddafis heldur aðeins veita mannúðaraðstoð.

Erlent

Ný vopn Hamas auka hættu á stórátökum

Aukin hætta er á hörðum árásum Ísraela á Gaza ströndina vegna nýrra fullkominna vopna sem Hamas samtökin hafa aflað sér. Hamas liðar skutu á dögunum leysigeislastýrðri rússneskri eldflaug á skólarútu og gjöreyðilögðu hana.

Erlent

Segir Dani verða að framselja Múhameðsteiknara

Danir hafa skuldbundið sig til þess að framselja skopmyndateiknarann Kurt Westergaard til Jórdaníu að sögn borgarfulltrúa í Kaupmannahöfn. Réttarhöld yfir Westergaard hefjast þar í landi 25 apríl, vegna teikninga hans af Múhameð spámanni.

Erlent

Endurkjörinn í skugga óeirða

Goodluck Jonathan var í gær útnefndur sigurvegari forsetakosninga í Nígeríu, fjölmennasta ríki Afríku. Jonathan, sem tók við forsetaembættinu í þessu mikla olíuríki um mitt síðasta ár, fékk rúmlega tíu milljónum atkvæða meira en helsti keppinautur sinn, Muhammadu Buhari. Auk þess sigraði Jonathan í nógu mörgum fylkjum til að ekki þyrfti að kjósa aftur milli tveggja efstu.

Erlent

Þúsundir vilja flýja Misrata

Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni.

Erlent

Skírdagur er í raun á miðvikudaginn

Prófessor við Cambridge háskólann í Bretlandi heldur því fram á fréttavef BBC að skírardagur hafi alls ekki borið upp á fimmtudegi, eins og kristnir menn um allan heim telja, heldur hafi hann í raun borið upp daginn áður.

Erlent

Kaþólska kirkjan æf vegna auglýsingar: Pabbi, hjálpaðu mér!

Kaþólska kirkjan er æf vegna auglýsingar sem hefur verið til sýningar á Ítalíu. Það er fyrirtækið Nodis sem stendur á bak við auglýsinguna sem sýnir Jesú sjálfan í heldur vandræðalegri stöðu. Hann er bundinn við rúmið og biður föður sinn um hjálp rétt áður en þybbin kona vopnuð svipu skríður upp í rúmið til hans.

Erlent

Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt

Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar.

Erlent

Erlendum námsmönnum snarfækkar í Danmörku

Verulega hefur dregið úr ásókn evrópskra námsmanna í danska skóla. Samkvæmt nýju yfirliti frá menntamálaráðuneyti Danmerkur sóttu um 1.000 færri námsmenn um háskólanám í Danmörku í ár en í fyrra. Þetta er samdráttur upp á um 33%.

Erlent

Branson flytur lemúra milli heimsálfa

Áform viðskiptajöfursins Richards Branson um að bjarga lemúrum í útrýmingarhættu með því að flytja þá milli heimsálfa hafa vakið hörð viðbrögð annarra náttúruverndarsinna.

Erlent

Sex til níu mánuðir í viðbót

Stjórnendur kjarnorkuversins Fukushima Dai-ichi í Japan telja að það taki sex til níu mánuði að stöðva geislavirknilekann þar og að kæla niður kjarnaofnana.

Erlent

Ný ríkisstjórn í kortunum í Finnlandi

Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í gær. Bráðabirgðaniðurstöður í gærkvöldi bentu til þess að hægristjórn Mari Kiviniemi forsætisráðherra væri fallin. Þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar var sigurvegari kosninganna og fimmfaldaði fylgi sitt.

Erlent

Finnar kjósa til þings í dag

Þingkosningar fara fram í Finnlandi í dag. Kannanir benda til þess að Samstöðuflokkurinn, flokkur Jyrki Katainen, núverandi fjármálaráðherra, fái rúmlega 21 prósenta fylgi og verði stærsti flokkurinn.

Erlent