Erlent Allir fá farsíma á Indlandi Forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, mun á næstu dögum útdeila farsímum til allra fjölskyldna sem búa undir fátæktarmörkum í landinu. Um er að ræða sex milljón fjölskyldur. Erlent 11.8.2012 23:30 Vilja fá ungt fólk til að striplast í meira mæli Nektarstrendur og álíka staðir eru iðulega þéttsetnir af eldra fólki. Forsvarsmenn nektargarðs í Flórída í Bandaríkjunum berjast nú fyrir því að fá ungt fólk til að afklæðast og skemmta sér á adams- og evuklæðunum. Erlent 11.8.2012 22:30 Curiosity tekur því rólega um helgina - fær heilaígræðslu Vitbíllinn Curiosty, sem nú starir út í loftið í 536 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðu, mun eyða næstu dögum í að gangast undir heilaígræðslu. Erlent 11.8.2012 21:30 Á annað hundrað látin í Íran Innanríkisráðherra Íran tilkynnti fyrir stuttu að staðfest tala látinna eftir náttúruhamfarirnar í norðvesturhluta landsins væri komin yfir 150. Erlent 11.8.2012 19:42 Tugir látnir eftir jarðskjálfta í Íran Að minnsta kosti fjörutíu liggja í valnum eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir norðvesturhluta Íran í dag. Fyrri skjálftinn var að stærðinni 6.4 en sá seinni var 6.2. Erlent 11.8.2012 16:30 Fundu drukkinn Norðmann við gegnumlýsingu Flugmálayfirvöld á Ítalíu sæta nú gagnrýni eftir að norskur ferðamaður sofnaði á farangursfæribandi Fiumicino flughafnarinnar í Róm. Erlent 11.8.2012 15:38 Harður jarðskjálfti í Íran Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðvesturhluta Íran í dag. Skjálftinn var að stærðinni 6.2 en upptök hans voru í 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Tabriz. Erlent 11.8.2012 15:16 Ólympíuleikunum lýkur með stærsta teiti allra tíma Lokaathöfn Ólympíuleikanna fer fram á morgun. Líkt og með setningarathöfn leikanna hvílir mikil leynd yfir dagskránni á morgun. Stephen Daldry, leikstjóri lokaathafnarinnar, lofar ótrúlegri sýningu og besta teiti fyrr og síðar, eins og hann orðaði það. Erlent 11.8.2012 14:15 Breti vann 28 milljarða króna Heppinn Breti vann 148 milljónir punda í Euromillions happdrættinu í gær. Vinningsupphæðin nemur tæpum 28 milljörðum íslenskra króna. Erlent 11.8.2012 13:55 Mansal eykst í Noregi Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku í gildi árið 2009. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi en þau eru að sænskri fyrirmynd. Erlent 11.8.2012 12:45 Sex féllu í Afganistan Þrír bandarískir hermenn voru í gærkvöldi skotnir til bana af afgönskum verkamanni í herstöð í Gamsir-héraði í suðurhluta landsins. Erlent 11.8.2012 10:30 Clinton ræðir framtíð Sýrlands Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í Tyrklandi til að ræða við þarlend stjórnvöld um harðnandi átök í Sýrlandi og vaxandi straum flóttamanna. Erlent 11.8.2012 10:30 Mitt Romney velur Paul Ryan sem varaforsetaefni Mitt Romney, forsetaefni repúblikanaflokksins, hyggst tilnefna fulltrúardeildarþingmanninn Paul Ryan frá Wisconsin sem varaforsetaefni sitt í dag, að því er Reuters greinir frá. Erlent 11.8.2012 09:59 Harmleikur í Indlandi Hátt í fjörutíu fórust í rútuslysi í norður Indlandi í nótt. Atvikið átti sér stað á fjallvegi í Himachal Pradash-héraðinu. Erlent 11.8.2012 09:49 60 látnir eftir flóð í Maníla Talið er að sextíu manns hið minnsta hafi týnt lífinu í flóðunum í Maníla, höfuðborg Filippseyja, í vikunni. Öllum þeim rúmlega 360 þúsund manns sem höfðu leitað í neyðarskýli var leyft að snúa til síns heima í gær. Erlent 11.8.2012 06:00 Missti aðgang að Facebook-síðu Schjetne Lögreglan í Noregi komst inn á Facebook-aðgang Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Erlent 11.8.2012 04:15 Röng dánarorsök oft gefin Læknar á Bretlandi gefa ófullnægjandi upplýsingar um dánarorsök í fjórðungi tilfella. