Erlent

Sýrlenski herinn herðir sóknina í Homs

Sýrlenski herinn hefur ákveðið að senda fótgönguliða inn í borgina Homs í dag. Herinn hefur látið sprengjum rigna yfir borgina á síðustu vikum og hafa yfirvöld í landinu nú ákveðið að herða sóknina.

Erlent

Yfir 7.500 manns hafa fallið í Sýrlandi

Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að yfir 7.500 manns, flest almennir borgarar, hafi fallið í átökum sýrlenskra stjórnvalda við uppreisnarmenn í landinu frá því að átökin hófust í mars á síðasta ári.

Erlent

Um 400.000 Danir þjást af þvagleka

Um 400.000 Danir þjást af þvagleka en það sem verra er um 90% þeirra segja ekki fjölskyldu sinni eða vinum frá þessu vandamáli vegna þess hve mikið þeir skammast sín fyrir það.

Erlent

Romney sigraði í Michigan og Arizona

Mitt Romney náði að sigra í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Michigan í nótt. Þegar nær öll atkvæði voru talin var Romney með 41% atkvæða á móti 38% hjá Rick Santorum helsta keppinaut hans.

Erlent

Kung Fu hæfileikar Pamirs vekja hrifningu

Myndband af rússneskum skógarbirnir sem sýnir Kung Fu hæfileika sína hefur vakið gríðarlega athygli. Rúmlega 200.000 manns hafa horft á myndbandið frá því að það birtist á YouTube í síðustu viku.

Erlent

Sektuð fyrir að hlusta á Rihanna

Par í Bretlandi hefur verið sektað fyrir að hlusta of hátt á plötur söngkonunnar Rihanna. Þau voru afar ósátt við niðurstöðuna og sögðu fyrir rétti að tónlist söngkonunnar hentaði öllum og að hún væri afar myndarleg.

Erlent

Þýskur raðmorðingi í lífstíðarfangelsi

Þýski raðmorðinginn Martin Ney var dæmdur í ævilangt fangelsi í dag fyrir að nema á brott og drepa þrjá unga drengi. Ney er 41 árs gamall og uppeldismenntaður. Hann braust inn á heimili fólks og réðst á börn. Brotin áttu sér stað með nokkurra ára millibili og í þremur tilfellum enduðu slíkar árásir með því að börnin dóu. Þrettán ára piltur dó 1992, átta ára strákur dó 1995 og níu ára drengur dó 2001. Ney játaði öll morðin á sig og viðurkenndi jafnframt að hafa ráðist á eitt barn til viðbótar fyrir síðustu aldamót, eftir því sem fullyrt er á vef þýska blaðsins bild.

Erlent

Tveir látnir eftir skotárás í skóla í Ohio

Tveir eru nú látnir eftir skotárásina í skólanum Chardon í Ohio í gær. Læknar hafa staðfest að sautján ára gamall piltur hafi verið úrskurðaður heiladauður en hann var fluttur á sjúkrahúsið í Cleveland stuttu eftir árásina.

Erlent

Íhuguðu að rýma Tókíó

Í nýrri óháðri skýrslu um kjarnorkuslysið í japönsku borginni Fukushima segir að yfirvöld hafi alvarlega íhugað að rýma Tókíó, eina stærstu borg heims, þegar ástandið var sem alvarlegast.

Erlent

Demókratar styðja Santorum í Michigan

Spenna er fyrir forkosningar Repúblikana í Michigan sem fram fara í dag en þeir Mitt Romney og Rick Santorum eru hnífjafnir í skoðanakönnunum. Forkosningar fara einnig fram í Arizona en þar þykir Romney hafa yfirburðastöðu.

Erlent

Herða refsiaðgerðir gegn Assad

Utanríkisráðherrar ESB ákváðu í gær að herða enn refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Markmiðið er að þrýsta á um að stjórnvöld slaki á klónni í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í landinu.

Erlent

Útvarpssendingar mannkyns eiga langt ferðalag fyrir höndum

Frá því að ítalski eðlisfræðingurinn Guglielmo Marconi fékk einkaleyfi á þráðlausar skeytasendir árið 1895 hefur mannkynið sent útvarpsbylgjur út í alheiminn. En þrátt fyrir að rúm öld sé liðin frá upphafi útvarpssendinga þá ná þær aðeins yfir brotabrot af Vetrarbrautinni.

Erlent