Erlent

Trylltur heimur fegurðarsamkeppna barna vegur óhug

Nýjasti þátturinn í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Toddlers & Tiaras hefur vakið hörð viðbrögð víðsvegar um heim. Í þættinum klæðir móðir dóttur sína upp sem kyntáknið Daisy Duke og gefur henni orkudrykk í ómerktri flösku.

Erlent

10 fallnir eftir sprengingu í Sýrlandi

Að minnsta kosti tíu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Damaskus í Sýrlandi í dag. Samkvæmt opinberum fréttamiðlum þar í landi eru 46 slasaðir eftir sprenginguna. Meirihluti þeirra sem létust voru óbreyttir borgarar.

Erlent

Hitler var bjargað frá drukknun árið 1894

Sagnfræðingar í Þýskalandi telja að frásögn í gömlu fréttablaði þar í landi varpi nýju ljósi á skelfilegt slys sem Adolf Hitler lenti í á barnsaldri. Í blaðagreininni segir frá ungum pilti sem féll í gegnum ís í nágrenni við borgina Passau árið 1894.

Erlent

Að minnsta kosti 72 létu lífið

Að minnsta kosti 72 létu lífið og yfir 60 særðust í fjölda sprengjuárása í tveimur hverfum sjía-múslíma í Bagdad í gær. Árásirnar ýttu enn frekar undir ótta heimamanna um auknar aðgerðir uppreisnarmanna eftir að bandarískir hermenn yfirgáfu landið í síðasta mánuði.

Erlent

Um 670 ólöglega til Norðurlandanna

Norska sendiráðið í Manila á Filippseyjum var blekkt til að gefa út vegabréfsáritanir fyrir 670 filippseyska ríkisborgara sem gerðu þeim kleift að komast til Norðurlandanna. Sendiráðið gefur út áritanir til Danmerkur og Íslands þar sem hvorugt landið er með sendiráð í landinu. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að ekkert bendi til þess að fólk hafi komið hingað til lands á fölskum forsendum.

Erlent

Vinnie Jones kennir fyrstu hjálp

Harðjaxlinn og fyrrverandi fótboltamaðurinn Vinnie Jones bregður sér í kunnuglegt hlutverk í nýlegri auglýsingu Hjartaverndarsamtökum Bretlands.

Erlent

Raðmorðingi gengur laus í Kalíforníu

Þrír heimilislausir karlmenn hafa verið myrtir á síðustu tveimur vikum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Yfirvöld í fylkinu segja að raðmorðingi hafi verið að verki og leiðbeina heimilislausu fólki í fylkinu að halda hópinn.

Erlent

John McCain styður Mitt Romney

John McCain fyrrum forsetaefni Repúblikanaflokksins styður Mitt Romney í baráttu hans við að ná útnefningu flokksins fyrir komandi forsetakosningar í landinu. Gaf McCain yfirlýsingu um það í gærkvöldi.

Erlent

Skráarskipti nú löggild trú í Svíþjóð

Yfirvöld í Svíþjóð hafa loks skráð trúarkerfið Kópíisma sem raunverulegt trúarfélag. Það er stór hópur internetnotenda sem stendur að baki trúarfélaginu en þau tilbiðja skráarskipti milli einstaklinga. Barátta hópsins fyrir viðurkenningu sænska ríkisins hefur staðið yfir í tvö ár.

Erlent