Erlent

Réttað á ný yfir Assange

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, situr nú í réttarsal þar sem tekin er fyrir áfrýjun á ákvörðun dómara um framsal hans til Svíþjóðar, þar sem Assange á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot.

Erlent

Fleiri bresk blöð uppvís að njósnum

Breska blaðið The Guardian segir að umrædd blöð hafi verið The Sun og Sunday Times. Meðal annars hafi verið njósnað um Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra. Bæði hafi bankareikningar hans verið skoðaðir og einnig stolið gögnum um veikindi Frasers sonar hans.

Erlent

Forsetabróðir skotinn til bana

Wali Karzai, bróðir Hamid Karzai forseta Afganistan, var skotinn til bana á heimili sínu í Kandahar í nótt. Það var einn lífvarða bróðurins sem myrti hann. Wali hefur verið einn valdamesti maður Afganistans eftir innrás Bandaríkjamanna fyrir 10 árum en um leið hefur hann verið afar umdeildur.

Erlent

Finna lík á floti í Volgu

Kafarar og björgunarsveitarmenn hafa fundið 59 lík á floti í ánni Volgu eftir að rússneskt skemmtiferðarskip sökk á nokkrum mínútum í ánni í fyrradag. Hátt í 200 voru um borð og er 67 enn saknað.

Erlent

Pia hjólar í forsætisráðherrann

Forsætisráðherra Danmerkur verður að hætta að vera bitur og geðillur því annars á hann á að hættu að tapa næstu kosningum. Þetta segir formaður Danska þjóðarflokksins.

Erlent

Gleymdu fatlaðri konu í tvo daga

Starfsmenn félagsmiðstöðvar fyrir fatlaða í Bøgelunden suðvestur af Kaupmannahöfn gleymdu nýverið skjólstæðingi sínum sem þurfti fyrir vikið að dúsa í tvo daga í félagsmiðstöðinni. Konan er líkamlega fötluð og gat af þeim ástæðum ekki kallað eftir hjálp

Erlent

Schwarzenegger hyggur á endurkomu

Arnold Schwarzenegger hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu eftir að uppvíst var að hann eignaðist barn með einni af starfskonum á heimili sínu fyrir um áratug. Í kjölfarið sagði eiginkonan, Maria Shriver, skilið við hann.

Erlent

Hillary gagnrýnir Sýrlandsforseta harðlega

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Assad, forseti Sýrlands, sé ekki lengur lögmætur leiðtogi landsins. Sýrlenskum stjórnvöldum hafi mistekist að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og ekki tekist að vernda erlenda stjórnarerindreka þegar stuðningsmenn forsetans réðust á sendiráð Bandaríkjamanna og Frakka í höfuðborginni Damaskus í gær.

Erlent

Fætur græddir á mann

Tveir fætur voru græddir á mann á Spáni í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem slík aðgerð er framkvæmd. Sjúklingurinn er karlmaður, en fætur hans voru teknir af honum rétt fyrir ofan hné, eftir slys sem hann varð fyrir.

Erlent

Stálu upplýsingum um son Brown

Læknaskýrslur sem The Sun hafði undir höndum og sýna að sonur Gordons Brown var með erfðasjúkdóm voru illa fengnar. Þetta fullyrða vinir Browns, að því er Daily Telegraph greinir frá.

Erlent

Börn stundi líkamsrækt frá fæðingu

Yfirvöld í Bretlandi birtu í dag ný viðmið þess efnis að öll börn undir fimm ára aldri skuli stunda líkamsrækt á hverjum degi. Þessum leiðbeinandi tilmælum er beint til foreldra og miða að því að draga úr offituvandamálinu þar í landi.

Erlent

Dæmdur fyrir að neita fjöldamorðum í Seinni heimsstyrjöld

Áfrýjunardómstóll í Þýskalandi staðfesti í dag dóm um að breski biskupinn Richard Williamson hafi afneitað helförinni. Dómurinn ákvað samt að minnka sektina sem Williamson fær fyrir það að hafa neitað því að Nasistar hefðu drepið sex milljónir Gyðinga í útrýmingarbúðunum.

Erlent

Verðir konungsfjölskyldunnar seldu News of the World upplýsingar

Að minnsta kosti tveir verðir sem höfðu það að starfi að vernda konungsfjölskylduna eru taldir hafa selt götublaðinu News of the World tengiliðabók sem innihélt allar upplýsingar um það hvernig mætti ná í hvern einasta meðlim konungsfjölskyldunnar, auk vina þeirra, starfsfélaga og starfsmanna.

Erlent

JR og Bobby í nýjum Dallas þáttum

Tveimur áratugum eftir að síðasti þátturinn af Dallas var sýndur hefur nú verið ákveðið að gera nýja þáttaröð. Stóru fréttirnar teljast eflaust að meðal leikenda verða bæði Larry Hagmann sem hinn lúmski JR og Patrick Duffy sem er góðmennið Bobby.

