Erlent

Mannskæðar sprengjuárásir í Írak

Að minnsta kosti 50 eru látnir eftir hrynu sprengju- og skotárása í Írak. Árásirnar áttu sér flestar stað við lögreglustöðvar og öryggistálma í hverfum Shia-múslima.

Erlent

Fiseindir ferðast ekki hraðar en ljósið

Vísindamenn telja að gallaður ljósleiðari hafi orsakað niðurstöður sem bentu til að fiseindir ferðuðust hraðar en ljós. Hefðu niðurstöðurnar verið réttar hefði þetta verið merkilegasta vísindauppgötvun síðustu áratuga.

Erlent

Kínverjar og Norðmenn í köldu stríði

Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun.

Erlent

Ný prinsessa fædd í Svíþjóð

Victoria Svíaprinsessa fæddi sitt fyrsta barn í morgun. Um er að ræða fallega og velskapaða prinsessu en hinn stolti faðir, Daniel prins, tilkynnti um fæðinguna fyrir nokkrum mínútum. Hann segir að dóttirin sé falleg og velsköpuð. Hún vó 13 merkur og var 51 sentimetri á lengd.

Erlent

Missti vinnuna og bjó í bílnum

Sænskur maður, sem fannst í bíl sínum á föstudag eftir að hafa verið fastur í tvo mánuði, hafði búið í bílnum frá því um mitt síðasta ár. Þetta segja sænskir fjölmiðlar.

Erlent

Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð

Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna.

Erlent

Lítrinn á 328 krónur

Listaverð á 95 oktana bensíni fór allt upp í 15 krónur í Ósló í Noregi í vikunni, sem jafngildir um 328 íslenskum krónum og hefur verðið aldrei verið hærra.

Erlent

Trúlofuðust í beinni útsendingu

Sara Duncan hélt að hún væri að fara ræða um baráttu sína við brjóstakrabbamein þegar hún var gestur í sjónvarpsþætti í Bretlandi. Hún kom því af fjöllum þegar kærasti hennar bað um hönd hennar í beinni útsendingu.

Erlent

Obama söng með B.B. King

Bandaríkjaforseti steig á stokk í Hvíta Húsinu í gær og söng lagið Sweet home Chicago ásamt blúsgoðsögninni B.B. King.

Erlent

Tveir blaðamenn létust í Sýrlandi

Talið er að 40 hafi látist í sprengjuárás stjórnarhersins í Sýrlandi í dag. Atvikið átti sér stað í borginni Homs en yfirvöld í Sýrlandi hafa látið sprengjum rigna á borgina síðustu daga.

Erlent