Erlent

Mikil sprenging í húsnæði Sameinuðu þjóðanna

Sprenging varð í byggingu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja í Nígeríu í morgun. Fréttamaður BBC fréttastöðvarinnar heyrði hátt sprengihljóð og lögregluþyrla sveimar nú yfir bygginguna. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að sprengingin hafi orðið vegna sprengju sem sprakk í húsinu. Töluverðan reyk leggur frá byggingunni. BBC segir að óstaðfestar fréttir hermi að fjöldi fólks hafi særst í sprengingunni. Stór bílasprengja sprakk í höfuðstöðvum lögreglunnar í Abuja í júní.

Erlent

Neyðarástand í sjö ríkjum

Ríkisstjórar í sjö ríkjum Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Írenu sem búist er við að gangi yfir austurströnd Bandaríkjanna í kvöld og í fyrramálið.

Erlent

Dýrt að raka á sér lappirnar

Í nýlegri rannsókn sem birt var í blaðinu Telegraph kemur fram að ein af hverjum þremur konum í Bretlandi skrúfa ekki fyrir vatnið í sturtunni á meðan þær raka á sér lappirnar en talið er að yfir 50 milljarðar lítra af vatni fari til spillis á hverju ári vegna þessa.

Erlent

Þurfa að greiða 57 milljarða

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google um 500 milljónir dala, eða um 57 milljarða króna, fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Um var að ræða lyfseðilsskyld lyf frá kanadískum lyfjaframleiðenda, en ólöglegt er að auglýsa slík lyf á netinu í Bandaríkjunum.

Erlent

Tekur stökk í skoðanakönnun

Verkamannaflokkurinn bætir við sig talsverðu fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birt var í norskum fjölmiðlum í gær. Spurt var um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú.

Erlent

Reyna að stöðva hungurverkfall

Ríkisstjórn Indlands reynir nú að binda enda á hungurverkfall aðgerðasinnans Anna Hazare, sem hefur enst í níu daga. Ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að allir flokkar á þingi ræði kröfur Hazares um löggjöf gegn spillingu. Hann hefur sagst munu hætta í hungurverkfallinu ef ríkisstjórnin leggur til skriflega að eftirlitsaðilar verði ráðnir yfir forsætisráðherra og dómskerfinu.

Erlent

Kæra umfjöllun fjölmiðla um hryðjuverk

Ungmenni sem komust lífs af úr Útey hinn 22. júlí hafa kært umfjöllun norska blaðsins Verdens gang til siðanefndar fjölmiðla þar í landi. Kvörtunin snýr að myndbirtingum af hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik þegar hann fór í vettvangsferð með lögreglunni í eyjuna.

Erlent

Auðmennirnir bænheyrðir

Frakkar sem þéna yfir 500 þúsund evrur á ári, eða rúmar 80 milljónir íslenskra króna, þurfa að greiða þrjú prósent aukalega í skatt. Jafnframt er stefnt að því að skattgreiðslur vegna fjármagnstekna og fasteigna verði auknar.

Erlent

Safnaði myndum af Condi Rice

Uppreisnarmenn sem náðu húsakynnum Gaddafís Líbíuleiðtoga á sitt vald á dögunum urðu heldur en ekki hissa þegar þeir fundu þar bók með fjölda ljósmynda af Condoleezu Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn George W. Bush.

Erlent

Strauss-Kahn búinn að fá vegabréfið sitt aftur

Dominique Strauss-Kahn hefur fengið vegabréfið sitt í hendur á ný eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi og farbanni í Bandaríkjunum síðan í maí. Hann var, eins og kunnugt er, ákærður fyrir að nauðga og misþyrma hótelþernu sem starfaði á hóteli sem hann dvaldi á.

Erlent

Annað skrímsli í Austur­ríki - Fritzl málið endur­tekur sig

Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði.

Erlent

Pútín fer ókeypis í leigubíl hér eftir

Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Pútín, hefur fengið skírteini að gjöf frá helstu leigubílasamtökum Rússlands sem gerir honum kleift að ferðast ókeypis í leigubíl til lífstíðar.

Erlent

Um 20 þúsund hafa fallið í Líbíu

Um 20 þúsund manns hafa farist í Líbíu síðan að borgarastyrjöldin hófst þar í febrúar segir Mustafa Abdul Jalil, einn leiðtogi uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn berjast nú við hersveitir Gaddafis Líbíuleiðtoga. Samkvæmt Sky fréttastöðinni segjast uppreisnarmenn hafa umkringt Gaddafi og syni hans í húsi í Trípolí, höfuðborg Líbíu. AP fréttastöðin segir að um þúsund uppreisnarmenn berjist nærri virki Gaddafis í Tripoli.

Erlent

Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim

Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar.

Erlent

Fundu heimatilbúinn pyntingaklefa umvafinn sprengjum

Heimatilbúinn pyntingaklefi umvafinn sprengjum fannst í búð í Hamborg nú á föstudaginn. Thomas Fischer, þýskur einfari hafði breytt íbúð sinni í pyntingahreiður þar sem hann geymdi fórnalamb sitt handjárnað í gömlum hljóðeinangruðum símaklefa.

Erlent

Gaddafi, Qaddafi eða Qadhafi?

Meira segja Google á í vandræðum með Gaddafi. Eru þið með ráð til þess að finna hann? Svo virðist vera að fólk eigi í stökustu vandræðum með að stafa nafn hans.

Erlent

Frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn

Einn frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn. David Berkowitz eða "Son of Sam", hélt New York í gíslingu í upphafi áttunda árutugsins með tíðum morðum sínum. Berkowitz sem myrti sex manns og særði aðra sjö mun ekki sækjast eftir reynslulausn. Þetta tilkynnti Berkowitz í bréfi sem hann sendi sjálfur til FoxNews fréttastofunnar og bætti við „að fyrirgefning frá Jesú Kristi“ væri nóg fyrir hann, og að hann hefði engan „áhuga á reynslulausn".

Erlent

Ísland ekki á stuðningslista bráðabirgðastjórnarinnar

Rúmlega fjörutíu þjóðir hafa nú lýst yfir stuðningi við bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu. Danir og Finnar eru einu Norðurlöndin á listanum en þar eru einnig lönd á borð við Bretland, Bandaríkin og Holland. Þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um hvort til greina kæmi að Ísland færi á þennan lista fengust þær upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu að Íslendingar hafi fylgt þeirri stefnu að viðurkenna þjóðríki, en ekki einstaka ríkisstjórnir.

Erlent

Rick Perry tekur forystuna

Rick Perry ríkisstjóri Texas hefur tekið forystuna í baráttu þeirra sem sækjast eftir því að verða næsta forsetaefni Repúblikana.

Erlent

Öflugur jarðskjálfti skók Perú

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir norðurhluta Perú í gærkvöldi. Upptök hans voru í um 500 kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Lima.

Erlent

Sérsveitarmenn leita að Gaddafi

Enn er allt á huldu um hvar Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu heldur sig. Vangaveltur eru um að hann hafi farið sömu leið og Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks og hafi grafið sig niður í holu einhversstaðar í Líbíu.

Erlent

Talinn hafa skipulagt morðið á Politkovskaju

Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu.

Erlent

Nær 7 milljónir lífvera ófundnar

Á jörðinni lifa um það bil 8,8 milljón tegundir lífvera, en hingað til hafa aðeins 1,9 milljónir verið færðar til bókar. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn.

Erlent