Erlent

Barnaníðingur framdi sjálfsmorð - níddist á barni hér á landi

Barnaníðingurinn John Charles Ware, sem var handtekinn í bandarísku borginni Fíladelfíu á síðasta ári grunaður um að níðast á tveimur börnum framdi sjálfsmorð í fangelsi en mál hans átti að taka fyrir í gær. Maðurinn var meðal annars grunaður um að hafa boðið ungum dreng með sér í ferðalag um Ísland þar sem hann níddist á honum.

Erlent

Breivik segist iðrast einskis

Fjöldamorðinginn Anders Breivik segist iðrast einskis og fer fram á að hann verði sýknaður. Hann flutti yfirlýsingu í réttarsal í morgun þar sem hann hélt hatursáróðri sínum á lofti.

Erlent

Neðanjarðarbörn berjast áfram

Munaðarlaus börn í Rúmeníu voru kvikmynduð í lífsbaráttu sinni í heimildarmyndinni um Neðanjarðarbörnin sem kom út árið 2001. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Magnús Halldórsson skoðaði sögu barnanna sem hin verðlaunaða heimildarmynd fylgdi eftir og hvernig þeim hefur gengið á lífsins leið síðan. Hún hefur verið þyrnum stráð, svo ekki sé meira sagt.

Erlent

Sjóræningjar saman í sæng

Svokallaðir „sjóræningjaflokkar“ í Evrópusambandsríkjum hyggjast bjóða sig fram sem einn flokk í næstu kosningum til Evrópuþings.

Erlent

Íþróttakrakkar fá hærri einkunnir í skóla

Börn sem eru í skólaíþróttum fimm sinnum í viku auk fleiri líkamsæfinga eru ekki bara í betra líkamlegu formi en börn sem eru í skólaíþróttum tvisvar í viku heldur fá þau einnig hærri einkunnir.

Erlent

Móðir Breivik þarf ekki að bera vitni í réttarhöldunum

Réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik hefjast að nýju nú klukkan sjö að okkar tíma. Réttarhöldin hefjast á því að Breivik mun lesa upp yfirlýsingu en lögmaður hans segir að sá upplestur muni taka um 30 mínútur. Í yfirlýsingunni mun Breivk ætla að verja gjörðir sínar.

Erlent

Sumir jöklanna virðast stækka

Ný rannsókn á stærð jökla í Himalajafjöllunum sýnir að sumir jöklanna hafa stækkað umtalsvert á síðustu árum, á meðan aðrir hopa eins og jöklar annars staðar í heiminum á síðustu árum.

Erlent

Átök við landamæri Súdans

Átök hafa að nýju brotist út við landamæri Súdans og nýja ríkisins Suður-Súdans síðustu daga. Tekist er á um yfirráð yfir nokkrum bæjum og svæðum við landamærin sem bæði ríki gera tilkall til.

Erlent

Obama með 9% forskot á Romney

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, virðist hafa nokkuð gott forskot á helsta keppinaut sinn í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hefur Obama 9% forskot á Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts.

Erlent

Fyrsta degi réttarhalda lokið - Breivik tjáir sig í fyrramálið

Fyrsta degi réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik lauk í Osló eftir hádegið í dag. Í ræðu sinni sagði Geir Lippestad verjandi Breiviks að svo gæti farið að hann biðji um frestun sökum þess að saksóknari skilaði inn miklu magni gagna þremur dögum áður en réttarhöldin hófust.

Erlent

Þurfti að nauðlenda á Gatwick

Öllum flugum á Gatwick-flugvellinum í London í dag hefur verið aflýst um tíma eftir að flugvél á vegum flugfélagsins Virgin þurfti að nauðlenda á vellinum fyrir stundu vegna tæknilegra vandamála. Um 300 manns voru í vélinni og 13 áhafnarmeðlimir. Að sögn flugfélagsins ákvað flugstjórinn að koma inn til lendingar í öryggisskyni en ekki er ljóst hvað bilaði. Öllum flugbrautum hefur verið lokað og má búast við seinkunum á vellinum í dag. Flugvél á vegum Iceland Express sem átti að fara í loftið frá Gatwick kl. hálf tvö seinkar eitthvað vegna þessa.

Erlent

Grunaðir raðmorðingjar handteknir

Lögreglan í Frakklandi hefur nú handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að fjórum morðum sem framin voru í landinu. Talið er að um raðmorðingja sé að ræða en fyrsta morðið var framið í nóvember í fyrra og það fjórða í byrjun þessa mánaðar.

Erlent

Ætla að byggja dómkirkju úr pappa

Í bígerð er að byggja 25 metra háa dómkirkju í Nýsálensku borginni Christchurch en sú sem fyrir var í borginni eyðilagðist í jarðskjálftanum í fyrra. Nýja kirkjan verður 25 metrar á hæð og með sæti fyrir 700 manns.

Erlent

Bardagarnir í Kabúl stóðu yfir í 18 tíma

Bardögum í Kabúl, höfuðborg Afganistan lauk ekki fyrr en um sjöleytið á mánudagsmorgun að staðartíma. Höfðu þeir þá staðið sleitulaust í eina 18 tíma eftir að Talibanar og skæruliðar þeim hliðhollir efndu til fjölda árása í Kabúl og víðar í landinu.

Erlent

Vopnahléið að leysast upp í ófrið

Vopnahlé stríðandi fylkinga í Sýrlandi leystist upp í átök í gær einungis fjórum dögum eftir að því var lýst yfir. Stjórnarherinn skaut sprengjum á íbúðahverfi í borginni Homs þar sem stjórnarandstaðan ræður ríkjum.

Erlent