Erlent

Sprengdi sig í loft upp í mosku

Að minnsta kosti tuttugu og átta fórust og yfir þrjátíu særðust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Bagdad, höfuðborg Íraks í gær. Sprengjan sprakk þegar að súnní-múslimarnir voru að biðja bænir sínar en moskan er sú stærsta sinnar tegundar í borginni. Á meðal þeirra föllnu er íraskur þingmaður. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á föstudaginn féllu að minnsta kosti 13 í árásum í borgunum Basra, Falluja og Bagdad.

Erlent

Við dauðans dyr

Líbíumaðurinn Al Megrahi, sem var dæmdur fyrir Lockerbie-ódæðið árið 1988, er nú við dauðans dyr á heimili sínu í Trípólí í Líbíu.

Erlent

Óttast um 50 þúsund fanga

Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin.

Erlent

Tom Jones á spítala

Stórsöngvarinn Tom Jones þurfti að fara á spítala í Mónakó í gær vegna alvarlegrar ofþornunar. Tom, sem er 61 árs gamall, er á tónleikaferðalagi og átti að spila í gærkvöldi í borginni. Tónleikunum var aflýst og þegar fóru kjaftasögur á kreik um að hann hefði fengið hjartaáfall.

Erlent

Flæðir yfir götur borgarinnar

Sjór hefur flætt yfir bakka sína á Manhattan og víðar vegna Írenu sem hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur samkvæmt frétt Daily Telegraph um málið.

Erlent

Dregur úr Írenu - hætta á flóðum

Fellibylurinn Írena er genginn á land í New Jersey, nærri New York borg. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph þá hefur dregið talsvert úr fellibylnum og íhuga vísindamenn að flokka hann sem hitabeltisstorm, áður var fellibylurinn í flokknum tveimur sem er gríðarlega sterkur bylur.

Erlent

New York eins og draugaborg

Að minnsta kosti níu eru látnir og milljónir manna eru enn án rafmagns á meðan fellibylurinn Írena heldur áfram ferð sinni upp austurströnd Bandaríkjanna í átt að fjölmennustu borg landsins, New York.

Erlent

Neituðu barni um vatn í fimm daga - lést úr ofþornun

Faðir tíu ára drengs, og stjúpmóðir hans í Dallas í Bandaríkjunum, hafa verið handtekin og ákærð fyrir að valda dauða hans, eftir að þau neituðu honum um vatn í fimm daga. Krufning hefur leitt í ljós að barnið lést úr ofþornun.

Erlent

Ellefu ára gamall drengur lést í fellibylnum

Ellefu ára gamall drengur lést í Norður-karólínu skömmu eftir hádegi í dag þegar tré féll á hús hans þegar fellibylurinn Írena fór yfir ríkið. Móðir drengsins var einnig hætt komin en komst þó út úr íbúðinni á heilu og höldnu samkvæmt New York Post.

Erlent

Tveir látist í fellibylnum - 300 þúsund rafmagnslausir

Tveir hafa látist eftir að fellibylurinn Írena gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna. Annar maðurinn ók á tré sem féll á veginn fyrir framan hann á meðan hinn maðurinn fékk hjartaáfall þar sem hann var að negla plötur fyrir gluggana á húsi sínu.

Erlent

Flugi frá Íslandi til New York frestað - mikill viðbúnaður vegna Írenu

Dregið hefur úr styrk fellibylsins Írenu sem en hátt í þrjú hundruð þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í New York-borg í miðnætti í gærkvöldi að íslenskum tíma, þegar fellibylurinn nálgaðist borgina. Flugferðum Icelandair og Delta sem áttu að fara til New York milli tíu og ellefu í dag hefur verð aflýst. Ákvörðun verður tekin fyrir hádegi um hvort seinna flugi Icelandair til borgarinnar verði líka frestað.

Erlent

Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó

Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borginni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfsfólk og gestir. Samkvæmt sjónarvottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfsmenn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einnig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir.

Erlent

Efnahagsmál í brennidepli

Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember.

Erlent

Hundruðir syrgðu vin sinn

Útför pilts, sem hvítabjörn drap á Svalbarða fyrr í mánuðinum, var gerð frá Salisburykapellunni í Bretlandi í dag. Pilturinn var nemandi í Eton skólanum og var í skólaferðalagi með félögum sínum þegar hann dó. Hann var sautján ára gamall. Sky fréttastofan segir að fjölskylda hans hafi verið viðstödd útförina auk hundruða vina.

Erlent

Stjarna úr demanti

Ástralskir geimvísindamenn hafa komið auga á nýja stjörnu sem virðist gerð úr demanti. Stjarnan er í um 4000 ljósára fjarlægð nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Þetta kemur fram í á vefmiðli The West Australian.

Erlent

Undrameðal Berlusconi er jurtate

Hinn fjörmikli forsætisráðherra Ítala,Silvio Berlusconi, hefur ljóstrað upp leyndarmálinu á bak við krafta sína, jafnt pólitíska sem aðra. Undrameðalið er jurtate. Þetta tilkynnti hann eftir að hann horfði á fótboltalið sitt, AC Milan, vinna sigur á erkifjendunum í Juventus.

Erlent

Laug Gaddafi um andlát dóttur sinnar?

Hingað til hefur verið fullyrt að kjördóttir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, hafi farist í sprengjuárás árið 1986. En nú hafa fundist vísbendingar um að hún hafi alls ekki farist, heldur sé enn á lífi. Dóttirin heitir Hana og er sögð hafa týnt lífi í loftárás Bandaríkjamanna á Trípolí, höfuðborg Líbíu, árið 1986.

Erlent

Búrhvalur syndir upp á strönd

Baðstrandargestir á Norður-Spáni áttu undarlegan morgun, en þegar þeir mættu á ströndina hafði 15 metra löngum búrhval skolað þar á land. Hann var enn á lífi þegar menn komu að honum, en var svo gríðarlega stór að dráttarbátur gat ekki komið honum aftur á flot. Hann dó fljótlega eftir að hann fannst.

Erlent

Irene sögulegur fellibylur

"Allt bendir til þess að Irene verði sögulegur fellibylur," sagði Barack Obama, bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi fyrr í dag og hvatti fólk til að undirbúa sig vel fyrir komu fellibylsins.

Erlent

Að minnsta kosti sextán látnir í Abuja

Nú er ljóst að í það minnsta sextán eru látnir eftir að bílsprengja sprakk við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Abuja höfuðborg Nígeríu í morgun. Tugir eru sárir og margir þeirra sagðir í lífshættu. Sprengingin var gríðarlega öflug og lagði neðstu hæðir byggingarinnar í rúst.

Erlent

Neðanjarðarfljót streymir undir Amasón

Brasilískir vísindamenn hafa gert merka uppgötvun en svo virðist sem risastórt neðanjarðarfljót renni rúmum fjórum kílómetrum undir sjálfu Amasón, stærsta fljóti veraldar. Fljótið hefur verið nefnt Hamza, í höfuðið vísindamanninum sem fór fyrir rannsókninni en nýja fljótið er rúmir sex þúsund kílómetrar á lengd, eða svipað langt og fljótið fræga á yfirborðinu. Greint var frá uppgötvuninni í Ríó de Janeiro á fundi Brasilíska jarðfræðifélagsins.

Erlent

Skrímslið í Austur­ríki barnaði ekki dætur sínar

Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni.

Erlent