Erlent

40 börn látin í rútuslysi

Að minnsta kosti fjörtíu skólabörn hafa látið lífið í rútuslysi í Bangladesh, en yfirvöld í Chittagong héraði segja líklegt að sú tala hækki.

Erlent

Vilhjálmur og Kate slá í gegn

Hertogahjónin af Cambridge, þau Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum þar sem þau hafa verið í opinberri heimsókn undanfarna daga. Áður en þau héldu til Bandaríkjanna heimsóttu Vilhjálmur og Kate Kanada, en um var að ræða þeirra fyrstu opinberu ferð eftir brúðkaup þeirra í apríl.

Erlent

Argentískur söngvari skotinn til bana

Argentískur þjóðlagasöngvari, Facundo Cabral, var skotinn til bana Guatemala í gær en hann var einn þekktasti tónlistarmaður Suður- og Mið-Ameríku. Hann var 74 ára gamall.

Erlent

Háskóli krefst þess að fá málverk Andy Warhol af Farrah Fawcett

Háskólinn í Texas hefur höfðað mál gegn bandaríska leikaranum Ryan O'Neal vegna málverks sem eiginkona hans, Farrah Fawcett, átti. Um er að ræða málverk af leikkonuninni sem listamaðurinn Andy Warhol gerði fyrir um þremur áratugum. Verkið er metið á meira en þrjá milljarða íslenskra króna.

Erlent

Fjölskylduharmleikur í Svíþjóð: Kona laus úr haldi

Konu hefur verið sleppt úr haldi sænsku lögreglunnar vegna rannsóknar á morði á sjö ára dreng sem var stunginn til bana í Umeå í norðurhluta landsins í gær. Samkvæmt vef dagblaðsins Dagens Nyheter virðist sem um fjölskylduharmleik sé að ræða. Karlmaður sem handtekinn var seinnipartinn í gær er enn í haldi lögreglu. Maðurinn og konan eru bæði ættingjar drengsins, en ekki hefur verið upplýst hvort þau séu foreldrarar hans.

Erlent

Meira en 100 enn saknað

Yfir eitt hundrað manns er enn saknað eftir að rússneskt skemmtiferðaskip sökk á innan við fimm mínútum í gær. Rússnesk yfirvöld eygja litla von til að finna fleiri á lífi eftir að skipið Bulgaria sökk í ánni Volgu í miðhluta Rússlands í gær.

Erlent

Vopnuðum dönskum ungmennum fjölgar

Færst hefur vöxt að dönsk ungmenni beri skotvopn og hafa lögregluyfirvöld verulega áhyggjur af þróuninni. Í frétt Jótlandspóstsins um málið segir að það sé einfaldlega í tísku meðal unglinga að ganga með byssur. Það veiti viðkomandi ákveðna stöðu meðal annarra unglinga. Byssur hafa þannig leyst hnífa og önnur barefli að hólmi hvað þetta varðar.

Erlent

Síðasta ferð Atlantis vel heppnuð

Geimskutlan Atlantis lagði að alþjóðlegu geimstöðinni í gær 386 kílómetrum yfir Kyrrahafinu. Atlantis færir geimstöðinni birgðir sem eiga að endast í eitt ár. Verkefnið er hið síðasta sem framkvæmt verður af geimskutlum NASA, bandarísku geimaferðarstofnunarinnar, en að því loknu verður Atlantis tekin úr notkun, síðust geimskutlanna.

Erlent

Skemmtiferðaskip sökk í Rússlandi

Að minnsta kosti hundrað manns er saknað eftir að skemmtiferðaskip sökk í Volga ánni í Rússlandi, um það bil 750 kílómetrum frá höfuðborginni Moskvu. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum voru 180 um borð í skipinu þegar það sökk og vinna nú kafarar og björgunarsveitarmenn að því að reyna bjarga fólki. Talið er að lítil von sé að farþegarnir finnist á lífi.

Erlent

Viktoría eignaðist dóttur í dag

David og Viktoría Beckham eignuðust dóttur í dag en stúlkan er fjórða barn þeirra hjóna. Barnið fæddist á sjúkrahúsi í Los Angeles heimaborg þeirra hjóna og var hún 3,4 kíló að þyngd. Ekki er búið að gefa henni nafn.

Erlent

Beiðni Obama var hunsuð

Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay, telur að Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög þegar mexíkóskur maður var tekinn af lífi í ríkisfangelsi í Texas. Pillay segir að með því að taka mexíkóskan ríkisborgara af lífi í bandarísku fangelsi vakni upp margar spurningar varðandi réttindi erlendra einstaklinga í landinu.

Erlent

Nýtt ríki stofnað í suðurhluta Súdans

Undanfarna daga hafa íbúar í Suður-Súdan búið sig undir stofnun nýs ríkis í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var í janúar síðastliðnum. Sjálfstæði var formlega lýst yfir í dag.

Erlent