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar kemur einnig fram að í tíu prósentum tilfella sé röng dánarorsök skráð. Guardian segir frá þessu. Erlent 11.8.2012 04:00 Óvinur Gaddafi kjörinn forseti Hið nýstofnaða líbíska þing kaus bráðabirgðaforseta landsins í gærmorgun. Nýr forseti heitir Mohammed el-Megarif en hann var leiðtogi stærsta og rótgrónasta stjórnarandstöðuflokksins í Líbíu á meðan Moammar Gaddafi var enn einræðisherra í Líbíu. El-Megarif hefur verið í útlegð í Bandaríkjunum síðan á níunda áratugnum. Hann mun sitja þar til ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt á næsta ári. Erlent 11.8.2012 04:00 Vildi sprengja ráðhús í Esbjerg Ungur Dani hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í níu mánuði eftir að hafa skipulagt að sprengja upp ráðhúsið í Esbjerg. Erlent 11.8.2012 03:00 Þrír létust við brotlendingu Þrír létust þegar flugvél af gerðinni Cessna 172 brotlenti í fjallshlíð við Søvatnet í Noregi. Erlent 11.8.2012 02:30 Vopnabirgðir uppreisnarmanna þverra Sýrlenskir uppreisnarmenn eiga við vanda að etja því skotfæri þeirra eru nú af skornum skammti. Stjórnarher Bashars al-Assad gerir enn þungar árásir á virkisborgina Aleppo í norðurhluta landsins. Erlent 11.8.2012 02:00 Raðnauðgara leitað Frönsku lögregluna grunar að raðnauðgari gangi laus í Mið-Frakklandi eftir að ellefu ára gamallari stúlku var nauðgað á tjaldsvæði á Ardeche-svæðinu á miðvikudag. Rannsókn er hafin á brotinu og hafa umsjónarmenn tjaldsvæða verið beðnir um auka öryggi á svæðum sínum. Lögreglan telur að árásin á miðvikudag tengist kynferðisbrotamálum sem hafa átt sér stað í nágrannabæjum undanfarnar vikur en ráðist hefur verið á sjö stúlkur á aldrinum sjö til tólf ára frá því lok júní. Teikningu hefur verið dreift til lögreglunnar sem byggð er á framburði vitna. Maðurinn er talinn vera um fertugt. Erlent 10.8.2012 15:17 Enn ekkert spurst til norsku stúlkunnar Enn hefur ekkert spurst til norsku stelpunnar Sigrid Sjetne sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags. Norska lögreglan hélt blaðamannafund í morgun þar sem farið var yfir stöðuna. Erlent 10.8.2012 11:15 Norska lögreglan gagnrýnd fyrir viðbrögð við fjöldamorðunum Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Erlent 10.8.2012 10:43 Greiða 25 þúsund fyrir skóladót Danskir foreldrar munu þurfa að reiða fram að meðaltali um 1200 danskar krónur þegar grunnskólar þar í landi hefjast að nýju í næstu viku. Þótt skólagjöldin séu greidd af hinu opinbera eins og hér á landi kostar sitt að kaupa skólatöskur, bækur, blýanta og pennaveski. Danska blaðið Berlingske Tidende segir að þetta muni kosta foreldra að meðaltali sem samsvarar um 25 þúsund íslenskum krónum. Það er tvöfalt hærri upphæð en danskir foreldrar verja til kaupa á jólagjöfum fyrir börn sín, en sú upphæð nam í fyrra um 12 þúsund íslenskum krónum að meðaltali. Erlent 10.8.2012 08:59 Lést í aftursæti á lögreglubíl Lögreglumenn í Bandaríkjunum rannsaka nú hvernig stendur á því að 21 árs gamall karlmaður lést í aftursæti lögreglubíls eftir að hann var handtekinn í Arkansas. Erlent 