Fótbolti

Raul gæti hætt næsta sumar

Real Madrid-goðsögnin er sagður vera að bræða það með sér að leggja skóna a hilluna næsta sumar. Hann er sagður vilja hætta áður en hann verður lítið annað en varamaður.

Fótbolti

Hermt að Mascherano sé búinn að semja við Barca

Blaðið Sunday Express greinir frá því í dag að umboðsmenn Argentínumannsins Javier Mascherano séu búnir að ná samkomulagi við Barcelona um laun leikmannsins. Blaðið segir því að Mascherano sé á förum frá Liverpool næsta sumar.

Fótbolti

Enn hitnar undir Burley

Margir telja það með hreinum ólíkindum að George Burley sé enn í starfi hjá skoska knattspyrnusambandinu. Skoska landsliðið hefur nánast ekki gert neitt annað en að leggja Ísland síðan Burley tók við liðinu.

Fótbolti

Xabi sá um Argentínu

Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid, sá til þess að Spánverjar fögnuðu í kvöld er þeir mættu Argentínumönnum í vináttulandsleik.

Fótbolti

Lélegt jafntefli í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn arfaslöku liði Lúxemborgar en liðin mættust ytra í dag. Garðar Jóhannsson skoraði mark Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn

Brasilía marði B-lið Englands

Brasilía vann sigur á Englandi, 1-0, í vináttulandsleik sem fram fór í Doha í dag. Það var Nilmar sem skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.

Fótbolti

Kamerún komið á HM

Liðin halda áfram að týnast inn á Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku næsta sumar. Nú síðast var það Kamerún sem tryggði sig inn á mótið.

Fótbolti

Pires: Domenech er aumingi

Robert Pires hefur ekki enn sagt sitt síðasta orð í stríðinu við Raymond Domenech, landsliðsþjálfara Frakka. Þjálfarinn vill ekki velja Pires í landsliðið og það er Pires afar ósáttur við.

Fótbolti