Fótbolti

Donadoni réð sér ekki af kæti

Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að hann hafi ekki getað haldið aftur af tilfinningum sínum eftir sigur sinna manna í Skotlandi í gær.

Fótbolti

Norður-Írar unnu Dani

Norður-Írland gerði sér lítið fyrir og vann Danmörku á Windsor Park í kvöld, 2-1. David Healy skoraði sigurmark leiksins, nema hvað.

Fótbolti

McClaren í sjöunda himni

Steve McClaren er vitanlega hæstánægður með úrslit í leik Ísraels og Rússlands. Sigur Ísraela þýðir að England á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2008.

Fótbolti

Ísraelar redduðu Englendingum

Ísrael vann í dag 2-1 sigur á Rússlandi í undankeppni EM 2008. Sigur Rússa hefði þýtt að England ætti engan möguleika að komast í úrslitakeppnina í Austurríki og Sviss á næsta ári.

Fótbolti

Eiður verður ekki með í góðgerðarleiknum

Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki leika í góðgerðarleik sem fer fram á mánudag. Leikurinn er háður til stuðnings baráttunni gegn hungri, eftir því sem fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Ástæðan er sú að Eiður hyggst einbeita sér að æfingum með Barcelona. Fram kom á vefsíðu Barcelona í dag að Eiður hefði beðist undan þátttöku í landsleik Íslendinga og Dana af sömu ástæðu.

Fótbolti

Fjögur sæti enn laus á EM

Vísir fylgist grannt með gangi mála á næstsíðasta leikdegi í undankeppni EM 2008, allt frá því þegar fyrsti leikurinn er flautaður á klukkan 14.00 og sá síðasti flautaður af undir miðnætti í kvöld.

Fótbolti

Tilþrifalítill sigur Englendinga - Owen meiddur

Englendingar lögðu Austurríkismenn 1-0 í æfingaleik þjóðanna í knattspyrnu í kvöld. Sigur Englendinga var ekki sérlega glæsilegur en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins.

Fótbolti

Skellur í Trier

Íslenska U-21 árs landslið karla tapaði í kvöld 3-0 fyrir Þjóðverjum í æfingaleik þjóðanna í Trier. Þjóðverjar komust yfir skömmu fyrir leikhlé og skoruðu svo annað mark í upphafi síðari hálfleiksins og eftir það var róðurinn þungur hjá íslenska liðinu.

Fótbolti

Englendingar hafa 1-0 yfir í hálfleik

Englendingar hafa yfir 1-0 gegn Austurríkismönnum þegar kominn er hálfleikur í vináttuleik þjóðanna í knattspyrnu. Það var Peter Crouch sem skoraði mark Englendinga rétt fyrir hlé, en áður hafði Michael Owen verið skipt meiddum af velli hjá enska liðinu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Fótbolti

Sven lætur City-menn glíma

Sænski knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson hefur oft beitt frumlegum aðferðum við að koma leikmönnum sínum í gott form. Hann lætur leikmenn Manchester City æfa grísk-rómverska glímu til að bæta þol og styrk.

Enski boltinn

Við frjósum ekki á örlagastundu

Alex McLeish, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, lofar að hans menn muni ekki frjósa á ögurstundu þegar þeir taka á móti Ítölum á Hampden Park í Glasgow á morgun. Sigur í leiknum tryggir Skotum sæti á stórmóti í fyrsta skipti síðan á HM árið 1998.

Enski boltinn

Coleman áfram hjá Sociedad

Chris Coleman ætlar að halda áfram starfi sínu sem knattspyrnustjóri spænska 2. deildarliðsins Real Sociedad þrátt fyrir að stjór liðsins sagði af sér í vikunni.

Fótbolti