10.8.2012 08:55 Tekur við af Kofi Annan Búist er við því að alsírski erindrekinn Lakhdar Brahimi taki við af Kofi Annan sem sérstakur friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir heimildarmönnum sínum. Embættismenn sem Reuters talaði við, sögðu að hugsanlega gæti ákvörðunin þó breyst ef einstök ríki innan Sameinuðu þjóðanna hafa efasemdir eða þá að Brahimi sjálfur fær bakþanka. Gríðarleg átök milli hersveita ríkisstjórnar Sýrlands og andófsmanna hafa geysað í landinu mánuðum saman og ekki sér fyrir endann á þeim. Erlent 10.8.2012 07:56 Verjendur Holmes segja hann óheilbrigðan Verjendur James Holmes, sem framdi fjöldamorð á sýningu Batman myndar í Colorado í Bandaríkjunum, segja að hann sé vanheill á geði. Við réttarhöld sem fram fóru í gær sögðu þeir að það þyrfti að meta andlegt ástand hans vel og fá skýrari mynd af því hvað gerðist í kvikmyndahúsinu. Holmes var sjálfur viðstaddur réttarhöldin. Einn af verjendum hans, Daniel King, sagði að saksóknarar hefðu undir höndunum lögregluskýrslur, en það vantaði myndir af vettvangi, upptökur og vitnisburð sérfræðinga. Erlent 10.8.2012 06:57 Lögregluþjónar óþekkjanlegir Ríkissaksóknari í Danmörku hefur látið mál gegn dönskum lögregluþjónum niður falla vegna þess hversu erfitt reyndist að bera kennsl á þá. Erlent 10.8.2012 06:15 Vírus birtir rukkun frá FBI Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur varað við nýjum tölvuvírus, sem kallaður er Reveton ransomware. Vírusinn læsir sýktri tölvu og birtir fölsk skilaboð frá FBI þar sem sagt er að viðkomandi IP-tala sé tengd síðum sem hýsa barnaklám. Til að opna tölvuna þurfi að borga sekt, allt að 200 dali. Þetta kemur fram á heimasíðu FBI. Erlent 10.8.2012 05:00 « ‹ ›
Allir fá farsíma á Indlandi Forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, mun á næstu dögum útdeila farsímum til allra fjölskyldna sem búa undir fátæktarmörkum í landinu. Um er að ræða sex milljón fjölskyldur. Erlent 11.8.2012 23:30
Vilja fá ungt fólk til að striplast í meira mæli Nektarstrendur og álíka staðir eru iðulega þéttsetnir af eldra fólki. Forsvarsmenn nektargarðs í Flórída í Bandaríkjunum berjast nú fyrir því að fá ungt fólk til að afklæðast og skemmta sér á adams- og evuklæðunum. Erlent 11.8.2012 22:30
Curiosity tekur því rólega um helgina - fær heilaígræðslu Vitbíllinn Curiosty, sem nú starir út í loftið í 536 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðu, mun eyða næstu dögum í að gangast undir heilaígræðslu. Erlent 11.8.2012 21:30
Á annað hundrað látin í Íran Innanríkisráðherra Íran tilkynnti fyrir stuttu að staðfest tala látinna eftir náttúruhamfarirnar í norðvesturhluta landsins væri komin yfir 150. Erlent 11.8.2012 19:42
Tugir látnir eftir jarðskjálfta í Íran Að minnsta kosti fjörutíu liggja í valnum eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir norðvesturhluta Íran í dag. Fyrri skjálftinn var að stærðinni 6.4 en sá seinni var 6.2. Erlent 11.8.2012 16:30
Fundu drukkinn Norðmann við gegnumlýsingu Flugmálayfirvöld á Ítalíu sæta nú gagnrýni eftir að norskur ferðamaður sofnaði á farangursfæribandi Fiumicino flughafnarinnar í Róm. Erlent 11.8.2012 15:38
Harður jarðskjálfti í Íran Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðvesturhluta Íran í dag. Skjálftinn var að stærðinni 6.2 en upptök hans voru í 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Tabriz. Erlent 11.8.2012 15:16
