Erlent

Flóðavarnir New Orleans héldu að mestu

Betur fór en áhorfðist þegar fellibylurinn Ísak reið yfir borgina New Orleans í gær. Versta veðrið fór raunar rétt framhjá borginni og allar flóðavarnir hennar fyrir utan eina héldu.

Erlent

Repúblikanar þinga í skugga fellibyls

Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður.

Erlent

Hvetur landsmenn til að flýja

„Við eigum í stríði sem nær til heimshlutans og heimsins alls, þannig að við þurfum tíma til að ná sigri,“ sagði Bashar al-Assad Sýrlandsforseti í útvarpsviðtali í gær.

Erlent

Hélt 250 rottur á heimili sínu

Talið er að allt að 250 rottur hafi haldið til á heimili fullorðinnar konu á Helsingjaeyri í Danmörku áður en heilbrigðisyfirvöld tóku til sinna ráða fyrir skemmstu. Konan hafði að sögn danskra miðla haldið rotturnar líkt og um gæludýr væri að ræða. Ábending barst um músagang við húsið, en konan var þá á sjúkrahúsi.

Erlent

Sagðist vita hver myrti Palme

"Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“

Erlent

Gagnrýna dóm yfir Pussy Riot

Mannréttindaráð Rússlands gagnrýnir dóminn yfir þremur konum úr pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem fengu tveggja ára fangelsi fyrir að efna til mótmæla gegn Vladimír Pútín forseta í helstu kirkju landsins.

Erlent

Ísak veldur usla í New Orleans

Götur New Orleansborgar voru auðar þegar lægðamiðja Ísaks nálgaðist borgina fyrr í dag. Íbúar borgarinnar eru hreint ekki ókunnugir slíkri veðráttu enda eru fellibyljir tíðir á suðausturströnd Bandaríkjanna.

Erlent

Asíska konan komin í heimsfréttirnar

Fréttin af asísku konunni sem var ferðalangur hér á landi og tók þátt í leitinni að sjálfri sér er orðin heimsfrétt. Um málið er fjallað í bandaríska blaðinu New York Daily News, The West Australian, Toronto Sun, slúðurblaðinu TNT, breska blaðinu Metro og víðar.

Erlent

Almennir borgarar falla í ónákvæmum árásum

Uppreisnarmenn og öryggissveitir stjórnvalda í Sýrlandi verða að virða mannúðarlög sem mæla fyrir um að koma eigi í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Þetta segir í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Erlent

Misskilningur að flugvél hefði verið rænt

Misskilningur milli flugmanns spænskrar farþegaþotu og flugturnar á Schiphol flugvelli í Hollandi varð til þess að óttast var að þota sem kom til lendingar hefði verið rænt og F-16 herþotur voru sendar til að taka á móti vélinni.

Erlent

Farþegarflugvél rænt í Hollandi

Talið er að farþegaflugvél sem lenti á Schiphol-flugvell í Amsterdam fyrir skömmu hafi verið rænt. Flugvélin fór frá Malaga á Spáni í morgun. Lögreglumenn hafa umkringt vélina en farþegarnir eru ennþá um borð. Beðið er eftir samningamanni lögreglu til að ræða við flugstjóra vélarinnar. Vélin er í eigu Vueling, en forsvarsmenn fyrirtækisins neita því að vélinni hafi verið rænt. Talsmaður flugfélagsins segir að misskilningur sé kominn upp vegna samskipta flugstjórans við flugturninn. En hollenska lögreglan staðfestir aftur á móti við fréttastofuna Reuters að um flugrán sé að ræða. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Erlent

Lokað fyrir World of Warcraft í Íran

Bandaríski tölvuleikjaframleiðandinn Blizzard hefur lokað fyrir aðgang að fjölspilunarleiknum World of Warcraft í Íran. Er þetta gert í kjölfar hertra refsiaðgerða yfirvalda í Bandaríkjunum gegn Íranstjórn.

Erlent

Ríkisstjórnartal ótímabært

François Hollande, forseti Frakklands, kallaði eftir því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn myndu sameinast í eina fylkingu. Frakkar myndu viðurkenna og standa með tímabundinni ríkisstjórn andspyrnunnar. Sundrung er milli uppreisnarhópa bæði í Sýrlandi og þeirra hópa sem eru í útlegð.

Erlent

Ósamræmi í landslagi Mars

Sérfræðingar hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, hafa uppgötvað ósamræmi í landslaginu á Mars eftir að hafa skoðað myndir úr litmyndavél Curiosity, könnunarfarsins sem ekur nú um yfirborð rauðu plánetunnar.

Erlent

Eva Rausing sagðist vita hver myrti Olof Palme

Hin sterkefnaða Eva Rausing sem lést af ofstórum skammti eiturlyfja í júlí s.l. mun hafa bent á að sá sem stóð að baki morðinu á Olof Palme forsætisráðherra Svía árið 1986 hafi verið hingað til óþekktur sænskur athafnamaður.

Erlent

Morðrannsókn hafin

Frönsk dómsmálayfirvöld rannsaka nú fráfall Jassers Arafats, fyrrum leiðtoga Palestínu, til að fá úr því skorið hvort hann hafi verið myrtur.

Erlent

Ísak herjar á Bandaríkin

Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum.

Erlent

Laus úr fangelsi en fer í klaustur

Michelle Martin, eiginkona belgíska barnaníðingsins og barnamorðingjans Marc Dutroux, verður látin laus eftir að hafa afplánað tæpan helming af þrjátíu ára fangelsisdómi.

Erlent

Setja matarolíu á bílana sína

Danir setja notaða matarolíu á bílana sína og hita húsin sín upp með henni. Þetta er hins vegar ólöglegt samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla.

Erlent