Ólympíuleikunum lýkur með stærsta teiti allra tíma Lokaathöfn Ólympíuleikanna fer fram á morgun. Líkt og með setningarathöfn leikanna hvílir mikil leynd yfir dagskránni á morgun. Stephen Daldry, leikstjóri lokaathafnarinnar, lofar ótrúlegri sýningu og besta teiti fyrr og síðar, eins og hann orðaði það. Erlent 11.8.2012 14:15
Breti vann 28 milljarða króna Heppinn Breti vann 148 milljónir punda í Euromillions happdrættinu í gær. Vinningsupphæðin nemur tæpum 28 milljörðum íslenskra króna. Erlent 11.8.2012 13:55
Mansal eykst í Noregi Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku í gildi árið 2009. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi en þau eru að sænskri fyrirmynd. Erlent 11.8.2012 12:45
Sex féllu í Afganistan Þrír bandarískir hermenn voru í gærkvöldi skotnir til bana af afgönskum verkamanni í herstöð í Gamsir-héraði í suðurhluta landsins. Erlent 11.8.2012 10:30
Clinton ræðir framtíð Sýrlands Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í Tyrklandi til að ræða við þarlend stjórnvöld um harðnandi átök í Sýrlandi og vaxandi straum flóttamanna. Erlent 11.8.2012 10:30
Mitt Romney velur Paul Ryan sem varaforsetaefni Mitt Romney, forsetaefni repúblikanaflokksins, hyggst tilnefna fulltrúardeildarþingmanninn Paul Ryan frá Wisconsin sem varaforsetaefni sitt í dag, að því er Reuters greinir frá. Erlent 11.8.2012 09:59
Harmleikur í Indlandi Hátt í fjörutíu fórust í rútuslysi í norður Indlandi í nótt. Atvikið átti sér stað á fjallvegi í Himachal Pradash-héraðinu. Erlent 11.8.2012 09:49
60 látnir eftir flóð í Maníla Talið er að sextíu manns hið minnsta hafi týnt lífinu í flóðunum í Maníla, höfuðborg Filippseyja, í vikunni. Öllum þeim rúmlega 360 þúsund manns sem höfðu leitað í neyðarskýli var leyft að snúa til síns heima í gær. Erlent 11.8.2012 06:00
Missti aðgang að Facebook-síðu Schjetne Lögreglan í Noregi komst inn á Facebook-aðgang Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Erlent 11.8.2012 04:15
Röng dánarorsök oft gefin Læknar á Bretlandi gefa ófullnægjandi upplýsingar um dánarorsök í fjórðungi tilfella. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar kemur einnig fram að í tíu prósentum tilfella sé röng dánarorsök skráð. Guardian segir frá þessu. Erlent 11.8.2012 04:00
Óvinur Gaddafi kjörinn forseti Hið nýstofnaða líbíska þing kaus bráðabirgðaforseta landsins í gærmorgun. Nýr forseti heitir Mohammed el-Megarif en hann var leiðtogi stærsta og rótgrónasta stjórnarandstöðuflokksins í Líbíu á meðan Moammar Gaddafi var enn einræðisherra í Líbíu. El-Megarif hefur verið í útlegð í Bandaríkjunum síðan á níunda áratugnum. Hann mun sitja þar til ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt á næsta ári. Erlent 11.8.2012 04:00
Vildi sprengja ráðhús í Esbjerg Ungur Dani hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í níu mánuði eftir að hafa skipulagt að sprengja upp ráðhúsið í Esbjerg. Erlent 11.8.2012 03:00
Þrír létust við brotlendingu Þrír létust þegar flugvél af gerðinni Cessna 172 brotlenti í fjallshlíð við Søvatnet í Noregi. Erlent 11.8.2012 02:30
Vopnabirgðir uppreisnarmanna þverra Sýrlenskir uppreisnarmenn eiga við vanda að etja því skotfæri þeirra eru nú af skornum skammti. Stjórnarher Bashars al-Assad gerir enn þungar árásir á virkisborgina Aleppo í norðurhluta landsins. Erlent 11.8.2012 02:00
Raðnauðgara leitað Frönsku lögregluna grunar að raðnauðgari gangi laus í Mið-Frakklandi eftir að ellefu ára gamallari stúlku var nauðgað á tjaldsvæði á Ardeche-svæðinu á miðvikudag. Rannsókn er hafin á brotinu og hafa umsjónarmenn tjaldsvæða verið beðnir um auka öryggi á svæðum sínum. Lögreglan telur að árásin á miðvikudag tengist kynferðisbrotamálum sem hafa átt sér stað í nágrannabæjum undanfarnar vikur en ráðist hefur verið á sjö stúlkur á aldrinum sjö til tólf ára frá því lok júní. Teikningu hefur verið dreift til lögreglunnar sem byggð er á framburði vitna. Maðurinn er talinn vera um fertugt. Erlent 10.8.2012 15:17
Enn ekkert spurst til norsku stúlkunnar Enn hefur ekkert spurst til norsku stelpunnar Sigrid Sjetne sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags. Norska lögreglan hélt blaðamannafund í morgun þar sem farið var yfir stöðuna. Erlent 10.8.2012 11:15
Norska lögreglan gagnrýnd fyrir viðbrögð við fjöldamorðunum Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Erlent 10.8.2012 10:43
Greiða 25 þúsund fyrir skóladót Danskir foreldrar munu þurfa að reiða fram að meðaltali um 1200 danskar krónur þegar grunnskólar þar í landi hefjast að nýju í næstu viku. Þótt skólagjöldin séu greidd af hinu opinbera eins og hér á landi kostar sitt að kaupa skólatöskur, bækur, blýanta og pennaveski. Danska blaðið Berlingske Tidende segir að þetta muni kosta foreldra að meðaltali sem samsvarar um 25 þúsund íslenskum krónum. Það er tvöfalt hærri upphæð en danskir foreldrar verja til kaupa á jólagjöfum fyrir börn sín, en sú upphæð nam í fyrra um 12 þúsund íslenskum krónum að meðaltali. Erlent 10.8.2012 08:59
Lést í aftursæti á lögreglubíl Lögreglumenn í Bandaríkjunum rannsaka nú hvernig stendur á því að 21 árs gamall karlmaður lést í aftursæti lögreglubíls eftir að hann var handtekinn í Arkansas. Erlent 10.8.2012 08:55
Tekur við af Kofi Annan Búist er við því að alsírski erindrekinn Lakhdar Brahimi taki við af Kofi Annan sem sérstakur friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir heimildarmönnum sínum. Embættismenn sem Reuters talaði við, sögðu að hugsanlega gæti ákvörðunin þó breyst ef einstök ríki innan Sameinuðu þjóðanna hafa efasemdir eða þá að Brahimi sjálfur fær bakþanka. Gríðarleg átök milli hersveita ríkisstjórnar Sýrlands og andófsmanna hafa geysað í landinu mánuðum saman og ekki sér fyrir endann á þeim. Erlent 10.8.2012 07:56
Verjendur Holmes segja hann óheilbrigðan Verjendur James Holmes, sem framdi fjöldamorð á sýningu Batman myndar í Colorado í Bandaríkjunum, segja að hann sé vanheill á geði. Við réttarhöld sem fram fóru í gær sögðu þeir að það þyrfti að meta andlegt ástand hans vel og fá skýrari mynd af því hvað gerðist í kvikmyndahúsinu. Holmes var sjálfur viðstaddur réttarhöldin. Einn af verjendum hans, Daniel King, sagði að saksóknarar hefðu undir höndunum lögregluskýrslur, en það vantaði myndir af vettvangi, upptökur og vitnisburð sérfræðinga. Erlent 10.8.2012 06:57
Lögregluþjónar óþekkjanlegir Ríkissaksóknari í Danmörku hefur látið mál gegn dönskum lögregluþjónum niður falla vegna þess hversu erfitt reyndist að bera kennsl á þá. Erlent 10.8.2012 06:15
Vírus birtir rukkun frá FBI Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur varað við nýjum tölvuvírus, sem kallaður er Reveton ransomware. Vírusinn læsir sýktri tölvu og birtir fölsk skilaboð frá FBI þar sem sagt er að viðkomandi IP-tala sé tengd síðum sem hýsa barnaklám. Til að opna tölvuna þurfi að borga sekt, allt að 200 dali. Þetta kemur fram á heimasíðu FBI. Erlent 10.8.2012 05:00